Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Stjarnan
3
6
Breiðablik
Betsy Doon Hassett '52 1-0
1-1 Birta Georgsdóttir '62
Andrea Mist Pálsdóttir '92 2-1
2-2 Hafrún Rakel Halldórsdóttir '108
2-3 Agla María Albertsdóttir '120 , víti
Gyða Kristín Gunnarsdóttir '120 , misnotað víti 2-3
2-4 Taylor Marie Ziemer '120 , víti
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '120 , misnotað víti 2-4
2-5 Hafrún Rakel Halldórsdóttir '120 , víti
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir '120 , víti 3-5
3-6 Írena Héðinsdóttir Gonzalez '120 , víti
01.07.2023  -  14:00
Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Logn og smá rigning, geggjað fótboltaveður
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 483
Maður leiksins: Andrea Mist Pálsdóttir
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('117)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir ('82)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('77)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('77)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('113)

Varamenn:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('82)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('77)
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('117)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('113)
13. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('77)
33. Klara Mist Karlsdóttir
77. Eyrún Vala Harðardóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BLIKAR Í ÚRSLIT! Blikar vinna þetta í vító og eru á leið á Laugardalsvöll þar sem þær mæta Víkingi R. 12. ágúst!!!!!!
120. mín Mark úr víti!
Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik)
Niðri vinstra megin, Auður aftur með puttana í þessu .



BLIKAR ERU AÐ FARA Í ÚRSLIT
120. mín Mark úr víti!
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Vinstra megin niðri, Telma í vitlaust horn
120. mín Mark úr víti!
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Niðri vinstra megin, Auður fór í vitlaust horn
120. mín Misnotað víti!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Setur hann hægra megin í mjög góðri hæð fyrir Telmu sem ver
120. mín Mark úr víti!
Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Vinstra megin niðri, Auður með puttana í þessu!
120. mín Misnotað víti!
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Setur hann framhjá
120. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Setur hann vinstra megin uppi, Auður í vitlaust horn
120. mín
Vítin eru tekin á markið hægra megin frá stúkunni séð og það er Agla María Albertsdóttir sem er fyrst á punktinn!
120. mín
Vító!! 120 mínúturnar eru liðnar og við erum á leiðinni í vító!!!!!!
120. mín
Úlfa Dís tekur á strikið upp kantinn eftir langan bolta frá Sædísi. Hún nær að koma boltanum út í teiginn þar sem Jasmín kemur á ferðinni og á skot sem fer langt yfir.
118. mín
Írena með skot af löngu færi hinum megin en það er framhjá.
118. mín
Aníta Ýr kemur hér inn á með látum og á skot á markið rétt fyrir utan D-bogann sem telma ver vel.
117. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
116. mín Gult spjald: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Stoppar skyndisókn
116. mín
Úlfa aftur með skot fyrir utan teig en Telma ver frá henni.
113. mín
Inn:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan gerði líka breytingu í hálfleiknum sem ég missti af
110. mín
Úlfa Dís á sprettinum upp völlinn og nær skoti á markið þegar hún kemur inn í teiginn en Telma ver frá henni.
108. mín MARK!
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
ÞÆR ERU AÐ JAFNA Áslaug Munda tekur hornið og Hildur Þóra er fyrst á boltann og á skot sem að Clara stoppar. Af Clöru berst hann til Hafrúnar sem klárar fyrir opnu marki.
108. mín
Málfríður í vandræðum og ekki langt frá því að setja hann í eigin mark en boltinn fer rétt fram hjá
106. mín
Blikar fá horn sem Agla María tekur en spyrnan er of föst og fer yfir allan pakkann og aftur fyrir hinum megin.
106. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Toni Deion Pressley (Breiðablik)
105. mín
Hálfleikur
105. mín
Blikar verið meira með boltann síðan Stjarnan skoraði en Stjörnukonur verjast vel.
99. mín
Bergþóra á góðan bolta inn í þar sem Agla María er í baráttunni og vinnur horn.
96. mín
Sláin í þriðja skiptið í dag Gyða Kristín finnur Úlfu á hægri kantinum sem er með allt svæðið í heiminum. Hún ber boltann upp völlinn og fær að keyra inn á teiginn ein og óvölduð. Húnn rúllar boltanum fyrir markið og Heiða er mætt á fjær en setur boltann í slána.
92. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Þær komast aftur yfir Úlfa Dís með sendingu í gegn og samskiptaleysi á milli Bergþóru og Elínar Helenu verður til þess að hvorug tekur boltann og hann ratar í gegn þar sem Andrea Mist er og klárar vel.
91. mín
Stjarnan er strax komin í færi en Andrea Mist setur hann hátt yfir
91. mín
Það hefur heldur betur bætt í rigninguna og við erum farin aftur af stað
90. mín
Framlenging 1-1 eftir 90 mínútur og það þýðir bara eitt.

Rétt áður en Gunnar flautaði fékk Agla María dauðafæri en Auður lokaði markinu vel og varði.
90. mín
+5
Heiða fær boltann á miðjum vallarhelmingi Blika, ber hann ofar og rennir honum síðan út á Andreu Mist sem setur hann fyrir. Telma slær hann frá og er svo fyrst á hann aftur
90. mín
+3

Jasmín reynir stungusendingu inn fyrir á Gyðu Kristínu en hún er of föst og Telma er fyrst til boltans.
90. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
+1
90. mín
Sex mínútnum bætt við.


Fáum við dramatík í uppbótartíma?
90. mín
SLÁIN AFTUR Nú er það Gyða Kristín sem á þrumuskot í slána
87. mín
Úlfa Dís fær boltann upp hægri kantinn, cutar inn á vinstri og lætur vaða en boltinn fer í bakið á Hafrúnu og aftur fyrir.

Sædís tekur hornið og eftir smá klafs nær Gunnhildur lausum skalla beint á Telmu.
85. mín
Sláin Gunnhildur Yrsa með skot fyrir utan teig sem smellhittir slána
84. mín
Gyða Kristín er við það að koma sér í mjög góða stöðu en Bergþóra verst vel og stígur hana út og Telma mætir og tekur boltann upp
82. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan) Út:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan)
80. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
80. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
79. mín
Hornspyrnan er góð og inn á hárrétt svæði en Taylor rís hæst í treignum og skallar frá.
78. mín
Stjarnan liggur á Blikum þessa stundina og fá horn.
77. mín
Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
77. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
76. mín
Betsy kemur hér upp hægri kantinn og lætur vaða þegar hún er komin inn í teiginn en Hafrún kemst fyrir skotið. Betsy fær boltann aftur og tekur lítinn þríhyrning með Snædísi inn í teig og á skot en það fer í hliðarnetið.
74. mín
Gunnhildur yrsa með tilraun af þröngu færi en hittir ekki markið og Hafrún kemur boltanum frá áður en hann fer aftur fyrir.
74. mín
Sædís með góðan bolta meðfram jörðinni út í teiginn sem virðist ætla að enda hjá Betsy en Hafrún kemst fyrir hann í tæka tíð
73. mín
Nú er það Jasmín sem er með skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann og beint á Telmu.
72. mín
Andrea Rut með skot fyrir utan teig en það er beint á Auði
71. mín
Sædís tekur spyrnuna en hún er hreinsuð burt beint aftur á hana. Sædís kemur með annan bolta inn í en Telma nær til hans.
70. mín
Betsy á fleygiferð upp kantinn en Hafrún nær tæklingu og setur hann í horn.
69. mín
Seinni hálfleikur verið margfalt líflegri en sá fyrri og því fögnum við.
68. mín
SNÆDÍS Andrea Mist með bolta inn á teiginn sem Toni missir fram hjá sér og hleypir Snædísi í skot en Telma ver frá henni.
66. mín
Birta aftur Birta fær háan bolta úti hægra megin og keyrir inn á vinstri, fer fram hjá Sædísi og lætur vaða en Auður ver í horn.

Blikarnir ná svo ekki að nýta hornið.
62. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Þær jafna!!! Andrea Rut vinnur boltann inn á miðjunni og setur hann upp í hlaupið fyrir Birtu. Birta fer framhjá þrem og smyr hann í skeitinn.
60. mín
Gunnhildur haltrar aftur inn á völlinn. Hugsa að hún myndi reyna að klára þennan leik þó hún væri á hækjum þannig að hún lætur þetta ekki stoppa sig.
59. mín
Gunnhildur Yrsa liggur eftir mjög harkalega byltu eftir samstuð við Katrínu.
58. mín
Agla María tekur spyrnuna en hún er rétt fram hjá
57. mín
Blikar að fá aukaspyrnu rétt úti við D-bogann!
54. mín Gult spjald: Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Þurfti aðhlynningu og fór út af. Kom inn á áður en hún fékk merki frá Gunnari og uppsker gult spjald. Mjöööög klaufalegt!
52. mín MARK!
Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
Stoðsending: Jasmín Erla Ingadóttir
1-0!!!!! Sædís keyrir inn á miðjuna og ber boltann upp völlinn. Hún rennir honum út til vinstri á Jasmín Erlu og hún setur hann út í teiginn á Betsy. Betsy hefur allt of mikinn til að athafna sig, tekur á móti boltanum og skýtur. Toni reynir að komast fyrir skotið og boltinn fer af henni og inn.
50. mín
Stjarnan fær tvö horn á stuttum tíma sem þær ná ekki að nýta. Fyrst fer boltinn ekki yfir framsta mann og Blikar hreinsa burt. Seinni spyrnan er svo beint í fangið á Telmu.
46. mín
Dauðafæri Gunnhildur stingur honum í gegn fyrir Snædísi sem eltir boltann alveg upp að endalínu og setur hann út í teiginn þar sem Andrea Mist kemur á sigling og þrumar boltanum á markið en Telma ver vel
46. mín
Andrea Mist er að sparka seinni hálfleiknum af stað
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Freyr flautar hér til hálfleiks eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik. Stjörnukonur voru að koma sér í betri stöður en lítið um opin færi í báðum teigum. Vonandi fáum við skemmtilegri seinni hálfleik!
45. mín
Stjarnan fær horn sem að Sædís setur inn í, Telma kemur út úr markinu og slær boltann frá. Hún lendir í samstuði við Jasmín og liggur eftir.
44. mín
Eftir góða pressu frá Stjörnunni vinnur Jasmín boltann rétt fyrir utan D-bogann. Hún keyrir á markið en Elín Helena gerir vel og kemst fyrir skotið hennar.
43. mín
Anna María á góðan bolta upp völlinn sem Andrea Mist skallar fyrir Jasmín. Jasmín tekur stuttan dans áður en hún lætur vaða en skotið er fram hjá
40. mín
Agla María tekur spyrnuna inn á teiginn og Stjarnan er í smá vandræðum með að hreinsa boltann burt en það tekst þó á endanum.
39. mín
Blikar eru að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir brot Heiðu á Bergþóru
36. mín
Gunnhildur með fínan bolta inn á teig en Blikar skalla frá áður en hann finnur ennið á Jasmín
35. mín
Stjörnuliðið hefur aðeins verið að vakna hérna síðustu tíu. Eiga núna góða sókn sem endar svo með slökum skalla frá Betsy sem Telma er í engum vandræðum með
31. mín
Stjarnan vinnu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi blika sem Sædís tekur. Spyrnan er ekki nóg og góð og er of föst og utarlega og Blikar koma boltanum frá
28. mín
Stjarnan eru að vinna annað horn.

Boltinn er of fastur og yfir allan pakkann
26. mín
Stjarnan sækir hratt eftir hornið og Jasmín á fyrirgjöf sem Blikar skalla í horn.

Stjarnan nær svo ekki að nýta hornið almennilega
26. mín
Andrea með góðan bolta inn á teiginn sem Birta ætlar að skalla en hittir ekki boltann, hlýtur eiginlega að hafa lokað augunum. Andrea fær boltann aftur eftir hreinsun og vinnu horn.

Hornspyrnan er svo beint í fangið á Auði.
25. mín
Mikið klafs inn á teignum og Anna María verst sitjandi eftir að hafa dottið en þær ná að koma boltanum frá
24. mín
Blikar sækja upp vinstri kantinn og uppskera sína fyrstu hornspyrnu
22. mín
Góður bolti inn í teig frá Sædísi en Telma gerir vel, kemur út úr markinu og slær hann frá. Boltinn berst til Betsy og hún á skot en það fer í varnarmann Blika og þær koma boltanum frá.
21. mín
Stjarnan eru hér að fá fyrstu hornspyrnu leiksins
20. mín
Þessar fyrstu 20 hafa verið eitthvað allt annað en skemmtilegar. Minnir á fyrri leik þessara liða í sumar en þar var lítið um flugeldasýningar og hvorugt liðið sérsteklega spennt fyrir því að tapa.
18. mín
Katrína á skot fyrir utan teig en Heiða á góða tæklingu og kemst fyrir. Katrín liggur síðan eftir og þarf aðhlynningu.
18. mín
Uppstillingar liðanna Stjarnan

Auður
Eyrún Embla - Anna María - Málfríður - Sædís
Gunnhildur Yrsa - Andrea Mist - Heiða
Betsy - Snædís María - Jasmín Erla

Breiðablik
Telma
Hildur Þóra - Elín Helena - Toni - Hafrún Rakel
Bergþóra - Katrín - Taylor
Agla María - Birta - Andrea Rut
15. mín
Stjarnan á hérna góða sókn.

Betsy fær góðan bolta inn fyrir og nær að koma honum á Snædísi en skotið hennar er fram hjá. Það kemur ekki að sök í þetta skiptið af því að Gunnar Freyr, dómari leiksins, er búinn að dæma Betsy brotlega
13. mín
Jasmín keyrir upp vinstri kantinn, cutar inn á hægri og á fínt skot en það er beint á Telmu
8. mín
Auður að leika sér að eldinum hérna. Fær sendingu til baka og er lengi að athafna sig sem gefur Birtu tíma til að koma í pressuna en Auður nær að koma boltanum frá
6. mín
Fyrsta tilraun Blika Elín Helena á langan bolta inn í teiginn þar sem hún finnur Taylor sem á skalla en hann er fram hjá
5. mín
Fyrsta marktilraun leiksins Betsy finnur Jasmín inn á teig sem á skalla en hann er fram hjá
3. mín
Taylor kemur sér í fína stöðu inn í teig Stjörnunnar eftir sendingu frá Hafrúnu en rennur til og Stjarnan kemur hættunni frá.
1. mín
Þetta er komið í gang
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Stjarnan í bláu og Breiðablik í hvítu.

Agla María leiðir lið Blika í dag í fjarveru Ástu Eirar.
Fyrir leik
Liðin Báðir þjálfarar gera eina breytingu frá síðasta deildarleik.

Hjá Stjörnunni tekur Úlfa Dís sér sæti á bekknum og inn fyrir hana kemur Eyrún Embla.

Hjá Blikum er Toni snúin aftur eftir veikindi og Ásta Eir er ekki í hópnum og líklega mjög góð ástæða fyrir því. Við fáum víst ekki svör við því fyr en eftir leik hver sú ástæða er.
Fyrir leik
Liðið sem sigrar hér í dag... ... mætir Víkingi R. í úrslitarleiknum þann 12. ágúst en Víkingar unnu FH 2-1 í gærkvöldi.
Fyrir leik
Leiðin í undanúrslitin Bæði þessi lið komu inn í 16-liða úrslitunum.

Stjarnan byrjaði á að fara á Seltjarnarnesið og unnu þar stórsigur 1-9 á Lengjudeildarliði Gróttu. Í átta liða úrslitum fóru þær svo til Keflavíkur og unnu þar 0-1 en það var Jasmín Erla sem skoraði þar eina mark leiksins.

Blikar spiluðu við við Lengjudelldarlið Fram í 16 liða úrslitum og unnu þar, líkt og Stjarnan, stórsigur en leikurinn endaði 7-0. Í átta liða úrslitum heimsóttu þær Þróttara en Agla María sá um markaskorunina í þeim leik og setti þrennu í 0-3 sigri.
Fyrir leik
Breiðablik Blikar eru í betri málum í deildinni en Stjarnan en þær eru á toppnum með jafn mörg stig og Valur en með betri markatölu.
Fyrir leik
Stjarnan Gengi Stjörnunnar á þessu tímabili hefur ekki staðist væntingar. Fyrir tímabil var þeim spáð Íslandsmeistaratitlinum en þær sitja eins og er í 6. sæti í deildinni. Það mætti því segja að vonin um Íslandsmeistaratitilinn sé dauf í Garðabænum en þá er alltaf hægt að stefna á Bikarkeppnina og ég geri ráð fyrir því að það sé einmitt það sem þær stefna á.
Fyrir leik
Heil og sæl Verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Breiðabliks í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ og það er flautað til leiks 14:00.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley ('106)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('80)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('80)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('90)

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir ('106)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('80)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('80)
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Taylor Marie Ziemer ('54)
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('116)

Rauð spjöld: