Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 04. apríl 2023 13:10
Sverrir Örn Einarsson
Spekingar spá í spilin fyrir Meistarar meistaranna
Óskar Smári spáir Víkingum sigri.
Óskar Smári spáir Víkingum sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Laufdal hefur trú á að sínir menn fagni í kvöld.
Arnar Laufdal hefur trú á að sínir menn fagni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Breiðabliks og Víkings á síðasta tímabili.
Úr leik Breiðabliks og Víkings á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn um Meistara meistaranna, árlegur leikur Íslands og Bikarmeistara fer fram á Kópavogsvelli í kvöld en þar mætast lið Breiðabliks og Víkinga. Leikurinn markar formlegt upphaf knattpyrnusumarsins 2023 og miðað við leiki liðanna undanfarin ár má reikna með að ekkert verði gefið eftir og boðið verði upp á hörkuleik.

Fótbolti.net brá á leik og heyrði í mætum mönnum og fékk þá til að spá fyrir um leik kvöldsins í þessu uppgjöri meistara fyrri ára.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA
Breiðablik 2-2 Víkingur
Breiðablik vinnur í vítakeppni Þetta verður hörkuleikur tveggja góðra liða. Held þetta verði skemmtilegur leikur þar sem vel verður tekist á enda hafa síðustu leikir þessara liða verið miklir hita leikir. Bæði lið vilja nota þennan leik til að ná “momenti” inn í tímabilið, sigur í svona leik getur gefið mönnum sjálfstraust fyrir komandi tímabil. Spái því að þetta verði markaleikur sem endar 2-2 en Blikar taki þetta í vítaspyrnukeppni.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net
Breiðablik 3-3 Víkingur
Víkingur vinnur í vítakeppni
Svona leikir eiga að vera 'partíleikir' og bæði lið sækja til sigurs. Hann verður það pottþétt með þessi tvö lið innanborðs. Leikmenn eru meðvitaðir um að spjöld fylgja þeim inn í Íslandsmótið svo sóknarleikmennirnir fá nokkuð óhindrað að njóta sín. Þá vilja liðin ekki sýna sín helstu spil og úr verður skemmtileg spunaveisla sem peppar alla vel upp fyrir Bestu deildina.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Breiðablik 1 - 2 Víkingur
Hörkuleikur og mikið jafnræði allan tímann. Víkingur kemst yfir með marki frá Erlingi Agnarssyni. Blikarnir jafna með góðu marki frá Jasoni Daða og jafnt í hálfleik. Seinni hálfleikur mun einkennast af miklum barning og miðjuhnoði, en þrátt fyrir það mun Nikolaj Hansen klára leikin rétt fyrir lok leiks með goðum skalla. Lalli vinur minn og jafnframt harðasti stuðningsmaður Vikings mun fagna innilega i lok leiks og verður Víkingur meistari meistaranna þetta árið.

Arnar Laufal Arnarsson, Bliki og fréttaritari Fótbolta.net
Breiðablik 3-2 Víkingur
3-2 fyrir grænum, Stefán Ingi með 2 og Patrik með mörk Blika. Erlingur Agnars og Helgi Guðjóns með mörk Víkinga. Held að Víkingar komist yfir snemma leiks og Blikar enda á að skora þrjú í röð og Víkingar klóra í bakkann í lok leiks og Blikar enda sem Meistarar Meistaranna.

Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis
Breiðablik 2-2 Víkingur
Víkingar vinna í vítakeppni. Víkingar byrja sterkt í Kópavoginum þar sem Blikar verða án Jasons Daða og þeirra heitasti maður í vetur, Stefán Ingi þarf að sætta sig við tréverkið í upphafi leiks, Víkingar munu leiða 0-1 í hálfleik með marki frá, segjum að Niko skori alvöru senteramark. Blikar verða í vandræðum sóknarlega með Viktor Karl og Ágúst Eðvald á köntunum í kringum Patrik.

Óskar Hrafn gírar sína menn vel upp í hálfleik, setur Stefán Inga inn sem leggur upp jöfnunarmark fyrir Gísla Eyjólfs og skorar svo annað markið sjálfur, Víkingar svara með marki frá Pablo Punyed og fer leikurinn í vító þar sem Ingvar Jónsson er hvað sterkastur á stórum stundum og siglir titlinum í Fossvoginn.

Anton Freyr Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net
Breiðablik 2-1 Víkingur
Endar 2-1 fyrir grænu strákunum úr Kópavoginum. Held þetta verði opin og skemmtilegur leikur. Markmenn liðanna verða í aðalhlutverki. Viktor Karl kemur Blikum yfir snemma leiks. Matti Vill jafnar fyrir Víkinga um miðjan síðari hálfleik en Ágúst Eðvald setur svo sigurmarkið undir lokin og Blix fagnar meistarar meistaranna

Sigur Breiðabliks: Sævar Péturs*, Arnar Laufdal, Anton Freyr

Sigur Víkinga: Elvar Geir*, Óskar Smári, Baldvin Már*

*Sigur í vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner