Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
FH
4
0
Fram
Úlfur Ágúst Björnsson '5 , víti 1-0
Úlfur Ágúst Björnsson '15 2-0
Kjartan Kári Halldórsson '54 3-0
Kjartan Henry Finnbogason '88 4-0
23.06.2023  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Rignir vel og grasið blautt.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('77)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('85)
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('77)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('72)
22. Ástbjörn Þórðarson
26. Dani Hatakka
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('77)
34. Logi Hrafn Róbertsson
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('77)
10. Björn Daníel Sverrisson
25. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('85)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('77)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('72)
- Meðalaldur 28 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('50)
Finnur Orri Margeirsson ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Vilhjálmur flautar til leiksloka. Rosalega sannfærandi sigur FH gegn Fram og áhyggjuefnin halda áfram hjá Jón Sveinssyni þjálfara Fram.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín
Uppbótartíminn eru að lágmarki fjórar mínútur.
88. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Stoðsending: Vuk Oskar Dimitrijevic
MAAAAAAAAAAARK Vuk keyrir upp að endarlínu og rennir boltanum fyrir á Kjartan Henry sem kláraði í autt markið.

Rosalega auðvelt fyrir FHinga.

85. mín
Inn:Þorri Stefán Þorbjörnsson (FH) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
77. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
77. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Aron Jóhannsson (Fram)
77. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Fram) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
77. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
77. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (FH) Út:Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
77. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Finnur Orri Margeirsson (FH)
76. mín
Albert Hafsteins fær boltann upp hægri vænginn og boltinn af Óla Guðmunds og afturfyrir í hornsprynu sem verður ekkert úr.
74. mín
Vuk Oskar fær boltann fyrir utan teig og nær skoti en boltinn rétt framhjá.
72. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Davíð Snær Jóhannsson (FH)
71. mín
Hlynur Atli lyftir boltanum inn á Gumma Magg en Gummi flaggaður rangstæður.
70. mín
Kjartan Kári Fær boltann og keyrir inn á teig Fram og nær skoti en nær ekki að stýra boltanum í hornið og boltinn beint á Ólaf.
68. mín
Boltinn inn á teiginn á Úlf sem fellur en boltinn af Framara og rúllar afturfyrir og FH fær hornspyrnu.
67. mín
FHingar líklegri til að bæta við en Fram að minnka muninn eins og staðan er núna.
63. mín
Úlfur með fastan bolta inn á teiginn sem Brynjar Gauti skallar í burtu.
61. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
61. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
58. mín
DELPHIN MINN!! Klaufalegur varnarleikur hjá FH. Sýndist það vera Óli Guðmunds sem ætlaði að láta boltann fara útaf en Framari kemst í boltann og Delphin fær boltann við vítapunktinn að nær á einhvern ótrúlegan hátt ekki að skora.

Dauðaaaæfæriii
54. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Stoðsending: Davíð Snær Jóhannsson
ÞRIÐJA MARKIÐ! Davíð Snær fær boltann og keyrir í átt að marki Fram og leggur boltann til hliðar í hlaup á Kjartan Kára sem klárar að gríðarlegri yfirvegun.

3-0

52. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (FH)
Brýtur á Tryggva á miðjum velli.
50. mín
Tíðindi HK og Breiðablik eru að eigast við á sama tíma í Kórnum og eru HK 3-1 yfir en sá leikur hófst á sama tíma og þessi og þá eru Fylkismenn yfir í Keflavík.
50. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Togar Má Ægisson niður á miðjum velli.
46. mín
Úlfur með fyrirgjöf sem fer af Brynjari Gauta og í hornspyrnu.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Davíð Snær með fyrirgjöf sem Óli grípur.
45. mín
Davíð Snær fær langan bolta og reynir að skalla boltann fyrir Úlf en Framarar komast í boltann.
45. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma hér í Hafnarfirði.
41. mín
HÚHHIÐ TEKIÐ Skemmtilegt !
37. mín
Úlfur Ágúst fær boltann og leggur hann til hliðar á Kjartan Kára sem nær skoti en boltinn af Tiago og afturfyrir.
33. mín
Tiago með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH en boltinn í gegnum allan pakkann og rúllar útaf.
32. mín
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON!!! Hlynur Atli fær boltann og þræðir Aron Jóhannsson í gegn en Óli eltir hann uppi og nær að blokka skot Arons.

Frábær varnarleikur.
30. mín
Aron Jóhansson er staðin á lappir og leikurinn fer í gang aftur.
28. mín
Aron Jóhannsson fær högg og liggur inn á teig FH
27. mín
Adam Örn með frábæra skiptingu yfir á Magnús sem tekur boltann með sér inn á teiginn en Ástbjörn með góðan varnarleik.
24. mín
Tiago tekur spyrnuna inn á teiginn en Óli Guðmunds setur boltann í hornspyrnu.
23. mín
Fram fær aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan teig FH.
15. mín MARK!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
MAAAAAAAAAAAAAAAARK MIsheppnuð hreinsun Fram og boltinn beint á Finn Orra sem lyftir honum yfir varnamenn Fram og Úlfur Ágúst setur boltann yfir Óla í marki Fram sem reyndi að koma út á móti.

Vörn Fram lítur bara alls ekki vel út..

12. mín
Kjartan Kári fær boltann út til vinstri og á fyrirgjöf sem Hlynur Atli kemur í burtu. Kjartan fær boltann aftur og á aðra fyrirgjöf inn á teiginn og Brynjar Gauti skallar boltann afturfyrir.
11. mín
Ekkert að gerast hérna eftir markið. Bæði lið að eiga mikið af misheppnuðum sendingum þessa stundina og eiga erfitt með að tengja saman spil.
5. mín Mark úr víti!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
MAAAAAAAAAAARK!! Úlfur setur boltann örugglega framhjá Ólafi Íshólm

1-0!

4. mín
FH FÆR VÍTI!!!!!

Kjartan Kári keyrir af stað og leggur boltann inn á Davíð Snæ og Adam Örn brýtur á honum og Vilhjálmur bendir á punktinn.
3. mín
Úlfur Ágúst fær boltann og gerir vel með því að halda boltanum í leik. Leggur boltann út á Davíð Snæ sem á skot sem fer af varnamanni og boltinn dettur út á Harald Einar sem á skot en boltinn yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað Vilhjálmur Alvar flautar og Guðmundur Magnússon sparkar þessu í gang.
Fyrir leik
Júlli Magg spáir Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í Noregi og fyrrum fyrirliði Víkings, tók að sér það verkefni fyrir Fótbolta.net að spá í leiki umferðarinnar.

FH 2 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
XG-ið verður fáránlega hátt hjá báðum liðum.


Fyrir leik
Byrjunarliðin Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðanna.

Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á sínu liði frá jafnteflinu gegn Breiðablik í síðustu umferð. Haraldur Einar Ásgrímason kemur inn í liðið. Vuk Oskar Dimitrijevic fær sér sæti á bekknum. Jóhann Ægir Arnarsson kemur inn í hóp FH eftir að hafa tekið út leikbann í síðustu umferð og þá vekur athygli að Björn Daníel Sverrisson er á meðal varamanna hjá FH í kvöld.

Jón Sveinsson þjálfari Fram gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Víking Reykjavík í síðustu umferð. Guðmundur Magnússon og Magnús Þórðarson koma inn í liðið. Þórir Guðjónsson fær sér sæti á bekknum og Fred Saravia er utan hóps hjá Fram í kvöld.



Fred Saraiva er utan hóps hjá Fram í kvöld.
Staðreyndir í boði Unbroken
Fyrir leik
Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar leikinn hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Eysteinn Hrafnkelsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.



Vilhjálmur Alvar að störfum í Laugardalnum í kringum landsleikina tvo sem voru í vikunni.
Fyrir leik
Fram Fram situr fyrir leikinn í 9.sæti deildarinnar og er liðið í alvöru fallbaráttu eins og staðan er í dag. Liðið hefur aðeins fengið þrjú stig úr síðustu fimm lekjum liðsins og er liðið að fá alltaf mörg mörk á sig. Spurning hvort Jón Sveinsson og Ragnar Sigurðsson hafi nýtt landsleikjapásuna í að fara yfir varnarleik liðsins en Fram hefur fengið á sig flest mörk í deildinni í sumar.





Fyrir leik
FH taplausir á heimavelli FH hefur komið einhverjum á óvart í sumar en Heimir Guðjónsson hefur náð gríðarlega góðum úrslitum með þennan hóp hjá FH þrátt fyrir meiðsli lykilmanna.

FH hefur unnið fjóra leiki á heimavelli í sumar og gert eitt jafntefli. Lið situr fyrir leik kvöldsins í fjórða sæti deildarinnar með 18.stig.




Fyrir leik
Besta deildin snýr aftur Góðan og gleðilegan kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrika þar sem FH og Fram mætast í Bestu deild karla. Flautað verður til leiks klukkan 19:15.


Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('77)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('61)
7. Guðmundur Magnússon
7. Aron Jóhannsson ('77)
11. Magnús Þórðarson ('61)
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('77)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Orri Sigurjónsson ('77)
8. Albert Hafsteinsson ('61)
9. Þórir Guðjónsson ('77)
15. Breki Baldursson ('61)
20. Egill Otti Vilhjálmsson
22. Óskar Jónsson ('77)

Liðsstjórn:
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: