Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Besta-deild karla
Afturelding
LL 4
3
KR
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 2
4
Grindavík
FH
1
0
Tindastóll
Esther Rós Arnarsdóttir '45 1-0
Shaina Faiena Ashouri '90 , misnotað víti 1-0
09.07.2023  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Steikjandi sól!
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 155
Maður leiksins: Monica Elisabeth Wilhelm
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
Shaina Faiena Ashouri
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('46)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('44)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Mackenzie Marie George
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('64)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('64)
20. Heidi Samaja Giles
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
- Meðalaldur 10 ár

Varamenn:
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('44)
4. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('64)
7. Berglind Þrastardóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('64)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
33. Colleen Kennedy ('46)
33. Harpa Helgadóttir
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Birta Hafþórsdóttir

Gul spjöld:
Erla Sól Vigfúsdóttir ('45)
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('46)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH taka þrjú stig á heimavelli. Alls ekki sætur sigur, en þrjú stig eru þrjú stig og FHingar fara heim sáttir. Þetta var alvöru baráttu leikur hér í Kaplakrika!

Viðtöl og skýrla koma inn seinna í dag. Takk fyrir mig!
97. mín
FH fær hornspyrnu, þetta er með öllu líkindum búið.
96. mín
LEITIN AF JÖFNUNARMARKI Melissa með skot sem endar rétt yfir markið. Tindastóll mjög nálægt því að jafna í blá lokinn!
93. mín
Það voru 6 mínútur bættar við í uppbótartíma
90. mín Misnotað víti!
Shaina Faiena Ashouri (FH)
MONICA AÐ VERJA! Frábærlega varið hjá Monicu þarna. Hún hoppar í rétta átt og teygjir hendurnar sínar upp í loftið til þess að kýla boltanum í burtu.
90. mín
FH FÆR VÍTI! Twana dæmir víti hér fyrir FH! Gwendolyn fær boltann í hendina.
89. mín
Shaina með þrumu skot fyrir utan teigin sem Monica nær að verja.
86. mín
Inn:Eyvör Pálsdóttir (Tindastóll ) Út:María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )
Fer af eftir höggið, en virðist vera í lagi með hana.
82. mín
María Dögg liggur niðri eftir að hafa fengið boltann fast aftan í hausinn frá stuttu færi.
77. mín
FH vinnur sér inn hornspyrnu.

Heidi kemur rétt svo við boltann þegar hún reynir að skalla, en boltinn endar framhjá.
75. mín
Inn:Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
73. mín
María Dögg með fyrirgjöf inn í teigin sem Aldís grípur.
71. mín
Leikmenn taka sér vatnspásu hér í hitanum.
68. mín
Laufey Harpa með fyrirgjöf inn í teigin sem Melissa skallar svo yfir markið.
64. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH) Út:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
64. mín
Inn:Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Út:Esther Rós Arnarsdóttir (FH)
60. mín
Gwendolyn er kominn aftur inná, með legghlýfar í þetta skipti. Tindstóll aftur fullmannaðar
56. mín
Twana dómari er að senda Gwendolyn tímabundið útaf, líklegast vegna þess að hún var ekki með legghlýfar á sér. Þannig hún þarf að taka sprettin inn í klefan til að sækja sér, en á meðan heldur leikurinn áfram og Tindastóll spilar hér einum færri.
50. mín
FH vinnur sér inn hornspyrnu.
49. mín
Bolinn rennur á Magrét Brynju sem stendur inn í teignum á vinstri kanti, en hún er dæmt rangstæð
47. mín
SEINNI HEFST MEÐ HÆTTU! Tindastól tekur aukaspyrnu sem ratar beinustu leiði inn í teig. Það reyna nokkrir Tindastól leikmenn að koma boltanum inn, en hættan endar eftir að Gwendolyn skallar boltann í loftið sem Aldís nær að grípa.
46. mín Gult spjald: Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH)
40 sekúndur inn og gula spjaldið komið á loft
46. mín
Seinni hálfeikur hafinn! Tindastóll sparkar sá seinni í gang.
46. mín
Inn:Elísa Bríet Björnsdóttir (Tindastóll ) Út:Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll )
46. mín
Inn:Colleen Kennedy (FH) Út:Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
45. mín
Hálfleikur
Þá fer FH sáttir inn í klefan með 1 marka forystu eftir miklan baráttu leik. Það verður spenanndi að sjá hvernig bæði þessi lið mæta fyrir seinni hálfleikinn, sem hefst eftir 15 mínútur. Njótið sólina á meðan!
45. mín
Guðni, þjálfari FH, er mjög ósáttur með þetta gula spjald eftir að ekki var gefið gult fyrir annað brot sem átti sér stað fyrr í leiknum.
45. mín Gult spjald: Erla Sól Vigfúsdóttir (FH)
45. mín
Það voru 4 mínútur bættar við í uppbótartíma. Mögulega smá meira vegna marksins.
45. mín MARK!
Esther Rós Arnarsdóttir (FH)
MARK Á UPPBÓTARTÍMA! Það kemur fyrirgjöf inn í teig. Esther Rós nær að komast framhjá varnamanni og sparkar boltanum inn í netið. Loksins kemur mark í þessum leik, eftir mörg stór færi.
45. mín
FH að fá hér hornspyrnu alveg í lokinn.
44. mín
Inn:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Vegna meiðsla
40. mín
FH hefur verið hættulegara liðið seinustu 10 mínútunar. Ég er bara að bíða eftir að einhver brýtur loksins ísinn, held það sé ekki langt í það.
38. mín
Mackenzie með skot rétt fyrir utan teig sem endar yfir markið
34. mín
FH eiga hornspyrnu.

Boltinn fer langt inn í teign og Esther Rós nær þröngu skoti, en boltinn er varinn á línu.
30. mín
Mackenzie með skot að D-boganum sem endar yfir markið.
25. mín
Tindastól með hættulega sókn upp að marki FHinga. Þetta er mjög jafn leikur eftir þessar 25 mínútur. Bæði lið hafa átt góð færi.
20. mín
Mackenzie með svaka sprett upp hægri kanti og inn í teiginn. Hún leytir sér að opnu færi, sem hún finnur og skýtur svo boltanum rétt framhjá markinu.
18. mín
Esther Rós með skot rétt framhjá markinu eftir klúður í vörn hjá Tindastól.
14. mín
Laufey Harpa með skelfilega tilraun í að stoppa sendingu, boltinn rennur á Shaina sem sendur boltann lagt inn í teig. Boltinn rennur á Esther Rós, en hún nær ekki til boltans.
10. mín
María Dögg með flotta fyrirgjöf sem Aldís í markinu nær að grípa.
5. mín
Það var beðið áhorfendur um að færi sig í gömlustúkuna. Sólinn skýn á gömlustúkuna á meðan er alveg skuggi yfir nýju stúkunni. Frábært að geta sólað sig á meðan maður er að njóta að horfa á fótboltaleik
4. mín
SVAKA FÆRI HJÁ TINDASTÓL! Hannah Jane með frábær fyrirgjöf inn í teginn sem lítur út fyrir að vera á leiðinni inn, en boltinn fer í stöngina. Melissa reyndi að skalla boltanum eftir fyrirgjöfina, en nær ekki í boltann.
1. mín
Hildigunnur með fyrirgjöf inn í teiginn, en Monica í markinu grípur boltann.
1. mín
Leikur hafinn
FH sparkar leikinn í gang!
Fyrir leik
Byrjunarlið leiksins eru mætt! FH gerir tvær breytingar í byrjunarliðið sitt eftir 2-3 tap gegn Val í seinustu umferð.
Arna Eiríks og Esther Rós koma báðar inn í byrjunarliðið fyrir Heidi Giles og Colleen Kennedy.

Tindastóll gerir aðeins eina breytingu í byrjunarliðið sitt eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í seinustu umferð.
Laufey Harpa kemur inn í byrjunarliðið fyrir Lara Margrétu
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í leik! Það fer að styttast í leikinn. Það er eitthvað að netinu hér í Kaplakrika, þannig á meðan það er verið að laga það vandamál þarf ég að skrifa textalýsinguna gegnum síman minn.
Fyrir leik
Dómarateymið Aðal dómari leiksins í dag er Twana Khalid Ahmed. Með honum til aðstoðar eru Nour Natan Ninir og Brynjar Þór Elvarsson. Varadómarinn er Reynir Ingi Finnsson. Eftirlitsmaður leiksins frá KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.

Fyrir leik
Hápunktar frá seinasta leik liðana

Tindastóll 1-1 FH
1-0 Aldís María Jóhannsdótti ('29)
1-1 Shaina Faiena Ashour ('45, víti)
Fyrir leik
Seinustu 5 viðureignir þessa liða Hér er listi yfir seinusu 5 leiki liðina. Skemmtilegt að sjá að seinustu 4 leikir liðina hefur endað jafntefli, en alltaf er skorað mörk.

7. maí '23 Tindastóll 1-1 FH
16. sept 22' Tindastóll 2-2 FH
29. júní '22 FH 1-1 Tindastóll
30 júlí '19 FH 4-4 Tindastóll
19. maí '19 Tindastóll 4-6 FH

Fyrir leik
Tindastóll Hinir nýliðarnir, Tindastóll, hefur verið að standa eins og mætti búast við þetta tímabil. Tindastóll liggur í 8. sæti deildarinnar með 11 stig í 11 leikjum, en eru aðeins 1 stigi frá fallsæti og 4 stigum frá neðsta sæti.
Í seinustu umferð tapaði Tindastóll stór 4-0 tap gegn efsta sæti Breiðablik.

Markahæstir í Tindastól:
Melissa Garcia - 3 mörk
Murielle Tiernan - 2 mörk
Hannah Cade - 1 mark
Aldís María - 1 mark

Fyrir leik
FH Sem nýliðar í Bestu deild kvenna í ár, hefur FH skilað sér mjög góðum árangri. FH liggur 5. sæti og er með 17 stig í 11 leikjum. Liðið hefur sigrað fimm, gert tvö jantefli og tapið fjórum leikjum.
Í seinustu umferð tapaði FH 2-3 gegn Val. FH var undir 0-3, en voru nálægt því að ná einhverjari svakalegu endurkomu þegar Heidi og Hildurgunnur skoruðu á 88 og 90 mínútu leiksins.

Markahæðstar hjá FH:
Shaina Ashouri - 4 mörk
Hildugunnur Ýr - 3 mörk
Sara Montoro - 2 mörk
Mackenzie George - 2 mörk
Esther Rós - 2 mörk
* Aðrir minna

Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu! Hér mun fara fram bein textalýsing á leik milli FH og Tindastól í 12. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn fer fram kl. 14:00 á Kaplakrika. Alvöru baráttu leikur á milli tveggja nýliða hér á ferð!

Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
Hugrún Pálsdóttir ('75)
Murielle Tiernan
Aldís María Jóhannsdóttir
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('46)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir ('86)
10. Hannah Jane Cade
13. Melissa Alison Garcia
27. Gwendolyn Mummert
- Meðalaldur 9 ár

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Hulda Þórey Halldórsdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir ('46)
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir ('75)
14. Eyvör Pálsdóttir ('86)
14. Lara Margrét Jónsdóttir
21. Krista Sól Nielsen
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Snæbjört Pálsdóttir
Margrét Ársælsdóttir
David Romay

Gul spjöld:

Rauð spjöld: