Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
KA
6
4
Breiðablik
Ásgeir Sigurgeirsson '56 1-0
1-1 Klæmint Olsen '87
1-2 Höskuldur Gunnlaugsson '90
Ívar Örn Árnason '90 2-2
2-3 Höskuldur Gunnlaugsson '105 , víti
Pætur Petersen '117 3-3
Elfar Árni Aðalsteinsson '120 , misnotað víti 3-3
3-4 Höskuldur Gunnlaugsson '120 , víti
Daníel Hafsteinsson '120 , víti 4-4
4-4 Gísli Eyjólfsson '120 , misnotað víti
Hallgrímur Mar Steingrímsson '120 , misnotað víti 4-4
4-4 Viktor Karl Einarsson '120 , misnotað víti
Ívar Örn Árnason '120 , víti 5-4
5-4 Klæmint Olsen '120 , misnotað víti
Rodrigo Gomes Mateo '120 , víti 6-4
04.07.2023  -  17:30
Greifavöllurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Ívar Örn Árnason
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic ('91)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('64)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('90)
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason ('64)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('80)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('111)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
7. Daníel Hafsteinsson ('80)
8. Pætur Petersen ('64)
8. Harley Willard ('91)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('64)
14. Andri Fannar Stefánsson ('90)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('111)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('9)
Sveinn Margeir Hauksson ('37)
Pætur Petersen ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA Í BIKARÚRSLIT!!!
120. mín Mark úr víti!
Rodrigo Gomes Mateo (KA)
HANN GERIR ÞAÐ! Rúllar boltanum með vinstri í hornið.
120. mín Misnotað víti!
Klæmint Olsen (Breiðablik)
YFIR! RODRI GETUR KLÁRAÐ ÞETTA!
120. mín Mark úr víti!
Ívar Örn Árnason (KA)
Beint á markið!
120. mín Misnotað víti!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
SETUR BOLTANN LÍKA YFIR! Hvað er að gerast hér! Klúðrin öll eins!
120. mín Misnotað víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
NEGLIR BOLTANUM YFIR!
120. mín Misnotað víti!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Jajalo VER!
120. mín Mark úr víti!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Setur Anton Ara í rangt horn
120. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur skorar úr annarri vítaspyrnunni sinni í kvöld
120. mín Misnotað víti!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
ANTON ARI VER!
120. mín
Leik lokið! Vítaspyrnukeppni framundan!
120. mín
+1

Ein mínúta í uppbótartíma. Stefnir í vítaspyrnukeppni!!
120. mín
Alexander Helgi dettur í teignum, ekkert dæmt og lítið kvartað undan því. Hefði ekki verið hissa ef gult spjald hefði farið á loft á Alexander.
117. mín MARK!
Pætur Petersen (KA)
Stoðsending: Ingimar Torbjörnsson Stöle
MAAAARK! PÆTUR JAFNAR METIN! Skallar boltann í netið eftir sendingu frá Ingimar!! Undirbúningurinn og fyrirgjöfin frábær hjá Ingimar!
114. mín
Blikar fá hornspyrnu
113. mín
Hallgrímur Mar með misheppnað skot vel framhjá. Hitti boltann illa úr fínu færi.
111. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
108. mín
Klæmint fær boltann á miðjum vellinum, sér að Jajalo er langt út úr markinu og reynir að vippa yfir hann. Vippan of há og löng og endar ofan á þaknetinu.
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar farinn af stað
106. mín
Inn:Oliver Stefánsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Skipting hjá Blikum fyrir seinni hálfleik framlengingar
105. mín
Flautað til loka fyrri hálfleiks
105. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
MAAAARK! +1
Höskuldur skorar, Jajalo velur rétt horn og virtist vera í boltanum en það var ekki nóg.
105. mín
VÍTI! Pætur brýtur á Davíð Ingvars! Þannig metur Ívar Orri dómari það allavega.

102. mín
Willard með slakt skot beint á Anton Ara.
98. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
95. mín
JASON DAÐI! Með hörku skot en boltinn hafnar í samskeitunum
94. mín
Fínt tækifæri fyrir KA en sendingin hjá Willard innfyrir vörn BLika of föst.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
91. mín
Framlengingin hafin
91. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Dusan Brkovic (KA)
Rodri fer niður í miðvörðinn.

Dusan fann fyrir aftan í læri í uppbótartímanum og kláraði ekki leikinn. Lið KA jafnaði því einum leikmanni færra.
90. mín
VENJULEGUM LEIKTÍMA LOKIÐ! FRAMLENGING FRAMUNDAN +8
90. mín MARK!
Ívar Örn Árnason (KA)
+7 MAAAAAARK!!!!!! Við erum á leið í framlengingu!!!! Ívar Örn setur boltann í netið eftir darraðadans í teignum!!
90. mín
SÍÐASTI SÉNS. KA FÆR HORN
90. mín
+4 KA menn voru alls ekki sáttir við að þessi aukaspyrna hafi verið dæmd.
90. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
90. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
MAAAARK!!! HÖSKULDUR SKORAR BEINT ÚR AUKASPYRNU!!!! +2
90. mín
Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Um leið er tilkynnt um fimm mínútna uppbótartíma!
87. mín MARK!
Klæmint Olsen (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
BLIKAR JAFNA! Viktor Karl með fyrirgjöfina og Klæmint skallar boltann í netið! Þetta lá svo sannarlega í loftinu!

85. mín
Hallgrímur Mar með skot fyrir utan teig, boltinn hafnar í stönginni og Daníel nær boltanum, grunsamlega mikið einn, enda dæmdur rangstæður að lokum.
84. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
83. mín Gult spjald: Pætur Petersen (KA)
Pætur rífur Gísla Eyjólfs niður. Blikar fá aukaspyrnu á fínum stað en nýta sér það ekki.
80. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
79. mín
Blikar fá horn Þjarma hressilega að KA mönnum. Skalli yfir markið.
75. mín
Damir fékk hér flugbraut og á svo skot tiltölulega beint á Jajalo. Blikar hefðu kannski kosið að hafa einhvern annan í þessu færi.
74. mín
Blikar fá hornspyrnu
69. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
KA fær aukaspyrnu á fínum stað. Sveinn Margeir með skotið en boltinn fer í tveggja manna vegg Blika
67. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
66. mín
Gísli Eyjólfsson með skot af löngu færi, sérstök ákvörðun, skotið vel yfir markið.
64. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
64. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
64. mín
Arnór Sveinn fer hér illa með varnarmenn KA en slær Hallgrím Mar í leiðinni. Hann liggur aðeins eftir en er klár í slaginn.
Frábær aðstaða hjá Hödda Magg sem lýsir leiknum
56. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
MAAAARK!!! KA menn komnir yfir! Jakob Snær á skot úr fínu færi sem Anton Ari ver út í teiginn og Ásgeir fyrstur á boltann og skorar á opið markið.

52. mín
Ívar Örn nær skallanum eftir hornspyrnu en nær ekki að stýra boltanum á markið. Anton Ari misreiknaði boltann og náði ekki að kýla hann út áður en Ívar komst í hann.
50. mín
Hallgrímur Mar með fyrirgjöf úr aukaspyrnu, boltinn fer af Arnóri Sveini og í átt að markinu en Anton Ari með allt á hreinu og handsamar boltann.
49. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri þarf að fara af velli.
48. mín
Andri Rafn Yeoman fann eitthvað til aftan í læri og lagðist í jörðina. Hann er staðinn aftur á fætur og heldur leik á fram eftir smá aðhlynningu.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Engar breytingar á liðunum
45. mín
Hálfleikur
Komum aftur með seinni hálfleikinn eftir hið akademíska korter.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma. Hún fer að verða búin.
43. mín
Jason Daði með fyrirgjöf, sýndist hún fara af varnarmanni og so á Jajalo sem grípur boltann.
37. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Rífur Viktor Karl niður
37. mín
Klaufalegt hjá Kristni Steindórs. Var við það að sleppa í gegn en beinlínis hleypur bara á Dusan sem var lagstur niður í tæklinguna.
34. mín
KA fær hornspyrnu Full mikill kraftur í föstu leikatriðunum hjá KA!
30. mín
Illa farið með góðann séns þarna hjá KA. Bjarni AÐalsteins með fyrirgjöf úr aukaspyrnu en boltinn yfir alan pakkann.
25. mín
Sending á Viktor Karl og hann virtist taka við boltanum með höndinni en ekkert dæmt. Hann á sendingu fyrir en Blikar ná ekki að ógna Jajalo.
20. mín
KA fær hornspyrnu Blikar koma boltanum frá og KA nær að stöðva skyndisókn.
18. mín
Hallgrímur Mar í fínu skotfæri en skotið beint á Anton Ara.
16. mín
Ágætis spilkafli hjá KA hér sem endar þó með sendingu þvert yfir völlinn sem Þorri Mar nær ekki að taka á móti og boltinn fer framhjá.
12. mín
Rodri að mér sýndist kominn upp kantinn og á fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Antoni Ara.
11. mín
Vel gert hjá Andra Rafni inn á vítateig KA, finnur Gísla Eyjólfsson sem á skot en Jajalo í marki KA ver vel og Breiðablik á horn.

Ekkert kom upp úr horninu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
9. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
Blikar fá aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin. Oliver Sigurjóns snéri boltanum í átt að marki en KA menn komu boltanum frá.

Jakob fékk gult fyrir að hafa stoppað Gísla Eyjólfsson.
5. mín
Blikar fá hér fyrstu hornspyrnu leiksins. Ekki tókst þeim að gera mat úr henni. Fá aðra hornspyrnu stuttu síðar.
4. mín
Fyrsta tilraunin í kvöld. Viktor Karl með skot hátt yfir eftir góðan spilkafla hjá Blikum.
1. mín
Blikar komnir strax í teig KA manna en Hrannar Björn nær að hreinsa frá í annarri tilraun.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann.
Fyrir leik
Veislan fer að hefjast Liðin eru að ganga út á völl. Vel mætt í stúkuna og frábær stemning.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Síðasti leikur KA var 2-0 tap gegn ÍBV í Eyjum í deildinni en Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins gerir tvær breytingar frá þeim leik. Birgir Baldvinsson tekur út leikbann en Þorri Mar Þórisson kemur inn í hans stað.

Jakob Snær Árnason kemur inn í liðið og Daníel Hafsteinsson fær sér sæti á bekknum en hann er sagður vilja fara frá félaginu.

Þorri Mar, Pætur Petersen og Harley Willard koma allir inn í hópinn eftir að hafa verið í agabanni í leiknum í Eyjum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson stillir upp nánast sama liði og vann Buducnost í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum. Aðeins Stefán Ingi Sigurðarson sem dettur út þar sem hann er ekki lengur leikmaður Blika. Jason Daði Svanþórsson kemur inn í liðið í hans stað. Kristinn Steindórsson er fremsti maður.

Ágúst Eðvald Hlynsson tekur út leikbann.

Fyrir leik
Dómararnir Ívar Orri Kristjánsson verður með flautuna hér í kvöld. Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verða honum til aðstoðar.
Sigurður Hjörtur Þrastarson er fjórði dómari og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson eftirlitsmaður KSÍ.
Ívar Orri dæmdi leik liðanna á Kópavogsvelli í maí
Þorvaldur Makan um leikinn sem framundan er
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
70% spá því að Breiðablik vinni KA og komist í úrslit Breiðablik vann KA 2-0 þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í Bestu deildinni 21. maí en Höskuldur Gunnlaugsson (víti) og Gísli Eyjólfsson skoruðu mörkin.

70% lesenda spá því að Breiðablik vinni KA á Akureyri í kvöld en 30% spá því að KA fari í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þetta er niðurstaða könnunar sem verið hefur á forsíðu.

KA hefur slegið út Uppsveitir, HK og Grindavík á leið sinni í undanúrslitin. Breiðablik hefur lagt Fjölni, Þrótt og FH.

Elvar Geir Magnússon
Kári Ársæls ræddi við Fótbolta.net um leik dagsins
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bæði lið eru virkilega hungruð í sigur í dag þar sem liðin fóru ekki lengra en þetta í fyrra. KA tapaði á dramatískan hátt 2-1 gegn FH þar sem Davíð Snær Jóhannsson skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Breiðablik steinlá gegn bikarmeisturum Víkinga 3-0 á Kópavogsvelli.
Úr leik FH og KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins i fyrra
Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Breiðabliks í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri og hefst klukkan 17:30

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('67)
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('84)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('98)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('106)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('49)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('84)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('98)
18. Davíð Ingvarsson ('49)
20. Klæmint Olsen ('67)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson ('106)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('69)

Rauð spjöld: