Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Fjölnir
0
2
Breiðablik
0-1 Oliver Sigurjónsson '17
0-2 Ágúst Orri Þorsteinsson '60
19.04.2023  -  18:00
Egilshöll
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Logn og fínn hiti í Egilshöllinni
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 925
Maður leiksins: Brynjar Atli Bragason
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
8. Óliver Dagur Thorlacius
10. Axel Freyr Harðarson
11. Dofri Snorrason
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
23. Hákon Ingi Jónsson ('70)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
37. Árni Steinn Sigursteinsson ('80)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
6. Sigurvin Reynisson
6. Birgir Þór Jóhannsson
7. Dagur Ingi Axelsson ('70)
9. Bjarni Gunnarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('80)
88. Kristófer Dagur Arnarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Guðmundur Þór Júlíusson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Júlíus Mar Júlíusson ('13)
Guðmundur Karl Guðmundsson ('27)
Óliver Dagur Thorlacius ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
0-2 sigur niðurstaða og Blikarnir komnir í 16-liða úrslit, flott frammistaða hjá Fjölnismönnum gefum þeim það

Takk fyrir samfylgdina.
91. mín
Hvernig endaði þessi ekki í netinu?? Axel Freyr með geggjaða hreyfingu inn á teig, á sendingu fyrir sem fer af Damir og þaðan á fjær en einhvern veginn nær engin gul treyja að moka boltanum yfir línuna og markspyrna niðurstaðan.
90. mín
+3 Þrjár í uppbót frá dómarateyminu
88. mín
Lítið eftir Tvær mínútur eftir af vemjulegum leiktíma og Fjölnismenn þurfa að fara skora ef þeir ætla að hleypa þessu í einhverja vitleysu
83. mín
Reynir... Geggjuð skyndisókn hjá Fjölni eftir klúður hjá Blikum, frábær sending á fjær þar sem að Reynir er gapandi frír en ákveður að skjóta í fyrsta en Brynjar ver enn og aftur
81. mín
Bjarni strax farinn að valda usla!! Bjarni vann boltann af Viktori Karli, tók einföld skæri á Damir og missir boltann út af en Brynjar gerir atlögu að þessu og Fjölnismenn vilja víti en ekkert dæmt!!
80. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir)
Gamli Blikinn Bjarni Hafstein sem er uppalinn Bliki kominn inn á!
75. mín
Hvar er mannskapurinn? Davíð með frábæra sendingu á fjær en endar bara við hliðarlínuna hinu megin

Vantaði grænar treyjur.
74. mín
Færi ! Dagur Ingi með sendingu inn á Dofra sem kom í "under lap-inu" og Dofri mokar boltanum framhjá markinu
73. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
67. mín
Klæmint í færi Höskuldur með hörku bolta meðfram jörðinni inn á teig þar sem Klæmint sem hittir boltann ekki nægilega vel
61. mín
Hákon Ingi enn og aftur Aftur kemst Hákon Ingi inn á teig en hann fer á vinstri fótinn sinn og á ágætis skot rétt yfir markið!
60. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik)
Ágætis skipting til að eiga inni
60. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Ágætis skipting til að eiga inni
60. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Ágætis skipting til að eiga inni
60. mín MARK!
Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Ágúst Orri !! Vel spilað hjá Blikum fyrir framan teiginn, Wöhlerinn með sendingu fyrir markið sem fer í Sigurjón og einhvern veginn undir hann, svo dettur boltinn fyrir Ágúst Orra sem hamrar boltanum í autt markið!

0-2 !
58. mín
Brynjar Atli enn og aftur!! Aftur kemur Axel Freyr með sendingu fyrir markið og þar mætir að mér sýndist Hákon Ingi á nær en Brynjar Atli lokar á hann með löppunum!

Fjölnismenn heldur betur búnir að fá tækifæri
57. mín
Hörkuskot Águst Orri fær tíma fyrir utan teig og á flott skot svona framhjá/yfir markið
56. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir)
Fimmta spjaldið
55. mín Gult spjald: Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Stupid Ágúst Orri brýtur á Dofra og potar boltanum í burtu og fær gult spjald, óþarfi
53. mín
Afhverju ekki? Wöhlerinn reynir skot frá miðju þar sem að Sigurjón var alltof framarlega, skotið ágætt en rétt yfir markið
52. mín
Flottur stuðningur Verð að gefa gott hrós á Gulu Þrumuna - Stuðningsmannasveit Fjölnismanna

Búnir að syngja og tralla allann leikinn
48. mín
Róleg byrjun Seinni farið rólega af stað, Blikar rétt í þessu að spila sig úr pressu Fjölnismanna þar sem að Alex Freyr komst inn á teig og átti skot en beint í Dofra

Fjölnismenn ekkert komist í boltann.
46. mín
Inn:Damir Muminovic (Breiðablik) Út:Oliver Stefánsson (Breiðablik)
46. mín
Seinni er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Jæja kominn hálfleikur hér í Egilshöllinni þar sem Blikar eru 0-1 yfir.

Sjáumst aftur eftir korter.
45. mín
Meiðslaáhyggjur.. Oliver Stefánsson leggst niður og þarf að fá aðstoð frá Særúnu sjúkraþjálfara, Damir er að gera sig klárann.
45. mín
Daaaaauuuuuða færi !!! Langur fram á Axel sem keyrir inn á teig, leggur boltann á Hákon sem tekur frábæra snertingu framhjá Viktori Erni og hann kemst einn gegn Brynjari sem ver frábærlega frá honum!!
44. mín
Kominn smá hiti í höllina Aðalbjörn að fá alvöru hita frá Gulu þrumunni, Oliver Dagur hins vegar með skot tilraun af löngu færi en yfir markið fór boltinn
42. mín
Sigurjón!! Alexander Helgi með aukaspyrnu inn á teig og mér sýndist Höskuldur einhvern veginn reyna að skora með hnénu, á allavega tilraun í nærhornið en Sigurjón með frábæra markvörslu!!
38. mín
Hornspyrna frá hægri hönd fyrir Fjölnismenn Reynir Haralds með bolta inn á teig sem Stefán Ingi skallar frá
33. mín
Fjölnismenn að ógna Fjölnismenn með flotta skyndisókn en Reynir Haralds nær ekki að koma með nægilega góðan bolta fyrir markið, hittir ekki samherja
28. mín
Hans hátign í brasi Alltof lengi að losa boltann, Blikar vinna boltann og Ágúst Orri kemst inn á teig og á slakt skot sem Sigurjón ver.

Stefán Ingi sest svo kjölfarið í jörðina en stendur svo upp, virðist vera í lagi með kappann.
28. mín
Mark en dæmt af!! Sýndist að Stefán Ingi hafi skorað en AD 1 með flaggið á lofti og rangstæða niðurstaðan.
27. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Þriðja spjaldið Aðalbjörn spjaldaglaður

Vissulega allt rétt hjá honum
24. mín Gult spjald: Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik)
Wöhlerinn Yellow Aðeins of seinn í Dofra
23. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu Reynir Haralds með hörku spyrnu á fjær, skalli fyrir markið en Oliver Sigurjónsson mættur að hreinsa frá
18. mín
Skyndisókn! Blikar leysa úr pressu Fjölnimanna og Wöhlerinn tekur 50 metra sprett að markinu, inn á teig og kýs að skjóta frekar en að gefa hann og boltinn endar í höndunum á Sigurjóni.

Klæmint inn á teig í dauðafæri gapandi frír
17. mín MARK!
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
MARK!!! Hornspyrna á fjær, boltinn skallaður frá teignum svo vinna Fjölnismenn skallaeinvígi rétt fyrir utan teig, boltinn dettur út fyrir Oliver sem á skot í fyrsta skoppandi í nærhornið og Sigurjón haggast ekki í markinu.

0-1.
14. mín
Brynjar Atli!! Fjölnismenn komast inn í teig Blika, boltinn dettur óvænt fyrir fætur Hákons Inga sem á hörku skot en Brynjar Atli ver þetta vel og VÖM hreinsar frá.
13. mín Gult spjald: Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
Fyrsta gula Brot rétt fyrir utan teig
12. mín
Blikar að klkka aftast Fjölnismenn pressa Brynjar Atla sem kemur með slaka sendingu í átt að Alex Helga sem missir af honum

Axel Freyr vinnur boltann en á slakt skot framhjá markinu
10. mín
Wöhlerinn! Boltinn dettur óvænt fyrir Eyþór Wöhler fyrir utan teig þar sem hann reynir skot í fyrsta en skotið er rétt yfir markið.
8. mín
Fjölnismenn ógna Axel Freyr með hörku sprett upp hægri kantinn, reynir sendingu fyrir markið en Oliver tæklar í horn.
8. mín
Byrjunarlið Blika
6. mín
Stefán Ingi í færi! Skemmtilegt spil Blika þar sem að Stefán Ingi kemst inn á teig vinstra megin og á skot í fjærhornið en rétt framhjá fór boltinn
5. mín
Fyrsta skot á mark Ágúst Orri kemst í ákjósanlega stöðu fyrir framan teig og á ágætis skot í nærhornið og Sigurjón slær boltann í hornspyrnu
3. mín
Klæmint nálægt því að skora Fjölnismenn skalla til baka á Sigurjón í markinu og boltinn skoppar illa fyrir KLæmint sem er nálægt því að pota boltanum í markið
2. mín
Oliver Stef smá shaky.. Blikar að reyna spila úr öftustu línu og kemur með slaka sendingu á Brynjar í markinu sem hreinsar frá í gula treyju og í markspyrnu
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað, megi þetta vera geggjaður leikur Alvöru gæsahúð fyrir leik, Deyja fyrir hópinn minn með K-Axel spilað þegar að liðin labba inn á völlinn

Þá veit maður að maður er kominn í Grafarvoginn.
Fyrir leik
Ungir menn að spreyta sig Gaman að sjá í báðum byrjunarliðum að Fjölnismenn eru með tvo leikmenn fædda 2004, þá Júlíus Júlíusson, Daníel Ingvarsson svo Árna Stein sem er 2003. Hjá Blikum er Ágúst Orri (2005) að byrja, verður gaman að fylgjast með þessum strakum í dag.
Fyrir leik
Sæmilegi bekkurinn hjá Blikum Davíð Ingvarsson kemur inn í hóp Blika en hann fór i aðgerð á ökkla 1.mars. Damir, Viktor Karl, Patrik J, Jason Daði, Ágúst Eðvald

Þetta er alvöru bekkur.
Fyrir leik
Nýju mennirnir fá að spreyta sig Talandi um Tweet-ið hjá Óskari Hrafni þá verða tölurverðar breytingar frá liðinu sem byrjaði gegn Val. Alex Freyr, Oliver Stefáns, Kleiment Olsen, Eyþór Wöhler, Ágúst Orri og að ég held, Stefán Ingi eru allir að byrja sinn fyrsta alvöru leik fyrir Blika í dag. Verður mjög áhuagvert að fylgjast með hvernig samspil Blika verður í þessum leik.
Fyrir leik
Gamla góða Egilshöllin... Aðstæður dagsins eru í umdeildari kantinum. Þar sem að Extra-völlurinn er ekki klár á þessum tíma árs þá verður leikið í Egilshöllinni, það fyrsta sem menn hugsa líklega þegar þeir heyra "Egilshöllin" er krossbandslit og það er spurning hvort menn fara eitthvað varkárir inn í leikinn með það á bakvið eyrað, það er spurning.
Fyrir leik
Fjölnismenn líta vel út Ég hef heyrt frá ýmsum stöðum frá leikmönnum í Lengjudeildinni að Fjölnismenn líta virkilega vel út hef heyrt meira að segja orðið "Scary" þannig ég hlakka til að sjá hvernig Fjölnismenn mæta til leiks í dag.
Fyrir leik
Blikar fengu sjálfstrausts-sprautu á Hlíðarenda Eftir slysið, ef svo má kalla gegn HK í fyrstu umferð gerðu Blikar sér lítið fyrir og unnu góðan og mikilvægan 0-2 sigur gegn Völsurum þannig trúi ekki öðru en að Blikar komi bara fullir sjálfstrausts inn í þennan leik.
Fyrir leik
Fjölnismenn fengu notalegan drátt í 64-liða Fjölnismenn fengu ekkert sérstaklega erfiðan drátt í 64 liða úrslitum þar sem að þeir fengu lið Kríu frá Seltjarnarnesi, mótspyrnan var ekki mikil og enduðu leikar 0-10 fyrir Fjölnismenn, gaman að sjá að í þeim leik skoraði Árni Steinn Sigursteinsson 4 mörk, strákur sem er aðeins 20 ára gamall.
Fyrir leik
Svona verður lið Blika samkvæmt Óskari Hrafni Það kom líklega mörgum á óvart á mánudaginn þegar að Óskar Hrafn drap niður penna á Twitter, daginn eftir sigurinn 2-0 sigurinn á Val þar sem hann tilkynnti byrjunarliðið. Rosalegt tweet sem fékk mikil viðbrögð.

Fyrir leik
Innanhúsleikur í Mjólkinni Dömur mínar og herrar veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Egilshöllinni þar sem að Fjölnismenn fá Breiðablik í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Þetta verður leikur.
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Alex Freyr Elísson
3. Oliver Sigurjónsson ('60)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('73)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Eyþór Aron Wöhler ('60)
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('60)
28. Oliver Stefánsson ('46)

Varamenn:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic ('46)
8. Viktor Karl Einarsson ('60)
9. Patrik Johannesen ('60)
14. Jason Daði Svanþórsson ('60)
18. Davíð Ingvarsson ('73)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Eyþór Aron Wöhler ('24)
Ágúst Orri Þorsteinsson ('55)

Rauð spjöld: