Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 10:26
Brynjar Ingi Erluson
Setja 100 milljóna punda verðmiða á Olise - Guehi og Maignan til Chelsea?
Powerade
Liverpool hefur mikinn áhuga á Michael Olise
Liverpool hefur mikinn áhuga á Michael Olise
Mynd: EPA
Guehi gæti farið aftur til Chelsea
Guehi gæti farið aftur til Chelsea
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugginn er lokaður en það er samt nóg af slúðri á þessum fína sunnudegi.

Bayern München hefur sett 100 milljóna punda verðmiða á franska vængmanninn Michael Olise (23). Liverpool sér hann fyrir sér sem arftaka Mohamed Salah, en það mun fá samkeppni frá fleiri toppliðum í Evrópu. (Football Insider)

Chelsea vill fá Marc Guehi (25), miðvörð Crystal Palace, og Mike Maignan (30), markvörð AC Milan, á frjálsri sölu næsta sumar. (TBR Football)

Það er fremur ólíklegt að Manchester City muni framlengja samning portúgalska miðjumannsins Bernardo Silva (31). Hann gæti því farið á frjálsri sölu, en Juventus og Benfica hafa sýnt honum áhuga. (AS)

Liverpool, Arsenal og Manchester United eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Ayyoub Bouaddi (17), leikmanni Lille í Frakklandi. (Teamtalk)

Bayern München er með auga á Nico Williams (23), leikmanni Athletic Bilbao á Spáni. Félagið reyndi að fá hann í sumar, en hann ákvað frekar að framlengja samning sinn við Athletic. (Fichajes)

Chelsea mun fá samkeppni frá Bayern um belgíska vængmanninn Malick Fofana (20) sem er á mála hjá Lyon í Frakklandi. (Caught Offside)

Ibrahima Konate (26), varnarmaður Liverpool og franska landsliðsins, mun ekki framlengja samning sinn við Liverpool og ætlar sér að skrifa undir hjá Real Madrid. (Fichajes)

Manchester United hefur áfram áhuga á Carlos Baleba (21), miðjumanni Brighton og kamerúnska landsliðsins. Félagið vildi fá hann í sumar, en vildi ekki ganga að 115 milljóna punda verðmiða hans. (Football Insider)

Sam Mather (21), vængmaður Manchester United, mun reyna að komast frá félaginu í janúar eftir að félagaskipti hans til tyrkneska félagsins Kayserispor duttu upp fyrir sig. (MEN)

Chelsea hefur sent njósnara til að fylgjast með Kenan Yildiz (20), leikmanni Juventus á Ítalíu. (Caught Offside)
Athugasemdir
banner