![Powerade](https://www.fotbolti.net/images/POW_banner_150x120px.jpg)
Manchester United vill fá varnarmann Barcelona og hefur einnig áhuga á sóknarmanni Ipswich. Þetta og fleira í slúðurpakkanum í boði Powerade.
Manchester United er tilbúið að leggja fram 33,3 milljóna punda tilboð í spænska vinstri bakvörðinn Alejandro Balde (21) hjá Barcelona í sumar. (El Nacional)
Newcastle ætlar að skáka Barcelona og Real Madrid í baráttu um kantmanninn Antonio Cordero (18) en samningur hans við Malaga rennur út í sumar. (Mail)
Newcastle undirbýr 40 milljóna evra sumartilboð í belgíska framherjann Johan Bakayoko (21) hjá PSV Eindhoven. (Tuttosport)
Manchester United og Chelsea hafa áhuga á Liam Delap (22), framherja Ipswich. (Football Insider)
Chelsea hefur einnig áhuga á Roony Bardghji (19), sænskum kantmanni FC Kaupmannahafnar. (TBR)
Chelsea fylgist með Dario Essugo (19), portúgölskum miðjumanni Sporting Lissabon sem er á láni hjá Las Palmas. (Fabrizio Romano)
Chelsea hefur einnig áhuga á Dean Huijsen (19), spænskum varnarmanni sem fæddist í Hollandi og spilar fyrir Bournemouth. (Teamtalk)
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur verið sagt að hann verði að ákveða fyrir maí hvort hann sé tilbúinn að taka við landsliðsþjálfari Brasilíu. (OK Dario)
Manchester United vill fá Mikel Gonzalez, íþróttastjóra Athletic Bilbao, til að taka við starfi yfirmanns fótboltamála af Dan Ashworth sem var látinn fara Old Trafford. (El Chiringuito)
Arsenal býst við því að fá Joan Garcia (23), spænskan markvörð Espanyol, í sumar. (Football Insider)
Fiorentina íhugar að bjóða Moise Kean (24) nýjan samning sem inniheldur riftunarákvæði. Tottenham, Arsenal og fleiri ensk félög hafa sýnt framherjanum áhuga. (Corriere dello Sport)
Athugasemdir