Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
5
0
Buducnost
Viktor Karl Einarsson '5 1-0
Stefán Ingi Sigurðarson '22 2-0
Gísli Eyjólfsson '28 3-0
Höskuldur Gunnlaugsson '33 4-0
Jason Daði Svanþórsson '74 5-0
Miomir Djurickovic '92
30.06.2023  -  19:00
Kópavogsvöllur
Umspil fyrir Meistaradeildina
Aðstæður: Skýjað, 12 gráður, 5 m/s
Dómari: Krzysztof Jakubik (Pólland)
Áhorfendur: 845
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('81)
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('71)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('71)
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('75)
30. Andri Rafn Yeoman ('71)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Alex Freyr Elísson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('81)
14. Jason Daði Svanþórsson ('71)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson ('71)
20. Klæmint Olsen ('75)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('71)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Til hamingju Blikar! Shamrock Rovers í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar bíður í næsta mánuði. Blikar virkilega flottir í kvöld en þetta Budnucost lið lélegra en margir bjuggust við.
92. mín Rautt spjald: Miomir Djurickovic (Buducnost)
Fær sitt annað gula og þar með rautt.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 2 mínútur.
89. mín
Ágúst Hlyns með skot yfir markið.
88. mín
Jason Daði leikur listir sínar og vinnur horn.
87. mín
Buducnost með skot beint á Anton.
84. mín
Áhorfendavaktin: 845
81. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
81. mín
Jason Daði með skot framhjá efti góða sókn, fékk sendingu frá Ágústi.
80. mín Gult spjald: Miomir Djurickovic (Buducnost)
77. mín
Inn:Vladimir Perisic (Buducnost) Út:Petar Grbic (Buducnost)
75. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Heiðursskipting Stefán Ingi kyssir merkið þegar hann gengur af velli og fær svo gott faðmlag frá Óskari. Kveðjuleikur hans í kvöld. Stúkan stendur á fætur og klappar.

Fótbolti.net óskar Stefáni alls hins besta í Belgíu.
74. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
KEMUR INN AF BEKKNUM AF KRAFTI! Zvonko Ceklic gefur þetta mark algjörlega, hvað var maðurinn að spá???

Jason skyndilega einn á móti markverði og klárar vel.
71. mín
Inn:Marko Mrvaljevic (Buducnost) Út:Balsa Sekulic (Buducnost)
71. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
71. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
71. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
70. mín
Óskar Hrafn að fara að negla í eina þrefalda
65. mín Gult spjald: Luka Mirkovic (Buducnost)
Blikar fá aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
64. mín
Sekulic með skot hátt yfir Lét vaða af löngu færi.
63. mín
Blikar enn með öll völd Eiga þennan leik með húð og hári.
59. mín
ER ÞETTA EKKI VÍTI??? Stefán Ingi með skot sem Damjan Dakic ver með hendi á línu sýnist mér! Dómarinn dæmir ekki víti! Ekki heldur eftir VAR skoðun.
58. mín
VIKTOR KARL Í DAUÐAFÆRI! Hann nær að verja þetta.
54. mín
Alfreð Finnboga í stúkunni

Sjáum hér gamla og góða mynd af honum fagna marki fyrir Breiðablik! Skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Lyngby sem er mikið ánægjuefni.
51. mín
Einhverjir Blikar farnir að panta sér ferð til Írlands fyrir viðureignina gegn Shamrock Rovers heyrir maður. Hanna Símonardóttir er væntanlega inná Dohop í þessum skrifuðu orðum.
46. mín
Inn:Ognjen Gasevic (Buducnost) Út:Ivan Novocic (Buducnost)
46. mín
Inn:Milos Brnovic (Buducnost) Út:Vasilije Adzic (Buducnost)
46. mín
Inn:Luka Mirkovic (Buducnost) Út:Marko Pavlovski (Buducnost)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Buducnost gerði þrefalda skiptingu í hálfleik.
45. mín
Létt yfir fólki í VIPpinu í hálfleik Flosi formaður vildi þó ekki byrja að fagna strax. Pjetur hjá KSÍ fékk sér vængi og yfirmenn fótboltamála ræddu saman; Jörundur Áki og Óli Kristjáns. Þorði ekki að trufla þær samræður.
45. mín
Hálfleikur
Blikar verið virkilega góðir Hrós á Kópavogsliðið, þó vissulega sé þetta Buducnost lið ekki búið að gera neinar einustu rósir.
45. mín
Að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Einhverjir á leið í Græna herbergið til að væta kverkarnar í hálfleik.
45. mín
Aukaspyrna frá Buducnost sem flýgur framhjá markinu.
Gaupinn með innlegg
41. mín
Oliver Sigurjónsson með skot Vel yfir markið.
38. mín
Breiðablik að sýna það skýrt að við eigum svo sannarlega ekki heima í þessu umspilsdæmi. Sem betur fer erum við laus við þessa keppni á næsta ári.
35. mín
Brandaravörn Buducnost liðið er ekki eðlilega klaufalegt í varnartilburðum sínum. Þetta er kómískt hreinlega.
33. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Stefán Ingi Sigurðarson
ÞEIR ERU AÐ NIÐURLÆGJA ÞÁ!!!! Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson skorar.

Stefán Ingi með sendinguna, Ceklic missir af boltanum og Höski skorar með þéttingsföstu skoti.

VEL GERT BLIKAR!
32. mín
Gísli Eyjólfs skoraði þetta 'mikilvæga' þriðja mark
28. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
STÖNGIN INN! FRÁBÆR SPYRNA! HRIKALEGUR varnarleikur Djurikovic, er eitthvað að dóla með boltann og missir hann frá sér. Gísli segir bara takk og skorar með laglegum snúningi.
27. mín
Viktor karl kom Breiðabliki á bragðið
25. mín
Blikar verið með mikla yfirburði Ættu að sigla sigrinum örugglega í hús miðað við hvernig leikurinn hefur verið. Varnarleikur Buducnost alls ekkert sannfærandi og þeir grænu hafa gert vel.
22. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
MARK Í KVEÐJULEIKNUM!!!! Gísli Eyjólfs með sendingu á Stefán, Ignjatovic í vörn Buducnost með skelfileg mistök og missir boltann framhjá sér, í gegnum klofið. Boltinn berst á Stefán sem klárar með bravör.

Gísli var byrjaður að bölva slakri sendingu en hún reyndist á endanum verða stoðsending!
21. mín
Varnarmaður Buducnost hittir ekki boltann þegar hann ætlar að sparka einum löngum frá. Var ekki undir nokkurri pressu. Ekki eðlilega klunnalegt.
19. mín
Buducnost í hörkufæri!!! Anton ver Blikar hafa verið töluvert betra liðið en skyndilega fékk Buducnost mjööög gott færi. Sekulic í færinu en Anton Ari gerði vel og lokaði. Anton spilar aldrei betur en í Evrópuleikjum.
16. mín
Ejub mættur í stúkuna Ejub Purisevic er mættur að fylgjast með gangi mála. Rándýrt. Fær sér sæti við hlið Kidda Jak.
14. mín
Höskuldur með fyrirgjöf sem Ceklic nær að hreinsa frá.
12. mín
Buducnost með skot sem dempast af varnarmanni og fer beint í fangið á Antoni.
9. mín
VÍTADÓMURINN ER TEKINN TIL BAKA! í endursýningu sést að leikmaður Buducnost náði að reka tá í boltann.
9. mín
Eða er þetta kannski ekki víti? Dómarinn fer í VAR skjáinn og skoðar þetta betur.
8. mín
BLIKAR FÁ VÍTASPYRNU! Gisli Eyjólfsson felldur í teignum, klaufalega brotið hjá Buducnost!!!
5. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
EKKI LENGI AÐ ÞESSU!!!! Kristinn með hárnákvæma sendingu á Viktor Karl sem er skyndilega kominn í afbragðsstöðu og klárar listilega vel með skoti í hornið.

VAR skoðaði mögulega rangstöðu en þetta var í fullkomnu lagi.

Óskabyrjun Blika!
2. mín
Kiddi Steindórs fölsk nía - Höskuldur á miðsvæðinu Anton
Arnór - Damir - Viktor Örn - Andri
Oliver
Höskuldur - Gísli
Viktor Karl - Kristinn - Stefán
1. mín
Leikurinn er hafinn Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Herra hnetusmjör á fóninum Liðin ganga út á völlinn. Í kvöld er ég harður stuðningsmaður Breiðabliks og textalýsingin gæti litast af því.
Fyrir leik
Nablinn spáir 3-1

Mikið stuð í fréttamannastúkunni. Hér má finna Nablann sjálfan, Andra Má Eggertsson frá Sýn. Hann spáir 3-1 sigri Breiðabliks. Young Glacier, Jökull Þorkelsson úr Hádegismóum, spáir dramatískum 2-1 sigri Blika eftir framlengingu.

Þeir Blikar sem ég hef hitt hérna virka frekar hræddir við þennan leik. Liðið ekki verið mjög sannfærandi í Bestu deildinni og sú tilfinning kannski skiljanleg að vissu leyti.

Lesendur eru bjartsýnir fyrir hönd Breiðabliks:

Fyrir leik
Ungstirni hjá gestunum

Okkar allra besti Arnar Laufdal, sem textalýsti leik Blika á þriðjudaginn, er því miður ekki á Kópavogsvelli í kvöld þar sem hann verður í eldlínunni með Augnabliki gegn Hvíta Riddaranum í 3. deildinni á eftir.

Dalurinn getur því ekki horft á svartfellska ungstirnið Vasilije Adzic (í treyju númer 45) sem er 17 ára og hefur spilað fyrir yngri landslið Svartfellinga. Leikmaður með góða tækni og varð í fyrra yngsti markaskorari í sögu Buducnost.

Fyrir leik
Rignir á menn í upphitun Það rignir hressilega á leikmenn beggja liða sem eru mættir út í upphitun. Svona er sumarið!
Fyrir leik
Kveðjuleikur Stefáns Inga Sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson leikur síðasta leik sinn fyrir Breiðablik, í bili allavega. Hann er að ganga í raðir Patro Eisden í belgísku B-deildinni. Hann er í byrjunarliðinu.

Fyrir leik
Fimm breytingar á byrjunarliði Breiðabliks Blikar gera fimm breytingar frá undanúrslitunum.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kristinn Steindórsson, Viktor Örn Margeirsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Andri Rafn Yeoman koma inn í byrjunarliðið.

Alexander Helgi Sigurðarson, Klæmint Olsen, Ágúst Eðvald Hlynsson, Davíð Ingvarsson og Oliver Stefánsson fara út.
Viðtal við Viktor Karl
Fyrir leik
Ef Breiðablik vinnur leikinn... ...mun liðið mæta írsku meisturunum í Shamrock Rovers frá Írlandi í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikið er heima og að heiman í júlí. Sigur þar og Breiðablik er komið í einvígi gegn FC Kaupmannahöfn.

Ef Breiðablik hinsvegar tapar í þessum úrslitaleik umspilsins þá mun liðið mæta Zalgiris Vilnius frá Litáen eða Struga frá Norður-Makedóníu í Sambandsdeildinni.
Fyrir leik
„Ég veit ekki hvað þú ert að tala um!"

Eftir viðureign liðanna í Kópavogi í fyrra urðu mikil læti en Svartfellingarnir hópuðust þá að Damir Muminovic leikmanni Breiðabliks. Damir segist búast við svipuðum látum og í fyrra.

„Ég held að búast megi við svipuðum leik og þegar við mættum þeim í fyrra. Þeir eru með breytt lið frá síðasta ári. Það er meira kjöt, það eru meiri vélmenni í liðinu hjá þeim og þeir eru orðnir sterkari og fljótari. Ég held að það verði hörkuleikur og það er tilhlökkun," segir Damir.

Hann var spurður að því hvort hann ætlaði að vera í sama æsingi og í fyrra? „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um," svaraði Damir brosandi.
Fyrir leik
Óskar Hrafn: Þeir telja sig eflaust eiga harma að hefna

„Ég held að það megi bara búast við hörkuleik, mikilli stemningu og mikilli ástríðu," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um komandi leik á föstudag.

„Þeir telja sig eflaust eiga harma að hefna, við ætlum okkur að vinna þennan leik og komast áfram þannig ég held að þetta verði hörkuleikur. Þeir eru með öflugt lið, líkamlega sterkt og eru búnir að breytast aðeins, þyngja liðið og stækka það þannig við þurfum að vera klárir í hörku. Ég held við séum í betra formi en þeir, léttari en þeir þannig við þurfum að færa okkur hraðar en þeir og hlaupa yfir þá."

„Þetta er rosalega klassískt 4-2-3-1 lið sem er með líkamlega sterka fjögurra manna línu uppi sem þú mátt ekki gefa tíma. Senterinn þeirra (Balsa Sekulic) er mjög öflugur, var að spila í kóresku deildinni og kom í janúar. Gríðarlega öflugur. Kantararnir þeirra eru báðir líkamlega sterkir. Þeir eru ekki kvikir menn sem eru að fara að taka menn mikið á en koma inn og eru stórhættulegir í teignum þegar bakverðirnir koma upp. Sérstaklega er hægri bakvörðurinn þeirra (Uros Ignjatovic) stórhættulegur sóknarlega,"
segir Óskar.

„Þetta er bara gott lið, vel rútínerað og með marga mjög stóra menn sem er erfitt að eiga við í föstum leikatriðum."
Fyrir leik
Bæði lið flugu í gegnum undanúrslitin

Tre Penne 1 - 7 Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('6 )
0-2 Ágúst Eðvald Hlynsson ('25 )
1-2 Antonio Barretta ('31 )
1-3 Klæmint Andrasson Olsen ('45 )
1-4 Stefán Ingi Sigurðarson ('67 )
1-5 Viktor Karl Einarsson ('74 )
1-6 Höskuldur Gunnlaugsson ('89 )
1-7 Ágúst Eðvald Hlynsson ('92 )
Lestu um leikinn

Atletic Escaldes 0 - 3 Buducnost
0-1 Balsa Sekulic ('13 , víti)
0-2 Miomir Djurickovic ('21 )
0-3 Balsa Sekulic ('61 )
Lestu um leikinn

Fyrir leik
Þessi lið mættust í fyrra Blikar leika annað árið í röð gegn Buducnost. Liðin léku í forkeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta ári.

Það var hamagangur í öskjunni og þrjú rauð spjöld þegar liðin léku á Kópavogsvelli þann 21. júlí í fyrra. Kristinn Steindórsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu mörk Blika í þeim leik.

Viku seinna mættust liðin svo í Svartfjallalandi og þar vann Buducnost 2-1 þar sem Ísak Snær Þorvaldsson skoraði markið sem tryggði Breiðabliki áfram í næstu umferð, samanlagt 3-2.
Fyrir leik
Pólskir dómarar

Dómarar leiksins koma allir frá Póllandi, aðaldómarinn er Krzysztof Jakubik en hann hefur áður dæmt hér á landi. Hann dæmdi leik Vals og Maribor (0-3) á Hlíðarenda sumarið 2019. - Notast er við VAR myndbandsdómgæslu í kvöld og koma VAR dómararnir líka frá Póllandi.
Fyrir leik
Velkomin á Kópavogsvöll

Hér fylgjumst við með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Svartfjallalandsmeistara Buducnost í úrslitaleik umspilsins fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar. Það verður leikið til þrautar á Kópavogsvellinum í kvöld!
Byrjunarlið:
31. Djordije Pavlicic (m)
2. Uros Ignjatovic
5. Zvonko Ceklic
18. Petar Grbic ('77)
19. Stephano Almeida
22. Miomir Djurickovic
30. Ivan Novocic ('46)
35. Damjan Dakic
45. Vasilije Adzic ('46)
88. Marko Pavlovski ('46)
98. Balsa Sekulic ('71)

Varamenn:
1. Milos Dragojevic (m)
21. Filip Domazetovic (m)
4. Vladimir Perisic ('77)
6. Jovan Dasic
8. Luka Mirkovic ('46)
14. Milos Brnovic ('46)
15. Ognjen Gasevic ('46)
16. Petar Sekulovic
33. Vladan Adzic
36. Petar Vukovic
44. Marko Perovic
87. Marko Mrvaljevic ('71)

Liðsstjórn:
Miodrag Dzudovic (Þ)

Gul spjöld:
Luka Mirkovic ('65)
Miomir Djurickovic ('80)

Rauð spjöld:
Miomir Djurickovic ('92)