Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Þróttur R.
0
3
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '6
0-2 Agla María Albertsdóttir '16
0-3 Agla María Albertsdóttir '38
15.06.2023  -  20:00
AVIS völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Hefðbundið Reykvískt sumarveður, Skýjað og þungt yfir.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Kate Cousins
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('79)
12. Tanya Laryssa Boychuk
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('72)
22. Mikenna McManus
23. Sæunn Björnsdóttir ('58)

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen
11. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('72)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('79)
17. Katla Tryggvadóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Sierra Marie Lelii
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas
Ingunn Haraldsdóttir
Ben Chapman

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar á leiðinni í undanúrslit. Sanngjarnt heilt yfir.

Viðtöl og skýrsla koma inn í kvöld.
90. mín
Þremur mínutum bætt við hér í kvöld.
86. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Katrín og Agla verið bestar á vellinum í dag að mínu mati.
86. mín
Inn:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Katrín og Agla verið bestar á vellinum í dag að mínu mati.
83. mín
Sierra hérna með flottan sprett og nær skoti sem er ansi gott en Telma ver í horn.
82. mín
Áslaug Munda tekur spyrnuna sem er föst og með jörðinni en Íris ekki í neinum vandræðum með þetta.
82. mín
Hafrún sækir hér aukaspyrnu á góðum stað fyrir skot.
81. mín Gult spjald: Toni Deion Pressley (Breiðablik)
Annað gula spjald leiksins fyrir að stoppa hraða sókn.
79. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.) Út:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
79. mín
Dauft yfir þessu þessa stundina ekkert sem bendir til þess að Þróttarar komist inn í þetta.
74. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
72. mín
Inn:Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
Þróttarar að reyna fríska upp á þetta.
68. mín
Kathy Cousins hér í flottu skotfæri og lætur vaða. Virtist í stutta stund ætla að syngja í samskeytunum en þetta fer rétt framhjá.
67. mín
Áslaug Munda með frábæran sprett upp vinstri kantinn og lætur síðan bara vaða en Íris vel á verði og ver þetta.
66. mín
Freyja hérna með skot eftir flotta sókn en það er beint á Telmu sem ver þetta. Freyja verður að fara nýta þessa færi sín.
63. mín
Áslaug Munda með hættulega fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Hafrún er hársbreidd frá því að ná til boltans en allt kemur fyrir ekki og boltinn aftur fyrir.
62. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
62. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
58. mín
Inn:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.) Út:Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)
Fyrsta skipting leiksins.
54. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla María stoppar hérna Hraða sókn og brýtur á Ísabellu.
52. mín
Bergþóra brýtur á Kathy Cousins á hættulegum stað. Sæunn ætlar að setja þetta inn á teiginn. Tanya nær skalla en Telma ver.
48. mín
Katrín enn og aftur að vinna boltann á hættulegum stað, rennnir þessu í gegn á Hafrúnu sem lætur Írisi verja frá sér og hornspyrna er niðurstaðan að lokum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Þróttarar hefja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri bætir engu við og flautar þetta strax af.

Gjörsamlega stórkostlegt frammistaða hjá Öglu Maríu!
42. mín
Freyja hér í góðu færi og nær skoti sem Telma ver virkilega vel.
40. mín
Þetta mark gæti verið rothögg fyrir lið Þróttar.

Þróttur var eina liðið á vellinum seinasta stundarfjórðunginn eða svo.
38. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Þrenna!!! Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur hérna boltann á stórhættulegum stað og kemur með hárnákvæma sendinu í gegn þar sem Agla María er mætt í hamrar þessu í samskeytin á nær!

Blikar að ganga frá þessu í fyrri hálfleik!
37. mín
Alltaf ógn þegar Kathy Cousins fær boltann. Eins og boltinn sé límdur við tærnar á henni.
34. mín
Tanya hér með frábæra fyrirgjöf á Freyju sem nær ekki góðum skalla en nær þó að ná boltanum og á skot sem Toni bjargar á línu!

Þróttarar að gera allt sem þær geta til að minnka muninn!
33. mín
Þróttarar að gera Blikum erfitt fyrir þessa stundina. Blikar ná ekki að ráða við góða pressu Þróttarana.
30. mín
Birta með laglega takta í teignum og á skot en það fer í varnarmann og í innkast.
28. mín
Cousins mjög lífleg þessa stundina en það vantar smá uppá ákvarðanartöku á seinasta helming vallarins.
25. mín
Dauðafæri! Kathy Cousins með frábæra sendingu í gegn á Tönyu Boychuk sem er ein gegn Telmu sem ver vel. Áslaug Munda virðist þó fara í bakið á Tönyu sem vill víti en aftur dæmir Ívar ekkert og aftur held ég að þetta sé réttur dómur.
23. mín
Bregþóra með skot af löngu færi en þetta ógnaði aldrei og fer langt framhjá.
19. mín
Freyja hér með fyrirgjöf sem hún vill meina að fari í hendina á Toni Pressley en ekkert dæmt. Virðist vera réttur dómur.
18. mín
Ásta Eir með fyrirgjöf sem Íris nær ekki að grípa og Agla fær gott færi til að ná þrennunni en boltinn himinhátt yfir.

Agla allt í öllu þessa stundina.
16. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Agla aftur! Barnalegur varnarleikur hér hjá Þrótturum.

Bergþóra með fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Agla er gjörsamlega alein og skorar auðveldlega.
14. mín
Tanya tók hér fyrstu hornspyrnu leiksins en ekkert varð úr þeirri spyrnu.
11. mín
Ásta Eir finnur Öglu Maríu á vinstri kantinum, Agla að drukkna úr sjálfstrausti og lætur vaða í átt að fjærhorninu en Íris ver vel.
6. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Telma Ívarsdóttir
Frábært Mark! Telma tekur bara útsparkið langt, Boltinn fer í áttina að Katrínu Ásbjörnsdóttur sem leyfir boltanum að skoppa yfir sig á Öglu Maríu sem hamrar þessu í samskeytin af 25 metra færi!

Blikar leiða!
4. mín
Ásta Eir með frábæra fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir skallar knöttinn rétt yfir.
3. mín
Tanya hérna sloppinn í gegn en flaggið fer á loft að lokum.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar hefja leik og sækja í átt að Þjóðarleikvangnum.
Fyrir leik
Liðin eru að rölta inná völlinn þessa stundina. Styttist í það að Ívar Orri flauti leikinn á!
Fyrir leik
Hvernig gekk í fyrra? Þróttarar fá í dag tækifæri til að bæta árangur sinn frá því í fyrra en þá mættust þessi lið einnig í 8 liða úrslitum og lauk leiknum þá með 3-1 sigri Breiðabliks.

Breiðablik fór alla leið í úrslitinn í fyrra og töpuðu þar gegn Völsurum 2-1 eftir að hafa leitt 1-0 eftir mark Birtu Georgsdóttur. Blikar eru því staðráðnir í því að fara alla leið þetta árið.
Fyrir leik
Þróttur Líkt og Breiðablik þá komu Þróttarar inn í bikarinn í 16 liða úrslitum og hafa þar að leiðandi aðeins spilað einn leik. Sá leikur var hins vegar ögn meira spennandi enda mættu Þróttarar þar ríkjandi Íslands og Bikarmeisturum Valsara, leiknum lauk með 2-1 sigri Þróttara þar sem Sæunn Björnsdóttir skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.
Fyrir leik
Breiðablik Leið Breiðabliks hingað í 8 liða úrslitin hefur ekki verið löng enda koma Bestu deildar liðin ekki inn í bikarinn fyrr en í 16 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Breiðablik hefur því bara spilað einn leik í Mjólkurbikarnum þetta árið en það var 7-0 sigur gegn Lengjudeildarliði Framara. Leikurinn í dag er til að mynda athyglisverður fyrir Andreu Rut Bjarnadóttir sem færði sig um set fyrir tímabilið og fór frá Þrótti yfir í Breiðablik.
Fyrir leik
Góða kvöldið! Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu úr Laugardalnum en hér fer fram leikur Þróttara og Breiðabliks í 8 liða úrslitum Mjólkurbikars Kvenna!
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('62)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir ('86)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('86)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('62)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('74)

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('74)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('86)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('86)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('62)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('62)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('54)
Toni Deion Pressley ('81)

Rauð spjöld: