Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Breiðablik
4
0
Tindastóll
Agla María Albertsdóttir '7 1-0
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '34 2-0
Agla María Albertsdóttir '46 3-0
Agla María Albertsdóttir '86 4-0
04.07.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley ('86)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('66)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('71)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('66)
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('71)
28. Birta Georgsdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið! Sannfærandi og sanngjarn sigur Blika staðreynd!

Viðtöl og skýrslsa væntanleg.
91. mín
Fáum +2 í uppbót
86. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Toni Deion Pressley (Breiðablik)
86. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
ÞRENNA! Andrea Rut átti skot sem fór af varnarmanni og þaðan til Öglu Maríu inná teignum sem skoraði í þetta skiptið framhjá Monicu í markinu!
85. mín
Inn:Magnea Petra Rúnarsdóttir (Tindastóll ) Út:Murielle Tiernan (Tindastóll )
85. mín
Inn:Eyvör Pálsdóttir (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
83. mín
Monica neitar Öglu Maríu um þrennuna! Blikar finna Öglu Maríu úti vinstri og hún er ein á móti Monicu og stillir skotið en Monica neitar henni um þrennuna og ver!
77. mín
Aðeins búið að færast meiri ró yfir leikinn.
76. mín
Inn:Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
71. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
66. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
64. mín
Smá bras hjá Telmu í marki Blika en leysir það vel.
62. mín
Clara þræðir Vigdísi Lilju í gegn en Monica gerir frábærlega að koma út á móti og loka.
62. mín
Inn:Krista Sól Nielsen (Tindastóll ) Út:Melissa Alison Garcia (Tindastóll )
62. mín
Inn:Elísa Bríet Björnsdóttir (Tindastóll ) Út:Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll )
55. mín
Orrahríð að marki Tindastóls en Stólarnir koma þessu loks í burtu!
53. mín
Lara Margrét með skot framhjá markinu.
46. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hafrún Rakel Halldórsdóttir
SLÁIN INN! ÞVÍLÍK BYRJUN Á SÍÐARI HÁLFLEIK!!

Hafrún Rakel með skot að marki sem fer af bakinu á Öglu Maríu og í slánna og inn!
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað! Tindastóll byrjar síðari hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Litlu bætt við og Gunnar Freyr flautar til loka fyrri hálfleiks.

Breiðablik með öll völd á vellinum leiða mjög sanngjarnt.

Tökum okkur smá pásu.
44. mín
Agla María með hættulegan bolta fyrir markið en vantaði Blika á endan á sendingunni sem fór í gegnum hættusvæðið og á fjærstöng þar sem Tindastóll sparkaði boltanum burt.
43. mín
Smá skógarhlaup hjá Monicu en hún sleppur með það.
43. mín
Í þau fáu skipti sem Murielle Tiernan kemst í boltann er hún full einmanna þarna framarlega á vellinum og Blikar í yfirtölu á henni.
40. mín
Blikar hóta að bæta enn frekar við frekar en Tindastóll að komast aftur inn í þetta.
34. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
BLIKAR TVÖFALDA! Spila vel upp vinstri vænginn og senda fyrir markið þar sem Tindastóll nær ekki að hreinsa og boltinn dettur fyrir Vigdísi Lilju sem þrumar bara beint á markið og inn fór hann!
33. mín
Hafrún Rakel með tilraun rétt framhjá markinu. Blikar spila sig í gegnum vörnina og Hafrún Rakel gerir allt rétt nema nær ekki að skrúfa boltann í hornið.
32. mín
Murielle Tiernan með skot í hliðarnetið.
30. mín
Breiðablik hafa pressað Tindastól virkilega vel og ekki leyft þeim að komast neitt með bolta. Fljótar að vinna boltann og kæfa allar aðgerðir Tindastóls.
24. mín
Andrea Rut með skot en fer af varnarmanni og framhjá.

Agla María með virkilega flotta vinnslu í aðdragandanum.
20. mín
Blikar með hættulega sókn.

Hafrún Rakel kamst upp að endamörkum og leggur boltann út í teigin þar sem Clara nær honum og á skot sem fer beint á Monicu.
18. mín
Taka það stutt og koma boltanum á Öglu Maríu sem á skot sem Monica ver.
18. mín
Breiðablik vinnur horn.
15. mín
Murielle Tiernan reynir að keyra fram völlinn með boltann en fær litla hjálp og kemst lítið áleiðis.
11. mín
Ásta Eir með fyrirgjöf fyrir markið en skallinn frá Andreu Rut framhjá markinu.
7. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Clara Sigurðardóttir
BLIKAR KOMAST YFIR! Breiðablik sækir upp hægri vænginn og koma boltanum inn í teig þar sem Clara tekur á móti honum og leggur hann þægilega fyrir Öglu Maríu í tap in á fjær!
Frábærlega útfærð sókn og Tindastóll taka léttan stöðufund eftir markið.
6. mín
Hafrún Rakel reynir skot en hátt yfir markið.
2. mín
Ásta Eir með fyrirgjöf sem fer af Clöru og í fangð á Monicu.
1. mín
Við erum farin af stað! Breiðablik byrjar með boltann.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Sigdís Eva Bárðardóttir, sem var stórkostleg í bikarsigri Víkinga gegn FH á föstudag, spáir í elleftu umferðina.

Breiðablik 4 - 0 Tindastóll
Blikarnir taka þetta frekar auðveldlega og Agla María setur þrennu.


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Tölfræðin er ekki beint hliðholl Tindastól fyrir þessa rimmu en liðin hafa mæst 8 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ og hefur Breiðablik unnið þá alla með markatöluna 40-5.


Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Freyr Róbertsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Magnús Garðarsson og Ásgeir Viktorsson.
Bergrós Lilja Unudóttir verður til taks ef eitthvað kemur upp hjá teyminu og Ólafur Ingi Guðmundsson hefur eftirlit með gangi mála.


Fyrir leik
Breiðablik Breiðablik tiltu sér á toppin í deildinni í síðustu umferð þegar þær lögðu Valskonur af velli. Breiðablik hefur þess utan átt gríðarlega gott tímabil en auk þess að sitja á toppi deildarinnar þá tryggðu þær sér í bikarúrslit um helgina þegar þær lögðu Stjörnuna af velli eftir vítaspyrnukeppni og eru því í hörku séns á að vinna tvöfallt ef þær halda rétt á spilunum sínum.

Breiðablik hefur skorað flest mörk allra á mótinu eða 23 mörk og hafa þessi mörk raðast niður á:

Taylor Marie Ziemer - 4 Mörk
Andrea Rut Bjarnadóttir - 4 Mörk
Katrín Ásbjörnsdóttir - 3 Mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 3 Mörk
Birta Georgsdóttir - 2 Mörk
Agla María Albertsdótir - 2 Mörk
Hildur Þóra Hákonardóttir - 1 Mark


Fyrir leik
Tindastóll Tindastóll hefur farið virkilega sterkt af stað í deildinni en það voru ekki margir sem bjuggust við eins lofandi frammistöðu og þær hafa sýnt í sumar.
Tindastóll sitja í 8.sæti deildarinnar og hafa unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað fimm.

Tindastóll hafa skorað 7 mörk í sumar og hafa mörkin raðast niður á:

Melissa Alison Garcia - 3 Mörk
Murielle Tiernan - 2 Mörk
Hannah Jane Cade - 1 Mark
Aldís María Jóhannsdóttir - 1 Mark


Fyrir leik
Besta deild kvenna Besta deild kvenna hefur sjaldan verið jafn spennandi og hún er í ár. Öll lið eru að taka stig af hvort öðru og barátta á báðum endum töflunnar.
Þegar deildin er rétt hálfnuð lítur staðan svona út:

1.Breiðablik - 20 stig
2.Valur - 20 stig
3.FH - 17 stig
4.Þór/KA - 16 stig
5.Þróttur R. - 15 stig
6.Stjarnan - 12 stig
-------------------------
7.Keflavík - 12 stig
8.Tindastóll - 11 stig
9.ÍBV - 10 stig
10.Selfoss - 7 stig


Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og Tindastóls í 11.umferð Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli.


Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
Murielle Tiernan ('85)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('62)
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Hannah Jane Cade
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('76)
13. Melissa Alison Garcia ('62)
14. Lara Margrét Jónsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir ('85)
27. Gwendolyn Mummert

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
10. Elísa Bríet Björnsdóttir ('62)
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir ('76)
14. Eyvör Pálsdóttir ('85)
21. Krista Sól Nielsen ('62)

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Hrafnhildur Björnsdóttir
Magnea Petra Rúnarsdóttir
Margrét Ársælsdóttir
David Romay

Gul spjöld:

Rauð spjöld: