Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
3
2
Víkingur R.
Gísli Eyjólfsson '14 1-0
Patrik Johannesen '36 2-0
2-1 Nikolaj Hansen '76 , víti
Höskuldur Gunnlaugsson '81 , víti 3-1
3-2 Nikolaj Hansen '93
04.04.2023  -  19:30
Kópavogsvöllur
Meistarakeppni KSÍ
Aðstæður: Frábærar en svalt í veðri
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Patrik Johannesen
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('72)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen ('82)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('82)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('87)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
2. Alex Freyr Elísson
3. Oliver Sigurjónsson ('82)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('72)
18. Eyþór Aron Wöhler ('87)
20. Klæmint Olsen
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('82)
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Anton Logi Lúðvíksson ('40)
Ágúst Eðvald Hlynsson ('42)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('45)
Halldór Árnason ('75)
Anton Ari Einarsson ('77)
Viktor Karl Einarsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar eru Meistarar Meistaranna 2023.

Viðtöl og skýrsla væntanleg síðar í kvöld.

93. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
Hansen er að minnka munin en ætli það sé ekki of seint?

Logi með algjöra gullfyrirgjöf sem Hansen sneiðir í netið með kollinum og lagar stöðuna.

90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 5 mínútur.
87. mín
Arnór Sveinn með skalla úr dauðafæri eftir aukaspyrnu en yfir markið fer boltinn.
87. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
85. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Spjaldar Viktor Karl og Niko fyrir einhvern kýting.
85. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
85. mín
Það er allt a sjóða upp úr eftir brot á Höskuldi.
83. mín
Ljótt að sjá frá Viktori Karli. Ætla honum ekki að þetta hafi verið viljandi en hann rekur hér olnbogan beint í trýnið á Birni Snæ í baráttu um boltann. Birnir Snær steinliggur.
82. mín
Inn:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Patrik Johannesen (Breiðablik)
82. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
81. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Skorar af jafnvel enn meira öryggi en Niko áðan.
80. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Uppsker gult fyrir vikið.
80. mín
Breiðablik er að fá vítaspyrnu sömuleiðis!

Ekroth keyrir í bakið á Patrik í teignum og Erlendur ekki í vafa að flauta vítaspyrnu.
77. mín Gult spjald: Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Anton Ari fékk gult víst fyrir brotið.
76. mín Mark úr víti!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Gríðarlega öruggt. Anton leggur af stað og Niko setur boltann þéttingsfast á mitt markið.

75. mín Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
Fyrir mótmæli.
Elvar Geir Magnússon
75. mín
Erlendur dæmir brot á Anton Ara sem fer í bolta með Daniel Djuric og þeir skella saman. Mér sýnist hann hreinlega fara beint í höfuð Daníels í stað boltans og vítaspyrna því líklega réttur dómur.

Stúkan kvartar af skiljanlegum ástæðum en ég get vel skilið að flauta víti.

75. mín
Víkingar eru að fá vítaspyrnu!!!!!!!
72. mín
Inn:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
70. mín
Logi Tómasson með frábæran bolta fyrir markið sem siglir rétt framhjá tánum á tveimur Víkingum inn í markteig.

Fyrsta afgerandi hættan sem þeir skapa í síðari hálfleik.
67. mín
Fjórföld skipting hefur virkað fyrir Arnar áður en erfitt að sjá það ganga eins og liðið hefur spilað í kvöld.
65. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Arnar hleður í fjórfalda.
65. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
63. mín
Blikar vinna boltann hátt á vellinum, Patrik í skotfæri en Halldór Smári hendir sér fyrir og Blikar fá horn. Færi eftir hornið en Þórður gerir vel í að slá fast skot Viktors frá.
59. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Fyrstur í bókina hjá Víkingum.
58. mín
Þessi sókn hefði orðið svo geggjuð. Blikar tæta upp völlinn í örfáum sendingunum og komnir í hörkufæri en Gísli flaggaður fyrir innan.
54. mín
Ögn meiri ákefð í leik Vikinga en í fyrri hálfleik hér á upphafsmínútum þess síðari en þeir eru þrátt fyrir það ekkert að ógna heimamönnum.
49. mín
Alexander Helgi liggur eftir á vellinum eftir árekstur við Arnór Borg. Stendur upp eftir dágóða stund og virkar í fínu standi.
48. mín
Það er komið smá skap í Víkinga sem skorti algjörlega upp á í fyrri hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Heimamenn sparka þessu aftur í gang. Engar breytingar sjáanlegar hjá þeim né hjá Víkingum.
45. mín
Hálfleikur
+ 7

Flautað til hálfleiks hér á Kópavogsvelli og heimamenn með góð tök á þessu. Gestirnir ekki verið líklegir og breytinga er þörf hjá þeim.
45. mín
+5 lítið markvert að frétta héðan síðustu mínútur. Annað en frekari tafir og lengri uppbótartími það er.
45. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
+1

Blikar að safna spjöldum hér síðustu mínútur.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að minnsta kosti sex mínútur.
45. mín
Vond sjón fyrir Víkinga
42. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Búinn að vera í klafsi við Karl Friðleif allan leikinn og Erlendur búinn að sjá nóg í bili.
40. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Fyrstur í bókina fyrir brot á Gísla Gottskálk.
38. mín
Inn:Þórður Ingason (Víkingur R.) Út:Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
37. mín
Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Víkinga er Ingvar aftur í grasinu og hlýtur hreinlega að hafa lokið leik.

Ingar gengur af velli og Þórður Ingason er á leiðinni í markið.
36. mín MARK!
Patrik Johannesen (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Aftur tapa Víkingar boltanum á hættulegum stað og í þetta skiptið refsa Blikar. Boltinn út á hægri vænginn á Viktor Karl sem sem setur hann fyrir og Patrik skilar boltanum í netið.

35. mín
Víkingar tapa boltanum á stórhættulegum stað og Viktor Karl finnur sér skotfæri, boltinn þó framhjá og Víkingar sleppa.
32. mín
Ingvar Jóns lenti í einhverju samstuði við Patrik og er sestur á völlinn. Lítur ekkert sértaklega vel út satt að segja.

Virkaði alls ekki mikið í mómentinu en eitthvað hefur gerst því Ingvar virðist ekki í lagi.

Stendur þó á fætur og ætlar að harka af sér um stund og sjá hvað verður.
28. mín
Rólegt yfir þessu eins og er Blikar ívið sterkari þó.
22. mín
Gísli fagnar marki sínu
17. mín
Víkingar nokkuð "shaky" baka til eftir markið og virka nokkuð sjokkeraðir. Blikavélin að malla í gang.
14. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Patrik Johannesen
Víkingar koma boltanum ekki í burtu eftir snarpa sókn Blika,
Ágúst Eðvald vinnur skallaboltann við Karl Friðleif og skallar boltann til Patriks sem skallar hann niður í teiginn fyrir Gísla sem skorar með snyrtilegu skoti frá vítapunkti.

12. mín
Skot að marki eftir aukaspyrnuna og einhverjir kalla eftir hendi og þar með vítaspyrnu. Erlendur er ekki á því og áfram gakk.
11. mín
Blikar að fá aukaspyrnu á ágætum stað.
9. mín
Langur bolti fram og Höskuldur við það að sleppa einn gegn Ingvari, Halldór Smári þó með þetta í teskeið og heldur aftur af honum og boltinn í hendur Ingvars.
6. mín
Víkingar sækja hratt, Birnir Snær með boltann úti til vinstr, leikur inn á teiginn og á skot/sendingu að marki með vinstri sem siglir framhjá.
3. mín
Víkingar pressa og Blikum gengur illa að koma boltanum frá marki sínu. Hornspyrna að endingu.

Boltinn beint í fang Antons.
2. mín
Blikar bruna upp Viktor Karl í fínni stöðu hægra megin í teignum og nær skoti en boltinn yfir markið.
2. mín
Víkingar með fyrstu sókn leiksins, vinna sig í álitlega stöðu framarlega á vellinum en Damir og Arnór vandanum vaxnir og koma boltanum frá.
1. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað hér í Kópavoginum. Það eru Víkingar sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar og örfáar mínútur í að þetta fari af stað. Vonumst að sjálfsögðu eftir skemmtilegum og spennandi leik.
Fyrir leik
Óskar Hrafn fer yfir málin með kollega þegar hann mætir í stúkuna
Fyrir leik
Byrjunarliðin mætt hér til hliðar Verður ekki annað sagt en að Blikar stilli upp afar sterku liði hér í kvöld. Vantar vissulega Viktor Örn sem tekur út leikbann en ég held ég geti fullyrt að allir ellefu sem byrja leikinn hjá Blikum gætu gert tilkall í byrjunarliðssæti í öllum öðrum liðum Bestu deildar karla. Kemur á móti nokkuð á óvart að sjá uppstillingu Víkinga og nöfn eins og Pablo Punyed, Niko Hansen og Matta Vill á bekknum. Er Arnar að halda spilunum að sér eða er hann að reyna einhvern taktískan leik?
Fyrir leik
Þjálfararnir í Innkastinu Þjálfarar þessara tveggja liða mættu báðir í hlaðvarpsviðtöl á skrifstofu Fótbolta.net í síðustu viku. Hægt er að finna þættina á hlaðvarpsveitum eða í tenglunum hér að neðan:

Upphitun Innkastsins - Arnar Gunnlaugsson

Upphitun Innkastsins - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámenn dagsins Fjölbreyttur hópur manna spáði fyrir mig í leik kvöldsins og er nokkuð ljóst að fyrirfram búast menn við jöfnum og spennandi leik og skiptast menn jafnt á milli eftir því hvoru liðinu þeir spá sigri.

Spekingar spá í spilin fyrir Meistarar meistaranna
Fyrir leik
Óskar Hrafn í stúkunni. Þjálfari Breiðabliks Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur út leikbann eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið frá einmitt Erlendi Eiríkssyni í lokaleik síðasta tímabils gegn Víkingum. Hann þarf því að gera sér að góðu að sitja í stúkunni og fylgjast með leiknum eins og hinn almenni áhorfandi.


Fyrir leik
Dómarar
Erlendur Eiríksson heldur um flautuna á Kópavogsvelli í kvöld. Honum til halds og trausts eru þeir Andri Vigfússon og Ragnar Þór Bender. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er fjórði dómari og efirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.


Fyrir leik
Víkingar að fá leikmann frá Víkingum Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar er samkvæmt heimildum færeyskra miðla að ganga til liðs við Arnar Gunnlaugsson og Víkinga frá liði Víkings í Götu frá Færeyjum.

Gunnar er 28 ára gamall miðvörður sem hefur leikið fyrir Víking í Götu allan sinn feril. Hann getur einnig leikið sem miðjumaður.

Hann á að baki 259 leiki og 43 mörk fyrir Viking í Færeyjum ásamt því að hafa lagt upp 15 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum unnið færeysku úrvalsdeildina.

Nafn nýja félagsins hans ætti þá allavega ekki að vefjast fyrir honum.


Fyrir leik
Breiðablik Blikar, ríkjandi Íslandsmeistarar, fyrstu sigurvegarar Bestu deildar karla freista þess nú að kveða algjörlega niður öll þau orð um að þeir séu ekkert endilega besta lið landsins þó frábærir séu. Liðið klárlega eitt af þeim skemmtilegri í deildinni ef ekki það skemmtilegasta og verður annaðhvort á eða við toppinn þegar talið verður upp úr hattinum í haust. En fyrst þessi leikur og einn bikar á þeirri vegferð sem fótboltasumarið er.

Blikar verða ekki sakaðir um að hafa verið latir á félagaskiptamarkaðnum og er staðan í rauninni sú að sumum finnst nóg um. Færeyskt dúó í framlínuna? Verður Alex Freyr fyrstur í agabann? Nútímaútgáfa af Gústa Púst og eldflauginn úr Mosó Eyþór Wöhler er ekki einu sinni helmingurinn af þeim leikmönnum sem Breiðablik hefur sankað að sér í vetur. Breiddin er góð en mun Óskar Hrafn hafa burði til þess að halda öllum þessum gæðaleikmönnum ánægðum og á tánum. Það getur tíminn einn leitt í ljós.



Komnir

Alex Freyr Elísson frá Fram
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá KR
Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val)
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö
Eyþór Aron Wöhler frá ÍA
Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík
Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA)
Patrik Johannesen frá Keflavík
Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni)

Farnir
Dagur Dan Þórhallsson til Orlando
Elfar Freyr Helgason í Val
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg
Mikkel Qvist
Pétur Theódór Árnáson á láni til Gróttu
Sölvi Snær Guðbjargarson í frí
Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls)
Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni)
Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)
Fyrir leik
Víkingur Víkingar eru klárlega eitt af þeim liðum sem munu slást um stóru titlana þetta sumarið. Liðið undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar er eitt af þeim bestu hérlendis og verður spennandi að sjá þá reyna að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem Blikar hirtu af þeim á síðasta tímabili. En fyrst freista þeir þess að verja titilinn meistarar meistaranna sem þeir unnu í fyrra einmitt með sigri á Breiðablik.

Víkingar hafa verið rólegri á félagaskiptamarkaðnum þennan veturinn en oft áður en að hafa að sama skapi haldið nokkuð vel í sinn mannskap þó brotthvarf fyrirliðans Júlíusar Magnússonar skilji eftir skarð sem er vandfyllt. Matthías Vilhjálmsson gekk til liðs við Víkinga frá FH og má vænta þess að hann komi með mikla reynslu í sóknarleik Víkinga og komi til með að styrkja liðið nokkuð. Þá gekk miðvörðurinn ungi Sveinn Gísli Þorkelsson til liðs við Víkinga frá ÍR. Fyrirfram gerir maður ráð fyrir að þar hafi Arnar verið að hugsa til framtíðar enda Sveinn kornungur að árum en mun að öllum líkindum fá mun stærra hlutverk í varnarleik Víkinga en ætla mátti fyrirfram eftir að ljóst varð að Kyle McLagan myndi ekkert vera með Víkingum í sumar en hann sleit krossbönd á dögunum.




Komnir
Matthías Vilhjálmsson frá FH
Sveinn Gísli Þorkelsson frá ÍR

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni hjá Keflavík)
Júlíus Magnússon til Fredrikstad
Kristall Máni Ingason til Rosenborg
Fyrir leik
Formlegt upphaf knattspyrnutímabilsins 2023!
Það er loksins komið að því. Að loknum löngum vetri er íslensk knattspyrna loks að rúlla af stað á ný með formlegum hætti. Meistarar meistaranna árlegur leikur Íslandsmeistara og Bikarmeistara markar formlegt upphaf keppnistímabilsins sem við höfum lengi beðið eftir.

Í kvöld mætast Breiðablik sem urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum í fyrra og bikarmeistarar Víkinga.


Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m) ('38)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('65)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('65)
12. Halldór Smári Sigurðsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('65)
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('65)

Varamenn:
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed ('65)
23. Nikolaj Hansen ('65)
24. Davíð Örn Atlason ('65)
27. Matthías Vilhjálmsson ('65)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Kári Árnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Aron Baldvin Þórðarson
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('59)
Oliver Ekroth ('80)
Nikolaj Hansen ('85)

Rauð spjöld: