Lengjudeild karla
Njarðvík

49'
3
0
0

Lengjudeild karla
ÍR

53'
1
2
2

Lengjudeild karla
Þróttur R.

52'
0
1
1

Lengjudeild karla
Völsungur

51'
0
2
2

Lengjudeild karla
Fjölnir

52'
0
1
1

Lengjudeild karla
Selfoss

53'
1
2
2


Augnablik
0
1
KR

0-1
Hildur Björg Kristjánsdóttir
'6
19.06.2023 - 19:15
Kópavogsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: 11 gráður og logn, geggjað fótboltaveður
Dómari: Natan Leó Arnarsson
Maður leiksins: Kristín Erla Ó Johnson
Kópavogsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: 11 gráður og logn, geggjað fótboltaveður
Dómari: Natan Leó Arnarsson
Maður leiksins: Kristín Erla Ó Johnson
Byrjunarlið:
Herdís Halla Guðbjartsdóttir
Edith Kristín Kristjánsdóttir
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
5. Bryndís Halla Gunnarsdóttir
9. Viktoría París Sabido
11. Díana Ásta Guðmundsdóttir
13. Sigrún Guðmundsdóttir
17. Líf Joostdóttir van Bemmel
19. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
19. Melkorka Kristín Jónsdóttir
('20)

22. Katla Guðmundsdóttir
('66)

Varamenn:
Signý Hekla Sigurðardóttir
4. Bryndís Gunnlaugsdóttir
6. Rakel Sigurðardóttir
7. Sara Rún Antonsdóttir
('20)

8. Sunna Kristín Gísladóttir
('66)

10. Emilía Lind Atladóttir
10. Hulda Sigrún Orradóttir
16. Birna Karen Kjartansdóttir
24. Ísabella Eiríksdóttir
Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Aron Óskar Þorleifsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR sækja sinn annan sigur í sumar og fara upp úr fallsæti, allavega tímabundið. Mjög leiðinlegur seinni hálfleikur en KRingar sigldu þessu heim og það nokkuð sanngjarnt.
90. mín
+1
Tinna með fyrirgjöf sem fer í gegn um allt og endar á Ólöfu sem nær skotinu en Herdís ver
Tinna með fyrirgjöf sem fer í gegn um allt og endar á Ólöfu sem nær skotinu en Herdís ver
88. mín
Augnablik mega eiga það að þær eru að leita að jöfnunarmarkinu en það gengur gríðarlega erfiðlega
86. mín
Jewel fær boltann frá Hildi við vítateigslínu og tekur góðan snúning. Skotið sem fylgir er ekki jafn gott hinsvegar af því að það er mjög langt yfir
82. mín
Augnablik fá aukaspyrnu úti hægra megin og hún er tekin inn í teiginn. Sé ekki hver nær skotinu en það er allavega þrususkot sem Bergljót ver vel
80. mín
Hildur virðist ætla að klára leikinn. Hún er allavega staðin upp og komin aftur inn á.
78. mín
Vilhjálmur hér með tilþrif leiksins líklega. Boltinn er að fara fram hjá honum og hann setur löppina upp og steindrepur boltann. Alltaf gaman að sjá þegar þjálfarar sýna gamla takta.
76. mín
Sunna er staðin upp en Hildur situr og þarf aðhlynningu, veit ekki betur en að hún sé tæp en hún fór meidd út í fyrri hálfleik í síðasta leik
76. mín
Sunna liggur eftir skrýtna tæklingu frá Veru.
Það virðist samt vera í lagi með hana.
Það virðist samt vera í lagi með hana.
72. mín
Jewel vinnur boltann af vörninni hjá Augnablik. Hún lýtur upp og Herdís er nokkuð langt út úr markinu þannig hún lætur bara vaða en hittir ekki markið
70. mín
Augnablik fá horn.
Spyrnan kemur inn á teiginn, beint á Sunnu, sem hitti hann illa og setur hann langt fram hjá
Spyrnan kemur inn á teiginn, beint á Sunnu, sem hitti hann illa og setur hann langt fram hjá
69. mín
Stöngin
Viktoría setur hann í stöngina. Þaðan berst hann til Lífar sem á annað skot sem Bergljót ver mjög vel. Líf nær öðru skoti en þá eru þrír varnarmenn búnar að stilla sér upp fyrir framan hana og þær koma boltanum frá
67. mín
Jewel kemur boltanum í netið eftir fína sókn en er flögguð rangstæð, mjög klaufalegt hjá henni
64. mín
Ásta að leika sér að eldinum og sólar menn í öftustu línu en kemst upp með það í þetta skiptið.
63. mín
Hildur tekur hornið út á Margréti sem á góða fyrirgjöf beint á ennið á Hafrúnu en hún hlýtur bara að hafa lokað augunum af því hún hittir ekki boltann.
62. mín
Ragnheiður pressar Söru alveg upp við endalínu sem verður til þess að Sara reynir sendingu til baka sem fer bara aftur fyrir
61. mín
KR eru að pressa hátt þessa stundina og eru að vinna boltann á góðum svæðum en ná þó ekki að nýta sér það
57. mín
Boltinn kemur inn í og fer beint á hausinn á Líf sem nær ekki að stýra honum á markið
56. mín
Líf notar reiðina til góðs og er sloppin ein í gegn en skotið er beint á Bergljótu. Þetta var líklega betra færi en Katla fékk áðan. Bergljót ver aftur fyrir þannig að þær fá þó horn
55. mín
Líf og Margrét eru að eigast við hérna og það endar með því að Líf hrindir Margréti frá sér. Hún hefði lítið getað sagt við því ef að Natan hefði gefið henni gult.
52. mín
Jewel kemur með fyrirgjöf frá vinstri. Fyrirgjöfin er á Ragnheiði en hún er í hnéhæð, sem er sjaldan líklegt til árangurs, þannig að hún nær ekki að stýra honum á markið
50. mín
Katla sleppur ein í gegn eftir sendingu frá Líf en skotið hennar er fram hjá. Líklega besta færi Augnabliks til þessa
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í nokkuð fjörugum leik hér í Kópavoginum. KR leiðir sanngjarnt 1-0 og hefðu hæglega getað skorað fleiri. Augnablik hins vegar hafa ekki skapað sér neitt sérstaklega hættuleg færi. Vonandi fáum við meira fjör í seinni.
45. mín
+2
Katla gerir vel og eltir Ástu uppi sem ætlar að reyna að láta boltann fara. Katla vinnur af henni boltann og kemur með fyrirgjöf en hún er of föst. Einhverjum í stúkunni fannst Katla hafa hrint Ástu full harkalega en við látum það liggja á milli hluta
Katla gerir vel og eltir Ástu uppi sem ætlar að reyna að láta boltann fara. Katla vinnur af henni boltann og kemur með fyrirgjöf en hún er of föst. Einhverjum í stúkunni fannst Katla hafa hrint Ástu full harkalega en við látum það liggja á milli hluta
45. mín
+1
Íris og Díana í baráttunni við endalínuna og Díana lætur boltann fara en dómarinn gefur merki um horn. Díönu fannst það ekkert sérstaklega fyndið og er alveg handviss um að þær eigi markspyrnu en það er víst ekki hún sem ræður því
Íris og Díana í baráttunni við endalínuna og Díana lætur boltann fara en dómarinn gefur merki um horn. Díönu fannst það ekkert sérstaklega fyndið og er alveg handviss um að þær eigi markspyrnu en það er víst ekki hún sem ræður því
43. mín
Íris með fína fyrirgjöf inn í. Verst að hún hittir ekki á samherja og Augnablik ná að hreinsa
37. mín
Stúkan er alveg að tryllast hérna yfir frammistöðu Natans og finnst KR vera að komast upp með fullmikið. Nú er það Viktoría sem þarf aðhlynningu. Sé ekki betur en að hún hafi fengið blóðnasir. Aron Óskar er að vinna fyrir kaupinu sínu hér í dag, ekki hægt að segja annað.
36. mín
Sigrún liggur eftir samstuð við Hildi. Held að hún hafi nú bara stigið á hana og geri ráð fyrir að hún haldi leik áfram
35. mín
Jewel með alveg allt, allt of fasta stungusendingu fyrir Írisi sem fer beinustu leið aftur fyrir.
Henni er ekki skemmt eftir þessi tilþrif hjá sjálfri sér.
Henni er ekki skemmt eftir þessi tilþrif hjá sjálfri sér.
33. mín
Aftur er Katla á ferðinni. Núna kemur hún inn í teig frá vinstri og lætur vaða en Bergljót ver vel. Það er svo einhver dans í teignum áður en KR ná að hreinsa boltann burt. Fyrstu færin hjá þeim grænklæddu frá því á fyrstu mínútunum held ég alveg örugglega
32. mín
Katla fær boltann með bakið í markið. Hún nær góðum snúning og hleður í skotið en það eru tveir varnarmenn KR sem komast fyrir það. Aftur berst boltinn svo til Kötlu en nú er Margrét mætt og vinnur af henni boltann.
30. mín
Núna kemur boltinn of utarlega í teiginn þar sem enginn var til að gera neitt við hann
29. mín
Þær fá færi úr horninu en skotið fer í varnarmann og afturfyrir hinum megin, annað horn.
Nú kemur boltinn inn á teiginn en Augnablik koma honum burt. KR vinnur hann aftur og halda áfram að sækja og enda á því að fá, jú, annað horn.
Nú kemur boltinn inn á teiginn en Augnablik koma honum burt. KR vinnur hann aftur og halda áfram að sækja og enda á því að fá, jú, annað horn.
29. mín
Augnablik aftur heppnar
Mikið klafs inn á teignum hjá Augnablik og KR ná allavega þrem skotum. Eitt ver Herdís vel og hin fara, sýndist mér af varnarmanni. Þær uppskera allavega horn.
27. mín
Góður bolti inn í frá Margréti en það er bara enginn nægilega gráðugur inn á teignum til að ráðast á hann þannig að hann fer í gegn um allan pakkann.
24. mín
Lítið að frétta þessa stundina. Liðin skiptast á að halda í boltann á milli teiganna en ná ekki að skapa sér neitt að viti
22. mín
Ragnheiður er komin í fína stöðu úti vinstra megin og setur hann fyrir en fyrirgjöfin er allt of föst og yfir alla
20. mín

Inn:Sara Rún Antonsdóttir (Augnablik)
Út:Melkorka Kristín Jónsdóttir (Augnablik)
Melkorka er búin í dag. Sá hreinlega ekki hvað gerðist
17. mín
Klaufagangur í vörn Augnabliks
Herdís setur boltann beint á Jewel sem tekur skotið en Herdís nær að bjarga því. Augnablik heppnar hérna síðustu mínútur að vera ekki búnar að fá á sig annað mark.
16. mín
Þvílík varsla
Jewel kemur með langan bolta fram völlinn sem Hildur eltir uppi. Hún leggur hann svo fyrir markið þar sem Ragnheiður er og setur hann á markið en Herdís ver vel.
15. mín
Hornið átti líklega að vera beint af æfingasvæðinu en Hildur og Kristín klaufar og það er fljótt að renna út í sandinn
11. mín
Katla fær boltann inn fyrir frá Líf og tekur Kristínu á en hún nær ekki að skapa almennilega hættu og KR ingar koma boltanum frá.
9. mín
Ragnheiður gerir mjög vel og fer framhjá tveimur varnarmönnum Augnabliks. Fyrirgjöfin kemur svo en hún er ekki jafn góð og tilþrifin og er of föst. KR ná boltanum svo aftur og það kemur fyrirgjöf á Regnheiði en hún er flögguð rangstæð
6. mín
MARK!

Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR)
Stoðsending: Hafrún Mist Guðmundsdóttir
Stoðsending: Hafrún Mist Guðmundsdóttir
Geggjað slútt hjá Hildi
Hafrún gerir vel og kemur boltanum fyrir markið. Hildur er á nær og setur hann, á einhvern ótrúlegan hátt, í fjærhornið fram hjá Herdísi.
4. mín
Dauðafæri
Augnablik fá fyrstu hornspyrnu leiksins sem verður til þess að Líf fær dauðafæri fyrir opnu marki. Boltinn kemur asnalega til hennar þannig hún hittir boltann ekki almennilega.
3. mín
Hafrún Mist með fína fyrirgjöf inn á teig Augnabliks en það er enginn þar til að taka við henni
Fyrir leik
Botnslagur
Þessa stundina eru þessi tvö lið í neðstu tveimur sætunum í deildinni. KR er á botninum með 3 stig og -25 í markatölu eftir 7 leiki og Augnablik er í 9. sæti með 4 stig og -17 í markatölu. Fram er með jafnmörg stig og Augnablik en hanga í 8. sætinu á betri markatölu
Fyrir leik
Dómarateymið
Dómarinn hér í dag er Natan Leó Arnarsson. Mennirnir með flöggin eru svo Jón Reynir Reynisson og Þórarinn Einar Engilbertsson
Fyrir leik
KR
Eins og Augnablik hafa KRingar verið að ströggla í sumar. KR fengu topplið Víkinga í heimsókn í síðustu umferð og töpuðu þar 5-0. Þar á undan fóru þær í Kórinn og spiluðu við HK en sá leikur endaði 6-1 fyrir HK.
Perry gerir tvær breytingar á liðinu sem byrjaði á móti Víkingum. Margrét Friðriksson og Hugrún Helgadóttir koma út og inn fyrir þær koma Hafrún Mist og Vera Emilia.
Perry gerir tvær breytingar á liðinu sem byrjaði á móti Víkingum. Margrét Friðriksson og Hugrún Helgadóttir koma út og inn fyrir þær koma Hafrún Mist og Vera Emilia.

Fyrir leik
Augnablik
Augnablik fór í sannkallaða fýluferð í síðustu umferð þegar þær heimsóttu Aftureldingu í Mosfellsbæinn og töpuðu 4-0. Þar á undan spiluðu þær við Fylki og töpuðu þeim leik 5-0.
Þjálfarateymi Augnabliks gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Aftureldingu. Út koma Emilía Lind og Bryndís Gunnlaugsdóttir og inn fyrir þær koma Sigrún og Líf.
Þjálfarateymi Augnabliks gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Aftureldingu. Út koma Emilía Lind og Bryndís Gunnlaugsdóttir og inn fyrir þær koma Sigrún og Líf.

Byrjunarlið:
1. Bergljót Júlíana Kristinsdóttir (m)
Hildur Björg Kristjánsdóttir
('90)


Ásta Kristinsdóttir
2. Kristín Erla Ó Johnson
7. Jewel Boland
9. Hafrún Mist Guðmundsdóttir
11. Margrét Selma Steingrímsdóttir (f)
12. Íris Grétarsdóttir
18. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
('73)

21. Vera Emilia Mattila
24. Eydís Helgadóttir
('60)
- Meðalaldur 19 ár

Varamenn:
23. Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir (m)
6. Jovana Milinkovic
13. Koldís María Eymundsdóttir
14. Tinna Dögg Þórðardóttir
('90)

15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir
('60)

19. Margrét Friðriksson
('73)

22. Fanney Rún Guðmundsdóttir
26. Hugrún Helgadóttir
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Perry John James Mclachlan (Þ)
Laufey Steinunn Kristinsdóttir
Vignir Snær Stefánsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Bergþór Snær Jónasson
Sigríður Erna Hafsteinsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: