Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Breiðablik
0
1
KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason '57
15.10.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Gustar duglega en allt annað til fyrirmyndar.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('73)
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist ('73)
5. Elfar Freyr Helgason
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Davíð Ingvarsson
27. Viktor Elmar Gautason
67. Omar Sowe

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Jason Daði Svanþórsson ('74)
Dagur Dan Þórhallsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru KR sem halda út og sigra Blika í kvöld!

Viðtöl og skýrla væntanlega seinna í kvöld!
93. mín
Aron Snær að vinna gríðarlega mikilvægar mínútur fyrir KR.
91. mín
Við fáum +3 í uppbótartíma.
88. mín
Blikar hafa ekki tapað í deildinni á heimavelli síðan í 1.umferð síðasta tímabils þegar þeir töpuðu einmitt gegn KR.
87. mín
Sigurður Bjartur ekki langt frá því að bæta við öðru marki KR, Anton Ari vel boltann út á Stefán Árna sem nær ekki að stýra þessu á markið! Boltinn lekur framhjá markinu.
84. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
82. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
81. mín
Jason Daði með tilraun yfir markið.
79. mín
Andri Rafn Yeoman með tilraun framhjá markinu.
77. mín
Það eru dómaraskipti.

Jóhann Ingi kemur inn fyrir Ívar Orra og Blikar blaula á Ívar Orra þegar hann gengur af velli.
74. mín Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
74. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Mikkel Qvist (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
71. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Markaskorarinn sem fer af velli.
69. mín
Ekkert kemur úr því en Blikar sækja fram og Aron Snær kemur sér í allskonar vandræði en sleppur með það.
68. mín
KR að sækja hornspyrnu.
66. mín
Höskuldur með kraftmikið skot utan af velli beint í Aron Snær sem slær hann út.
65. mín
STÖNGIN!

Gísli Eyjólfs með þrumuskot sem fer í tréverkið! Hefði verið stórkostlegt mark!
63. mín
Ísak Snær með frábæra pressu og keyrir í átt að marki en skot hans fer af varnarmanni og afturfyrir!

Ekkert verður svo úr hornspyrnunni.
57. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
KR KOMAST YFIR!!

Virkilega spilað og Kiddi Jóns endar aleinn úti vinstra og fær allan tímann í heiminum til þess að stilla sér upp í frábæra fyrirgjöf sem hann teiknar á kollinn á Kristjáni Flóka.
49. mín
Atli Sigurjóns með slaka aukaspyrnu en boltinn endar hjá Kennie Chopart sem kemur sér í skotfæri en skotið yfir markið.
48. mín
Atli Sigurjóns með flotta utanfótarsendingu á Kristján Flóka sem kemur skotinu af en Anton Ari vel á verði.
47. mín
Blikar spila nú með vindinn í bakið. Spurning hvort Blikar nái að nýta sér það betur en KR gerði í fyrri hálfleik.
46. mín
Ísak Snær sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri bætti engu við fyrri hálfleikinn.

Frekar tíðinarlítill fyrri hálfleikur að baki en spurning hvað Blikar gera með vindinn í bakið í þeim síðari.

Tökum okkur tæplega korters pásu.
45. mín
Viktor Karl með tilraun sem fer af varnarmanni KR og afturfyrir.
40. mín
Stúkurnar syngja sin á milli og gríðarlega flott stemning á vellinum.
37. mín
Kiddi Steindórs með marktilraun en beint á Aron Snær.
37. mín
Gísli Eyjólfs með flottan bolta fyrir marki sem Ísak Snær rekur höfuðið í en nær ekki að stýra boltanum.
36. mín
Höskuldur með fyrirgjöf sem Aron Snær grípur vel inní.
30. mín
Kennie í örlitlum vandræðu og boltinn dettur klaufalega yfir hann. Dagur Dan var við það að komast í dauðafæri en dómarinn flautar aukaspyrnu. Full ódýrt fyrir minn smekk í það minnsta.
29. mín
Það er afskaplega lítið að gerast í þessum leik. Má vissulega færa rök fyrir því að vindurinn spili þar inní.
24. mín
Blikar að komast í flott færi en slæm ákvarðanartaka fer með þetta.
23. mín
Blikar keyra hratt á KR-inga og Gísli Eyjólfs leggur boltann á Viktor Karl sem á hörkuskot sem Aron Snær ver vel.
21. mín
Aron Snær í brasi en sleppur með það. Missir máttlítið skot frá sér en blessunarlega fyrir hann sleppur það fyrir horn.
15. mín
KR með fínustu hornspyrnu en hún endar í höndunum á Antoni Ara.
14. mín
KR fær fyrsta horn leiksins.
9. mín
KR byrja leikinn með vindinn í bakið og ættu að geta notfært sér það.
7. mín
Blikar skora en flaggið á loft.
4. mín
Það gustar svolítið í Kópavogi og liðin eru í smá erfiðleikum með að halda boltanum inná vellinum.
1. mín
Það eru KR sem byrja með boltann í þessum leik. Flugeldum er enn sprengt en hætta stuttlega eftir upphafsflautið.
Fyrir leik
KR standa heiðursvörð fyrir nýbakaða Íslandsmeistara Breiðabliks og þegar Blikar ganga út á völl byrjar flugeldasýning.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Nýbakaðir Íslandsmeistarar Breiðabliks gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik en inn kemur Gísli Eyjólfsson fyrir Oliver Sigurjónsson.

Gestirnir í KR gera þá fjórar breytingar á sínu liði frá síðasta sigurleik en Stefán Árni Geirsson, Grétar Snær Gunnarsson, Finnur Tómas Pálmason og Kristján Flóki Finnbogason koma inn fyrir Þorstein Már Ragnarsson, Pálma Rafn Pálmason, Pontus Lindgren og Sigurð Bjart Hallsson.

Athygli vekur að Kjartan Henry FInnbogason er hvergi sjáanlegur hjá KR en háværir orðrómar eru um að KR sé búið að rifta samningi við hann.
Fyrir leik
Dómarateymið

Ívar Orri Kristjánsson er dómari kvöldsins og honum til aðstoðar verða þeir Bryngeir Valdimarsson og Kristján Már Ólafs.
Jóhann Ingi Jónssson er varadómari og Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsdómari.


Fyrir leik
Úrslitakeppnin - Efri hluti

1.Breiðablik 57 stig
2.Víkingur R 46 stig
3.KA 46 stig
4.KR 34 stig
5.Stjarnan 34 stig
6.Valur 32 stig

1.Umferð

KA 1-0 KR
Breiðablik 3-0 Stjarnan
Víkingur R. 3-2 Valur

2.Umferð

KR 2-1 Valur
KA 1-2 Breiðablik
Stjarnan 2-1 Víkingur R.

3.Umferð

Víkingur R - KA
Breiðablik - KR
Valur - Stjarnan


Fyrir leik
Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu mála hjá KR undanfarið en bæði er verið að orða KR-inga við aðra þjálfara sem og fjaðrafokið í kringum Kjartan Henry Finnbogason. Það verður því fróðlegt að sjá hvað mun gerast eftir tímabilið hjá KR.

Fyrir leik
Breiðablik eru nýbakaðir Íslandsmeistarar en það varð ljóst eftir að Víkingum tókst ekki að sigra Stjörnumenn í síðustu umferð.

Breiðablik hafði fyrr um helgina sigrað KA og gert út um vonir þeirra.


Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og KR í Bestu deild karla.



Beinar textalýsingar:
14:00 Leiknir - ÍA
14:00 Keflavík - FH
17:00 Víkingur - KA
19:15 Breiðablik - KR
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason ('71)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('82)
29. Aron Þórður Albertsson

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('82)
15. Pontus Lindgren
18. Aron Kristófer Lárusson
25. Jón Arnar Sigurðsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('71)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('84)

Rauð spjöld: