Leik lokið!
ÞVÍLÍKT MIKILVÆGUR SIGUR HJÁ FRAM!
98. mín
RÉTT YFIR!!!
Eyþór Wöhler með skot fyrir utan teig rétt yfir.
97. mín
Klukkan tifar!!!
Það er nú eða aldrei fyrir HK.
96. mín
HK hefur ekkert náð að ógna í uppbótartímanum.
94. mín
Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
Sparkaði boltanum í burtu þegar HK átti aukaspyrnu.
93. mín
Fam fær hornspyrnu. Leikurinn stopp því Atli Arnarson liggur á vellinum og þarf aðhlynningu.
92. mín
Gult spjald: Marciano Aziz (HK)
91. mín
Þvaga og stympingar milli manna. Leikmaður Fram liggur á vellinum.
91. mín
Gummi Magg fór niður í teignum en engin vítaspyrna dæmd.
91. mín
Að minnsta kosti 7 mínútur í uppbótartíma!!!
Nægur tími fyrir HK!
90. mín
Síðasta mínútan í venjulegum leiktíma
87. mín
MARK!Ahmad Faqa (HK)
Stoðsending: Marciano Aziz
SPENNAAA!!!!!!!
Ahmad skallar inn eftir hornspyrnu! Tshiembe reynir að bjarga á línu en boltinn var farinn inn. Aðstoðardómarinn Kristján Már Ólafs metur að boltinn hafi verið kominn inn og ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér þar.
87. mín
HK fær horn. Þurfa sárlega á marki að halda til að eiga von.
86. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram)
Út:Fred Saraiva (Fram)
86. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram)
Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
Brynjar þarf að fara af velli eftir áreksturinn.
84. mín
Örvar og Brynjar Gauti lentu í harkalegum árekstri. Brynjar fór verr út úr honum.
82. mín
Áhorfendavaktin
725
81. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram)
Út:Orri Sigurjónsson (Fram)
79. mín
HK NÆSTUM BÚIÐ AÐ MINNKA MUNINN
Örvar með skalla rétt framhjá!
77. mín
Tiago með skot en hittir ekki á rammann.
75. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK)
Út:Ívar Örn Jónsson (HK)
75. mín
Inn:Marciano Aziz (HK)
Út:Ívar Orri Gissurarson (HK)
73. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
72. mín
Fred í dauðafæri en virðist missa jafnvægið rétt áður en hann lætur skotið vaða! Ahmad Faqa truflaði hann.
71. mín
Ívar Orri með skot en auðvelt verk fyrir Óla Íshólm að grípa.
71. mín
Gult spjald: Sandor Matus (HK)
Menn telja að markmannsþjálfari HK hafi fengið spjaldið sem fór á bekkinn áðan.
71. mín
FRAM SVOOO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA SITT FJÓRÐA MARK!
Gummi Magg setur boltann naumlega framhjá!
70. mín
Aron Jó kraftmikill og sækir í átt að marki HK, lætur vaða af löngu færi en skotið yfir.
68. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (HK)
Út:Hassan Jalloh (HK)
65. mín
Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
Sigurður Hjörtur gaf svo spjald á HK bekkinn áðan, á hvern veit ég ekki.
62. mín
MARK!Orri Sigurjónsson (Fram)
RUGLAÐ MARK! VINDURINN GREIP ÞENNAN BOLTA!
Orri alveg við hliðarlínuna, hefur væntanlega ætlað að reyna fyrirgjöf en boltinn flýgur inn í markið!
59. mín
Já Adam var víst ekki lengi í Paradís heyrir maður. Framarar ekki lengi að ná forystunni aftur. Það er komið meira líf í leikinn og meira líf í stúkuna samhliða því.
56. mín
MARK!Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
FRAM SVARAR STRAX AFTUR!!!!!
AFLEITUR varnarleikur hjá HK!
Tiago með fyrirgjöf inn í teiginn og Gummi Magg skallar boltann óáreittur inn. Nóg af varnarmönnum HK í kring en enginn þeirra fór í Gumma. Ótrúlegt!
55. mín
MARK!Atli Hrafn Andrason (HK)
Stoðsending: Hassan Jalloh
HK JAFNAR!!!
Fyrirgjöf flaug yfir varnarmenn Fram og lenti á Jalloh sem vippaði fyrir og Atli Hrafn stýrði boltanum laglega með skalla í hornið.
52. mín
Ívar Orri vinnur hornspyrnu fyrir HK. Ívar Örn með spyrnuna. Boltinn fer yfir Birki Val sem reyndi að skalla hann.
50. mín
Fred vinnur hornspyrnu fyrir Fram. Eftir hornið á Aron Jó skot í varnarmann og Albert Hafsteins svo skot langt framhjá.
48. mín
Allt komið á fulla ferð aftur.
47. mín
Leikurinn stopp því leikmaður Fram þarf aðhlynningu. Orri Sigurjóns sýnist mér.
46. mín
Örvar Eggertsson tekur á rás, kemst inn í teiginn og fer auðveldlega niður. Þetta var aldrei vítaspyrna þrátt fyrir einhver köll úr stúkunni.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hér líður Fram best
Framarar hafa sótt 10 af 11 stigum sínum til þessa hér í Dal draumanna. Ef þeir klára þetta verða 13 stig af 14 sótt á heimavelli.
Jæja liðin skokka út fyrir seinni hálfleikinn...
45. mín
Fred skoraði eina markið í fyrri hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Fram leiðir í hálfleik
Stjarnan er komin niður í fallsæti, allavega eins og stendur.
Rétt fyrir hálfleikinn átti HK fyrirgjöf, Óli Íshólm rann til í teignum en náði að handsama boltann. Jafn og spennandi leikur en það eru Framarar sem fara glaðir til búningsklefa.
44. mín
Góður gír í Frömurum núna og þeir búa til alls konar vandræði fyrir HK.
42. mín
Tiago með fyrirgjöf og Arnar markvörðu HK og Brynjar Gauti varnarmaður Fram skella saman í baráttunni um boltann.
41. mín
Fram í hættulegri sókn en Birkir Valur kemur boltanum í horn!
39. mín
Mark úr víti!Fred Saraiva (Fram)
SKORAR AF MIKLU ÖRYGGI!
Setur boltann niðri í hornið en Arnar Freyr ætlaði í hitt hornið en hætti við.
Fram er komið yfir!
38. mín
FRAM FÆR VÍTI! HENDI!
Tiago með fyrirgjöf, hendi á Ahmad Faqa! Sýndist þetta vera hárréttur dómur, hefði allavega sjálfur dæmt víti héðan úr fréttamannastúkunni. Klaufalegt hjá varnarmanni HK.
38. mín
Óli Íshólm grípur aukaspyrnu Aukaspyrnu-Ívars auðveldlega. Æfingabolti.
37. mín
HK fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri... gætu reyndar reynt skotið. Hafa verið í því í þessum fyrri hálfleik.
35. mín
Fram með langa sendingu fram en Arnar Freyr markvörður HK vel á tánum í markinu, kemur út úr teignum og tekur við boltanum.
34. mín
Kíkti aðeins í VIPpið meðan rólegt var í leiknum. Fékk þær upplýsingar að Már Ægisson er ekki í leikmannahópnum í kvöld þar sem hann er veikur. Hlynur Atli fyrirliði er að spila út úr stöðu í vinstri bakverði í hans fjarveru.
Annars var aðalumræðuefnið í VIPpinu hvað Toggi ljósmyndari sé óvenju glæsilegur í dag. Það er hægt að taka undir það.
29. mín
Fred skýtur yfir
Kom eftir hornspyrnu, tóku hornið ekki stutt núna.
28. mín
ALBERT Í HÖRKUFÆRI!
Var óvænt kominn í mjög gott færi í teignum en of lengi að átta sig á því og HK nær að koma hættunni frá.
28. mín
Fram fékk aðra hornspyrnu og tók hana stutt. Ekkert kom úr henni. Þessar stuttu hornspyrnur Framara engu að skila.
26. mín
AAAAATLIII!
Atli Arnarson með skot sem breytir um stefnu af varnarmanni og fer naumlega framhjá. HK-ingar líklegri í þessum leik.
25. mín
Aukaspyrnu-Íva skotglaður
Aukaspyrnu-Ívar er skotglaður og vill nýta vindinn. Skýtur úr öllum aukaspynum sama hvar þær eru á vellinum. Var að setja eitt skot yfir núna.
24. mín
Tiago reynir stungusendingu en varnarmaður HK nær að komast fyrir.
22. mín
Ívar með marktilraun að marki Fram, boltinn tók dágóðan sveig framhjá markinu.
20. mín
Ívar Örn með fasta sendingu ætlaða Örvari sem var á hlaupum, Örvar er afskaplega snöggur en hann á ekki möguleika í þennan bolta sem endar afturfyrir endamörk.
Nóg að gera hjá Framaranum Stefáni Pálssyni
16. mín
Delphin kjötar Atla Hrafn niður í teignum. Sterkari.
15. mín
Ákaflega gæðalítill leikur fram til þessa. Þar spila veðuraðstæður svo sannarlega stóran þátt.
Fred með fyrirgjöf, Albert Hafsteins með skalla en Arnar Freyr handsamar boltann.
13. mín
Fram fékk horn, spilaði stutt úr hornspyrnunni en ekkert kom úr því.
11. mín
Ágætis hornspyrna frá HK en enginn nær að koma sér í boltann.
10. mín
Jalloh með skot sem fer af varnarmanni og Fram bjargar í horn.
10. mín
Ég var að fá þær upplýsingar að Jón Sigurðsson, aka500kallinn sem gerði garðinn frægan í Idolinu á árum áður, sé í stúkunni. Mikill Framari.
9. mín
Jalloh reynir að brjóta sér leið í gegnum vörn Fram en Brynjar Gauti eins og klettur og kemur boltanum í burtu.
6. mín
Rokið hefur haft áhrif á upphafsmínútur leiksins og mun halda áfram að hafa áhrif. Þegar Fram reynir háan bolta fram þá stöðvast knötturinn hreinlega í loftinu.
5. mín
Ívar Örn reynir að nýta meðvindinn og lætur vaða úr aukaspyrnu af löngu færi en talsvert frá því að hitta rammann.
3. mín
Óbreytt HK-lið
Arnar Freyr
Birkir Valur - Ahmad Faqa - Leifur Andri - Ívar Örn
Ívar Orri - Atli - Arnþór Ari Atlason
Hassan Jalloh - Atli Hrafn - Örvar
2. mín
Hlynur Atli í vinstri bakverði hjá Fram
Ólafur Íshólm
Adam - Delphin - Brynjar Gauti - Hlynur Atli
Orri - Aron
Fred - Albert - Tiago
Gummi Magg
1. mín
Leikur hafinn
Gummi Magg tók upphafsspyrnuna
Fram sækir í átt að sundlauginni nýju sem Dagur B. Eggertsson vígði.
Fyrir leik
HK með vindi í fyrri hálfleik
Liðin eru mætt út á völl, búið að spila Bestu deildarstefið og liðin að peppa sig upp í leikinn. HK mun spila með vindinum í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Fram í fallsæti þegar flautað verður til leiks
Búið að flauta af í Vestmannaeyjum og þar vann ÍBV 2-0 sigur.
Fyrir leik
Góðmennt í VIPpinu
Borðin drekkhlaðin af kræsingum í VIP-salnum við hlið fréttamannastúkunnar. Borgarar, bjór, rautt... stuðningsmenn Fram vonast eftir hagstæðum úrslitum í kvöld en eins og staðan er núna þá er Fram í fallsæti!
Fyrir leik
Það er stuð í Eyjum þar sem ÍBV er að
vinna 2-0 sigur gegn KA. Eyjamenn tíu eftir að rautt spjald fór á loft á Richard King.
Fyrir leik
Sumarrok
Það blæs þokkalega á annað markið, blæs inn dalinn. Það sást vel á vökvunarkerfinu en vatninu gekk afskaplega erfiðlega að dreifa sér á rétta staði.
Fyrir leik
Ómar breytir ekki sigurliði
HK er með sama byrjunarlið og vann Breiðablik með glæsibrag í síðustu umferð.
Fyrir leik
Fred kemur inn í byrjunarlið Fram
Þrjár breytingar á liði Fram frá 4-0 tapi gegn FH. Orri Sigurjónsson, Albert Hafsteinsson og Fred Saraiva koma inn í byrjunarliðið. Tryggvi Snær Geirsson, Magnús Þórðarson og Már Ægisson fara út.
Fyrir leik
Fáum við sex marka leik?
Arnór Gauti Ragnarsson, sóknarmaður Aftureldingar, spáir markaleik
Fram 3 - 3 HK (í kvöld 19:15)
Verður skemmtilegur leikur, Mosfellingurinn Eyþór PBT Wöhler verður á eldi í þessum leik en masterklass frá Ragga Sig nær í punkt á heimavelli.
Fyrir leik
Jafntefli þegar liðin mættust í Kórnum
Jafntefli 1-1 varð niðurstaðan þegar Fram og HK áttust við í Kórnum í 2. umferð. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 55. mínútu en Örvar Eggertsson jafnaði tveimur mínútum síðar og fleiri urðu mörkin ekki.
Örvar er kominn með sex mörk í sumar.
Fyrir leik
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómarar: Kristján Már Ólafs og Patrik Freyr Guðmundsson.
Fjórði dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson.
Fyrir leik
Fram í vandræðum
Jón Sveinsson og hans menn í Fram hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum og varnarleikurinn verið afskaplega dapur. Liðið er einu stigi fyrir ofan fallsæti og með markatöluna 22:30, ekkert lið hefur fengið fleiri mörk á sig í deildinni. Í síðustu umferð tapaði liðið 4-0 gegn FH.
„Við vorum kannski ekki nógu vel undirbúnir. Það sem mér fannst fyrst og fremst FH vera öflugri en við í vinnslu og baráttu, gífurlega sterkt og kröftugt lið og ef þú ert ekki tilbúinn í það á móti þeim að þá fer bara illa eins og gerði svo sannarlega hjá okkur í dag," sagði Jón þjálfari Fram eftir síðasta leik en hann sagði sig sjálfan hafa gert mistök í undirbúningnum.
Fyrir leik
HK fór hamförum í síðasta leik
Ómar Ingi Guðmundsson og lærisveinar hans í HK eru sem stendur í sjötta sætinu, í efri helmingnum. Þeir eru kampakátir eftir að hafa stöðvað taphrinu með glæsibrag í síðasta leik og unnið erkifjendur sína í Breiðabliki 5-2! Hreint mögnuð frammistaða hjá HK-ingum en Arnþór Ari Atlason var valinn maður leiksins. Hann og Leifur Andri Leifsson voru í liði umferðarinnar og Ómar var þjálfari umferðarinnar.
„Við nátturlega vinnum þá í fyrstu umferðinni líka þá vissum við alveg að þeir voru ekki sáttir með það þannig ég er bara ógeðslega ánægður með attitute-ið og mentality-ið í liðinu mínu en það er lykilatriði að við séum klárir í leiðindar skítavinnu líka á móti öðrum liðum," sagði Ómar eftir sigurinn gegn Blikum.
Fyrir leik
Velkomin í Úlfarsárdalinn!
Hér mætast Fram og HK í 13. umferð Bestu deildarinnar í Dal draumanna. Ég vonast eftir skemmtilegum leik eins og er oftast raunin þegar spilað er á þessum velli.