Besta-deild karla
Breiðablik

19:15
0
0
0

Besta-deild karla
ÍA

46'
0
0
0

Besta-deild karla
Afturelding

LL
3
3
3

Lengjudeild karla
ÍR

LL
0
1
1

Lengjudeild karla
Völsungur

LL
1
2
2

Lengjudeild karla
Njarðvík

LL
2
3
3

Besta-deild karla
ÍBV

LL
4
1
1

Besta-deild karla
Stjarnan

LL
2
1
1

Lengjudeild karla
HK

LL
3
3
3

Lengjudeild karla
Selfoss

LL
1
2
2

Lengjudeild karla
Fylkir

LL
4
0
0


Fram
1
3
Valur

Fred Saraiva
'34
1-0
1-1
Andri Rúnar Bjarnason
'42
Guðmundur Magnússon
'56
, misnotað víti
1-1

1-2
Tryggvi Hrafn Haraldsson
'73
1-3
Tryggvi Hrafn Haraldsson
'76
23.04.2023 - 19:15
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Upp á 10,5, tíu stiga hiti og kvöldsól
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1251
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson (Valur)
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Upp á 10,5, tíu stiga hiti og kvöldsól
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1251
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson (Valur)
Byrjunarlið:
12. Benjamín Jónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Orri Sigurjónsson

7. Guðmundur Magnússon
7. Aron Jóhannsson
8. Albert Hafsteinsson

10. Fred Saraiva

11. Magnús Þórðarson
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
('70)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
1. Alexander Arnarsson (m)
9. Þórir Guðjónsson
('70)

14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson
20. Egill Otti Vilhjálmsson
22. Óskar Jónsson
32. Mikael Trausti Viðarsson
Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson
Gul spjöld:
Albert Hafsteinsson ('30)
Orri Sigurjónsson ('68)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar af hér í Úlfarsárdal. Framarar klóra sig eflaust í handarbökin að hafa ekki nýtt vítaspyrnu í stöðunni 1-1.
Frekari umfjöllun væntanleg á síðuna í kvöld.
Frekari umfjöllun væntanleg á síðuna í kvöld.
89. mín
Skondið atvik. Kristinn Freyr datt úr skónum og spilaði áfram á sokkunum. Var ekkert stressaður að ná í skóinn en Siggi Lár kastar honum til hans.
85. mín
Adam Ægir með fyrirgjöf og Tryggvi Hrafn með skalla rétt fram hjá. Það hefði nú verið eitthvað ef Tryggvi hefði skorað þarna og fullkomnað þrennuna. Og Adam þá með stoðsendingaþrennu í leiðinni.
83. mín
Kristinn Freyr nálægt því að gera fjórða markið en Benjamín ver vel. Það er ekkert við Benjamín að sakast. Hann getur gengið stoltur frá þessum leik.
Let the boy cook pic.twitter.com/eiRhv7Fsl0
— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2023
80. mín
Valsmenn drápu þennan leik eiginlega á einhverjum fimm mínútum og eru á býsna góðri leið með að taka öll þrjú stigin. Fram hafði átt góða kafla fram að öðru markinu en náðu ekki að nýta það.
Jajaja PRETTYBOYTJOKKKO með assssist #AP23
— Sigur?ur Gísli (@SigurdurGisli) April 23, 2023
76. mín
MARK!

Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
MARK!!!!
Aftur skorar Tryggvi Hrafn eftir sendingu frá Adam Ægi.
Framarar líta illa út varnarlega þarna. Adam Ægir gerir frábærlega og Tryggvi Hrafn fær mjög auðvelt til að skora.
Framarar líta illa út varnarlega þarna. Adam Ægir gerir frábærlega og Tryggvi Hrafn fær mjög auðvelt til að skora.
Adam Páls x Trixxi Haralds???????
— Baldvin Borgars (@Baddi11) April 23, 2023
75. mín
Adam Ægir, stoðsendingakóngurinn í deildinni í fyrra, er búinn að leggja upp sitt fyrsta mark með Val í Bestu deildinni. Hann lék með Keflavík í fyrra. Hann fór í áhugavert viðtal fyrir mót sem ég hvet fólk til að lesa.
????? @Adampalss er frábær viðmælandi með áhugaverða sögu #fotboltinethttps://t.co/coOe0idB2T
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) April 7, 2023
73. mín
MARK!

Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
SENUR!!!!
Aron Jó bjargar á línu eftir að Þórir á fastan skalla að marki! Ég hélt fyrst að Frederik hefði átt rosalega vörslu en það var Aron sem bjargaði.
Valur geysist í sókn. Orri Hrafn setur boltann upp á Adam Ægi sem leggur hann á Tryggva sem skorar.
Frábær skyndisókn hjá Val sem endar með marki.
Valur geysist í sókn. Orri Hrafn setur boltann upp á Adam Ægi sem leggur hann á Tryggva sem skorar.
Frábær skyndisókn hjá Val sem endar með marki.
73. mín
Heimamenn ógna!
Vel spilað hjá Fram og Adam Örn á sendingu fyrir. Birkir Heimis er hins vegar á undan Gumma í boltann. Hornspyrna sem Fram fær.
68. mín
Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Fram)

Afar tæpt á að vera víti!!
Tryggvi Hrafn á harðaspretti og fellur. Mér fannst þetta vera fyrir innan teigs en Helgi Mikael er með betra sjónarhorn á þetta og dæmir aukaspyrnu. Valsmenn mótmæla ekki þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta sé rétt.
63. mín
Mikill hiti!
Það er allt að sjóða upp úr hérna. Menn fljúga í tæklingar hvað eftir annað. Á endanum dæmir Helgi Mikael aukaspyrnu sem Valsmenn eiga.
61. mín
Verið meiri kraftur í Fram hér í seinni hálfleiknum og stuðningsmenn þeirra reyna að hvetja lið sitt til dáða.
57. mín
Fram í hættulegu færi!
Fram fær í kjölfarið hornspyrnu og fá svo hættulegt færi en Frederik nær að verja. Markvörðurinn að gera mjög vel fyrir Val þessa stundina.

56. mín
Misnotað víti!

Guðmundur Magnússon (Fram)
Frederik ver vítaspyrnuna!!!
Þetta var slök vítaspyrna hjá markahróknum. Var í góðri hæð fyrir markvörð Vals sem fer í rétt horn og ver.

55. mín
VÍTI!!!!
Núna fær Fram víti! Gummi Magg tekur sér stöðu, Birkir Már brýtur af honum og vítaspyrna dæmd.
Þetta var frábær sókn hjá Fram!
Þetta var frábær sókn hjá Fram!

52. mín
Valsmenn í álitlegri sókn og Siggi Lár er við það að ná skoti á vítateigsboganum en Albert gerir vel í að henda sér fyrir og sækja aukaspyrnu.
49. mín
Fram fær aukaspyrnu á hættulegum stað en reynir að senda fyrir frekar en að skjóta. Þarna áttu bara að skjóta á markið!
48. mín
Aron Jó (Framari) reynir skot að marki en Siggi Lár er fljótur að koma sér fyrir. Aron er frábær skotmaður og þú vilt ekki leyfa honum að munda skotfótinn fyrir utan teig.
47. mín
Mark en Birkir er rangstæður!
Siggi Lár með frábæra fyrirgjöf og Birkir Már kemur boltanum í netið en flaggið fer á loft.
Held að þetta hafi verið afskaplega tæpt.
Held að þetta hafi verið afskaplega tæpt.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
Þá förum við aftur af stað. Fyrri hálfleikurinn var verulega skemmtilegur. Vonandi fáum við bara enn betri seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Var að sjá myndband af vítadóminum aftur og það er snerting en hún er afskaplega lítil og varla hægt að réttlæta vítaspyrnu.

45. mín
Hálfleikur
Myndir úr fyrri hálfleiknum
Hafliði Breiðfjörð er á vellinum og tók meðal annars þessar myndir í fyrri hálfleik.



45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Úlfarsárdal. Valsarar hafa verið sterkari aðilinn en staðan er jöfn í hálfleik. Líklega eru gestirnir heppnir því þessi vítaspyrna var ódýr dómur.

45. mín
Mikil umræða um vítadóminn
Það er mikil umræða um vítið sem Valur fékk á Twitter.
Þetta víti var alvöru gjöf til Vals #fotboltinet
— Atli Írisarson (@Atli_Irisarson) April 23, 2023
Þetta var ekki víti, ekki í neinum veruleika. Tek það samt.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 23, 2023
Verðum að fá VAR í íslenska boltann.
— saevar petursson (@saevarp) April 23, 2023
44. mín
Núna vilja Framarar fá víti þegar Magnús fellur í teignum. Ekkert dæmt á það en ég sá það ekki almennilega.
43. mín
Framarar í stúkunni eru verulega ósáttir með Helga Mikael og baula eftir að Andri Rúnar skorar. Við fyrstu sýn virðist þetta frekar ódýr dómur.
42. mín
MARK!

Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
MARK!!!
Andri Rúnar fer á vítapunktinn og skorar af miklu öryggi. Benjamín fer í vitlaust horn. Þetta er fyrsta markið sem Andri Rúnar gerir fyrir Val í keppnisleik.

41. mín
Guðmundur Andri fer niður í teignum. Orri brýtur og er verulega ósáttur með dóminn.

38. mín
Gestirnir reyna ítrekað að senda boltann fyrir markið en Framarar með öll svör í teignum. Brynjar Gauti og Orri í yfirvinnu að skalla frá en gera það vel.
34. mín
MARK!

Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Magnús Þórðarson
Stoðsending: Magnús Þórðarson
MARK!!!!!
Fram aðeins verið að sækja í sig veðrið síðustu mínútur og þeir taka forystuna!!!
Magnús fær boltann úti vinstra megin. Hann á slæma fyrstu snertingu en nær að bjarga sér með því að eiga frábæra sendingu fyrir markið; fastur bolti með jörðinni. Fred kemur á ferðinni og skilar boltanum í netið.
Gestirnir hafa stjórnað ferðinni í leiknum en það eru heimamenn sem gera fyrsta markið.
Magnús fær boltann úti vinstra megin. Hann á slæma fyrstu snertingu en nær að bjarga sér með því að eiga frábæra sendingu fyrir markið; fastur bolti með jörðinni. Fred kemur á ferðinni og skilar boltanum í netið.
Gestirnir hafa stjórnað ferðinni í leiknum en það eru heimamenn sem gera fyrsta markið.

33. mín
Magnús reynir sendingu fyrir en hún fer beint í fangið á Frederik. Þarna var tækifæri fyrir Fram að gera eitthvað.
31. mín
Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)

Tiago lág eftir þegar Albert braut á Aroni. Hann er núna staðinn upp. Aron stendur upp eftir að hafa fengið aðhlynningu og þá gefur Helgi Mikael honum verðskuldað gult spjald.
"USA! USA! USA!" syngja stuðningsmenn Fram til Arons.
"USA! USA! USA!" syngja stuðningsmenn Fram til Arons.

30. mín
Gult spjald: Albert Hafsteinsson (Fram)

Albert brýtur svo á Aroni
Svo brýtur Albert af Aroni og fær verðskuldað gult. Aðeins að hitna í kolunum hérna.
Aron liggur eftir og virðist sárþjáður.
Aron liggur eftir og virðist sárþjáður.

29. mín
Tiago sparkaður niður en Helgi Mikael lætur leikinn halda áfram. Aron Jó heppinn að fá ekki gula spjaldið.
27. mín
Valsmenn eru talsvert líklegri til að skora en hafa ekki náð að skapa sér gott færi til þessa.
26. mín
Hlynur Freyr með skot að marki eftir aukasyrnu en það fer í varnarmann og Benjamín tekur boltann upp þægilega.
25. mín
Fær mikla ábyrgð
Athyglisvert að Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, er búinn að standa allan tímann á hliðarlínunni. Hann er greinilega að fá mikla ábyrgð í teyminu hjá Arnari Grétarssyni.

22. mín
Vel spilað hjá gestunum og Kristinn Freyr er við það að komast í ágæta stöðu inn á teignum. Tiago er hins vegar mættur til baka og nær að verjast vel.
21. mín
Adam Ægir með aðra hornspyrnu inn á teiginn en heimamenn ná að koma boltanum frá.
19. mín
Adam Ægir með mjög góða sendingu inn á teiginn en Adam Örn nær að koma boltanum aftur fyrir endamörk. Hornspyrna sem Valsmenn eiga.
18. mín
Gummi Magg og Birkir Heimis liggja eftir árekstur. Þurfa báðir aðhlynningu eftir að hafa fengið höfuðhögg.
Þeir geta báðir haldið leik áfram.
Þeir geta báðir haldið leik áfram.
14. mín
Hættulegur bolti inn á teiginn en Benjamín, nýliðinn í marki Fram, gerir virkilega vel í að grípa boltann með Andra Rúnar fyrir framan sig.

12. mín
Hættulegt!
Adam Ægir keyrir inn frá hægri og á skot með vinstri sem fer rétt fram hjá markinu. Ekki skelfileg tilraun en Adam hefur sýnt það fyrr á þessu tímabili að hann getur skorað úr svona stöðu.

11. mín
Fram að ógna!
Fram núna að ógna! Albert kominn í mjög fína stöðu á teignum en nær ekki skoti að marki þar sem Frederik kemur vel út og lokar á hann. Svo á Már fyrirgjöf og það myndast smá darraðadans á teignum. Að lokum fer boltinn aftur fyrir endamörk.
10. mín
Birkir Már með góða fyrirgjöf af hægri kanti. Andri Rúnar í ágætis stöðu inn á teignum en nær ekki krafti í skallann.
8. mín
Valsmenn búnir að stjórna ferðinni algjörlega hér í byrjun. Framarar liggja aftarlega og reyna að gefa fá færi á sér.
6. mín
Siggi Lár með fyrirgjöf og Kristinn Freyr nær skalla sem fer af varnarmanni. Það dregur allan kraft úr skallanum og Benjamín handsamar boltann auðveldlega.
5. mín
Valsmenn vilja víti!
Guðmundur Andri fellur í teignum og heldur um ökklann. Valsmenn kalla eftir víti en mér fannst lítið í þessu héðan frá. Helgi Mikael er sammála því og lætur leikinn halda áfram.

3. mín
Annan deildarleikinn í röð er Valur að spila með gríðarlega sóknarsinnaða miðju. Spurning hvort það virki betur í dag en það gerði á móti Breiðabliki.
3. mín
Svona stillir Valur upp
Frederik
Birkir Már - Birkir Heimis - Hlynur Freyr - Siggi Lár
Orri Hrafn
Adam Ægir - Kristinn Freyr - Aron Jó - Guðmundur Andri
Andri Rúnar
Birkir Már - Birkir Heimis - Hlynur Freyr - Siggi Lár
Orri Hrafn
Adam Ægir - Kristinn Freyr - Aron Jó - Guðmundur Andri
Andri Rúnar
3. mín
Gummi Magg er í einhvers konar Weghorst hlutverki virðist vera, er svolítið að spila fyrir aftan Fred hér í byrjun.
Uppfært: Eftir fyrstu fimm mínúturnar hefur Gummi svo verið að spila aðeins fyrir framan Fred.
Uppfært: Eftir fyrstu fimm mínúturnar hefur Gummi svo verið að spila aðeins fyrir framan Fred.
2. mín
Svona er Fram að stilla upp
Benjamín
Adam Örn - Orri - Brynjar Gauti - Már
Magnús - Albert - Aron - Tiago
Fred - Gummi Magg
Adam Örn - Orri - Brynjar Gauti - Már
Magnús - Albert - Aron - Tiago
Fred - Gummi Magg
1. mín
Fred næstum því sloppinn í gegn eftir tæpar 30 sekúndur en Frederik er vel á verði, kemur út og sparkar boltanum í innkast.
Fyrir leik
Fyrirliðar í dag
Hlynur Atli og Haukur Páll, fyrirliðar liðanna, byrja ekki þennan leik. Í þeirra fjarveru eru Kristinn Freyr Sigurðsson og Guðmundur Magnússon fyrirliðar.
Kristinn Freyr er fyrirliði Vals í leiknum.

Kristinn Freyr er fyrirliði Vals í leiknum.
Fyrir leik
Helgi Mikael með flautuna
Helgi Mikael Jónasson er aðaldómari hér í kvöld. Honum til aðstoðar eru Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eðvarð Eðvarðsson. Eftirlitsmaður er Arnar Ingi Ingvarsson.

Fyrir leik
Það eru frábærar aðstæður hér í Úlfarsárdal í kvöld. Það er sannkallað sumarveður, tíu stiga hiti sirka og sólin á lofti. Frábær dagur fyrir fótbolta.

Fyrir leik
Seinni leikur liðanna í fyrra - sem fór fram á Hlíðarenda - endaði með 1-1 jafntefli.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust hér í fyrra
Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi leikur mun fara. Þegar þessi lið mættust á þessum velli í fyrra þá fór Fram með 3-2 sigur af hólmi. Guðmundur Magnússon skoraði tvennu í þeim leik og Jannik Pohl gerði eitt. Ágúst Hlynsson gerði bæi mörk Vals.
Jannik Pohl er ekki með Fram í dag vegna meiðsla og þá er Ágúst ekki lengur leikmaður Vals - hann er núna í Breiðabliki. Gummi Magg er þó enn í Fram og er í byrjunarliðinu í dag.
Guðmundur Magnússon.
Jannik Pohl er ekki með Fram í dag vegna meiðsla og þá er Ágúst ekki lengur leikmaður Vals - hann er núna í Breiðabliki. Gummi Magg er þó enn í Fram og er í byrjunarliðinu í dag.

Guðmundur Magnússon.
Fyrir leik
Valur með þrjú stig
Valsmenn hafa ekki verið sannfærandi í upphafi tímabils. Þeir fóru með sigur af hólmi gegn ÍBV í fyrsta leik sínum þa sem Eyjamenn voru sterkari lengi vel. Valur tapaði svo gegn Breiðabliki í öðrum leik sínum en þetta er fyrsti útileikur Valsara á tímabilinu.
Valur vann svo 4-1 sigur á RB í miðri síðustu viku. Í þeim leik spilaði Valur á mjög breytti liði sem lenti í ákveðnum vandræðum.
Valur vann svo 4-1 sigur á RB í miðri síðustu viku. Í þeim leik spilaði Valur á mjög breytti liði sem lenti í ákveðnum vandræðum.

Fyrir leik
Fram ekki búið að vinna leik í upphafi tímabils
Fram, sem endaði í níunda sæti á síðustu leiktíð er sigurlaust í upphafi tímabils. Liðið gerði jafntefli við FH í fyrsta leik tímabilsins og fór svo í Kórinn þar sem liðið var heppið að gera jafntefli við HK.
Fram tapaði svo gegn Lengjudeildarliði Þróttar í Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Ekki draumabyrjun á tímabilinu í Úlfarsárdal.
Fram tapaði svo gegn Lengjudeildarliði Þróttar í Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Ekki draumabyrjun á tímabilinu í Úlfarsárdal.

Fyrir leik
Önnur úrslit dagsins
Það eru tveir aðrir leikir búnir í Bestu deildinni í dag en þeir enduðu svona:
KA 0 - 0 Keflavík
ÍBV 2 - 1 Breiðablik
1-0 Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('39 )
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('45 )
2-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('90 , Mark úr víti)
Eiður gerði sigurmark ÍBV gegn Breiðabliki.
KA 0 - 0 Keflavík
ÍBV 2 - 1 Breiðablik
1-0 Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('39 )
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('45 )
2-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('90 , Mark úr víti)

Eiður gerði sigurmark ÍBV gegn Breiðabliki.
Fyrir leik
Byrjunarlið Fram
Ólafur Íshólm, markvörður Fram, var maður leiksins gegn HK í síðasta leik en hann er ekki með í dag. Benjamín Jónsson, strákur fæddur 2003, spilar því sinn fyrsta leik í efstu deild. Þetta er í raun hans fyrsti keppnisleikur í meistaraflokki ef Lengjubikarinn er ekki talinn með.
Delphin Tshiembe er ekki í hóp og þá er fyrirliðinn Hlynur Atli Magnússon á bekknum. Óskar Jónsson dettur þá einnig út úr byrjunarliðinu. Inn koma Orri Sigurjónsson, Adam Örn Arnarson og Tiago Fernandes.
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
7. Aron Jóhannsson
8. Albert Hafsteinsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
77. Guðmundur Magnússon
Ólafur Íshólm er ekki með.
Delphin Tshiembe er ekki í hóp og þá er fyrirliðinn Hlynur Atli Magnússon á bekknum. Óskar Jónsson dettur þá einnig út úr byrjunarliðinu. Inn koma Orri Sigurjónsson, Adam Örn Arnarson og Tiago Fernandes.
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
7. Aron Jóhannsson
8. Albert Hafsteinsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
77. Guðmundur Magnússon

Ólafur Íshólm er ekki með.
Fyrir leik
Byrjunarlið Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gerir tvær breytingar frá tapleiknum gegn Breiðabliki um síðustu helgi. Birkir Heimisson fer af miðjunni niður í miðvörð í staðinn fyrir Hauk Pál Sigurðsson. Orri Hrafn Kjartansson kemur inn á miðsvæðið.
Hólmar Örn Eyjólfsson og Elfar Freyr Helgason eru enn á meiðslistanum og er Orri Sigurður Ómarsson ekki enn klár í slaginn. Miðvarðastaðan er því vandamál hjá Val þessa stundina.
Andri Rúnar Bjarnason fær tækifærið í byrjunarliðinu hjá Val í leiknum en Tryggvi Hrafn Haraldsson fer á bekkinn.
16. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
5. Birkir Heimisson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
19. Orri Hrafn Kjartansson
22. Aron Jóhannsson
23. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Andri Rúnar byrjar.
Hólmar Örn Eyjólfsson og Elfar Freyr Helgason eru enn á meiðslistanum og er Orri Sigurður Ómarsson ekki enn klár í slaginn. Miðvarðastaðan er því vandamál hjá Val þessa stundina.
Andri Rúnar Bjarnason fær tækifærið í byrjunarliðinu hjá Val í leiknum en Tryggvi Hrafn Haraldsson fer á bekkinn.
16. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
5. Birkir Heimisson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
19. Orri Hrafn Kjartansson
22. Aron Jóhannsson
23. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Andri Rúnar byrjar.
Í seinasta leik dagsins tekur Fram á móti Val á Framvelli.
— Besta deildin (@bestadeildin) April 23, 2023
???? Framvöllur
?? 19:15
?? @FRAMknattspyrna ???? @Valurfotbolti
????? Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/07mchtzw3N
Fyrir leik
Spáir sínum gömlu félögum í Val sigri
Arnór Smárason, leikmaður ÍA, er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net en hann spáir sínum gömlu félögum í Val þægilegum sigri.
Fram 0 - 3 Valur
Ég er ansi hræddur um fyrir Framara að það verði sýning í Úlfarsárdalnum. Valsarar laufléttir sýna að þeir ætla að vera með í ár. Aron jó, Kiddi Freyr og Haukur Páll skora, Siggi Lár með 2 assist skellihlæjandi og vindurinn 1 assist. Gamle bandet eiga nóg inni. Verður nær 0-4 heldur en 1-3.
Fram 0 - 3 Valur
Ég er ansi hræddur um fyrir Framara að það verði sýning í Úlfarsárdalnum. Valsarar laufléttir sýna að þeir ætla að vera með í ár. Aron jó, Kiddi Freyr og Haukur Páll skora, Siggi Lár með 2 assist skellihlæjandi og vindurinn 1 assist. Gamle bandet eiga nóg inni. Verður nær 0-4 heldur en 1-3.

Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hlynur Freyr Karlsson
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson

10. Kristinn Freyr Sigurðsson

11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
('77)


19. Orri Hrafn Kjartansson
23. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
('63)
- Meðalaldur 30 ár


Varamenn:
95. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
('63)



17. Lúkas Logi Heimisson
('77)

18. Þorsteinn Emil Jónsson
29. Óliver Steinar Guðmundsson
33. Hilmar Starri Hilmarsson
33. Helber Josua Catano Catano
- Meðalaldur 27 ár
Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('31)
Guðmundur Andri Tryggvason ('45)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('60)
Rauð spjöld: