Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Stjarnan
0
3
KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson '38
Daníel Laxdal '45
0-2 Jakob Snær Árnason '55
Björn Berg Bryde '74 , sjálfsmark 0-3
23.10.2022  -  17:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: 5° lítill vindur. Flott fótbolta veður
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 247
Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('85)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('34)
19. Daníel Finns Matthíasson ('70)
21. Elís Rafn Björnsson ('85)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('46)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Eggert Aron Guðmundsson ('34)
7. Einar Karl Ingvarsson ('46)
10. Hilmar Árni Halldórsson
23. Óskar Örn Hauksson ('70)
31. Henrik Máni B. Hilmarsson ('85)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('85)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('45)
Björn Berg Bryde ('60)

Rauð spjöld:
Daníel Laxdal ('45)
Leik lokið!
KA tekur 3 stigin í dag. Leikurinn mjög litaður af atvikinu rétt fyrir hálfleik en þó líkast til verðskuldaður sigur.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld
91. mín
Hallgrímur tekur laus skot meðfram jörðinni sem Haraldur er ekki í miklum vandræðum með.
90. mín
KA fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Gott skotfæri.
87. mín
Inn:Mikael Breki Þórðarson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Fyrsti leikur Mikaels ef mér skjátlast ekki.
87. mín
Inn:Gaber Dobrovoljc (KA) Út:Dusan Brkovic (KA)
85. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
85. mín
Inn:Henrik Máni B. Hilmarsson (Stjarnan) Út:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
81. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
78. mín
Svakaleg aukaspyrna frá Jóhanni! Spyrnan er tekin upp á vinstri kanti en hann lúðrar boltanum í þverslánna!

Þarna munaði litlu.
75. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
74. mín SJÁLFSMARK!
Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Grátlegt sjálfsmark!

KA voru búnir að fá einhver 4 horn í röð þegar sú fimmta er tekin þá setur Hallgrímur boltan inn í teginn og Björn stangar boltan bara beint í eigið mark.
72. mín
Stórskrýtið atvik hérna þar sem fyrirgjöf KA fer af varnarmann og einhvernvegin tekst Ásgeiri að koma hausnum í boltan en hann skallar framhjá. En þá dæmir Aðalbjörn horn sem er algjörlega óskiljanlegt.
70. mín
Hallgrímur setur góðan bolta inn í teig sem Ívar nær að skalla en það er laust og auðvelt fyrir varnarmenn Stjörnunnar að hreinsa.
70. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) Út:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
69. mín
Lúmskt skot frá Hallgrími fyrir utan teig sem fer í varnarmann og nær næstum því að stríða Halla en hann fer útaf í hornspyrnu.
68. mín
Hrannar setur hættulegan bolta fyrir markið og Elfar er hársbreidd frá því að ná honum en Sindri gerir vel og nær að skalla frá.
65. mín
Jóhann Árni tekur þrumuskot fyrir utan teig sem Jajalo er í smá erfiðleikum með, hann nær þó rétt svo að ýta boltanum frá.
60. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Stöðvar Elfar sem er á leiðinni í skyndisókn.
59. mín
Ísak tekur fast skot frá vinstra horni teigsins sem fer framhjá.
58. mín
Jakob heldur áfram að sækja upp hægri kantinn, nú kemur hann með góðan bolta inn í teig en Hallgrímur skýtur framhjá.
55. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (KA)
Stoðsending: Dusan Brkovic
Frábær bolti yfir vörn Stjörnunnar frá Dusan og Jakob er alveg sloppinn í gegn.

Hann rennur svo boltanum snyrtilega framhjá Halla.
53. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Þórarinn liggur eftir. Sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna þetta virtist mjög sakleysislegt frá mínu sjónarhorni.
51. mín
Dauðafæri fyrir Stjörnuna

Ísak kemur með góðan bolta inn í teig þar sem Daníel Finns nær að pota í boltan en það fer í varnarmann og útaf.
50. mín
Stjörnumenn eru orkumiklir fyrstu mínúturnar hérna, og þeir eru hættulegri sem stendur.
46. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Það lifnaði svo sannarlega við þessu hér í endan. KA leiðir 1-0 og er manni fleiri í seinni hálfleik. Svakalegar loka mínútur hér.
45. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
+2

Þórarinn byrjaði þetta með að ýta Ásgeiri eftir brot.
45. mín Rautt spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
+2

Það verður allt gjörsamlega vitlaust hérna! Eftir brot á Ásgeiri þá brjótast eiginlega bara út slagsmál, menn byrja ýta hvor öðrum og Daníel tekur í hálsinn á Elfari og ýtir honum niður.
45. mín
Stjörnumenn í stúkunni eru orðnir frekar pirraðir á dómara leiksins eftir að hann dæmir brot á Stjörnumenn þegar þeir eru í sókn. Verð að vera sammála þeim ég skil ekkert hvað hann var að dæma á.

Uppbótartími er 2 mínútur.
40. mín
Ísak fellur við inn í teig og Stjörnumenn verða alveg brjálaðir og heimta vítaspyrnu, Aðalbjörn dæmir ekki svo hann gefur frekar KA mönnum aukaspyrnu nokkrum sekúndum seinna.

Rétt dæmt.
38. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Bryan Van Den Bogaert
KA komnir í forystu

KA menn sækja hratt upp vinstri kantinn þar sem Bryan setur boltan inn í teig.

Þar stendur Elfar aleinn og óvaldaður og setur boltan í stöngina og inn.
34. mín
Inn:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
33. mín
Dauðafæri fyrir KA!

Hrannar er alveg frír á hægri kantinum þegar hann fær boltan, hann kemur svo með fyrirgjöf þar sem Elfar tekur skotið en Halli ver vel.
31. mín
Þrír Stjörnumenn liggja í jörðinni allir mismeiddir. Guðmundur Baldvinn virðist verstur af þeim, hann gæti verið að ljúka leik.
25. mín
KA fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig hægra megin. Hallgrímur setur boltan fyrir og Elfar nær skallanum en tekst ekki að setja hann á markið.
18. mín
KA fær hornspyrnu sem Hallgrímur tekur. Boltinn er hættulegur inn í teig og Dusan nær skallanum en nær ekki nægilega góðri snertingu og heimamenn hreinsa.
17. mín
KA reynir að sækja upp hægra megin en fyrirgjöfin frá Hrannari er hreinsuð frá. Þá nær Andri boltanum fyrir utan teig og tekur skotið en það er laust og hátt yfir.
12. mín
KA stelur boltanum á miðjum vellinum og Ásgeir er þá sloppinn í gegn. Hann keyrir inn á teiginn en nær ekki að setja boltan framjá Halla, í staðin fær KA horn.

Hornspyrnan reynist svolítið hættuleg þar sem boltinn er dauður inn í teig og heimamönnum tekst brösulega að hreinsa. Þá tekur Hrannar skotið fyrir utan teig sem fer framhjá.
10. mín
Allar sóknir Stjörnunnar fara upp vinstri kantinn núna þar sem Ísak reynir að fara framhjá Hrannari. Í þetta skiptið rennur Hrannar og Ísak setur boltan fyrir á hættulegt svæði en gestirnir hreinsa frá.
8. mín
Stjarnan fær enn annað horn sem KA menn hreinsa frá nokkuð örugglega.
6. mín
Stjarnan sækir hratt upp vinstri kantinn þar sem Ísak nær að komast framhjá Hrannari. Hann setur svo boltan fyrir en Danni Finns tekur skotið beint í varnarmann sem skilar öðru horni fyrir heimamenn en ekkert kemur úr því.
3. mín
Hrannar brýtur af sér vinstra megin við teig KA manna. Stjörnumenn byðja um spjald en það fer ekki á loft.

Jóhann tekur spyrnuna sem er hreinsuð frá en þá nær Daníel Finns skoti sem fer í varnarmann og það er horn
2. mín
Uppstilling KA:

Jajalo
Hrannar - Dusan - Ívar - Bryan
Hallgrímur - Rodri - Andri
Jakob - Elfar - Ásgeir
1. mín
Stjörnumenn ógna strax í byrjun, kemur góð fyrirgjöf og Danni Finns nær skallanum en það fer yfir.
1. mín
Uppstilling Stjörnunnar:

Haraldur
Elís - Daníel Laxdal - Björn - Þórarinn
Jóhann - Sindri - Guðmundur
Daníel Finns - Róbert - Ísak
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin

Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, gerir þrjár breytingar á sínu lið. Út fara Einar Karl Ingvarsson, Óskar Örn Hauksson og Kjartan Már Kjartansson og inn koma þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson, Elís Rafn Björnsson og Róbert Frosti Þorkelsson.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir einnig þrjár breytingar á sínu liði. Dusan Brkovic kemur inn sem og Bryan Van Den Bogaert og Jakob Snær Árnason en út fara þeir Þorri Mar Þórisson, Gaber Dobrovoljc og Daníel Hafsteinsson.
Fyrir leik
KA á þrjá fulltrúa í liði ársins í Bestu deildinni
Lið ársins í Bestu deild karla að mati Fótbolta.net var opinberað í gær og þar á KA þrjá fulltrúa í liðinu. Ívar Örn Árnason, Rodri og Nökkvi Þeyr Þórisson eru þar allir en Nökkvi fór til Belgíu fyrir nokkru síðan. Á varamannabekk úrvalsliðsins er svo Dusan Brkovic.



Emil Atlason, sóknarmaður Stjörnunnar, er á varamannabekknum í liði ársins en hann er á meiðslalistanum og missti af lokakafla mótsins.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari leiksins

Maðurinn með flautina í dag verður Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og honum til aðstoðar verða Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson. Aðalbjörn er að fara að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild karla.

Eftirlitsmaður er Frosti Viðar Gunnarsson og varadómari er Helgi Mikael Jónasson
Fyrir leik
KA gæti endað í 2. sæti

Sama hvað gerist þá er KA-menn búnir að tryggja sér Evrópusæti. Síðasta gulrótin sem er eftir er bara að reyna taka 2. sætið í deildinni. Það er spurning hvort að Hallgrímur Jónasson þjálfari KA setur allan sinn kraft í það eða gefur mönnum sem hafa minna spilað tækifæri.

Fyrir leik
Stjarnan að spila fyrir stoltið

Stjörnumenn sitja í 6. sæti deildarinnar og hafa í raun ekkert til að spila fyrir nema stoltið og að reyna enda fyrir ofan KR og Val. Þegar 2 leikir eru eftir er þetta líkast til fínt tækifæri fyrir Ágúst Gylfason að leyfa ungum strákum að spreyta sig.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í leik Stjörnunar gegn KA í efri hluta Bestu deildarinnar.

Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ og hefst klukkan 17:00
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic ('87)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('87)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('75)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('81)
26. Bryan Van Den Bogaert
29. Jakob Snær Árnason

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
21. Mikael Breki Þórðarson ('87)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('75)
27. Þorri Mar Þórisson ('81)
28. Gaber Dobrovoljc ('87)
44. Breki Snær Ketilsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('53)

Rauð spjöld: