Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
HK
5
0
KFG
Atli Þór Jónasson '6 1-0
Atli Þór Jónasson '45 2-0
Ívar Orri Gissurarson '71 3-0
Hassan Jalloh '85 4-0
Hassan Jalloh '93 5-0
20.04.2023  -  19:15
Kórinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Alltaf bongó inn í Kórnum!
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Maður leiksins: Atli Þór Jónasson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Ahmad Faqa
8. Arnþór Ari Atlason ('46)
11. Marciano Aziz ('46)
14. Brynjar Snær Pálsson
15. Hákon Freyr Jónsson
16. Eiður Atli Rúnarsson ('76)
21. Ívar Örn Jónsson ('71)
23. Hassan Jalloh
28. Tumi Þorvarsson ('62)
30. Atli Þór Jónasson

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('71)
7. Örvar Eggertsson
10. Atli Hrafn Andrason ('46)
19. Birnir Breki Burknason ('62)
20. Ísak Aron Ómarsson ('76)
22. Andri Már Harðarson ('46)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Ahmad Faqa ('17)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Reynir Ingi flautar hér til leiksloka beint eftir mark Hassan Jalloh. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en HK gaf í í síðari hálfleik og uppskáru 5-0 sigur.
93. mín MARK!
Hassan Jalloh (HK)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
Frábært mark hjá Hassan Jalloh! Hassan fær boltann utarlega í teignum og smyr honum upp í fjærhornið, þvílík afgreiðsla!
88. mín
Andri Már með gott skot fyrir utan teig en Eiður Orri ver vel í marki KFG.
85. mín MARK!
Hassan Jalloh (HK)
Stoðsending: Atli Þór Jónasson
Hassan Jalloh að gera mörkin 4! Atli Þór kemur með boltann á Hassan sem er utarlega í teignum hann keyrir inn á hægri fótinn sinn og leggur boltann fagmannlega í fjærhornið.
Atli Þór hefur komið að öllum mörkum HK!
83. mín
Flott sókn HK, Hassan tekur skærin sín og sendir svo á Birni Breka sem kemur með góða fyrirgjöf á Atla sem klúðrar góðu færi en er svo flaggaður rangstæður í kjölfarið.
82. mín
Ívar Orri hefur komið inn með miklum krafti, nú á hann leikur hann á tvo og á laglegt samspil með Atla Þór en á síðan fyrirgjöf sem varnarmenn KFG komast inní.
78. mín
Inn:Eiður Orri Kristjánsson (KFG) Út:Kristmundur Orri Magnússon (KFG)
Markmannsskipti hjá KFG!
78. mín
Inn:Gunnar Helgi Hálfdanarson (KFG) Út:Jón Arnar Barðdal (KFG)
77. mín
Inn:Gunnar Orri Aðalsteinsson (KFG) Út:William Just (KFG)
76. mín
Inn:Ísak Aron Ómarsson (HK) Út:Eiður Atli Rúnarsson (HK)
74. mín
HK eru ekki hættir Atli Hrafn tekur kraftmikið skot sem Kristmundur Orri þarf að slá yfir markið.
71. mín MARK!
Ívar Orri Gissurarson (HK)
Stoðsending: Atli Þór Jónasson
Ívar Orri búinn að vera inná í 30 sekúndur og skorar! Atli Þór sendir á Ívar Orra sem leggur hann fyrir sig og klárar fagmannlega.
Þetta kallar maður innkomu!
71. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Ívar Örn Jónsson (HK)
71. mín
Inn:Jóhann Ólafur Jóhannsson (KFG) Út:Kári Pétursson (KFG)
70. mín
KFG að vinna boltann aftur og aftur á miðsvæði HK og komast í skyndisóknir sem þeir ná ekki að nýta.
67. mín
Hassan með frábæra takta! Hassan Jalloh fer framhjá tveimur mönnum snilldarlega og tekur svo skotið sem fer í varnarmann og svo í lúkurnar á Kristmundi Orra.
66. mín
KFG að ógna KFG vinna boltann hátt uppi á völlinn boltinn berst á Kára Pétursson sem tekur skotið en boltinn fer framhjá.
64. mín
Varamaðurinn Birnir Breki með frábæran sprett en er svo tekinn niður og HK fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.
62. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (HK) Út:Tumi Þorvarsson (HK)
61. mín
Hassan líklegur Hassan Jalloh fær síðan boltann úr horninu og á skalla sem fer rétt framhjá marki gestanna.
60. mín
Hassan Jalloh á góðan sprett og lætur svo vaða en Róbert Kolbeins nær að fara fyrir boltann og boltinn endar í hornspyrnu.
58. mín
Inn:Dagur Orri Garðarsson (KFG) Út:Hlynur Már Friðriksson (KFG)
57. mín
Fínasta færi KFG Jón Arnar Barðdal kemur með góða fyrirgjöf á Ólaf Bjarna sem hittir ekki boltann og boltinn fer úr leik.
55. mín
Jón Arnar Barðdal vinnur boltann hátt uppi á vellinum af Andra Má og er kominn í góða stöðu, en Andri Már vinnur vel og nær boltanum aftur til baka.
46. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (HK) Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
HK gerir hér tvöfalda skiptingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Andri Már Harðarson (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað Heimamenn byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Reynir Ingi leyfir KFG að taka miðjuna og flautar svo til hálfleiks.
HK leiðir 2-0 í hálfleik, KFG voru búnir að fá sín færi en hafa ekki nýtt þau nægilega vel. HK búnir að vera mun meira með boltann í fyrri hálfleik, en skapa sér ekki mikið þrátt fyrir að vera 2-0 yfir.
45. mín MARK!
Atli Þór Jónasson (HK)
The Gentle Giant að skora sitt annað mark rétt fyrir hálfleik! Atli Þór fær háann bolta á sig í teig KFG tekur á móti honum og þrusar honum svo í netið, frábær afgreiðsla!
43. mín
HK-ingar vilja fá vítaspyrnu! Hér vilja HK-ingar fá víti Brynjar Snær fellur við í teignum en Reynir Ingi dæmir ekkert.
34. mín
Dauðafæri KFG! KFG komast í 4 á 3 stöðu boltanum er rennt á Ólaf Bjarna sem tekur skotið en Arnar Freyr vel frábærlega.
Þarna munaði mjóu að KFG hefðu jafnað metin!
31. mín
Hlynur Már á gott skot sem Arnar Freyr nær ekki að halda en Ahmad Faqa hreinsar svo boltanum frá.
27. mín
Aziz kemur með skemmtilega stungusendingu á Brynjar Snæ en Kristmundur Orri kemst á undan í boltann.
17. mín Gult spjald: Ahmad Faqa (HK)
Faqa fer með sólana upp í tæklingu og Reynir Ingi spjaldar hann réttilega.
15. mín Gult spjald: Birgir Ólafur Helgason (KFG)
Fyrsta spjald leiksins Birgir Ólafur tæklar Brynjar Snæ hressilega og fær verðskuldað gult spjald að launum.
14. mín
KFG vinnur boltann hátt á vellinum, Hlynur Már fær boltann og skýtur en skotið fer framhjá marki heimamanna.
12. mín
Hassan Jalloh á góðan sprett inn fyrir vörn KFG en skotið er laust og Kristmundur á í engum vandræðum með að handsama boltann.
6. mín MARK!
Atli Þór Jónasson (HK)
Stoðsending: Marciano Aziz
Atli Þór að koma HK-ingum yfir!! Marciano Aziz kemur með frábæra fyrirgjöf og Atli Þór kemur lítið sem ekkert við boltann og kemur HK yfir!
Erfitt að sjá hver skoraði markið en ég tel að Atli Þór hafi átt lokasnertingu á boltann.
2. mín
Ahmed Faqa á skalla úr horni en boltinn fer í varnarmann og í annað horn.
1. mín
Fyrsta færi leiksins Tumi Þorvarsson er kominn í fínt færi í teignum og lætur vaða en varnarmaður KFG kemst fyrir og boltinn í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn fer hér af stað! Það eru gestirnir sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Ómar Ingi þjálfari heimamanna gerir 5 breytingar á liði sínu frá síðasta deildarleik. Þeir Ahmad Faqa, Brynjar Snær Pálsson, Hákon Freyr, Tumi Þorvars og blikabaninn Atli Þór Jónasson koma allir inn í liðið.

Björn Másson gerir þrjár breytingar á liði sínu þeir Jón Arnar Barðdal, Kári Pétursson og Róbert Kolbeins koma allir inn í byrjunarliðið hér í dag.
Fyrir leik
Gamlir HK-ingar snúa aftur í Kórinn Jón Arnar Barðdal markahæsti maður KFG í Mjólkurbikarnum þetta tímabil snýr aftur í Kórinn í kvöld en hann spilaði 42 leiki fyrir HK og skoraði 6 mörk fyrir félagið.

Kári Pétursson mun einnig spila gegn sínum gömlu félögum en hann var í HK á árunum 2018-2019 og skoraði þar 6 mörk í 16 leikjum.


Jón Arnar Barðdal fagnar marki gegn KR
Fyrir leik
HK Heimamenn í HK hafa farið frábærlega af stað í deildinni með 4 stig eftir 2 leiki.
Í fyrstu umferð unnu þeir rauðklæddu hádramatískan 4-3 sigur á Breiðablik með sigurmarki frá Atla Þór Jónassyni á 93. mínútu.
Í annari umferð tóku HK-ingar á móti Frömurum í Kórnum, leikar enduðu 1-1, en HK var sterkari aðilinn í leiknum. mark HK skoraði Örvar Eggertsson sem hefur byrjað tímabilið frábærlega.


Atli Þór eftir sigurmarkið gegn Breiðablik
Fyrir leik
KFG Í fyrstu umferð fór KFG létt með Hafnir og unnu leikinn 7-0 þar sem Jón Arnar Barðdal fór á kostum og skoraði þrennu.

Í 64-liða úrslitum mættu Garðbæingar ÍH í heitum leik.
Þrjú rauð spjöld fóru á loft þar sem Hinrik Þráinn Örnólfsson var rekinn útaf ásamt Kristjáni Mássyni annar af tveimur þjálfurum liðsins, en tvíburabróðir hans Björn stýrir liðinu einn i kvöld.
Leikar enduðu 3-2 fyrir KFG og skoraði Arnar Ingi Valgeirsson svokallað flautumark til að koma KFG áfram í næstu umferð.


Björn og Kristján Mássynir
Fyrir leik
32-liða úrslit Mjólkurbikarsins Heil og sæl og gleðilegt sumar!
Veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu beint úr Kórnum, þar sem HK tekur á móti KFG í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Byrjunarlið:
1. Kristmundur Orri Magnússon (m) ('78)
Hlynur Már Friðriksson ('58)
2. Róbert Kolbeins Þórarinsson
3. Sigurður Gunnar Jónsson
7. Jón Arnar Barðdal (f) ('78)
8. William Just ('77)
15. Arnar Ingi Valgeirsson
16. Brynjar Már Björnsson
18. Birgir Ólafur Helgason (f)
24. Ólafur Bjarni Hákonarson
96. Kári Pétursson ('71)

Varamenn:
1. Eiður Orri Kristjánsson (m) ('78)
4. Páll Halldór Jóhannesson
5. Gunnar Orri Aðalsteinsson ('77)
9. Jóhann Ólafur Jóhannsson ('71)
19. Dagur Orri Garðarsson ('58)
23. Gunnar Helgi Hálfdanarson ('78)
33. Daníel Andri Baldursson

Liðsstjórn:
Björn Másson (Þ)
Lárus Þór Guðmundsson
Jón Benjamín Sverrisson

Gul spjöld:
Birgir Ólafur Helgason ('15)

Rauð spjöld: