Kópavogsvöllur
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Rigningarlegt eins og hefur verið í allan dag. Smá gola.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Kyle McEkroth
Breiðablik er að vakna og eru mun betri núna en à fyrri hálfleik - góð fyrirgjöf frá Höskuldi yfir á skallann á GÃsla Eyjólfssyni en Ingvar markvörður VÃkings með góða markvörslu. pic.twitter.com/sk9y1TokMh
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2022
Það kom að því að Blikar næðu að skapa sér alvöru gott færi. Góð fyrirgjöf frá Höskuldi sem Gísli skallar að marki en Ingvar sér við honum.
Ekkert kom svo upp úr hornspyrnunni.
Júlíus brotlegur. Víkingar alveg trylltir að fá ekki aukaspyrnu á Mikkel þegar Blikar unnu boltann.
Birnir Snær fer framhjá Mikkel inn á teignum, lætur vaða en Anton Ari ver og svo hreinsar Damir í horn.
Flott spil hjá Blikum, boltinn út í teiginn og Gísli lætur vaða. Kyle nær að verja með fætinum, Ingvar lendir á fætinum á Kyle og liggur eftir.
Ísak með skot í varnarmann og boltinn hrekkur til Jasons sem var fyrir innan.
Ingvar varði líka frá honum.
Oliver með hræðilega sendingu til hliðar, beint á Erling sem ákveður að skjóta og það hátt yfir. Helgi allt annað en sáttur við að fá ekki boltann þarna í upplögðu færi.
Það var eins og Logi væri orðinn þriðji miðvörður og þeir Viktor Ö (vinstri) og Ari (hægri) hefðu leyst vængbakvarðastöðurnar.
Víkingar leiða 0-3!
Gísli reynir langa sendingu en Helgi kemst fyrir hana. Hann er ekki heppnari en það að þesi bolti fer beint í andlitið á Helga.
Hann liggur eftir og fær aðhlynningu.
Fótbolti er einfaldur leikur. 22 leikmenn elta boltann og að lokum vinnur VÃkingur bikarinn. #fotboltinet
— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) August 31, 2022
Dauðafæri hjá VÃking à Kópavoginum - Helgi Guðjónsson var að koma inn á völlinn og fær þetta góða færi pic.twitter.com/NkdgEay7U5
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2022
Aukaspyrnan eftir brotið áðan kemur frá Viktor inn á markteiginn, beint á Helga en skallinn frá honum fer yfir.
Nikolaj liggur eftir inn á vítateig Blika. Held hann klári ekki þennan leik.
Það er bara þannig - VÃkingur R. er komið à 0-3 á Kópavogsvellinum - Erlingur Agnarsson skorar markið hér á 20.mÃnútu leiksins. pic.twitter.com/HbTpOtr8dI
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2022
Höskuldur með sendingu til baka ætlaða Antoni en boltinn nær ekki svo langt. Hann endar hjá Erlingi sem var á tánum og hirti lausa boltann, fer framhjá Antoni og rúllar boltanum í netið.
ÞAÐ ER 0-3!!!
#EuroVikes eru skrÃmsli rætná. Ãnægður með Karl Friðleif að hlaupa að bekk Blika og kyssa vÃkingsmerkið. Shithousery par exelans #fotboltinet
— Matti Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) August 31, 2022
Blikar keyra upp og Ísak Snær á fastaskottilraun vinstra megin úr teignum. Ingvar ver hins vegar skotið.
Nú fær Karl aðhlynningu.
Það er svakaleikur á Kópavogsvellinum - VÃkingur R. er búin að skora tvö mörk og það eru bara rétt átta mÃnútur búnar af leiknum. Karl Friðleifur Gunnarsson skorar með föstu skoti pic.twitter.com/mp5yy0fndI
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2022
Stoðsending: Pablo Punyed
Fyrirgjöf frá Pablo frá vinstri sem fer í gegnum teiginn og á Karl sem er á fjærstönginni og hann þrumar að marki og skorar.
Karl, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, fagnar með því að hlaupa framhjá bekknum hjá Breiðabliki, kyssir merkið á treyjunni og starir á Óskar Hrafn.
VÃkingur R. er komin yfir eftir að boltinn fer af leikmanni Breiðabliks - mark komið á fimmtu mÃnútu leiksins pic.twitter.com/Ls5WNEgY0A
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2022
Víkingar eru komnir yfir! Fyrirgjöf frá vinstri frá Birni, boltinn yfir Nikolaj í teignum, skoppar í teignum, Anton Ari ýtir boltanum til hliðar, í Davíð Ingvars sem er í baráttunni við Erling og af Davíð fer boltinn í netið.
Hvað segir þjálfari Blika fyrir leikinn - Óskar Hrafn Þorvaldsson ,,enginn pressa à fótboltaleik" pic.twitter.com/4bnXcAKOZE
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2022
Viðtal við þjálfara VÃÂkings R. - ,,eitt lið þarf að vinna og hitt að tapa" pic.twitter.com/3s4XCiibQe
— RÚV ÃÂþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2022
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigurleiknum gegn Leikni í Bestu deildinni. Viktor Karl Einarsson og Oliver Sigurjónsson koma inn í liðið fyrir þá Sölva Snæ Guðbjargarson og Andra Rafn Yeoman.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn KA. Karl Friðleifur Gunnarsson, Birnir Snær Ingason og Nikolaj Hansen koma inn fyrir þá Helga Guðjónsson, Ara Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric.
Liðin mættust í Bestu deildinni fyrir rúmum tveimur vikum og þá skoruðu þeir Sölvi Snær og Danijel mörk liðanna. Þeir byrja á bekknum.
LÃkleg byrjunarlið á Kópavogsvelli - Viktor Örn à banni https://t.co/c7y2rhs3Cl
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 31, 2022
Fyrr í þessum mánuði, 15. ágúst, léku þessi lið einmitt í Bestu deildinni á Kópavogsvelli og gerðu þá 1-1 jafntefli. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir en Danijel Djuric jafnaði fyrir Víking. Það verður ekkert jafntefli í kvöld!
Breiðablik, sem trónir á toppi Bestu deildarinnar, rúllaði yfir Val 6-2 í stórleik í 32-liða úrslitum, vann svo 3-2 útisigur gegn ÍA í 16-liða úrslitum þar sem Gísli Eyjólfsson skoraði sigurmark í lok venjulegs leiktíma. Í 8-liða úrslitum skoraði Omar Sowe sigurmarkið í 1-0 útisigri gegn HK í Kórnum.
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu auðveldan 7-0 útisigur gegn Haukum í 32-liða úrslitum og svo 6-0 útisigur gegn Selfossi í 16-liða úrslitum. Verkefnið var öllu erfiðara í 8-liða úrslitum þar sem Víkingur vann 5-3 heimasigur gegn KR í frábærum fótboltaleik.
Helgi Guðjónsson er markahæsti leikmaður Víkings í bikarnum en hann hefur skorað sex mörk.
Undanúrslit MjólkurbikarðŸ†ðŸ¥›
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 30, 2022
Ⱐ31.ágúst kl 19:45
🟠Kópavogsvöllur
🟢Græna stofan opnar 18:15.
🟢Miðar à Betri stúku à boði
🟢Aldurstakmark à VIP 20 ár
🟢Takmarkað magn miða
Hefðbundin árskort, Afreksblikakort ofl gilda ekki á Bikarleiki.
Miðar: https://t.co/JU7b00OlBo pic.twitter.com/CuOUH5xDIZ
Stuðningsmenn VÃkings hittast klukkan 18:00 á Heimavelli Ella, Sport & Grill bar à Smáralind fyrir stórleikinn þar sem tilboð verður á ostborgurum og bjór.
— VÃkingur (@vikingurfc) August 31, 2022
Við hvetjum stuðningsmenn til að safnast þar saman og koma sér à gÃrinn fyrir leikinn.#mjolkurbikarinn #fotboltinet pic.twitter.com/PB28bvpkLT
Undanúrslit Mjólkurbikarsins à kvöld! Hvort liðið fer áfram? #fotboltinet
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 31, 2022
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir þennan stórleik og aðstoðardómarar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs. Fjórði dómari verður Jóhann Ingi Jónsson.
Hinn undanúrslitaleikurinn verður klukkan 17 á morgun þegar FH og KA leika í Kaplakrikanum.