Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Víkingur R.
2
2
KR
Ari Sigurpálsson '43 1-0
Erlingur Agnarsson '54 2-0
2-1 Ægir Jarl Jónasson '74
2-2 Arnór Sveinn Aðalsteinsson '92
17.09.2022  -  14:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - 22. umferð
Aðstæður: Fullkomnar, Nánast logn sól á köflum og 10 stiga hiti
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('64)
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson ('64)
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f)

Varamenn:
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('64)
14. Sigurður Steinar Björnsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
18. Birnir Snær Ingason ('64)
23. Nikolaj Hansen

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar misstíga sig í baráttunni við toppinn og það kostar þá. Blikar ná 8 stiga forystu á toppnum.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á ágætum stað til fyrirgjafar.
92. mín MARK!
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
KR er að jafna!!!!!!

Atli með boltann fyrir markið og dekkningin klikkar illa. Arnór Sveinn á fjærstöng gerir engin mistök og skallar boltann í netið!
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti fjórar mínútur.
86. mín
Viktor Örlygur með lúmskan bolta fyrir markið frá hægri en Birnir Snær skrefinu of seinn og missir af boltanum á fjærstönginni.
84. mín
Víkingar fá hornspyrnu.

Beitir öruggur og hirðir boltann er hann berst inn á teiginn.
82. mín
Spyrnan frá Kristjáni Flóka beint í vegginn, frákastið berst á Atla sem á skotið en boltinn vel yfir markið.
81. mín
KR fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. klaufalegt brot á Stefáni Árna.
79. mín
KR er allt í öllu á vellinum þessa stundina, Atli með hornspyrnu stutt og á síðan fyrirgjöf en Ingvar handsamar boltann.
77. mín
Víkingar í allskonar basli við að koma boltanum frá og Ægir Jarl er að sleppa í gegn. Ingvar mætir vel út á móti og ver vel.

Meiðir sig í leiðinni og þarf að fá aðhlynningu.
74. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Gestirnir minnka munin hér eftir horn frá Atla.

Við munum fá alvöru lokamínútur hér í Víkinni.

Er pressan á Víkingum að segja til sín?
72. mín
Jæja það er smá hiti að færast í þetta, Dani Djuric brotlegur og er ekkert á því að skila boltanum. Fer í taugarnar á KRingum sem ýta honum frá og fer Dani helst til auðveldlega.
70. mín
KR mikið sótt í sig veðrið undanfarnar mínútur, Aron Þórður finnur Atla í góðri stöðu úti til hægri en Logi kemst fyrir fyrirgjöf hans og KR fær horn sem ekkert verður úr.
64. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Varnarsinnuð breyting hjá Arnari. Viktor stígur upp á miðjuna og Kyle fer í hægri bak.
64. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Varnarsinnuð breyting hjá Arnari. Viktor stígur upp á miðjuna og Kyle fer í hægri bak.
63. mín
Hornið er gott og mér sýnist það vera Kristján Flóki sem nær til boltans og skallar að marki en Helgi Guðjónsson vel staðsettur og kemur í veg fyrir marki.
62. mín
Pablo missir af boltanum á miðjum vellinum sem berst á Kristján Flók sem finnur Þorstein í álitlegri stöðu. Hann lætur vaða á markið en Ingvar ver í horn.
59. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
59. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
59. mín
Sigurður Bjartur með skalla yfir eftir ágæta sókn.
58. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.

Ekkert verður úr horninu.
56. mín
Ægir Jarl í fínu skotfæri við teiginn en setur boltann yfir markið.
54. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Erlingur tvöfaldar fyrir Víkinga.

Pablo með boltann fyrir úr ótrúlega erfiðri stöðu úr teignum, ekki var færið auðveldara fyrir Erling í mjög þröngri stöðu með Beiti gegn sér en tekst á einhvern undraverðan hátt að koma boltanum framhjá Beiti og í netið.
51. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Hallur Hansson (KR)
Hallur borinn af velli og Aron kemur í hans stað.
48. mín
Hallur Hansson liggur á miðjum vellinum og heldur um hnéð. Virðist nokkuð þjáður eftir baráttu við Kyle.

Kallað á börur strax og lítur alls ekki vel út.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Duttum úr sambandi við netið en allt komið í lag og leikur hafinn á ný.
45. mín
Hálfleikur
Leikurinn ekki náð neinu sérstöku flugi en við erum komin með löglegt mark og vonandi að síðari hálfleikur verði kraftmeiri.

Komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti ein mínúta.

Víkingar eiga aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu.
43. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
Ísinn er brotinn.

Víkingar spila upp hægra megin og vörn KR lítur alls ekki vel út. Ari fær að valsa með boltann inn í teig notar Erling sem batta og leikur aðeins innað marki þar sem hann lætur vaða og boltinn liggur í netinu.
42. mín
Víkingar sækja hratt, Helgi finnur Loga í hlaupinu í teignum en skot hans beint á Beiti.
41. mín
Pablo með skot að marki en boltinn talsvert framhjá.
40. mín
Jæja smá hiti. Hallur með hraustlega tæklingu á Kyle en aukaspyrna látin duga.
38. mín
Þetta er helst til rólegt verður að segjast.
33. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.

Ekkert verður úr.
31. mín
Víkingar að eflast en vantar þessa frægu hársbreidd.
29. mín
Ari Sigurpáls keyrir inn á teiginn og fær Aron í bakið. Fer niður en það full auðveldlega og Helgi bítur ekki á agnið.
24. mín
KR við það að skora sjálfsmark!!!!!

Samskiptaleysi hjá Arnóri og Beiti eftir áhlaup Ara en Arnór skallar boltann yfir Beiti en nær á ótrúlegan hátt að bjarga á marklínu frá sjálfum sér!
22. mín
Sigurður Bjartur í óvæntu skotfæri í teignum en setur boltann rétt framhjá markinu.
21. mín
Aron Kristófer með skot frá vítateigshorni en boltinn framhjá markinu.
18. mín
Sigurður Bjartur hársbreidd frá því að sleppa í gegn,

KR kemur aftur og Atli skilar boltanum í netið en aftur fer flaggið á loft.
16. mín
Víkingar tæta í sundur vörn KR, algjör útsala þegar Ari leikur sér að Stefáni og Aroni Kristófer, boltinn fyrir markið þar sem Erlingur skilar honum í netið en flaggið á loft eftir talsverðan tíma og það telur ekki.
15. mín
Mjög lítið um að vera fram á við hjá báðum liðum hér í Víkinni, barátta á miðjunni fyrst og fremst.
10. mín
KR liðið verið heldur skarpara hér í upphafi. En það má lítið á milli sjá þó.
5. mín
Atli Sigurjóns með skot/fyrirgjöf úr teignum en boltinn víðsfjarri markinu.
4. mín
Mikill barningur hér í upphafi. KR byrjaði að á að freista þess að setja mikla pressu en Víkingar stóðust áhlaupið og leikurinn í jafnvægi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Víkinni. Það eru sem hefja hér leik.

Mætingin í stúkuna er ákveðin vonbrigði. Bjóst við meira í þessari blíðu.

Arnar Gunnlaugsson skartar rosalegri Víkingspeysu. Flík sem allir Víkingar ættu að skoða að kaupa sér.
Fyrir leik
Liðin eru mætt í hús og má sjá hér til hliðar. Stóru fréttir dagsins eru ekki þeir 11 menn sem byrja í hvoru liði heldur sú staðreynd að Kjartan Henry Finnbogason er ekki í leikmannahópi KR. Útvarpsþætti Fótbolta.net barst bréf er rtt var um leikinn þar sem fram kom að Kjartan væri í fínu standi og hefði æft í vikunni með liðinu en ekki hlotið náð fyrir augum Rúnars Kristinssonar sem treystir á Sigurð Bjart í fremstu víglínu og hefur Kristján Flóka á bekknum honum til halds og trausts.
Fyrir leik
Spámaðurinn

Málarinn geðþekki Hrafnkell Freyr Ágústsson, einn af sérfræðingum Dr. Football spáir í leiki umferðinnar. Um leikinn í Víkinni segir Hrafnkell.

Víkingur 4 - 1 KR
Arnar Gunnlaugsson er með Rúnar Kristinsson í læstri hliðarlegu og hefur legið með hann í gólfinu í rúmlega ár. 4-1 fyrir Víking þar sem Danijel Dejan Djuric setur 2 og leggur upp 2 og bróðir hans, Nikola verður með Grænan Tuborg ber að ofan að sveifla Víkingstreyjunni í stúkunni.


Fyrir leik
Dómarinn

Helgi Mikael Jónasson dæmir leiks dagsins í Víkinni. Honum til aðstoðar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bergur Daði Ágústsson. Fjórði dómari er Jóhann Ingi Jónsson og eftirlitsmaður KSÍ Gunnar Jarl Jónsson.


Fyrir leik
Víkingur

Heimamenn í Víkingum elta Blika og verandi sex stigum á eftir þeim þurfa þeir að treysta á að grænir misstígi sig. Það þýðir það líka að Víkingar mega alls ekki við því að misstíga sig sjálfir, bæði upp á það að missa Blika ekki of langt fram úr sér sem og að missa KA uppfyrir sig en lærisveinar Arnars Grétarssonar sitja í 3.sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum á eftir Víkingum.


Fyrir leik
KR

Gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur tryggðu sæti sitt í efri riðli deildarinnar um liðna helgi með sannfærandi sigri á Stjörnunni. Vissulega jákvætt fyrir liðið að fá að keppa við bestu lið landsins en líklega eru menn í Vesturbæ ósáttir með að eiga engan raunhæfan möguleika á því að fá nokkuð út úr tímabilinu en titill er algjörlega úr myndinni og sæti í evrópukeppni eins nærri tölfræðilegum ómöguleika og hægt er.

KR getur þó huggað sig við það að liðið er í kjörstöðu til að vera áhrifavaldur um úrslit mótsins. 6 leikir eftir gegn efstu liðum deildarinnar að leiknum í dag meðtöldum og ansi mörg tækifæri til þess að skemma fyrir öðrum liðum sem eygja von á einhverju glæstu.


Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Víkinga og KR í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildarinnar en að loknum leikjum dagsins verður deildinni skipt í tvo riðla eins og líklega allir eru búnir ná.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson ('51)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Stefán Árni Geirsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('59)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('59)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('59)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('59)
17. Stefan Ljubicic
29. Aron Þórður Albertsson ('51)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: