Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
2
0
KA
Höskuldur Gunnlaugsson '47 , víti 1-0
Gísli Eyjólfsson '54 2-0
21.05.2023  -  17:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Eðal höfuðborgar sumarveður
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 851
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('72)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('60)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Alex Freyr Elísson
10. Kristinn Steindórsson ('60)
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('72)
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-0 Sigur Breiðabliks er niðurstaðan og hún er nokkuð sanngjörn.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
92. mín
Elfar brýtur aftur af sér og stúkan biður um seinna gula. Hann verður að fara passa sig.
90. mín
Uppbótartíminn er 5 mínútur.
90. mín
Blikar í stúkunni alveg brjálaðir eftir skrítið klafas á milli Elfars og Stefáns þar sem Stefán liggur eftir og heldur um andlitið.

KA á aukapsyrnu og stuðningsmenn heimamanna eru ekki sáttir.
88. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
84. mín
Kiddi Steindórs næstum búinn að skora Blikar eru að keyra yfir KA menn hérna og Kiddi er einn gegn markmanni og reynir að chippa Stubb en hann gerir vel og blakar boltanum í horn.
82. mín
Blikar skora en dæmt rangstæða. Blikarnir sækja hratt og KA menn eru á afturfótum. Þeir færa boltan inn í teig þar sem Stefán er aleinn og hann klárar snyrtilega en það var búið að flagga rangstöðu á sendinguna fyrir það.
81. mín
Höskuldur kemst upp vinstri kantinn og nær að reyna skotið tvisvar en í bæði skiptin fer boltinn í varnarmann og seinna skotið fer útaf í horn.
79. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
77. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
72. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
72. mín
Gísli Eyjólfs með skot fyrir utan teig en í þetta sinn var það slakt og fer framhjá.
70. mín
Stefán Ingi liggur alveg sárþjáður, erfitt að segja hvað er að. Hann var eitthvað að kljást við Andra Fannar en það var ekki að sjá að hann hafi gert honum neitt.
65. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
65. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
62. mín
Stórhættuleg aukaspyrna frá Blikum Þeir setja boltan inn í teig frá kantinum og Höskuldur nær skallanum sem er bar gópur en Stubbur gerir vel í að verja þennan bolta.
60. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
58. mín
Daníel Hafsteins tekur skot inn í teig eftir hornspyrnu en boltinn fer af varnarmanni Blika. KA menn baða út höndum og biðja um víti.

Ég get ekki sagt til um hvort það sé af eða á.
54. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Sláin inn!! Þvílíkt skot frá Gísla! Hann fer illa með Bjarna Aðalsteinsson og sækir að teignum, neglir boltanum sláin inn, hafði viðkomu í Dusan varnarmanni KA. Alveg óverjandi fyrir Stubbinn.
54. mín
Þorri í dauðafæri! KA menn setja boltan inn á teig og Þorri er aleinn inn í teig þegar hann fær boltan en skotið hans er slappt og er auðveldlega varið frá Antoni!
52. mín
Höskuldur tekur skotið fyrir utan teig en það fer töluvert framhjá.

Blikarnir hafa komið virkilega sterkt inn í seinni hálfleikinn!
52. mín
Myndasería Hafliða! Hafliði Breiðfjörð er á vellinum að taka myndir eins og svo oft áður, hér eru nokkrar úr fyrri hálfleik.




48. mín
Önnur hættuleg sókn Blika! Þeir setja boltan inn í teig og Stefán er í frábærri stöðu en hann skýtur yfir markið.
47. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Mjög öruggt! Rennir boltanum laust en örugglega í hægra hornið.
46. mín Gult spjald: Steinþór Már Auðunsson (KA)
VÍTIII!!! Stubbur gerist sekur um svakaleg mistök og sendir boltan beint á Gísla sem hleypur að marki og nær að pota boltan framhjá honum og þá fellur Stubbur hann.
46. mín
Seinni hálfleikurinn farinn af stað!
46. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Birgir Baldvinsson (KA)
45. mín
Hálfleikur
Þetta var síðasta spark leiksins og við förum jöfn í hálfleikinn. Mögulega pínu óvænt þá hafa gestirnir stýrt ferðinni að mestu leiti, verið meira með boltan og verið meira á vallarhelmingi Blika. Það hefur þó verið lítið um opin færi og vonandi fáum við mörk í seinni hálfleikinn.
45. mín
Blikar hársbreidd frá því að skora +4

Þeir setja boltan í gegnum vörn KA manna og Gísli Eyjólfs tekur skotið í fyrsta en boltinn fer rétt framhjá.
45. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
+2

Brýtur á Jasoni Daða og virðist fara aðeins með hendina í andlitið á honum.
45. mín
Uppbótartíminn er 4 mínútur.
45. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf hjá Blikum í átt að Stefáni en hann nær ekki að bregðast við nógu fljótt og hittir ekki boltan.
41. mín
Svakaleg mistök frá Blikum Blikarnir eru að reyna að spila út úr vörninni þegar Oliver kemur eiginlega bara með stungusendingu inn á Ásgeir sem er þá einn gegn markmanni. Anton gerir hinsvegar vel og kemur vel út úr markinu og lokar á færið og Ásgeir skýtur í hann.
39. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Hrannar eitthvað meiddur.
37. mín
Hrannar liggur eftir núna og er að fá aðhlynningu, mér finnst þetta líta út fyrir að hann haldi ekki áfram leik.
35. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
33. mín
KA fær aukaspyrnu inn á vallarhelming Blika töluvert langt frá marki en Hallgrímur lætur vaða frekar óvænt og þetta var ekki erfiður bolti fyrir Anton að taka.
29. mín
KA menn ná fínni sókn úr aukaspyrnu þar sem Birgir setur boltan fast og flatt inn í teig en þessi bolti er aðeins of erfiður fyrir Daníel þannig að skallin hans fer beint á Anton.
25. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
21. mín
Virkilega hættuleg fyrirgjöf frá Höskuldi finnur Stefán í lappir inn í teig en Ívar gerir virkilega vel í að kasta sér fyrir skotið frá honum og KA menn hreinsa.
19. mín
Blikarnir sækja hratt og búa til mjög hættulega stöðu inn á teig KA manna en það er enginn heimamaður á réttum stað til að taka þetta færi.
13. mín
KA fær aukaspyrnu fyrir utan teig, mögulega aðeins of langt frá til að reyna skotið.

Þeir reyna stutta færslu sem skapar töluverðan usla inn á teig heimamanna en þeir gulklæddu ná ekki að finna skotfærið og Blikar hreinsa.
10. mín
Blikar gera það sem þeir eru þekktir fyrir og spila út frá markmanni en KA liðið er að pressa ágætlega hér í byrjun leiks og hafa sett þá í nokkrar óþægilegar stöður hingað til.
7. mín
Jason setur boltan stutt á Höskuld sem kemur boltanum fyrir markið þar sem Stefán rís hæst en hann skallar boltan yfir markið.
7. mín
Blikar fá næstu hornspyrnu.
5. mín
Fyrsta spyrnan er skölluð beint í aðra hornspyrnu hinum megin.

Þeir taka þá spyrnu stutt og Hallgrímur nær svo sendingu fyrir teiginn þar sem Ívar er ekki langt frá því að ná að pota boltanum að marki úr góðu færi.
4. mín
KA menn fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
3. mín
Uppstilling KA Stubbur
Hrannar - Dusan - Ívar - Birgir
Daníel - Rodri - Bjarni
Ásgeir - Sveinn - Hallgrímur
1. mín
Uppstilling Breiðabliks Anton
Andri Rafn - Damir - Viktor Örn - Höskuldur
Alexander - Oliver - Viktor Karl
Jason - Stefán - Gísli
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik koma leiknum í gang
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin! Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks náði að hreyfa töluvert við hópnum í síðasta leik þar sem þeir unnu 3-0 sigur á Þrótti í Mjólkurbikarnum. Hann gerir því 7 breytingar þar sem Anton Ari kemur aftur í markið og Oliver Sigurjónsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarsson og Andri Rafn Yeoman koma allir inn í byrjunarliðið á kostnað Brynjars Atla Bragason, Alex Freys Elísson, Ágúst Orra Þorsteinssonar, Klæmint Olsen, Ágústs Eðvalds Hlynssonar, Davíð Ingvarssonar og Oliver Stefánssonar.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gat einnig hreyft aðeins við liði sínu í síðasta leik þar sem þeir unnu 3-1 sigur á HK í Mjólkurbikarnum. Hann gerir þó aðeins tvær breytingar á því liði en það er Daníel Hafsteinsson og markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem koma inn í liðið á kostnað Harley Willard og Kristijan Jajalo.
Fyrir leik
GPL10 spáir! Breiðablik 3 - 2 KA
Gísli Eyjólfs skorar í öllum stórleikjum, Stefán Ingi bætir svo við og Höskuldur tekur eitt stykki víti í lok fyrri hálfleiks. Danni Hafsteins tekur trylling í hálfleik og fylgir því eftir með marki í byrjun seinni hálfleiks. Bjarni Aðalsteinsson skorar svo fljótlega með harðfylgi en Blikar ná að halda aftur af Ka mönnum og klára 3 stig.
Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Grindavíkur spáir í leikinn
Fyrir leik
Síðustu 10 viðureignir Þegar skoðað er síðustu 10 leiki þessara liða í deildarkeppni þá hafa Breiðablik unni 7 leiki, KA unnið 1 leik og liðin hafa gert 2 jafntefli. Markatalan er 23-7 Breiðablik í vil sem jafngerir 2,3 mörk fyrir Breiðablik á leik og 0,7 fyrir KA.

29.9.18 Breiðablik 4-0 KA
15.5.19 KA 0-1 Breiðablik
7.8.19 Breiðablik 4-0 KA
5.7.20 KA 2-2 Breiðablik
1.10.20 Breiðablik 1-1 KA
21.8.21 Breiðablik 2-0 KA
25.8.21 KA 0-2 Breiðablik
20.6.22 Breiðablik 4-1 KA
11.9.22 KA 2-1 Breiðablik
8.10.22 KA 1-2 Breiðablik
Fyrir leik
KA menn ekki verið góðir í stórleikjunum KA situr í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa átt köflótta byrjun á mótinu. Þeir hafa unnið 3 leiki, gert 2 jafntefli og tapað 2 leikjum. Leikirnir sem þeir töpuðu var einmitt á móti Víking og Val og þeir voru sérstaklega ósannfærandi gegn Val þar sem þeir töpuðu 4-0.

Hinsvegar unnu KA sinn síðasta leik gegn HK 3-1 og sýndu mikla yfirburði sem gæti gefið þeim byr undir báða vængi. Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið hættulegasti leikmaður KA manna sumarsins og ef KA ætlar að sigra hér verður hann að vera á sínum besta leik.
Fyrir leik
Breiðablik á sigurgöngu Eftir að hafa byrjað tímabilið brösulega þar sem þeir töpuðu 2 af fyrstu 3 leikjunum, þá hafa Blikarnir unnið 4 leiki í röð og sitja í 3. sæti. Blikarnir unnu sinn síðasta leik 3-0 gegn Þrótti í Mjólkurbikarnum. Þar gerður Viktor Karl Einarsson, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson mörkin.

Stefán Ingi er einmitt markahæsti leikmaður deildarinnar til þessa með 6 mörk.
Fyrir leik
Stórleikur umferðarinnar Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik umferðarinnar en hér munu mætast ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks og liðið sem lenti í 2. sæti í fyrra KA.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson ('46)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('65)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('39)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('65)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('79)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
8. Pætur Petersen ('79)
8. Harley Willard ('65)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('65)
14. Andri Fannar Stefánsson ('46)
27. Þorri Mar Þórisson ('39)
29. Jakob Snær Árnason

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Jens Ingvarsson
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('25)
Birgir Baldvinsson ('35)
Ívar Örn Árnason ('45)
Steinþór Már Auðunsson ('46)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('88)

Rauð spjöld: