
Haukar
1
2
Njarðvík

0-0
Oumar Diouck
'10
, misnotað víti

Kristófer Dan Þórðarson
'14
, víti
1-0

1-1
Ari Már Andrésson
'37
1-2
Sölvi Björnsson
'73
17.08.2022 - 19:15
Origo völlurinn á Hlíðarenda
2. deild karla - 17. umferð
Aðstæður: 11 gráður, skýjað og 3 m/s
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Origo völlurinn á Hlíðarenda
2. deild karla - 17. umferð
Aðstæður: 11 gráður, skýjað og 3 m/s
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Byrjunarlið:
1. Milos Peric

2. Kristinn Pétursson
5. Oscar Francis Borg
6. Máni Mar Steinbjörnsson
8. Ísak Jónsson (f)

10. Daði Snær Ingason
('79)

10. Kristófer Dan Þórðarson
('62)


11. Gísli Þröstur Kristjánsson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
('62)

18. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson

19. Ólafur Darri Sigurjónsson
('62)
- Meðalaldur 5 ár

Varamenn:
12. Þorsteinn Ómar Ágústsson (m)
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Davíð Sigurðsson
13. Arnór Pálmi Kristjánsson
('62)

16. Birgir Magnús Birgisson
19. Kristján Ólafsson
('62)

22. Alexander Freyr Sindrason
('79)
- Meðalaldur 19 ár


Liðsstjórn:
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Srdjan Rajkovic
Aníta Sif Rúnarsdóttir
Guðni Vilberg Björnsson
Óskar Karl Ómarsson
Gunnar Örvar Stefánsson
Gul spjöld:
Milos Peric ('10)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('42)
Ísak Jónsson ('69)
Alexander Freyr Sindrason ('91)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fínn dómari leiksins hefur flautað hér til leiksloka! Njarðvíkingar fá öll stigin þrjú!
93. mín

Inn:Róbert William G. Bagguley (Njarðvík)
Út:Reynir Aðalbjörn Ágústsson (Njarðvík)
92. mín
Ef Njarðvíkingar landa þessu þá eru ellefu stig niður í þriðja sætið og fimm umferðir eftir. Það má alveg bóka Njarðvíkinga upp í Lengjudeildina þó að ég efist um að Bjarni Jó muni gera það í viðtali á eftir.
91. mín
Gult spjald: Alexander Freyr Sindrason (Haukar)

Rosaleg tækling! Þetta hefði getað verið rauður litur!
90. mín
Haukar með skot rétt framhjá. Þetta er ekki komið í hús og það veit Bjarni Jó manna best í boðvangnum og býr sig undir að gera skiptingar til að éta af klukkunni.
88. mín
Njarðvíkingar komnir í varnargír og ætla að klára að landa stigunum þremur. Haukar ekki að ná að koma sér í ógnandi stöður.
76. mín
Kristján Ólafsson í Haukum með skot af löngu færi en talsvert frá því að hitta markið.
73. mín
MARK!

Sölvi Björnsson (Njarðvík)
Stoðsending: Hreggviður Hermannsson
Stoðsending: Hreggviður Hermannsson
VAL... NJARÐVÍK HEFUR TEKIÐ FORYSTUNA!!!
Dapur varnarleikur Hauka og Hreggviður gerir vel. Rennir boltanum á Sölva sem er einn í teignum, klárar vel með skoti í fyrsta.
Dapur varnarleikur Hauka og Hreggviður gerir vel. Rennir boltanum á Sölva sem er einn í teignum, klárar vel með skoti í fyrsta.
71. mín
Gult spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)

Laug því reyndar að það væri rólegt, það er hiti í mönnum og menn á boðvangnum farnir að láta vel í sér heyra.
70. mín
Meðan leikurinn er nokkuð rólegur þá notar maður tækifærið og sendir afmæliskveðju. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, stuðningsmaður Hauka og fréttamaður á Fótbolta.net, fær afmæliskveðjur.
67. mín
Vorum að fá þær upplýsingar að hnéskel Hogg hafi farið úr lið og það sé sjúkrabíll á leiðinni.
66. mín
Varamaðurinn Sölvi Björnsson með skot eftir skyndisókn Njarðvíkur en Milos Peric ver. Nokkuð oið í báða enda þessa stundina.
62. mín

Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Haukar)
Út:Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Gunnar Örvar mættur eftir langa fjarveru.
62. mín
ÚFFFFF...
Leikurinn stopp. Kenneth Hogg er hérna eitthvað mjög illa meiddur. Börurnar komnar inn og miðað við viðbrögð leikmanna lítur þetta mjög illa út.
Það er kallað eftir lækni í stúkunni. Hogg lenti mjög illa og væntanlega búið að hringja eftir sjúkrabíl. Mögulegt fótbrot hér.
Batakveðjur á Kenneth Hogg.
Leikurinn stopp. Kenneth Hogg er hérna eitthvað mjög illa meiddur. Börurnar komnar inn og miðað við viðbrögð leikmanna lítur þetta mjög illa út.
Það er kallað eftir lækni í stúkunni. Hogg lenti mjög illa og væntanlega búið að hringja eftir sjúkrabíl. Mögulegt fótbrot hér.
Batakveðjur á Kenneth Hogg.
56. mín
Reynir Aðalbjörn með skot sem fer af varnarmanni og í horn. Pressan að þyngjast hjá "gestunum" á þessum hlutlausa velli.
54. mín
Hvernig fór þessi ekki inn? Eftir darraðadans í vítateig Hauka datt boltinn á Einar Orra sem átti fast skot af stuttu færi en náði ekki að hitta markið.
49. mín
HAAA??? Eftir ótrúlegan vandræðagang í vörn Hauka og samskiptaleysi við markvörðinn þá nær Oumar Diouck boltanum og á nánast bara eftir að renna honum í tómt markið. Er kominn að endalínu og þarf að koma sér í betri stöðu en missir svo jafnvægið í skotinu og hittir ekki markið.
Hólmar Örn sýnir miklar tilfinningar í boðvangnum og öskrar af pirringi yfir því að þetta dauðafæri hafi ekki nýst.
Hólmar Örn sýnir miklar tilfinningar í boðvangnum og öskrar af pirringi yfir því að þetta dauðafæri hafi ekki nýst.
45. mín
Úrslit þeirra leikja sem voru 18:
Magni 1-2 KF
Reynir 0-0 ÍR
Víkingur Ó. 3-3 Þróttur
Völsungur 2-1 Ægir
Magni 1-2 KF
Reynir 0-0 ÍR
Víkingur Ó. 3-3 Þróttur
Völsungur 2-1 Ægir
45. mín
LEIK LOKIÐ: Völsungur 2-1 Ægir
Ég skal segja ykkur það! SVAKALEGA mikilvægur sigur Völsungs. Skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma og eru nú fjórum stigum frá Þrótti sem er í öðru sætinu eftir að hafa gert jafntefli í Ólafsvík.
Rosaleg umferð í 2. deildinni sem er í gangi.
Ég skal segja ykkur það! SVAKALEGA mikilvægur sigur Völsungs. Skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma og eru nú fjórum stigum frá Þrótti sem er í öðru sætinu eftir að hafa gert jafntefli í Ólafsvík.
Rosaleg umferð í 2. deildinni sem er í gangi.
LEIK LOKIÐ: Magni 1-2 KF
LETSSSSSS GOOOOOOOOO ÞVÃLÃKUR SIGUR, ÞVÃLÃKUR KARAKTER OG ÞVÃLÃKT LIÃ💙💙💙⚡ï¸âš¡ï¸ ÃFRAM KF 💙 pic.twitter.com/NHLeZdCJ6V
— KF (@KFthunders) August 17, 2022
45. mín
Hálfleikur
Jöfnunarmark Njarðvíkinga í myndum. Það var Ari Már Andrésson sem skoraði það.



43. mín
VÁ! Njarðvík svo nálægt því að komast yfir. Einar Orri með skalla naumlega framhjá. Ég hélt að þessi væri á leið inn.
42. mín
Oumar Diouck með slappt skot úr aukaspyrnu yfir. Þetta var aukaspyrna á ákjósanlegum stað.
41. mín
Völsungur 1-1 Ægir
Um 10 mínútur eftir í þessum áhugaverða leik á Húsavík. Gestirnir frá Þorlákshöfn hafa jafnað.
Um 10 mínútur eftir í þessum áhugaverða leik á Húsavík. Gestirnir frá Þorlákshöfn hafa jafnað.
40. mín
LEIK LOKIÐ: Víkingur Ólafsvík 3-3 Þróttur
Búið að flauta til leiksloka á Ólafsvík. Sex marka jafntefli þar.
Búið að flauta til leiksloka á Ólafsvík. Sex marka jafntefli þar.
37. mín
MARK!

Ari Már Andrésson (Njarðvík)
NJARÐVÍKINGAR JAFNA EFTIR HORNSPYRNU! Ari Már Andrésson sem skallar boltann af krafti í fjærhornið eftir hornspyrnu.
35. mín
Það er flott veður fyrir leikinn hér á Hlíðarenda. Eftir leiðindaveðrið í dag og síðustu nótt þá ákváðu veðurguðirnir að sýna boltanum virðingu.
32. mín
Lipur og flott Sókn Njarðvíkinga. Reynir Aðalbjörn með skot yfir markið eftir sendingu frá Hogg.
29. mín
Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina hér á Hlíðarenda.
Hér ver Milos Peric vítaspyrnu Njarðvíkinga.
Haukar fengu svo víti hinumegin og brást ekki bogalistin.

Hér ver Milos Peric vítaspyrnu Njarðvíkinga.

Haukar fengu svo víti hinumegin og brást ekki bogalistin.
27. mín
Ólafur Darri Sigurjónsson verið ógnandi hjá Haukum síðustu mínútur. Átti fínt skot úr þröngu færi sem Blakala náði að verja.
17. mín
Víkingur Ólafsvík 3-3 Þróttur
Það er dramatík á Ólafsvík! Þróttarar eru búnir að jafna. Sveiflur.
Það er dramatík á Ólafsvík! Þróttarar eru búnir að jafna. Sveiflur.
16. mín
Víkingur Ólafsvík 3-2 Þróttur
72 mínútur sirka á klukkunni fyrir vestan og Þróttarar hafa minnkað muninn. Tvö efstu lið deildarinnar eru bæði að tapa eins og staðan er.
72 mínútur sirka á klukkunni fyrir vestan og Þróttarar hafa minnkað muninn. Tvö efstu lið deildarinnar eru bæði að tapa eins og staðan er.
14. mín
Mark úr víti!

Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
ÞRUMAR ÞESSUM Í NETIÐ!!! Alvöru byrjun á þessum leik.
13. mín
HAUKAR FÁ VÍTASPYRNU NÚNA!!! Anton Freyr Hauks Guðlaugsson fær vítið. Hárréttur dómur.
12. mín
Gísli Þröstur Kristjánsson með skot naumlega framhjá. Þarna hefði Haukar getað tekið forystuna. Heimamenn fá svo tvær hornspyrnur í röð.
10. mín
Misnotað víti!

Oumar Diouck (Njarðvík)
Milos Peric ver vítaspyrnuna!!! Fór í hárrétt horn og bætir upp fyrir brotið.
10. mín
Gult spjald: Milos Peric (Haukar)

VÍTASPYRNA! Kenneth Hogg fer niður í teignum. Markvörður Hauka brotlegur.
8. mín
Oumar Diouck með skot úr aukaspyrnu beint í varnarvegginn, boltinn hrekkur á leikmann Hauka og Diouck mætir á vettvang og brýtur á honum.
7. mín
Verð að viðurkenna að það er ansi grillað að vera hér í fréttamannastúkunni á Origo vellinum að textalýsa leik Hauka og Njarðvíkinga í Valstreyjum.
5. mín
Rólegt fyrstu mínúturnar hér á Hlíðarenda. Einar Orri búinn að fá á sig fyrstu aukaspyrnuna í kvöld, ekki sú síðasta.
3. mín
Víkingur Ólafsvík 3-1 Þróttur
Lærisveinar Gauja Þórðar eru í banastuði í kvöld. Sirka 60 mín liðnar af þessum leik. Stefnir í að Þróttarar missi af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.
Lærisveinar Gauja Þórðar eru í banastuði í kvöld. Sirka 60 mín liðnar af þessum leik. Stefnir í að Þróttarar missi af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.
1. mín
Leikur hafinn
Njarðvíkingar hófu leik. Haukar sækja í átt að Öskjuhlíðinni í fyrri hálfleik í kvöld.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn og Njarðvíkingar eru í hvítum varatreyjum Valsmanna.
Vissir þú að 1 af hverjum 12 körlum og 1 af hverjum 200 konum er litblind?
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 3, 2021
Litblinda getur haft áhrif á alla sem tengjast fótbolta - áhorfendur, leikmenn, þjálfara, dómara og aðra starfsmenn à kringum leikinn.https://t.co/jHwkVbwO2k#Sýnumlit pic.twitter.com/YNhRUvqZiG
Fyrir leik
Ólsarar að vinna Þrótt
Var að fá skilaboð frá Ólafsvík þar sem Víkingur Ólafsvík hefur snúið dæminu við gegn Þrótti og er komið 2-1 yfir! Áhugaverð staða fyrir vestan. Andri sólbergsson og Louis Romero með mörk heimamanna.
Var að fá skilaboð frá Ólafsvík þar sem Víkingur Ólafsvík hefur snúið dæminu við gegn Þrótti og er komið 2-1 yfir! Áhugaverð staða fyrir vestan. Andri sólbergsson og Louis Romero með mörk heimamanna.
Fyrir leik
Hálfleikur í leikjunum sem hófust klukkan 18
Völsungur er víst að vinna Ægi 1-0, er væntanlega kominn hálfleikur á Húsavík. Þá veit ég að Þróttur komst yfir gegn Víkingi Ólafsvík fyrir vestan. Staðan er markalaus hjá Reyni Sandgerði og ÍR en því miður eru engar upplýsingar úr leik Magna og KF.
Völsungur er víst að vinna Ægi 1-0, er væntanlega kominn hálfleikur á Húsavík. Þá veit ég að Þróttur komst yfir gegn Víkingi Ólafsvík fyrir vestan. Staðan er markalaus hjá Reyni Sandgerði og ÍR en því miður eru engar upplýsingar úr leik Magna og KF.
Fyrir leik
Búningavandræði
Njarðvíkingar mættu með grænu treyjurnar sínar á Hlíðarenda en Gunnar Oddur Hafliðason dómari er litblindur, rautt og grænt fer ekki vel saman þar. Útlit er fyrir að Njarðvíkingar verði að leika í varatreyjum Valsmanna í leiknum í kvöld.
Njarðvíkingar mættu með grænu treyjurnar sínar á Hlíðarenda en Gunnar Oddur Hafliðason dómari er litblindur, rautt og grænt fer ekki vel saman þar. Útlit er fyrir að Njarðvíkingar verði að leika í varatreyjum Valsmanna í leiknum í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér í hliðunum. Magnús Þórir Matthíasson er ekki með Njarðvíkingum þar sem hann tekur út leikbann.
Fyrir leik
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson heldur um stjórnartaumana hjá Njarðvík.
Það voru fjögur mörk skoruð þega þessi lið áttust við í fyrri umferðinni í Njarðvík, 2-2 jafntefli niðurstaðan. Oumar Diouck skoraði bæði mörk heimamanna en Máni Mar Steinbjörnsson og Fannar Óli Friðleifsson skoruðu fyrir Hauka.

Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson heldur um stjórnartaumana hjá Njarðvík.
Það voru fjögur mörk skoruð þega þessi lið áttust við í fyrri umferðinni í Njarðvík, 2-2 jafntefli niðurstaðan. Oumar Diouck skoraði bæði mörk heimamanna en Máni Mar Steinbjörnsson og Fannar Óli Friðleifsson skoruðu fyrir Hauka.
Fyrir leik
Svona er staðan
Njarðvík hefur verið besta lið 2. deildar í sumar, taflan lýgur ekki. Það kom þó hikst nýlega þegar liðið tapaði óvænt tveimur leikjum í röð. Þróttur er í bílstjórasæti í baráttunni um að komast upp en Völsungur og Ægir (sem mætast á Húsavík) eru ekki mjög langt fyrir aftan.
Oumar Diock leikmaður Njarðvíkur er markahæsti leikmaður 2. deildarinnar með 14 mörk.

Svona er staðan
Njarðvík hefur verið besta lið 2. deildar í sumar, taflan lýgur ekki. Það kom þó hikst nýlega þegar liðið tapaði óvænt tveimur leikjum í röð. Þróttur er í bílstjórasæti í baráttunni um að komast upp en Völsungur og Ægir (sem mætast á Húsavík) eru ekki mjög langt fyrir aftan.

Oumar Diock leikmaður Njarðvíkur er markahæsti leikmaður 2. deildarinnar með 14 mörk.
Fyrir leik
Spilað á Hlíðarenda
Haukar, sem eru í fimmta sæti, eiga skráðan heimaleik. Leikurinn fer hinsvegar ekki fram á Ásvöllum heldur á Origo vellinum sem er heimavöllur Vals.
Verið er að skipta um gervigras á Ásvöllum og á meðan munu meistaraflokkar Hauka spila í örðum bæjarfélögum. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið um 24. ágúst.
Síðasti heimaleikur Hauka fór fram á OnePlus vellinum á Álftanesi. Leikið er í Reykjavík í kvöld og er það því þriðja bæjarfélagið þar sem heimaleikur Hauka fer fram í sumar.
Haukar þekkja ágætlega til á Hlíðarenda því liðið lék heimaleiki sína þar fyrir tólf árum síðan, árið 2010, þegar liðið var síðast í efstu deild. Þá var ekki búið að byggja stúku við heimavöll Hauka.
Dómari leiksins er Gunnar Oddur Hafliðason og aðstoðardómarar Tomasz Piotr Zietal og sjálfur Hreinn Magnússon. Eftirlitsmaðu er Þórður Georg Lárusson.

Spilað á Hlíðarenda
Haukar, sem eru í fimmta sæti, eiga skráðan heimaleik. Leikurinn fer hinsvegar ekki fram á Ásvöllum heldur á Origo vellinum sem er heimavöllur Vals.
Verið er að skipta um gervigras á Ásvöllum og á meðan munu meistaraflokkar Hauka spila í örðum bæjarfélögum. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið um 24. ágúst.
Síðasti heimaleikur Hauka fór fram á OnePlus vellinum á Álftanesi. Leikið er í Reykjavík í kvöld og er það því þriðja bæjarfélagið þar sem heimaleikur Hauka fer fram í sumar.
Haukar þekkja ágætlega til á Hlíðarenda því liðið lék heimaleiki sína þar fyrir tólf árum síðan, árið 2010, þegar liðið var síðast í efstu deild. Þá var ekki búið að byggja stúku við heimavöll Hauka.

Dómari leiksins er Gunnar Oddur Hafliðason og aðstoðardómarar Tomasz Piotr Zietal og sjálfur Hreinn Magnússon. Eftirlitsmaðu er Þórður Georg Lárusson.
Fyrir leik
Velkomin með okkur á 2. deildarvaktina!
Öll 17. umferðin í 2. deild karla verður leikin í kvöld og við fylgjumst með gangi mála. Kastljósinu verður aðallega beint að leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 19:15 en við höfum einnig augu á öðrum leikjum.
miðvikudagur 17. ágúst
18:00 Reynir S.-ÍR (BLUE-völlurinn)
18:00 Víkingur Ó.-Þróttur R. (Ólafsvíkurvöllur)
18:00 Magni-KF (Grenivíkurvöllur)
18:00 Völsungur-Ægir (PCC völlurinn Húsavík)
19:15 Haukar-Njarðvík (Origo völlurinn)
19:15 KFA-Höttur/Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)
Öll 17. umferðin í 2. deild karla verður leikin í kvöld og við fylgjumst með gangi mála. Kastljósinu verður aðallega beint að leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 19:15 en við höfum einnig augu á öðrum leikjum.
miðvikudagur 17. ágúst
18:00 Reynir S.-ÍR (BLUE-völlurinn)
18:00 Víkingur Ó.-Þróttur R. (Ólafsvíkurvöllur)
18:00 Magni-KF (Grenivíkurvöllur)
18:00 Völsungur-Ægir (PCC völlurinn Húsavík)
19:15 Haukar-Njarðvík (Origo völlurinn)
19:15 KFA-Höttur/Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
2. Bessi Jóhannsson
4. Atli Geir Gunnarsson
('82)

5. Arnar Helgi Magnússon
6. Einar Orri Einarsson
8. Kenneth Hogg
('62)

9. Oumar Diouck

13. Marc Mcausland (f)
15. Ari Már Andrésson

21. Reynir Aðalbjörn Ágústsson
('93)

24. Hreggviður Hermannsson
- Meðalaldur 9 ár

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
10. Bergþór Ingi Smárason
('82)

17. Haraldur Smári Ingason
23. Samúel Skjöldur Ingibjargarson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Róbert William G. Bagguley
('93)

27. Sölvi Björnsson
('62)


Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Brynjar Freyr Garðarsson
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson
Gul spjöld:
Hreggviður Hermannsson ('50)
Oumar Diouck ('71)
Rauð spjöld: