Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku
Powerade
Rayan Ait-Nouri.
Rayan Ait-Nouri.
Mynd: Getty Images
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Quenda orðaður við Man Utd.
Quenda orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Stjóri Manchester United skoðar möguleika á styrkingum og Manchester City væntir þess að Haaland skrifi undir nýjan samning. BBC tekur saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Rúben Amorim, nýr stjóri Manchester United, hefur áhuga á alsírska vængbakverðinum Rayan Ait-Nouri (23) hjá Wolves. (Sun)

Rauðu djöflarnir hafa einnig áhuga á Christopher Nkunku (27), leikmanni Chelsea, en þeir gætu fengið samkeppni frá Borussia Dortmund um franska framherjann. (Teamtalk)

Newcastle hefur áhuga á Antoine Semenyo (24), ganverskum framherja Bournemouth, en er ólíklegt til að gera janúartilboð nema aðrir leikmenn fari. (Sky Sports)

Fulham og Leicester gætu gert lánstilboð í janúar í írska landsliðssóknarmanninn Evan Ferguson (20) hjá Brighton. (Football Insider)

Sean Dyche, stjóri Everton, nýtur fulls stuðnings eigandans Farhad Moshiri. (Sky Sports)

Manchester City ætlar ekki að nýta sér endurkaupaákvæði til að fá enska framherjann Liam Delap (21), frá Ipswich. (Give Me Sport)

Manchester United hefur spurst fyrir um Geovany Quenda (17), portúgalskan kantmann Sprting Lissabon. Hann er metinn á 60 milljónir evra (50,1 milljón punda). (A Bola)

Franski landsliðsframherjinn Randal Kolo Muani (25) hjá PSG og Egyptinn Omar Marmoush (25) hjá Eintracht Frankfurt eru meðal sóknarmanna sem eru undir smásjá Manchester United. (Sky Germany)

United fylgist með brasilíska framherjanum Matheus Cunha (25) hjá Wolves en Tottenham sýnir einnig áhuga. (TBR)

AC Milan ætlar að keppa við Newcastle um kaup á enska framherjanum Dominic Calvert-Lewin (27) hjá Everton. Real Madrid er að íhuga að fá enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (22) frá Everton. (Teamtalk)

Manchester City er fullvisst um að norski framherjinn Erling Haaland (24) muni fylgja í fótspor Pep Guardiola með því að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Give Me Sport)

Barcelona er að spá í að gera 70 milljóna evra tilboð í sænska framherjann hjá Sporting Lissabon, Viktor Gyökeres (26). (Sport)

Brighton ætlar að fá írska kantmanninn Matthew Murray (17) frá Cork City til reynslu. (Irish Mirror)

Nottingham Forest býst við að bakvörðurinn Ola Aina (28) skrifi undir nýjan samning. (Football Insider)

Tottenham gæti keypt markvörð í janúar eftir að Ítalinn Guglielmo Vicario (28) þurfti að fara í aðgerð vegna ökklabrots. (Telegraph)

Slóvakíski miðvörðurinn Milan Skriniar (29) mun fara frá PSG til Juventus í janúarglugganum. (Foot Mercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner