Leik lokið!
Vel gert! Flott að ná sigri
Ágætasti æfingaleikur og margt jákvætt hægt að taka úr leiknum í dag.
95. mín
SLÁARSKOT
Sviss með skot í slá! Heldur betur þung sókn frá heimakonum hérna í lokin.
95. mín
Svissneska liðið reynir í örvæntingu að fá vítaspyrnu. Vandræðaleg dýfa.
94. mín
Sviss að fá hverja hornspyrnuna á eftir annarri.
94. mín
Alisha Lehmann vinnur hornspyrnu. Þær taka hornið óvænt og Noelle Maritz í hörkufæri en skýtur í varnarmann.
93. mín
Sviss að sækja nokkuð stíft þessar mínútur en íslenska vörnin með svör við öllu.
91. mín
Sviss fær hornspyrnu
Seraina Piubel með skot en missir jafnvægið og skýtur langt framhjá.
Fimm mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Hlín Eiríksdóttir með skottilraun en óralangt frá því að hitta á markið.
89. mín
Inn:Aurélie Csillag (Sviss)
Út:Coumba Sow (Sviss)
88. mín
Gult spjald: Ana-Maria Crnogorcevic (Sviss)
Braut á Svövu.
87. mín
Sviss að banka, leitar að jöfnunarmarki. Fabienne Humm með máttlítinn skalla sem Cecilía grípur örugglega.
86. mín
Noelle Maritz með skot af löngu færi, en beint á Cecilíu
85. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
84. mín
Hætta í teig Sviss eftir langt innkast Sveindísar.
83. mín
Alisha Lehmann þarf aðhlynningu.
79. mín
Sveindís Jane með skot
Livia Peng ver. Sveindís nær ekki nægilega miklum krafti í skotið.
78. mín
Inn:Fabienne Humm (Sviss)
Út: Sandrine Mauron (Sviss)
77. mín
Sviss í skyndisókn en Meriame Terchoun með slaka sendingu.
73. mín
MARK!Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
ÍSLAND NÆR AÐ SKORA!
Flott sókn hjá Íslandi.
Áslaug Munda með fyrirgjöf frá vinstri, boltinn skoppar í teignum áður en hann lendir hjá Sveindísi sem klárar vel.
73. mín
Julia Stierli með hornspyrnu, Glódís skallar boltann og eftir atgang gerir Cecilía vel og handsamar hann.
69. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland)
Út:Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
69. mín
Inn:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Ísland)
Út:Sandra María Jessen (Ísland)
68. mín
Íslenska liðið stálheppið!!!
Sviss tekur hornspyrnu og Cecilía markvörður í miklu brasi, Sviss nær að skora en dómarinn dæmir að brotið hafi verið á Cecilíu sem var svo alls ekki raunin. Markverðirnir samt oft heilagir þegar kemur að svona stöðum.
Þarna átti Sviss að komast yfir.
66. mín
Ásta Eir Árnadóttir setur boltann afturfyrir. Sviss á horn.
64. mín
Sviss í stórhættulegri sókn
Sem betur fer hitti Coumba Sow ekki boltann þegar hann kom fyrir. Hún var í kjörstöðu.
61. mín
Inn:Alisha Lehmann (Sviss)
Út:Geraldine Reuteler (Sviss)
61. mín
Inn:Nadine Riesen (Sviss)
Út:Viola Calligaris (Sviss)
61. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
61. mín
Inn:Ásta Eir Árnadóttir (Ísland)
Út:Diljá Ýr Zomers (Ísland)
61. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland)
Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
61. mín
Ekkert kemur úr horninu.
60. mín
Boltinn af Glódísi og afturfyrir. Sviss á horn.
58. mín
Meriame Terchoun í ljómandi fínu færi
en skýtur framhjá fjærstönginni. Spennuóp frá áhorfendum sem voru með miklar væntingar.
57. mín
Sviss fær hornspyrnu
Geraldine Reuteler með spyrnuna og Cecilía kýlir boltann frá.
56. mín
Sviss með sendingu en boltinn fellur til Cecilíu sem er vel á tánum í markinu.
53. mín
Ingibjörg brokkar inn á völlinn og getur haldið leik áfram.
51. mín
Ingibjörg liggur í grasinu og þarf aðhlynningu.
49. mín
Geraldine Reuteler með skot fyrir utan teig, frekar laust og Cecilía grípur boltann af miklu öryggi.
48. mín
Sandra María Jessen sló hendi í Meriame Terchoun í baráttu um boltann. Algjört óviljaverk.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn: Meriame Terchoun (Sviss)
Út:Seraina Piubel (Sviss)
45. mín
Hálfleikur
Ísland betra liðið framan af fyrri hálfleiknum en svissneska liðið verið vaxandi og náði að jafna eftir skyndisókn.
45. mín
Sandrine Mauron með skot fyrir utan teig. Framhjá.
44. mín
Gult spjald: Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Dagný tekur Geraldine Reuteler niður. Aukaspyrna.
43. mín
Alexandra með skot en Livia Peng vandanum vaxin og nær að verja
39. mín
MARK!Seraina Piubel (Sviss)
Sviss jafnar eftir skyndisókn
Beinskeyttar heimakonur skora fljótlega eftir að Ísland tók hornspyrnu. Sandrina Mauron með sendingu á Serainu Piubel sem vinnur Guðrúnu Arnardóttur í kapphlaupi, kemst framhjá Cecilíu og rúllar svo boltanum í tómt markið.
38. mín
Sandra María Jessen með afleita fyrirgjöf frá vinstri. Boltinn flýgur afturfyrir.
36. mín
Cecilía Rán Rúnarsdóttir grípur hornspyrnuna auðveldlega.
35. mín
Riola Xhemaili með skot úr aukaspyrnunni, boltinn í varnarveginn og framhjá. Sviss fær horn.
34. mín
Gult spjald: Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Selma brýtur á Sandrine Mauron og Sviss fær aukaspyrnu á ljómandi fínum stað.
32. mín
Luana Buehler með skot af löngu færi, yfir.
31. mín
Fyrirgjöf inn í teiginn. markvöðrur Sviss, hún Livia Peng, grípur boltann og Diljá Ýr Zomers fer síðan í hana og dæmd aukaspyrna.
30. mín
Luana Buehler nær að skalla frá.
29. mín
Ísland vinnur hornspyrnu
Selma að fara að taka spyrnuna.
28. mín
Svissneska liðið spilar boltanum sín á milli en finnur engar glufur á vel skipulögðu liði Íslands.
25. mín
Agla María brýtur af sér á vallarhelmingi Sviss. Aukaspyrna.
22. mín
Viola Calligaris með fyrirgjöf sem Cecilía á í smá vandræðum með en hún handsamar boltann í annarri tilraun.
18. mín
MARK!Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Stoðsending: Ingibjörg Sigurðardóttir
FYRIRLIÐINN KEMUR ÍSLANDI YFIR!!!
Ingibjörg með sendingu inn í teiginn, mjög dapur varnarleikur hjá heimakonum og Glódís er skyndilega komin í dauðafæri og skorar.
Hvað var Glódís að gera þarna á vellinum spyrjið þið og ég svara:
Hún var enn frammi eftir að Ísland fékk horn rétt áðan.
16. mín
Mark dæmt af Íslandi vegna rangstöðu
Glódís kom boltanum í netið en réttilega flögguð rangstæð eftir aukaspyrnu frá Selmu Sól.
15. mín
Brotið á Öglu Maríu út við vítateigshornið hægra megin. Aukaspyrna sem Ísland fær.
12. mín
Sending á Geraldine Reuteler sem er réttilega flögguð rangstæð.
9. mín
Þarna fór mjög gott tækifæri forgörðum
Sveindís snögg að taka aukaspyrnu, sendir í gegn á Diljá sem er með þunga móttöku og missir boltann frá sér í hörkutækifæri. Komst framhjá markverðinum en var komin í þrönga stöðu.
4. mín
Alexandra skallaði framhjá eftir aukaspyrnu Selmu. Kraftlítill skalli og lítil hætta.
3. mín
Sveindís Jane með fyrirgjöf sem fer í hendi leikmanns svissneska liðsins, aukaspyrna með fyrirgjafarmöguleika frá vinstri. Selma tekur spyrnuna.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland hóf leik.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands í dag
Fyrir leik
Verið að leika þjóðsöngvana
Horfðu á leikinn í beinni
Fyrir leik
Diljá Ýr Zomers leikur sinn fjórða landsleik
Fyrir leik
Sandra María Jessen fær tækifæri í byrjunarliðinu
Hennar fyrsti byrjunarliðsleikur fyrir Ísland eftir barnsburð.
Fyrir leik
Sex breytingar frá síðasta byrjunarliði
Inn: Cecilía, Guðrún, Selma Sól, Agla María, Sandra María, Diljá.
Út: Telma, Gunnhildur Yrsa, Áslaug Munda, Karólína Lea, Amanda, Ólöf Sigríður.
Fyrir leik
Ísland stillir upp í 3-5-2
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands
Við elskum löngu innköstin!
Fyrir leik
Staðan á heimslistanum
Ísland situr í fjórtánda sæti en Sviss er í 20. sæti.
Fyrir leik
Jafntefli við Nýja-Sjáland á föstudaginn langa
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Nýja Sjáland í vináttulandsleik í Tyrklandi á föstudaginn langa.
Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir á 26. mínútu með skalla eftir mjög langt innkast frá Sveindísi Jane Jónsdóttur. Hannah Wilkinson jafnaði metin fyrir Nýja Sjáland með skalla eftir hornspyrnu á 38. mínútu leiksins og var staðan 1-1 í hálfleik.
Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í síðari hálfleik og 1-1 því lokatölur.
Mark Dagnýjar var hennar 113. A landsliðsmark og er hún orðin næst markahæst frá upphafi en Margrét Lára trónir á toppnum með 79 mörk.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék á föstudag sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd og var jafnframt fyrirliði liðsins í þeim leik.
Fyrir leik
Velkomin til leiks!
Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í vináttulandsleik í Zürich. Spilað er á Letzigrund leikvangnum og hefjast leikar klukkan 17 að íslenskum tíma.