Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Valur
1
0
Breiðablik
Anna Rakel Pétursdóttir '73 1-0
25.04.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('68)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('84)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('88)
27. Hanna Kallmaier

Varamenn:
12. Kelly Rowswell (m)
3. Arna Eiríksdóttir
10. Jamia Fields ('68)
14. Rebekka Sverrisdóttir ('88)
15. Haley Lanier Berg
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('84)
30. Bryndís Eiríksdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur hefur tiltilvörnina á sterkum sigri gegn Breiðablik!

Viðtöl og skýrla væntanleg.
94. mín
Agla María með HÖRKUSKOT! sem dettur á slánna!
93. mín
Ekkert sem bendir til þess að við fáum frekari fjör í þetta en við lifum í voninni.
90. mín
Fáum +4 í uppbót.
88. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
86. mín
Blikar að ógna en ná ekki að koma tilraun á markið. Fengu 2 horn en ekkert kom úr því.
84. mín
Inn:Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
79. mín
Blikar að ógna þessa stundina en ná ekki að klára sóknirnar með skoti eða tilraun á markið.
78. mín
Ísabella Sara með sendingu ætlaða Jamia Fields en Telma grípur vel inní.
78. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
77. mín
Fyrirgjöf fyrir mark Vals þar sem Agla María nær fríum skalla en beint á Fanney Ingu!
73. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
VALUR KEMST YFIR!! Sending frá Láru Kristín fyrir markið sem Blikar misreikna og missa í gegnum sig til Önnur Rakelar sem tekur á móti boltanum og smellir í fjær!
72. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
69. mín
Valur reynir að þræða Jamia Fields í gegn en Telma kemur vel út á móti.
68. mín
Inn:Jamia Fields (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
62. mín
Valur í færi! Fyrirgjöf fyrir markið sem Telma slær út beint til Þórdísar Elvu sem á slappt skot framhjá markinu.

Illa farið með gott færi þarna.
60. mín
Þórdís Elva með skot sem fer af varnarmanni og yfir!
60. mín
Ásdís Karen með skottilraun beint á Telmu í marki Blika.
56. mín
FÆRI! Vandræðgangur í vörn Vals!
Andrea Rut finnur Birtu á teignum sem reynir að sóla sig inn í markið en Fanney Inga hendir sér á boltann!
52. mín
Smá hiti í þessu. Ási vildi fá hendi en ekkert dæmt svo brjóta Blikar og Ási alls ekki sáttur að fá ekki hendið á undan.
50. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
50. mín
Vandræðagangur í vörn Vals en Fanney Inga nær að sparka boltanum frá.
46. mín
Seinni er farinn af stað! Bryndís Arna sparkar okkur af stað aftur.
46. mín
Inn:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Mikill baráttuslagur þessi fyrri hálfleikur. Hvorugt liðið að gefa færi á sér og liðin fara hnífjöfn í hálfleikinn.

Tökum okkur stutta pásu.



45. mín
Fáum +1 mín í uppbót.
45. mín
Elísa Viðars með flottan sprett upp vængin og á fyrirgjöf sem Blikar bjarga frá.
41. mín
Þórdís Elva með tilraun frá miðju! Sá að Telma var framarlega í markinu og lét vaða.
Flaug rétt yfir markið og datt á slánna.
34. mín
Ásdís Karen með þrumuskot framhjá markinu úr aukaspyrnunni.
33. mín Gult spjald: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Braut á Brindisi Örnu.
32. mín
Þversláin! Valur í hörku sókn þar sem boltinn flaut á milli leikmanna og endar á endum hjá Ásdísi Karen sem á hörku skot sem smellur í þverslánni!
24. mín
Bryndís Arna að harka sig í gegn og ákveður að skjóta en boltinn yfir markið.
22. mín
Agla María með ágætis aukaspyrnu fyrir markið en Valur skallar í horn.
19. mín
Ásdís Karen fær flott skotfæri en skotið er laust og beint á Telmu.
17. mín
Vandræðagangur hjá Val þar sem Birta kemst á ferðina en frábær tækling frá Örnu Sif! Mjög líklega tækling tímabilsins til þessa!
16. mín
Valur að spila frábærlega enn ná ekki að koma boltanum á markið.
14. mín
Fínasta barátta í báðum liðum þessar fyrstu mínútur en við bíðum enn eftir fyrsta færinu.
9. mín
Birta fór illa með Önnu Rakel og á sendingu inn á teig en vantar einhverja á endan á fyrirgjöfinni
2. mín
Andrea Rut með fyrirgjöf fyrir markið en Fanney Inga grípur.
1. mín
Blikarnir byrja! Birta á upphafssparkið.
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á Liðin búin að stilla sér upp í myndatöku og líka stilla sér upp saman.
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan leik og er ekkert rosalega mikið sem kemur á óvart. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður U19 landsliðsins, er í markinu hjá Val og tekur stöðu Söndru Sigurðardóttur sem er hætt í fótbolta.

Ísabella Sara Tryggvadóttir, sem er einnig í U19 landsliðinu, byrjar einnig hjá Val en hún var keypt frá KR á dögunum.

Jamia Fields, nýr leikmaður Vals, byrjar á bekknum eins og Haley Lanier Berg sem var fengin til félagsins fyrir tímabil.

Hjá Breiðabliki byrjar Katrín Ásbjörnsdóttir, sem var fengin frá Stjörnunni í vetur, á bekknum en hún er að koma til baka eftir meiðsli. Hafrún Rakel Halldórsdóttir er ekki í leikmannahópi Breiðabliks í þessum fyrsta leik.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar! Fyrrum landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir spáir í spilin fyrir fyrstu umferð deildarinnar.

Valur 2 – 2 Breiðablik
Stórleikur umferðarinnar. Bæði lið spila flottan fótbolta og mikil gæði í leiknum. Markaleikur og bæði lið þurfa að sætta sig við eitt stig.


Fyrir leik
Dómarateymið! Það verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Guðmundur Valgeirsson og Hreinn Magnússon.

Varadómarinn í kvöld ef eitthvað skyldi útaf bregða er Reynir Ingi Finnsson og þá kemur það í hlut Ólafs Inga Guðmundssonar að hafa eftirlit með gangi mála.


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Félögin hafa mæst 149 sinnum í öllum keppnum á vegum KSÍ og er mikið jafnræði meðal liðana.

Vals sigrar: 63 (42%)
Jafntefli: 22 (15%)
Breiðablik sigrar: 64 (43%)

Síðasti sigur Vals: Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins 2022
Síðasta jafnteflið: Besta deild kvenna 2022
Síðasti sigur Breiðabliks: Undanúrslit Mjólkurbikarsins 2021

Fyrir leik
Valur Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Valur muni enda í þriðja sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Komnar
Arna Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni)
Birta Guðlaugsdóttir frá Stjörnunni
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Aftureldingu
Haley Lanier Berg frá Danmörku
Hanna Kallmaier frá ÍBV
Hildur Björk Búadóttir frá HK (var á láni)
Ísabella Sara Tryggvadóttir frá KR
Kelly Rowswell frá Bandaríkjunum
Rebekka Sverrisdóttir frá KR

Farnar
Aldís Guðlaugsdóttir í FH
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í Stjörnuna
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hætt
Brookelynn Paige Entz til HK
Cyera Makenzie Hintzen til Ástralíu
Elín Metta Jensen hætt
Mikaela Nótt Pétursdóttir í Breiðablik (var á láni frá Haukum)
Mist Edvardsdóttir hætt
Mariana Sofía Speckmaier
Sandra Sigurðardóttir hætt
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir til Selfoss (á láni)
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen til Svíþjóðar


Fyrir leik
Breiðablik Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Breiðablik muni enda í öðru sæti Bestu deildar kvenna í sumar eftir vonbrigðartímabil í fyrra.

Komnar
Andrea Rut Bjarnadóttir frá Þrótti
Elín Helena Karlsdóttir frá Keflavík (var á láni)
Hildur Lilja Ágústsdóttir frá KR (var á láni)
Katrín Ásbjörnsdóttir frá Stjörnunni
Mikaela Nótt Pétursdóttir frá Haukum
Toni Pressley frá Bandaríkjunum

Farnar
Anna Petryk til Úkraínu
Alexandra Soree til Bandaríkjanna
Birna Kristín Björnsdóttir í FH (á láni)
Eva Nichole Persson til Svíþjóðar
Heiðdís Lillýardóttir til Basel
Karen María Sigurgeirsdóttir til Þórs/KA (á láni)
Kristjana Sigurz í ÍBV
Laufey Harpa Halldórsdóttir í Tindastól (á láni)
Melina Ayres til Ástralíu
Mikaela Nótt Pétursdóttir til Keflavíkur (á láni)
Natasha Anasi til Noregs


Fyrir leik
Stórleikur í fyrstu umferð! Það er sannkallaður stórleikur strax í fyrstu umferð en Valur og Breiðablik hafa verið í einstakri baráttu síðustu ár um Íslandsmeistaratitilinn.
Þá mættust þessi lið einnig í úrslitum Mjólkurbikarsins á síðasta tímabili þar sem Valskonur höfðu betur.

Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Origo Vellinum á Hlíðarenda þar sem leikur Valskvenna og Breiðabliks fer fram nú þegar Besta deild kvenna hefur göngu sína.


Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('72)
4. Elín Helena Karlsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('78)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
17. Karitas Tómasdóttir ('46)
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
55. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
3. Hildur Lilja Ágústsdóttir
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('46)
10. Clara Sigurðardóttir ('72)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('78)
36. Harpa Helgadóttir

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir

Gul spjöld:
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('33)

Rauð spjöld: