Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Víkingur R.
2
3
Afturelding
Sigdís Eva Bárðardóttir '29 1-0
1-1 Hlín Heiðarsdóttir '34
1-2 Hildur Karítas Gunnarsdóttir '38 , víti
1-3 Hildur Karítas Gunnarsdóttir '60
Bergdís Sveinsdóttir '78 2-3
08.06.2023  -  19:15
Víkingsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Logn, blautt og skýjað.
Dómari: Helgi Edvard Gunnarsson
Maður leiksins: Hildur Karítas Gunnarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir ('89)
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('46)
8. Birta Birgisdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
16. Helga Rún Hermannsdóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f) ('46)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('46)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir

Varamenn:
12. Embla Dögg Aðalsteinsdóttir (m)
Elíza Gígja Ómarsdóttir
6. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir ('89)
9. Freyja Stefánsdóttir ('46)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir
13. Linda Líf Boama ('46)
19. Tara Jónsdóttir
25. Ólöf Hildur Tómasdóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Guðni Snær Emilsson
Dagmar Pálsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Lisbeth Borg

Gul spjöld:
Emma Steinsen Jónsdóttir ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hvað er hægt að segja?! Þá er leiknum lokið og fyrsta tap Víkinga í deildinni er staðreynd. Geggjaður leikur!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
96. mín
Víkingar fá horn!!!

Aftureldingarvaramannabekkurinn er brjálaður út í Helga!!
95. mín
Bergdís tekur spyrnuna stutt á Sigdísi sem dúndrar hátt yfir!

Ekki vel gert hjá Víkingum.
94. mín
VÍKINGSKONUR ERU AÐ FÁ AUKASPYRNU Á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ!!!

93. mín
Misheppnuð fyrirgjöf sem fer aftur fyrir hjá Víkingum. Er þetta að fjara út í sandinn hjá Víkingum?!!?
93. mín
Nær Afturelding að halda þetta út?!?!
92. mín
ÞÆR BJARGA Á LÍNU! Langur bolti inn á teig Aftureldingar sem endar með skógarhlaupi hjá Evu. Hún er komin langt úr markinu og Linda skallar yfir hana en Þorbjörrg bjargar á línu og heldur Aftureldingu inn í þessu!!!!
91. mín
4 mínútur heyri ég í uppbótartíma
90. mín
Víkingar fá hornspyrnu!
89. mín
Inn:Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Víkingur R.) Út:Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.)
Núna ætla ég bara að skjóta á að þetta sé Kolbrún sem er að koma inn á. Leikmaðurinn sem er að koma inn á er númer 6 en það er engin á bekk Víkinga númer 6
88. mín
Ern fer hátt upp með sólann í tæklingu á Hlín og allt tryllist á varamannabekk Aftureldingar! Allir vilja rautt þar en hún sæeppur einhvernvegin við spjald!
87. mín
Víkingar ligja á Aftureldingu þessa stundina!
85. mín Gult spjald: Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.)
Sigrún við það að sleppa ein í gegn. Skynsamlegt brot hjá Emmu en smá pirringur líka
84. mín
Þorbjörg búin að vera gegjguð í kvöld. Hendir sér í allt og er ekki hrædd við neitt!
84. mín
Alexander nýtur tímann og fer yfir málin með Þorbjgörgu og Hlín
84. mín
Hildur liggur eftir niðri og þarf aðhlynningu
83. mín
Inn:Magðalena Ólafsdóttir (Afturelding) Út:Andrea Katrín Ólafsdóttir (Afturelding)
Og með þessari breytingu fer senterinn í liðu Aftureldingar í hafsent.
82. mín Gult spjald: Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
Brýtur á Selmu þegar Víkingar voru að hefja skyndisókn
80. mín
Víkingar liggja á Aftureldingu og fá hornspyrnu. Það liggur mark í loftinu!
78. mín MARK!
Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Selma Dögg Björgvinsdóttir
ÞEIR MINNKA MUNINN!!! Það er komin von hjá Víkingum!

Linda Líf gerir vel og vinnur baráttuna í teignum. Víkingar vílja víti en Linda kemur boltanum á Selmu sem kemur með hann út í teiginn á Bergdísi sem skorar í autt mark.

Ekkert spes varnarleikur en Víkingar gera vel samt sem áður og skora!
76. mín
Inn:Ísold Kristín Rúnarsdóttir (Afturelding) Út:Snæfríður Eva Eiríksdóttir (Afturelding)
Held að þetta hafi eitthvað að gera með höggið sem Snæfríður fékk áðan.
75. mín
Tíðindalítið Bara ekki neitt að frétta þessar seinustu mínútur. Afturelding að verjast vel og eru að drepa leikinn niður hægt og rólega
69. mín Gult spjald: Eva Ýr Helgadóttir (Afturelding)
Klassísk leiktöf í markspyrnu
64. mín
Afturelding hafa bara verið frábærar í dag. ALgjörlega stórkostlegar í alla staði verður að segjast. Það verður magnað ef þær ná að halda þetta út gegn Víkingum sem hafa unnið alla leikina í deildinni til þessa!
60. mín MARK!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
TÆKLAR HANN INN!!! Hvað er nú eiginlega í gangi.

Sigdís ætlar að senda hann til baka á Ernu en sendingin er laflaus. Hildur pressar ógeðslega vel og með miklum krafti. Það endar með því að Hildur tæklar boltann af Ernu og inn fór boltinn. Þetta sér maður ekki á hverjum degi en það er lítið hægt að sakast út í Ernu eða Sigurborgu í markinu. Sendingin hjá Sigdísi til baka var ekki góð og vinnusemin hjá Hildi var til fyrirmyndar.

MAGNAÐUR LEIKUR!!!!
59. mín
EVA! Eva kýlir boltann út í teiginn. Þar er Selma við d-bogann og á hörkuskot sem Eva ver einnig. Þá fær Sigdís boltann fyrir utan teg og skýtur rétt yfir.

Eva mögnuð!
58. mín
Víkingskonur að fá horn!
58. mín
Maya sleppur ein í gegn en er því miður fyrir Aftureldingu fyrir innan. Þetta var ansi tæpt!
56. mín
Frekar tíðindalitlar fyrstu tíu mínútur síðari hálfeliks. Lítið um almennileg færi. Afturelding eru að drepa leikinn niður mjög vel. Snæfríður er meidd og þarf aðhlynningu. Spurning hvort hún nær að halda leik áfram
52. mín Gult spjald: Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
Fannst þetta vera full ódýrt hjá Helga en áfram gakk
50. mín
Linda Líf vinnur boltann hátt uppi á vellinum og kemur honum á Emmu sem á fyrirgjöf en Eva kemst aftur í boltann.
49. mín
Eva grípur boltann! Vel gert Eva!
49. mín
Afturelding skallar þetta í annað horn!
48. mín
Víkingar fá horn!
46. mín
Inn:Freyja Stefánsdóttir (Víkingur R.) Út:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.) Út:Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Linda Líf Boama (Víkingur R.) Út:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta hafið á ný!
45. mín
Hálfleikur
Afturelding yfir í hálfelik! Þá flautar Helgi í flautu sína og það er kominn hálfleikur. Maður átti ekki von á þessu fyrir leik en þetta er bara mjög verðskuldað verð ég að segja!

Sjáumst aftur eftir korter!
45. mín
Selma með skot langt utan að teig sem fer rétt framhjá. Afturelding vildu meina að hún hafi brotið á Önnu í aðdragandanum.
45. mín
2 mínútur í uppbótartíma!
42. mín
Dagný fær fyrirgjöf beint á ennið frá Ernu. Dagný stýrir boltanum frábærlega á markið en hann fór því miður rétt yfir markið
38. mín Mark úr víti!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
ÞÆR ERU BARA KOMNAR YFIR!!!! Frábær viðsnúngur hjá Aftureldingu!!

Hildur örugg á punktinum og skorar með herkju! Sigurborg fer í rétt horn en vítið var fast. 'too hot to handle' eins og einhver myndi segja.

En litli leikurinn!
38. mín
Víti!!!!

Afturelding að fá víti sem Maya fiskar. Emma braut klaufalega!
34. mín MARK!
Hlín Heiðarsdóttir (Afturelding)
ÞÆRRR JAAAFNAAA!!! Langur fram og bæng!

Afturelding koma með einn langan fram upp völlinn á að mér sýndist Hlín sem er bara sterkari og grimmari en Svanhildur. Hlín gerir rosa vel og er skyndilega komin ein í gegn á móti Sigurborgu og klárar færi meistaralega.

ALLT JAFNT!!
29. mín MARK!
Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Nadía Atladóttir
SIGDÍS BRÝTUR ÍSINN!! Frábærlega gert hjá Víkingum!

Flott sókn sem endar með því að fyrirliðinn, Nadía, fær boltann á geggjuðum stað við D-bogann og kemur honum á Sigdísi. Sigdís klárar færið með glæsibrag og kemur Víkingskonum yfir.

Frábær sókn!
24. mín
ÞAÐ ÆTLAR ALLT UM KOLL AÐ KEYRA!! Afturelding vilja fá vítaspyrnu þegar Sigrún ætlar að skjóta á markið inni í vítateig Víkinga. Sýndist það vera Helga sem fór í bakið á henni og að mínu mati klárt víti. Skil Mosfellsingana mjög vel!
19. mín
Og þá brunar Afturelding í sókn sem endar með skoti frá Mayu rétt framhjá! Þarna átti hún að gera betur þar sem hún fékk nægan tíma að athafna sig!
19. mín
Dagný fær boltan ein inn á vítateig Aftureldingar og ætlar að koma með hann fyrir en Eva gerir mjög vel í markinu og nær að grípa boltann.
18. mín
Nadía klaufi! Nadía er sloppin ein í gegn en misreiknar eitthvað ferðalagið á boltanum og hún missir hann fyrir framan sig og í markspyrnu sem Afturelding á.
15. mín
Sigrún skallar framhjá. Þær vilja samt annað horn en Helgi hristir hausinn.
14. mín
Afturelding að fá horn!
10. mín
Færi! Hulda keyrir upp vinstri kantinn og kemur með hann fyrir á Sigdísi. Sigdís reynir skotið en Inga kastar sér fyrir skotið og kemur í veg fyrir mark hjá Víkingum ætla ég að leyfa mér að segja!
6. mín
Aftur ver hún! Hildur vinnur boltann hátt uppi á vellinum og hleður bara í skotið utan að teig sem var mjög gott. Sigurborg er ennþá að hlada Víkingskonum inni í þessu!
4. mín
Snæfríður tekur hornið sem fer á Ingu en Sigurborg er seig í markinu og ver ágætlega
4. mín
Afturelding fá hér hornspyrnu!
3. mín
Fyrsta skot leiksins Nadía fær boltnn á hægri kantinum frá Sigdísi. Nadía keyrir síðan upp völlinn og tekur skotið sem fer rétt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang!
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á! Liðin ganga til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Liðin klár! Þá eru byrjunarliðin klár en bæði lið gera þrjár breytingar.

Hjá Víkingum koma Sigdís, Birta og Dagný Rún inn eftir sigurinn góða gegn Fylki en Linda, Tara og Bergdís þurfa að víkja frá.

Hjá Aftureldingu koma Snæfríður, Andrea og Þorbgjörg inn eftir tapið slæma gegn HK í seinustu umferð en Sesselja, Sigrún Eva og Magðalena þurfa að víkja.
Fyrir leik
Mögnuð tölfræði! Samkvæmt KSÍ hafa liðin aðeins mæst sjö sinnum. Það sem er áhugavert að sjá er að Afturelding hafa unnið 5 af þeim leikjum. Víkingskonur hafa unnið einu sinni gegn Aftureldingu en einu sinni hafa liðin þurft að gera jafntefli. Ef við skoðum stöður liðanna í deildinni í dag kemur þessi tölfærði manni mikið á óvart. Sigur Víkinga kom árið 1985 í 2. deild kvenna A riðli.

Mun John Andrews takast það að vinna fyrsta leik Víkinga gegn Aftureldingu í 38 ár?


Fyrir leik
Dómari leiksins Dómari leiksins er Helgi Edvard Gunnarsson. Aðstoðarmenn hans í dag eru þeir Þröstur Emilsson og Tadej Venta. Helgi er að stíga sín fyrstu skref í dómgæslunni og er ég mjög spenntur að sjá hvernig hann mun dæma leikinn í kvöld.


Fyrir leik
Afturelding sigla lignan sjó Aftureldingskonur sitja í 7. sæti deildarinnar með 5 stig eftir 5 leiki. Sigurinn kom gegn KR en í seinasta leik töpuðu þær á heimavelli gegn HK, sem er einnig spáð góðu gengi, 1-0. Verður fróðlegt að sjá hvort þær ná að halda eins mikið í þetta Víkingslið og þær náðu að gera með HK-ingana. Afturelding er einnig eina liðið sem er með markatöluna 0, en markatalan þeirra er 8-8. Ég hef samt fulla trú á því að Afturelding muni standa lengi vel í þessu Víkingsliði ef þær spila sama leik og þær gerðu gegn HK í seinustu umferð.


Fyrir leik
Víkingskonur með fullt hús! Víkingskonur hefðu ekki getað hugsað sér um betri byrjun en eftir fyrstu fimm umferðirnar eru þær er fullt hús stiga. Seinasti leikur Víkinga fór 2-1 fyrir Víkingi gegn Fylki á útivelli. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en á 94. mínútu skoraði fyrirliði Víkinga Nadía Atladóttir, sem hefur farið mjög vel af stað í upphafi móts, sigurmark Víkinga. Þær virðast ekki ætla að tapa og það verður spennandi að sjá hversu lengi þessi sigurlest heldur áfram. En ég held að það sé mjög miklar líkur á því að þær fari taplausar í gegnum mótið sem væri hreint út sagt magnaður árangur.


Fyrir leik
Hörkuslagur framundan Heil og sæl ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu úr Víkinni þar sem Víkingur býður Aftureldingu í heimsókn.


Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
Inga Laufey Ágústsdóttir
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir ('83)
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
7. Hlín Heiðarsdóttir
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
14. Maya Camille Neal
15. Snæfríður Eva Eiríksdóttir ('76)
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir
24. Jamie Renee Joseph
26. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir

Varamenn:
1. Sóley Lárusdóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
13. Katrín S. Vilhjálmsdóttir
15. Magðalena Ólafsdóttir ('83)
18. Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Sigurbjartur Sigurjónsson
Sævar Örn Ingólfsson
Amir Mehica
Alexandra Austmann Emilsdóttir
Bjarki Þór Aðalsteinsson
Unnar Arnarsson

Gul spjöld:
Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('52)
Eva Ýr Helgadóttir ('69)
Anna Pálína Sigurðardóttir ('82)

Rauð spjöld: