Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Þór
19:15 0
0
Magni
Þór/KA
0
2
ÍBV
0-1 Olga Sevcova '46
0-2 Holly Taylor Oneill '64
09.07.2023  -  14:00
Þórsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Viktorija Zaicikova
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Una Móeiður Hlynsdóttir ('84)
7. Amalía Árnadóttir ('84)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('84)

Varamenn:
1. Bríet Kolbrún Hinriksdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
10. Sandra María Jessen
13. Sonja Björg Sigurðardóttir
17. Emelía Ósk Kruger ('84)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('84)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Hannes Bjarni Hannesson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Steingerður Snorradóttir
Krista Dís Kristinsdóttir
Sigurbjörn Bjarnason

Gul spjöld:
Jakobína Hjörvarsdóttir ('36)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sterkum sigri Eyjakvenna!
90. mín
+1 Komið í uppbótartíma. Þetta er algjörlega runnið út í sandinn.
88. mín
ÍBV fær horn Ekkert kemur út úr því
86. mín
Inn:Embla Harðardóttir (ÍBV) Út:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV)
84. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Una Móeiður Hlynsdóttir (Þór/KA)
Þreföld breyting
84. mín
Inn:Krista Dís Kristinsdóttir (Þór/KA) Út:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
84. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
79. mín
Ansi rólegt undanfarnar mínútur.
73. mín
Leikmenn Þór/KA alltof lengi að athafna sig og neyðast til að spila frá marki ÍBV. Endar með slöku skoti frá Ísfold hátt yfir.
72. mín
Þór/KA fær hornspyrnu
64. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Út:Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV)
64. mín MARK!
Holly Taylor Oneill (ÍBV)
Stoðsending: Viktorija Zaicikova
MAAAAARK! ÍBV brunar upp í skyndiókn og Holly fær hárnákvæma sendingu innfyrir vörn Þór/KA. Sýndist í fyrstu að þetta hafi verið rangstaða en svo var ekki.

Hún kemst ein gegn Hörpu og skorar.
63. mín
Þór/KA vinnur hornspyrnu Kimberley fær boltann á fjærstönginni en skotið fer framhjá markinu.
58. mín
Fín sókn hjá Þór/KA sem endar með skoti hátt yfir markið.
55. mín
Rólegt undanfarnar mínútur. Þor/KA finnur engin göt á vörn ÍBV.
48. mín
Sama uppskrift ÍBV kemst í keimlíkt færi hér strax aftur. Holly með sendingu fyrir en Þóra Björg nær ekki til boltans.
46. mín MARK!
Olga Sevcova (ÍBV)
Stoðsending: Viktorija Zaicikova
MAAAAARK! Virkilega sterk byrjun hjá gestunum hér í seinni hálfleik. Vinna boltann og Viktorija brunar í átt að teignum og á sendingu fyrir á Olgu sem er fyrir opnu marki og eftirleikurinn auðveldur.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Nokkuð fjörugur leikur. Það er bara það kassíska, mörk takk.
44. mín Gult spjald: Olga Sevcova (ÍBV)
Þór/KA fær síðasta sénsinn Síðasti sénsinn í fyrri hálfleik. Aukaspyrna á miðjum vellinum. Hulda Björg vinnur fyrsta boltann en Þór/KA nær ekki skoti á markið eftir það og færið rennur út í sandinn.
40. mín
Þór/KA fær hornspyrnu Hulda Björg nær góðum skalla á markið en Guðný vel vakandi og ver þetta!
36. mín Gult spjald: Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA)
34. mín
HVERNIG? Olga Sevcova brunar með boltann upp hægri kantinn og á sendingu fyrir á Holly Oneill sem stýrir boltanum framhjá úr DAUÐAFÆRI! Hefði svo sannarlega getað gert betur þarna!
32. mín
Kimberley Dóra gerir hrikalega vel að koma sér í færi en skotið vrikilega slakt og boltinn rúllar framhjá.
27. mín
Karen María dólar með boltann í kringum vítateig Eyjakvenna, finnur ekki pláss til að komast nær markinu og missir boltann að lokum.
24. mín
Sofandaháttur í vörn Eyjakvenna. Eru bara í að spila sín á milli svo kemur vond sending til baka sem Guðný nær ekki og boltinn fer framhjá. Þór/KA nýtti sér ekki hornspyrnuna.
18. mín
Amalía Árnadóttir fær boltann inn á teig Eyjakvenna, leikur á tvo varnarmenn áður en hún tekur skotið sem er þægilegt fyrir Guðnýju.
16. mín
Jakobína Hjörvarsdóttir með aukaspyrnu, frábær fyrirgjafastaða en boltinn alltof hár og svífur í hendurnar á Guðnýju.
12. mín
ÍBV fær hornspyrnu tekið stutt og svo kemur fyrirgjöf en skallinn yfir hjá Haley Thomas.
9. mín
Góð sókn hjá Eyjakonum, komast alveg upp að endalínu en varnarmenn Þór/KA koma boltanum frá eftir fyrirgjöf.
6. mín
Fyrirgjöf frá vinstri á Ísfold Marý sem ætlar að stýra boltanum í fjærhornið en boltinn fer rétt framhjá stönginni.
5. mín
Hrikaleg mistök í vörn Þór/KA sem Eyjakonur ná alls ekki að nýta sér, skot framhjá.
4. mín
Þór/KA með fyrstu marktilraunina en það er laus skalli auðvelt fyrir Guðnýju.
1. mín
Leikur hafinn
Heimakonur koma þessu af stað.
Fyrir leik
Þetta er að bresta á Liðin eru að gera sig klár til að hefja leik.
Fyrir leik
Áhugavert! Melissa markvörður er víst í landsliðsverkefni með bandaríska landsliðinu. Ekki á HM, allavega ekki í hinum 'venjulega' bolta heldur er hún landsliðsmaður í strandfótbolta á að baki 9 landsleiki.

Melissa Lowder
Fyrir leik
Sterkar fjarverandi Þrjár sterkar eru fjarverandi hjá Þór/KA í dag. Dominique Randle og Tahnai Annis eru farnar á HM og þá er markvörðurinn Melissa Lowder ekki í leikmannahópnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Má sjá byrjunarliðin hér til hliðanna.
Fyrir leik
Dómarar Soffía Ummarin Kristinsdóttir verður með flautuna í dag. Hún er aðeins þrítug að aldri en hún lék síðast fótbolta með Aftureldingu í Lengjudeildinni árið 2020. Hún átti frábæran feril með Þrótti einnig á sínum tíma.

Ásgeir Þór Ásgeirsson og Sigurjón Þór Vignisson eru henni til aðstoðar. Sveinn Arnarsson er fjórði dómari og Sverrir Gunnar Pálmason eftirlitsmaður KSÍ.

Fyrir leik
Erfitt að undanförnu Gengi ÍBV hefur verið erfitt að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjunum. Liðið sigraði gegn botnliði Selfoss á Selfossi fyrir tveimur vikum síðan en það er það sem skilur tvö neðstu lið deildarinar að. Þær koma inn í leikinn í dag með 2-1 tap gegn Stjörnunni á bakinu.

Fyrir leik
Sterkur heimavöllur Þór/KA hefur spilað vel hér á Þórsvelli. Liðið hefur tapað tveimur leikjum, m.a. gegn Keflavík en liðið vann í síðustu umferð einmitt gegn Keflavík á útivelli. Það var fyrsti útisigurinn frá 1-0 sigri í Eyjum í 3. umferð.

Síðasti leikur liðsins sem fram fór hér var svakalegur. Liðið var 3-0 undir gegn Stjörnunni í hálfleik en kom til baka og náði jafntefli að lokum með sigurmarki á lokasekúndum leiksins.

Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs/KA og ÍBV í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn fer fram á Þórsvelli.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Holly Taylor Oneill
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
4. Caeley Michael Lordemann
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('64)
14. Olga Sevcova
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir ('86)
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('64)
11. Íva Brá Guðmundsdóttir
16. Elísa Hlynsdóttir
23. Embla Harðardóttir ('86)

Liðsstjórn:
Todor Plamenov Hristov (Þ)
Inga Dan Ingadóttir
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Eva Rut Gunnlaugsdóttir
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
Camila Lucia Pescatore

Gul spjöld:
Olga Sevcova ('44)

Rauð spjöld: