

Kaplakrikavöllur
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Skýjað og logn, hiti kringum 10 gráðurnar
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1.167
Maður leiksins: Davíð Snær Jóhannsson - FH
('65)
('60)
('65)
('60)
BIKARÚRSLITALEIKUR GEGN VÍKINGI 1. OKTÓBER BÍÐUR!
MARK!VARAMAÐURINN DAVÍÐ SNÆR AÐ FARA LANGT MEÐ AÐ SKJÓTA FH Í ÚRSLITALEIKINN!
Lét vaða fyrir utan teig. Jajalo var í boltanum en þetta var alveg út við stöng!
MARK - FH er komið yfir og allt stefnir à að FH fari à úrslitaleikinn á móti VÃking - DavÃð Snær Jóhannsson með svakalegt skot og mark og leiktÃminn er að renna út pic.twitter.com/nNQriYiDV1
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) September 1, 2022
Hér er leikið til þrautar. Förum við í framlengingu?
Þessi leikur fór skyndilega úr því að vera þurr og leiðinlegur yfir í einhvern TRYLLTAN rússíbana!
Misnotað víti!VARIà - það var Kristijan Jajalo sem ver frá Steve Lennon - þarna gat FH komist yfir à þessum leik pic.twitter.com/j7PIttVq7K
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) September 1, 2022
VÃTI - FH er að fá vÃtaspyrnu þegar 12 og hálf mÃnúta er eftir af venjulegum leiktÃma pic.twitter.com/wxJVPc6X1m
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) September 1, 2022
KA menn manni færri eftir annað gult spjald á Bryan Van Den Bogaert pic.twitter.com/8aTLxgfIbi
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) September 1, 2022
Hinn Ãslenski Adama Traore jafnar fyrir FH
— Jón Kristjánsson (@nonnidk) September 1, 2022
MARK!Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
MATTI SKALLAR BOLTANN Á OLIVER SEM SKORAR! Hann hitti boltann ekki eins og hann ætlaði sér en hann lak inn í hornið!
KA menn manni færri eftir annað gult spjald á Bryan Van Den Bogaert pic.twitter.com/8aTLxgfIbi
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) September 1, 2022
Rautt spjald: Bryan Van Den Bogaert (KA)
Bryan braut af sér rétt hjá hornfánanum. Missti Oliver frá sér og braut á honum. Hárrétt, sýndist mér.
Þau örfáu alvöru færi sem hafa komið í leiknum eru öll KA-manna.
Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel brýtur á Nökkva alveg upp við stúkuna og allt á suðupunkti. Fjórir FH-ingar núna á gulu.
Þetta gengur à ættir à Krikanum! Frikki mættur à stress stance bakvið markið eins og pabbi sinn pic.twitter.com/1cfkDC3JC0
— Stefán Pálsson (@stebbipals) September 1, 2022
Gult spjald: Oliver Heiðarsson (FH)
Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Jóhann átt erfiðan fyrri hálfleik.
Ekkert að taka af HaxgrÃmi en þessi sending var ekkert göldrótt. Bara arfaslakur varnarleikur hjá FH#fotboltinet
— Matti Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) September 1, 2022
MARK!Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Hallgrímur með eitraða sendingu fram. Elfar Árni hefur betur í baráttu við Jóhann Ægi Arnarsson sem liggur eftir sigraður.
Elfar Árni kemst einn gegn Atla Gunnari, fer framhjá honum og setur boltann í tómt netið!
Elfar ÃÂrni með markið fyrir KA á 17.mÃÂnútu leiksins - staðan er 0-1 pic.twitter.com/xHi9K71cEE
— RÚV ÃÂþróttir (@ruvithrottir) September 1, 2022
KA með mjög gott færi eftir aukaspyrnu fyrir utan teig - Sveinn Margeir með gott skot sem Atli Gunnar, markmaður FH ver pic.twitter.com/ewneJYvGmQ
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) September 1, 2022
Einhver hópur KA manna hefur lagt á sig bíltúr um þennan leik. Ég veit allavega um einn vel mannaðan bíl sem einnig var vel byrgður upp af góðum drykkjum.
67% lesenda eru ósammála, samkvæmt könnun sem við vorum að loka fyrir á Twitter. Þeir spá KA sigri í dag.
Ég vonast sjálfur bara eftir framlengingu og stuði.
Miðvörðurinn öflugi Dusan Brkovic fór meiddur af velli í tapi KA gegn Víkingi í Bestu deildinni og er ekki með í dag. Þá tekur Þorri Mar Þórisson út leikbann hjá KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson og Andri Fannar Stefánsson setjast á bekkinn.
Rodrigo Gomes Mateo og Elfar Árni Aðalsteinsson tóku út leikbann gegn Víkingi en koma inn í byrjunarliðið. Gaber Dobrovolj og Hrannar Björn Steingrímsson koma líka inn í byrjunarliðið. Fjórar breytingar hjá KA.
Allir à Kaplakrika à dag!
— FHingar (@fhingar) September 1, 2022
Borgarar frá 16:00 og Ölhúsið á svæðinu!#ViðErumFH pic.twitter.com/G7GfSjPnb2
Í kvöld kemur í ljós hvort það verður FH eða KA sem leikur úrslitaleik gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum.
Flestir búast við útisigri. Ef KA vinnur þá fer það langt með að tryggja að þriðja Evrópusætið verður í boði í deildinni. Sigur Akureyrarliðsins eykur möguleika þess á Evrópusæti verulega. Svo ekki sé nú talað um bikarmeistaratitilinn sjálfan.
Arnar Grétarsson verður á hliðarlínunni í dag en leikbann hans gildir ekki í bikarnum.
Undanúrslit Mjólkurbikarsins klukkan 17 á fimmtudag. Hvort liðið fer áfram? #fotboltinet
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 31, 2022
FH-ingar eru aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti í Bestu deildinni. Þetta hefur verið mjög erfitt sumar hjá FH og liðið aðeins unnið þrjá deildarleiki. Það myndi gera mikið fyrir tímabil FH að koma sér í úrslitaleikinn, vera á skrefi nær bikar og Evrópusæti.
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir leikinn. Aðstoðardómarar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Oddur Helgi Guðmundsson og Elías Ingi Árnason verður fjórði dómari.
FH hefur aðeins mætt liðum úr neðri deildum. 3-0 sigur vannst gegn Kára frá Akranesi í 32-liða úrslitum, 6-1 sigur gegn ÍR í 16-liða úrslitum og svo 4-2 útisigur gegn Kórdrengjum í hörkuleik í 8-liða úrslitum.
Steven Lennon er markahæsti leikmaður FH í bikarnum en þar er hann kominn með sex mörk.
KA vann Reyni Sandgerði 4-1 í 32-liða úrslitum og lagði Fram svo með sömu markatölu í 16-liða úrslitum. Í 8-liða úrslitum vannst svo 3-0 sigur gegn 2. deildarliði Ægis. KA hefur því unnið alla bikarleiki sína með þriggja marka mun.
Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö mörk gegn Ægi og er kominn með fimm mörk í bikarnum.
Ef einhver er að velta leiktímanum fyrir sér þá eru ekki flóðljós á Kaplakrikavelli og því ekki hægt að leika seinna en þetta!
('50)
('68)
('50)
('68)
