Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
FH
1
0
Stjarnan
0-0 Jóhann Árni Gunnarsson '20 , misnotað víti
Vuk Oskar Dimitrijevic '63 1-0
15.04.2023  -  16:00
Miðvöllur, Kaplakrika
Besta-deild karla
Aðstæður: Því miður, alls ekki góðar
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1.200
Maður leiksins: Vuk Oskar Dimitrijevic - FH
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Kjartan Henry Finnbogason ('78)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
19. Eetu Mömmö ('78)
26. Dani Hatakka
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('59)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('89)
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('89)
34. Logi Hrafn Róbertsson
- Meðalaldur 5 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('78)
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('89)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('89)
16. Hörður Ingi Gunnarsson ('59)
22. Oliver Heiðarsson ('78)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson

Gul spjöld:
Dani Hatakka ('24)
Jóhann Ægir Arnarsson ('41)
Ólafur Guðmundsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH TEKUR STIGIN ÞRJÚ Í ÞESSUM LEIK! FH með fjögur stig, Stjarnan ekki komin á blað.
95. mín
Síðustu sekúndurnar í leiknum og FH er með boltann.
93. mín
Eggert Aron með skot beint í fangið á Sindra.
92. mín Gult spjald: Ólafur Guðmundsson (FH)
92. mín
Rosalegt færi Aftur er Gyrðir í dauðafæri!!! Einn á móti Árna en skaut beint á hann.
91. mín Gult spjald: Sigurbergur Áki Jörundsson (Stjarnan)
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 5 mínútur
90. mín
Gyrðir í hörkufæri en skaut framhjá! Þetta var rosalegt færi. Frábær undirbúningur frá Loga Hrafni.
89. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (FH) Út:Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
89. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
88. mín
Baldur Logi, fyrrum FH-ingur, tók spyrnuna. Hitti á markið en Sindri varði örugglega. Beint á hann.
87. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á frábærum stað.
83. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Erfiður dagur hjá Jóhanni sem klúðraði víti í fyrri hálfleik.
78. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Kjartan Henry Finnbogason (FH)
78. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Eetu Mömmö (FH)
78. mín
Frikki Dór að fara á kostum hér við hlið blaðamannastúkunnar. Mjög duglegur að gefa Kristjáni Má Ólafs aðstoðardómara góð ráð.
76. mín
Ísak krækir í aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
75. mín
Leikurinn fer algjörlega fram á vallarhelmingi FH núna.
74. mín
SLÁARSKOT FRÁ STJÖRNUNNI! Adolf Daði lætur vaða rétt fyrir utan teig en boltinn í þverslána!
74. mín
Skot sem Sindri í marki FH ver auðveldlega.
73. mín
Eetu Mömmö með slaka hornspyrnu, beint á fyrsta varnarmann.
73. mín
Úlfur vinnur hornspyrnu.
72. mín Gult spjald: Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan)
Gummi Kristjáns hefði væntanlega ekki fengið gult þarna.
72. mín
Adolf Daði með skot framhjá.
69. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Skiljanleg skipting!
69. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Stjarnan) Út:Joey Gibbs (Stjarnan)
Hinn efnilegi Sigurbergur Áki kemur inn fyrir Gibbs sem lét mjög lítið að sér kveða í þessum leik.

67. mín
Aftur braut Gummi Kristjáns! Stuðningsmenn FH alls ekki sáttir við að Gummi sé ekki kominn með rautt spjald. Giska á að Gústi Gylfa fari að taka hann af velli, hlýtur að vera!
63. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Stoðsending: Kjartan Henry Finnbogason
ÞETTA BJÓ VUK ALGJÖRLEGA TIL! Bar boltann uppi, renndi honum á Kjartan Henry sem var kominn upp að endalínu þegar hann lagði hann svo aftur út á Vuk sem kláraði afskaplega vel!

Verulega vel gert!

Við erum komin með mark!
61. mín
Eetu Mömmö með góða fyrirgjöf en Sindri nær að koma boltanum frá. Stuttu seinna fær Úlfur tækifæri í teignum en skaut í varnarmann.
59. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (FH) Út:Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Talandi um að vera á gulu. Jóhann var kominn með gult.
59. mín
Gummi Kristjáns á jarðsprengjusvæði! Er á gulu spjaldi og brýtur á Vuk! Frikki Dór ekki sáttur við að það kom ekki seinna gula á Gumma og hrópar á Ella Eiríks dómara.
57. mín
Eftir hornspyrnu Stjörnunnar dettur boltinn í þverslána á marki FH. Jóhann Árni sem tók spyrnuna.
56. mín
Eftir hornið á Ólafur Guðmundsson skot hátt yfir.
55. mín
Eetu Mömmö með flott tilþrif og vinnur horn.
53. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Út:Björn Berg Bryde (Stjarnan)
53. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
51. mín
BBB biður um skiptingu Garðbæingar gera skiptingu vegna meiðsla. Daníel Laxdal að gera sig kláran.
51. mín
Vuk með flott tilþrif, rennir boltanum á Björn Daníel sem tók skot fyrir utan teig en hitti boltann herfilega.
48. mín
Jóhann Árni með horn, boltinn endar ofan á þaknetinu.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Gústi með styttri hálfleiksræðu. Stjörnumenn fyrr út í seinni hálfleikinn.

45. mín
Hálfleikur
Atvik fyrri hálfleiks Markalaust í hálfleik.

Atvik fyrri hálfleiksins þessi vítaspyrna sem Stjarnan fékk. Sindri varði en það hefði með réttu átt að endurtaka spyrnuna þar sem Sindri var kominn vel af línunni.
45. mín
Eggert Aron kemst í hættulega stöðu en fer illa að ráði sínu.
42. mín
FH núna átt fínan kafla og Eetu Mömmö ógnandi.
41. mín Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Verðskuldað spjald fyrir brot.
39. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
39. mín
Fyrir utan þessa vítaspyrnu hefur afskaplega lítið gerst í þessum leik.
34. mín
Eetu Mömmö í góðri stöðu en Örvar Logi hirðir boltann af honum.
33. mín
Hilmar mættur inn á völlinn aftur og getur haldið leik áfram. Jákvætt!
32. mín
Hilmar staðinn á fætur og getur rölt af velli. Stjarnan býr sig undir skiptingu en sjúkraþjálfarinn skoðar hvort hann geti haldið leik áfram.
30. mín
Vondar fréttir fyrir Stjörnuna Úff, Hilmar Árni heldur um hnéð og þarf aðhlynningu. Festist í grasinu, ekki gott.
29. mín
Adolf Daði að sýna tilþrif og ógna marki FH en heimamenn ná að koma boltanum frá. Stjarnan er á köflum að ná að spila furðufínan fótbolta miðað við aðstæður.
27. mín
Hilmar Árni í baráttu í teignum en Hatakka nær að hreinsa í burtu.
24. mín Gult spjald: Dani Hatakka (FH)
Hljóp fyrir Árna markvörð Stjörnunnar.
24. mín
Eetu Mömmö með fyrsta skot FH á markið en Árni ver af öryggi.
23. mín
Hilmar Árni með skot yfir Fín tilraun. FH byrjaði leikinn betur en svo hefur Stjarnan tekið völdin og er að ná upp miklu betra spili.
22. mín
Þessi vítaspyrna var fyrsta skot á markið í leiknum.
21. mín
Sindri virtist vera kominn vel af línunni þegar spyrnan var tekin Spurning hvort ekki hefði átt að endurtaka þessa spyrnu?
20. mín Misnotað víti!
Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
SINDRI VER ÞESSA SPYRNU!!! Jóhann Árni var sendur á punktinn en ekki Hilmar Árni. Sindri nær að verja.
19. mín
STJARNAN FÆR VÍTI!!! Hárréttur dómur. Eggert brýtur, Ísak Andri fær þessa vítaspyrnu!
16. mín Gult spjald: Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Fyrsta gula Eggert brýtur af sér og er kominn með gult. Hann er að spila gegn Vuk, er í hægri bakverðinum. Er kominn á hættusvæði!
15. mín
Hatakka setur boltann afturfyrir í horn. Jóhann Árni tekur spyrnuna en ekkert kemur út úr henni.
14. mín
Stjarnan í fínni sókn, fyrirgjöf en Ísak Andri nær ekki að hitta boltann.
11. mín
Vuk með hornið en slök spyrna sem fer beint afturfyrir.
10. mín
Guðmundur Kristjánsson setur boltann afturfyrir, FH fær horn.
9. mín
Jóhann Árni tók aukaspyrnuna en slök spyrna sem fór yfir allt og alla.
8. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Óli Guðmunds braut af sér.
7. mín
Höddi Magg er mættur meðal áhorfenda. Hefur skorað þau nokkur mörkin á þessum velli.
5. mín
Brotið á Vuk sem tekur aukaspyrnuna sjálfur. Kemur boltanum inn á teig en Stjarnan hreinsar í burtu. Leikurinn fer af stað með miklu böðli.
1. mín
Stjarnan hóf leik Sækja í átt að Reykjanesbrautinni.
Fyrir leik
Jæja loks ganga liðin inn á völlinn. Ljóst að leikurinn byrjar ekki alveg á slaginu. Virðist þema í byrjun deildarinnar að dómarar flauti leiki á nokkrum mínútum yfir áætlaðan tíma.
Fyrir leik
Baldur Logi byrjar á bekknum

FH-ingurinn Baldur Logi Guðlaugsson sem gekk í raðir Stjörnunnar í vetur byrjar á bekknum. Hér í fréttamannastúkunni er verið að teikna upp þá sviðsmynd að hann komi inn af bekknum og skori sigurmarkið í dag.
Fyrir leik
Langt síðan maður hefur séð svona myndarlegan moldarpoll í markteignum
Fyrir leik

Fyrir leik
Steven Lennon heilsar uppá menn í fréttamannastúkunni og fær sér einn kaffibolla. Vonast til þess að vera orðinn klár í næsta leik.
Fyrir leik
Ein breyting hjá Stjörnunni

Hjá Stjörnunni er ein breyting. Joey Gibbs kemur inn fyrir Heiðar Ægisson sem sest á bekkinn.
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá FH - Eggert og Úlfur koma inn Eggert Gunnþór Jónsson kemur aftur inn í byrjunarlið FH og er með fyrirliðabandið en hann gat ekki tekið þátt í fyrstu umferðinni. Steven Lennon er enn fjarverandi vegna meiðsla en Ulfur Ágúst Björnsson er í byrjunarliðinu.

Haraldur Einar Ásgrímsson er skilinn eftir utan hóps og Finnur Orri Margeirsson sest á bekkinn.


Úlfur Ágúst Björnsson
Fyrir leik
Völlurinn skárri en hann lítur út fyrir að vera FH æfði á vellinum í gær og segja mér menn sem tóku þátt í þeirri æfingu að völlurinn sé ekki eins slæmur og hann lítur út fyrir að vera. Boltinn hafi allavega ekki verið skoppandi hingað og þangað, völlurinn er nokkuð sléttur.

Fílingurinn er allavega svo sannarlega eins og maður hafi stokkið í tímavél og ekki er hægt að búast við því að það verði spilaður einhver hágæðafótbolti hér í dag.

Mitt mat er að best hefði verið að fresta þessum leik og spila síðar við betri aðstæður, sérstaklega í ljósi þess að hvorugt þessara liða er í Evrópukeppni.

En nóg um aðstæður í bili.

Fyrir leik
Völlurinn skoðaður með Tómasi Meyer
Fyrir leik
Frikki Dór hitar upp FH býður uppá húllumhæ og upphitun fyrir leikinn. Til sóma!

Dagskráin:
14:30 – Húsið opnar í tengibyggingu Kaplakrika. Pylsur í boði fyrir unga fólkið. Andlitsmálning. Frikki Dór tekur lagið.
16:00 - FH – Stjarnan í Bestu deild karla
Fyrir leik
Fyrsti "grasleikur" tímabilsins

Það verður ekki leikið við bestu aðstæður í dag. Kaplakrikavöllur er ekki klár í slaginn og FH fékk undanþágu til að spila á frjálsíþróttavellinum, Miðvellinum, í þessum leik. Eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin í vikunni þá er sá völlur alls ekki eins og best verður á kosið.
Fyrir leik
Stjarnan tapaði fyrir Víkingi

Stjörnumenn töpuðu nokkuð sannfærandi gegn Víkingi í fyrstu umferð, 0-2 á Samsung-vellinum í Garðabæ.
Fyrir leik
Serbneska blómið Vuk Oskar Dimitrijevic átti frábæran leik þegar FH gerði jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í fyrstu umferð. Vuk krækti í víti sem FH skoraði fyrra mark sitt úr og jafnaði síðan sjálfur eftir frábært einstaklingsframtak.

Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn! Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Stjörnunni í 2. umferð Bestu deildarinnar. Erlendur Eiríksson málarameistari flautar á klukkan 16 en aðstoðardómarar eru Eðvarð Eðvarðsson og Kristján Már Ólafs. Fjórði dómari er Arnar Ingi Ingvarsson.

Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Hilmar Árni Halldórsson ('53)
Björn Berg Bryde ('53)
Guðmundur Kristjánsson ('69)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('83)
11. Adolf Daði Birgisson
23. Joey Gibbs ('69)
32. Örvar Logi Örvarsson
- Meðalaldur 9 ár

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
2. Heiðar Ægisson
9. Daníel Laxdal ('53)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('53)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('69)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('83)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Sigurbergur Áki Jörundsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Eggert Aron Guðmundsson ('16)
Guðmundur Kristjánsson ('39)
Örvar Logi Örvarsson ('72)
Sigurbergur Áki Jörundsson ('91)

Rauð spjöld: