Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Þróttur R.
2
1
Grótta
0-1 Grímur Ingi Jakobsson '8
Hinrik Harðarson '76 1-1
Jorgen Pettersen '81 2-1
22.06.2023  -  19:15
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Logn og rigning
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 239
Maður leiksins: Baldur Hannes Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
Baldur Hannes Stefánsson
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
3. Stefán Þórður Stefánsson ('46)
5. Jorgen Pettersen
9. Hinrik Harðarson ('86)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
11. Ágúst Karel Magnússon
32. Aron Snær Ingason
33. Kostiantyn Pikul
99. Kostiantyn Iaroshenko ('92)

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
25. Óskar Sigþórsson (m)
6. Sam Hewson
6. Emil Skúli Einarsson ('46)
10. Ernest Slupski ('86)
17. Izaro Abella Sanchez
22. Kári Kristjánsson ('92)
28. Ólafur Fjalar Freysson

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Jorgen Pettersen ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ! Ótrúlega löngum uppbótartíma lokið og verðskuldaður sigur Þróttara staðreynd! Viðtöl og skýrlsa á leiðinni! Takk fyrir mig.
95. mín
Gróttumenn biðja um víti er Tómas fer auðveldlega niður í vítateig Þróttara. Aldrei víti fannst mér.
94. mín
Baldur Hannes er valinn Þróttari leiksins. Maður getur alveg tekið undir því, búinn að vera seigur í kvöld.
92. mín
Inn:Kári Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
91. mín
Tareq brýtur á sér eftir að það myndast mikið klafs inni á teig Þróttara
91. mín
Þróttarar hreinsa í innkast sem Patrik ætlar að kasta inn í!
90. mín
Inn:Ólafur Karel Eiríksson (Grótta) Út:Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
90. mín
Grótta fær hér horn í lokin!
89. mín
Iarshenko tekur aukapsyrnuna í makmannshornið sem Rafal ver í horn! Tími til að tímasóa býst ég við.
88. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Aukaspyrna! Þróttarar bruna upp í skyndisókn sem endar með því að Arnar Þór brýtur á Ágústi Karel alveg við D-bogann. Aukaspyrna á stórhættulegum stað!
87. mín
Grótta fær hér hornspyrnu!!!
86. mín
Inn:Ernest Slupski (Þróttur R.) Út:Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
Hann fær þá að koma inn á
85. mín
Þróttarar ná að hreinsa í innkast.
83. mín
Inn:Ívan Óli Santos (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Allir fram!!
83. mín
Grótta fær horn!
81. mín MARK!
Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
HVAÐ VAR RAFAL AÐ HUGSA?!?! HVAÐ ER Í GANGI?!

Arnar Þór tekur markspyrnu stutt á Rafal sem ætlar að senda fyrir markið á Tareq sýndist mér. Það endar með því að Jörgen kemst fyrir sendinguna og klárar færið við D-bogann. Frábær pressa hjá Jörgen og Þrótturum en galin sending á þessum tímapunkti á þessum stað hjá Rafal sem var búinn að vera mjög góður í kvöld.

Hvað ætlar Grótta að gera núna?!?!
78. mín
Kári og Ernest Slupski voru tilbúnir að koma inn á þegar Hinrik jafnaði en eftir jöfnunarmarkið þurfa þeir að fara aftur á spítuna. Þreytt.
76. mín MARK!
Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
Stoðsending: Aron Snær Ingason
HEIMAMENN JAFNA!!! Þetta lá í loftinu!!

Iarshenko gerir vel og vinnur boltann á miðjum vellinum og keyrir upp völlinn. Hann skilar honum út til hægri á Aron sem er með þrjá menn inni í vítateig Gróttu. Hann velur að nota Hinrik sem fær boltann við markmansteiginn og klárar af mjög stuttu færi. Hann virðist hafa traðkað eitthvað á Rafal því hann liggur niðri eftir markið.

Hvenrig svarar Grótta þessu?
74. mín
Iarshenko tekur aukaspyrnuna fyrir sem er geggjuð. Boltinn endar á enninu á Guðmundi en boltinn fer rétt framhjá.
73. mín Gult spjald: Patrik Orri Pétursson (Grótta)
Fær hér strax spjald eftir að hafa misst Ágúst fram fyrir sig.
72. mín
Patrik tekur langt innkast inn í sem endar með því að Hilmar Andrew fær boltann sem tekur skotið rétt framhjá. Grótta eru að vakna við sér.
71. mín
Enn og aftur kemur Grímur með geggjaða fyrirgjöf á fjærstöngina. Núna var það Pétur sem skallar í varnarmann og boltinn fer í innkast.
71. mín
Gabríel sækir hornspyrnu fyrir gestina!
68. mín
Grímur tekur geggjað horn á fjærstöngina á Arnar Þór sem rís manna hæðstur en skallinn fór rétt framhjá. Þarna átti fyrirliðinn að setja boltann í það minnsta á markið!
67. mín
Grótta að fá hornspyrnu!
66. mín
Þróttarar vilja hendi og víti. Sá ekki hvað gerðist en hrópin og köllin voru mjög hávær.
64. mín
Inn:Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
64. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grótta) Út:Aron Bjarki Jósepsson (Grótta)
64. mín
Inn:Patrik Orri Pétursson (Grótta) Út:Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta)
62. mín
Hinrik fær geggjaðan bolta í gegn frá að mér sýndist Aroni og nær ekki valdi á boltann. Hann var þarna einn á auðum sjó við vítapunktinn og á að gera betur þarna. Markið hjá Þrótturum liggur í loftinu!
58. mín
Þróttarar mun betri í þeim síðari! Aron Snær keyrir upp hægri kantinn og kemur með geggjaðan bolta fyrir á fjærstöngina þar sem Ágúst Karel er einn á auðum sjó. Ágúst tekur skotið sem fer rétt framhjá. Þróttarar mun líklegri þessa stundina og liggja á Gróttu!
56. mín
Línan hjá Gunnari í kvöld er mjög furðuleg vægast sagt.
54. mín
Grímur tekur hornið sem fer yfir allan pakkann og aftur fyrir í markspyrnu
53. mín
Grótta fær horn eftir að langskot hjá Grími fer í Aron og aftur fyrir
51. mín
Ekki mikið að frétta hér í upphafi síðari hálfleiks. Þróttarar ívið betri þó.
46. mín
Inn:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.) Út:Stefán Þórður Stefánsson (Þróttur R.)
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið í gang á ný!
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Gunnar í flautu sína og liðin ganga til búningsherbergja. Kaflaskiptur leikur en það er markið Grími Inga sem skilur liðin að. Tökum okkur pásu og sjáumst eftir korter.
45. mín
Eitthvað trix af æfingarsvæðinu. Allir hlaupa út um allt og Kristófer fær boltann og kemur með hann fyrir en Hinrik kemur hættunni frá.
45. mín Gult spjald: Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
Brýtur harkalega á Tómasi rétt fyrir utan vítateig Þróttara. Tómas þarf aðhlynningu en er kominn á lappir.
45. mín
Dauðafæri Gróttumenn spila frábærlega upp völlinn og leysa pressu Þróttara meistaralega. Tómas, maður leiksins til þessa, fær boltann á miðjum vellinum þar sem hann er einn á auðum sjó og keyrir upp völlinn. Hann finnur Arnar Núma til hægri og sendir hann einn í gegn. Arnar rennur eitthvað til og skýtur í varnarmann og aftur fyrir. Engin hornspyrna hinsvegar.
41. mín
Þróttarar rændir? Aron fær boltann í gegn frá Hinriki og er kominn einn í gegn á móti Rafal og kemur boltanum framhjá honum. Hinsvegar rétt áður en boltinn er á leiðinni í netið ákveður Guðmundur Axel að stela markinu og potar í boltann og í netið fór hann. Hinsvegar var hann fyrir innan að mati aðstoðardómarans. Eftir að hafa séð þetta aftur sýndist mér þetta vera rangt og markið hefði átt að standa.
34. mín
Frekar tíðindalitlar 10 mínútur. Mikið af brotum, sendingum og innköstum en lítið um opnanir. Grótta hefur verið að stýra leiknum þessar mínútur með því að halda vel í boltann.
30. mín
Byrjunarliðin Byrjunarlið Þróttar
4-3-3
Sveinn
Eiríkur - Pikul - Baldur - Stefán
Ágúst - Jörgen - Iaroshenko
Aron - Guðmundur - Hinrik

Byrjunarlið Gróttu
4-3-3
Rafal
Arnar Númi- Arnar Þór - Aron Bjarki- Gabríel
Tómas - Tareq - Kristófer
Grímur- Pétur - Arnþór
24. mín
Þróttarar sækja og sækja! Eiríkur fer illa með Gabríel Hrannar úti hægra meginn og kemur með glæsilega fyrirgjöf á Hinrik. Hinrik gerir vel og nær skallanum sem fer rétt yfir. Þróttarar hafa heilt yfir verið betri í kvöld.
22. mín
Núna eru þessar klassísku 20 mínútur liðnar og þá eiga línur að fara að skýrast.
20. mín
Geggjuð varsla! Hornið er tekið stutt á Hinrik sem kemur boltanum fyrir á Aron Snæ. Hann er einn á auðum sjó og tekur skotið á markið af stuttu færi en Rafal ver meistaralega! Frábær markvarsla!
19. mín
Aron Snær sækir hornspyrnu fyrir Þrótt
19. mín
Iarshenko með heiðarlega tilraun langt utan að teig sem fer hátt yfir.
15. mín
Eiríkur með ágæta fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Iarshenko er en hann skallar yfir.
8. mín MARK!
Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
Stoðsending: Tómas Johannessen
GESTIRNIR KOMNIR YFIR! Áfram heldur Þróttaravörnin áfram að gefa...

Tómas fær boltann á miðjum vallarhelmingi Þróttara og keyrir í átt að vítateig. Hann tapar boltanum og vinnur hann aftur en Þróttararnir eru allt annað en sáttir. Þeir vilja meina að hann hafi brotið á sér en Gunnar flautar ekki. Tómas er þá skyndilega kominn í vænlega stöðu fyrir utan vítateig Þróttara áður en hann rennur boltanum út til hægri á Grím sem klárar færið vel. Ekki varnarleikur upp á marga fiska hjá Þrótturum.

Þróttarar brjálaðir!
8. mín
Núna fær Grótta horn!
7. mín
Iarshenko tekur hornið sem er gott. Það myndast mikið klafs inni á vítateig Gróttu sem endar með skoti framhjá markinu hjá Hinriki.
7. mín
Þróttur að fá horn!
5. mín Gult spjald: Tareq Shihab (Grótta)
Brýtur harkalega á Aroni á miðjum vellinum. Mjög groddaraleg tækling en við fyrstu sýn fór hann fyrst í boltann. Þróttarar vilja annan lit á spjaldið.
3. mín
Kristófer vinnur boltann rétt fyrir utan vítateig Þróttara og tekur skotið sem á viðkomu í varnarmann. Skotið er hinsvear vel varið hjá Sveini Óla.
2. mín
Kristófer tekur spyrnuna sem fer djúpt inn á teig Gróttu en Sveinn Óli gerir vel og kýlir boltanum í burtu.
1. mín
Grótta fær aukaspyrnu á vænlegum stað fyrir fyrirgjöf eftir 30 sek!
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað! Gunnar flautar í flautu sína og þetta er komið í gang!
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Þá ganga liðin til vallar og gera sig klár í leikinn.
Fyrir leik
Leikurinn í beinni!
Þorsteinn Haukur Harðarson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Liðið hjá Þrótturum er óbreytt frá tapinu á Skaganum í seinustu viku. Grótta gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn Ægismönnum en Arnþór Páll, Tareq, Aron Bjarki og Grímur Ingi koma inn í liðið fyrir Aron Bjarka, Sigurð Steinar, Valtýr Má og Arnar Daníel.


Fyrir leik
Þetta fer að bresta á! Þá ganga liðin til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Gróttusigur? Markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra og fyrrverandi leikmaður Gróttu, Kjartan Kári, spáði í spilin fyrir komandi umferð í Lengjudeildinni.

Þróttur R. 1 - 3 Grótta (19:15 í kvöld)
„Þetta verður skemmtilegur leikur, mínir menn verða í stuði í dag. Grímur Ingi verður í gír í dag og skorar tvö og Pétur setur eitt í lokin.“

Fyrir leik
Sagði einhver jafntefli? Eftir að hafa gert þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sumarsins tókst Gróttu loks að vinna leiki. Það er hins vegar ekkert lið sem hefur gert jafn mikið af jafnteflum og Grótta, fjögur stykki. í seinasta leik vann Grótta sinn annan sigur í sumar. Þá unnu þeir 2-1 sigur gegn Ægismönnum. Grótta situr í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig eftir 7 umferðir. Þeir sigla vægast sagt lignan sjó en þrjú stig í kvöld væri mjög stórt fyrir Gróttu.


Fyrir leik
Þróttarar byrja ágætlega Nýliðarnir í Laugardalnum hafa byrjað mótið frekar vel. Eftir sjö umferðir eru þeir með sjö stig og sitja í áttunda sæti deildarinnar. Afturelding og Fjölnir eru einu liðin í deildinni sem hafa skorað fleiri mörk en Þróttur R. en ekkert lið hefur fengið eins mikið af mörkum á sig og Þróttarar í ár.

Þróttarar léku í seinustu umferð gegn ÍA. Eftir að hafa verið 3-1 yfir á Skaganum seinasta föstudag tókst þeim að tapa leiknum 6-3. Þetta hefur verið saga Þróttara í sumar. Markaflóð, en þannig viljum við hafa þetta!


Fyrir leik
Hörkuslagur í kvöld Heil og sæl ágætu lesendur og verið hjartanlega vekomin í þráðbeina textalýsingu frá AVIS vellinum í Laugardalnum þar sem Grótta heimsækir Þrótt R.
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Arnar Númi Gíslason
8. Tómas Johannessen
8. Tareq Shihab
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('64)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('83)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('64)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('64)
29. Grímur Ingi Jakobsson ('90)
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson ('64)
5. Patrik Orri Pétursson ('64)
6. Ólafur Karel Eiríksson ('90)
11. Sigurður Steinar Björnsson
21. Hilmar Andrew McShane ('64)
22. Kristófer Melsted

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Ívan Óli Santos
Gareth Thomas Owen
Viktor Steinn Bonometti

Gul spjöld:
Tareq Shihab ('5)
Patrik Orri Pétursson ('73)
Arnar Þór Helgason ('88)

Rauð spjöld: