Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Leiknir R.
4
3
KR
Daði Bærings Halldórsson '11 1-0
Bjarki Aðalsteinsson '41 , sjálfsmark 1-1
2-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson '45 , sjálfsmark
Emil Berger '66 3-1
3-2 Kjartan Henry Finnbogason '81 , víti
3-3 Kristinn Jónsson '83
Zean Dalügge '88 4-3
22.08.2022  -  18:00
Domusnovavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Zean Dalügge
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Óttar Bjarni Guðmundsson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
9. Mikkel Dahl
10. Kristófer Konráðsson ('58)
11. Brynjar Hlöðvers
15. Birgir Baldvinsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann ('66)
28. Zean Dalügge ('92)

Varamenn:
7. Róbert Quental Árnason
7. Adam Örn Arnarson ('58)
9. Róbert Hauksson ('92)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('66)
20. Hjalti Sigurðsson
80. Mikkel Jakobsen

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Zean Dalügge ('33)
Daði Bærings Halldórsson ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessum ótrúlega leik er lokið!
Leiknismenn fara gríðarlega sáttir af velli en ekki má segja það sama um KR-inga.
Viðtöl og skýrsla koma innan skams.
95. mín
KR fær aftur horn, Viktor nær að blaka boltanum aftur fyrir endamörk og í annað horn.
92. mín
Inn:Róbert Hauksson (Leiknir R.) Út:Zean Dalügge (Leiknir R.)
92. mín
Kjartan Henry á skalla rétt framhjá úr horninu, KR er að reyna allt til að jafna metin!
90. mín
KR sækir grimmt!
Ægir Jarl nær skoti á markið í teig Leiknis en Viktor Freyr ver vel og Leiknir nær að koma boltanum frá í horn.
88. mín MARK!
Zean Dalügge (Leiknir R.)
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!!
Adam Örn á frábæra stungusendingu á Zean Dalügge, Aron Kristófer reynir að renna sér fyrir sendinguna en nær boltanum ekki og þá er Zean kominn í einn á einn stöðu við Beiti og hamrar boltann í þaknetið!
86. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
86. mín
KR-ingar vilja annað víti!

Þeir telja að Adam Örn hafi brotið á Aron Kristófer.
83. mín MARK!
Kristinn Jónsson (KR)
Kristinn Jónsson að jafna metin!
Kristján Flóki á skot sem Viktor ver en boltinn fer beint á Kristinn sem tekur skotið í fyrsta og boltinn endar í netinu.
Kristinn hefur komið að þremur mörkum síðan hann kom inn á!
81. mín Mark úr víti!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Þú tekur ekki betri víti en þetta!
Kjartan neglir boltanum niðri í vinstra hornið, Viktor á ekki séns.
81. mín
KR fær víti!!

Adam Örn brýtur á Kristni í teig Leiknis, verðskuldað víti.
Kristinn braut í vítinu sem Leiknir fékk en nú jafnar hann þetta út!
78. mín
Inn:Stefan Ljubicic (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
78. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
77. mín
Kennie Chopart með neglu á markið fyrir utan teig en Viktor Freyr ver frábærlega og í horn.
72. mín
KR fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Kennie tekur spyrnuna en Mikkel Dahl skallar boltann frá.
70. mín
Ægir Jarl á þrumuskot en hver annar en Binni Hlö setur hausinn fyrir og boltinn í horn.
68. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Hallur Hansson (KR)
66. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Dagur Austmann (Leiknir R.)
66. mín MARK!
Emil Berger (Leiknir R.)
Emil Berger skorar af miklu öryggi!
Beitir fer í rétta átt en hann á ekki séns vítið er fast, niðri og út við stöng hægra megin.
65. mín
LEIKNIR AÐ FÁ VÍTI!!
Kristinn Jónsson fer í heimskulega tæklingu á Zean Dalugge og fær dæmt verðskuldað víti á sig.
Klaufalegt hjá Kristni sem kom inná eftir að hafa verið frá eftir meiðsli.
63. mín
Mikkel Dahl á skot framhjá fyrir Leikni.
62. mín
Bjarki nánast búinn að gera annað sjálfsmark!!

Bjarki Aðalsteins skallar í slánna þegar hann reynir að verjast fyrirgjöf Kennie Chopart.
62. mín
Inn:Kristinn Jónsson (KR) Út:Pontus Lindgren (KR)
60. mín
Darraðadans í teig KR

Zean Dalügge á skot sem Beitir ver, síðan eiga Leiknismenn nokkrar tilraunir að marki en að lokum koma KR-ingar boltanum burt.
58. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Leiknir R.) Út:Kristófer Konráðsson (Leiknir R.)
55. mín
Gott samspil Stefáns Árna og Theodórs Elmars.

Þeir taka þríhyrningsspil í teig Leiknis, Stefán tekur svo skotið sem fer rétt framhjá.
54. mín
Atli Sigurjóns með skot lengst utan af velli sem fer í aftari stöngina.
Ekki galin tilraun.
53. mín
Atli Sigurjóns með skot framhjá frá hægri kanti.
50. mín
Kennie Chopart með geggjaða fyrirgjöf á Stefán Árna sem skallar rétt framhjá marki Leiknis.
48. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Daði fær gult fyrir að halda í Ægi Jarl.
46. mín
Seinni hálfleikur fer hér af stað og byrja heimamenn með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi flautar til hálfleiks beint eftir markið, þvílíkar lokamínútur í þessum fyrri hálfleik.
KR-ingar búnir að eiga fleiri færi en Leiknir leiðir þrátt fyrir það.
Vonum að seinni hálfleikur verði jafnmikil skemmtun og sá fyrri!
45. mín SJÁLFSMARK!
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Þeir eru ekki lengi að komast aftur yfir!!!

Kemur hár bolti í gegn á Mikkel Dahl sem kemur með fyrirgjöf á Zean. Beitir ver skotið en svo fer boltinn í Arnór Svein og inn, annað klaufamark!
Ótrúleg staðreynd að bræðurnir eru báðir búnir að skora sjálfsmark.
41. mín SJÁLFSMARK!
Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Fyrirliðinn óheppinn!!

Darraðadans eftir hornspyrnu KR-inga, Stefán Árni nær skoti sem fer í Binna Hlö, boltinn fer í loftið og á leið í netið en Viktor Freyr nær að slá boltann burt og þá í Bjarka og boltinn í netið.
Klaufalegt hjá heimamönnum.
36. mín
Skemmtileg að minnast á það að fyrirliðar Leiknis og KR eru bræður, þeir Bjarki og Arnór Sveinn, Aðalsteinssynir.
35. mín
Ægir Jarl með þrumuskot fyrir utan teig en Viktor Freyr ver frábærlega.
33. mín Gult spjald: Zean Dalügge (Leiknir R.)
32. mín
Aftur fær KR frábært færi!

Atli Sigurjóns spænir upp hægri kantinn og kemur með sendingu út í teiginn á Ægi Jarl sem þrumar boltanum yfir markið úr geggjaðri stöðu.
29. mín
Kennie Chopart tekur hornspyrnu sem ratar beint á kollinn á Ægi Jarl og nær hann góðum skalla upp í vinstra hornið en Viktor Freyr ver vel.
27. mín
Mikkel Dahl fær stungusendingu um miðjan völl Mikkel nánast kominn nánast einn í gegn, Beitir kemur á móti honum og Mikkel ákveður að reyna chippa boltanum yfir Beiti en boltinn fer framhjá.
23. mín
Frábært færi KR!

Kennie Chopart kemur með eitraða fyrirgjöf beint fyrir framan markið en Stefán Árni nær ekki að koma snertingu á boltann.
18. mín
Theodór Elmar í góðu færi!

Aron Kristófer á fyrirgjöf frá vinstri, Theodór er við vítapunkt þegar hann kemst í boltann en nær ekki að stýra honum á markið.
Illa farið með gott færi.
11. mín MARK!
Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Daði Bærings að koma Leikni yfir!!!

Daði fær boltann langt fyrir utan teig eftir misheppnaða hreinsun hjá Halli. Daði tekur eina snertingu og skýtur svo, skotið er ekki fast en hnitmiðað er það!
Spurningarmerki við Beiti í markinu sem stendur og horfir á boltann fara inn.
Gríðarlega mikilvægt mark fyrir Breiðhyltinga!
9. mín
Hallur Hansson tekur aumt skot fyrir utan teig sem Viktor Freyr ver örugglega.
6. mín
Kristófer Konráðs tekur spyrnuna fyrir leikni, hún kemur á fjærstöng þar sem Zean tekur boltann á magann og missir boltann frá sér.
5. mín Gult spjald: Hallur Hansson (KR)
Hallur fær að líta gula spjaldið eftir brot á Zean Dalügge, hægra megin við teig KR-inga.
3. mín
Sigurður Bjartur fær fyrirgjöf frá Atla Sigurjóns og tekur skot á markið á lofti en Viktor Freyr ver skotið þægilega.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann Ingi flautar leikinn af stað og er það Theodór Elmar sem á upphafsspark leiksins fyrir KR og sækja þeir í átt að Breiðholtslaug.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn með In the Ghetto í græjunum nú má veislan hefjast!
Fyrir leik
Síðasti leikur Leiknis var 4 - 1 tap gegn Fram úti. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari liðsins gerir fjórar breytingar á liðinu. Bjarki Aðalsteinsson fyrirliði snýr aftur eins og Mikkel Dahl, Brynjar Hlöversson og Dagur Austmann.

Róbert Hauksson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Mikkel Jakobsen og Loftur Páll Eiríksson fara út.

KR tapaði 5 - 3 fyrir Víkingi í Mjólkurbikarnum fyrir helgi. Stefán Árni Geirsson snýr aftur inn í liðið frá þeim leik og tekur stöðu Arons Þórðar Albertssonar.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarar leiksins

Aðaldómari í kvöld er Jóhann Ingi Jónsson og honum til aðstoðar verða þeir Smári Stefánsson og Patrik Freyr Guðmundsson. Helgi Mikael verður í boðvanginum og tilbúinn að stíga inn í leikinn ef þörf er á.
Eftirlitsdómari leiksins er Jón Magnús Guðjónsson.


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
KR

Gestirnir í KR hafa ekki átt eftirminnilegt tímabil, þeir sitja í 6. sæti deildarinnar með 25 stig. Síðasti leikur KR var æsispennandi leikur gegn Víking í Mjólkurbikarnum þar sem Vesturbæingarnir töpuðu 5-3, eftir mikla dramatík. KR hefur þó verið á skriði í Bestu-deildinni, liðið tapaði síðast leik þar þann 1. júlí.

Staða: 6.sæti
Leikir: 17
Stig: 25
Sigrar: 6
Jafntefli: 7
Töp: 4
Mörk skoruð: 25
Mörk fengin á sig: 23
Markatala: 2

Síðustu leikir:

Keflavík 0-0 KR
KR4-0 ÍBV
KA 0-1KR
KR 3-3 Valur
KR 1-1 Fram

9 stig af síðustu 15 mögulegum.

Markahæstir:

Atli Sigurjónsson - 5 Mörk
Ægir Jarl Jónasson - 4 Mörk
Sigurður Bjartur Hallson 3 Mörk
Kjartan Henry Finnbogason 3 Mörk
* Aðrir minna


Fyrir leik
Leiknir R.

Leiknir eru í botnsæti deildarinnar en eiga þó leik til góða á FH sem er aðeins einu stigi fyrir ofan Leikni og í öruggu sæti í deildinni. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum en síðustu 4 leikir hafa allir tapast.

Staða: 12.sæti
Leikir: 16
Stig: 10
Sigrar: 2
Jafntefli: 4
Töp: 10
Mörk skoruð: 14
Mörk fengin á sig: 32
Markatala: -18

Síðustu leikir:

Fram 4-1 Leiknir R.
Leiknir R.1-2 Keflavík
Leiknir R. 1-4 ÍBV
Leiknir R. 0-5 KA
Stjarnan 0-3 Leiknir R.

3 stig af síðustu 15 mögulegum.

Markahæstir:

Mikkel Dahl - 3 Mörk
Henrik Emil Hahne Berger - 3 Mörk
Róbert Hauksson 2 Mörk
* Aðrir minna

Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl lesendur góðir og veriði velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu beint frá Domusnova-vellinum. Hér klukkan 18:00 mun Leiknir R. taka á móti KR í 18. umferð Bestu-deildar karla.


Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson ('68)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Stefán Árni Geirsson ('78)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Pontus Lindgren ('62)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('78)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('78)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('68)
17. Stefan Ljubicic ('78)
19. Kristinn Jónsson ('62)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Hallur Hansson ('5)
Kristján Flóki Finnbogason ('86)

Rauð spjöld: