Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Shamrock Rovers
0
1
Breiðablik
0-1 Damir Muminovic '39
11.07.2023  -  18:45
Tallaght leikvangurinn
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: 16 gráður og léttskýjað
Dómari: Chrysovalantis Theouli (Kýpur)
Byrjunarlið:
1. Leon Pohls (m)
3. Sean Hoare
4. Roberto Lopes
6. Daniel Cleary
7. Dylan Watts ('60)
8. Ronan Finn (f) ('73)
11. Sean Kavanagh
16. Gary O'Neill
19. Markus Poom
20. Rory Gaffney
29. Jack Byrne

Varamenn:
1. Alan Mannus (m)
5. Lee Grace
9. Aaron Greene
10. Graham Burke ('60)
14. Simon Power
17. Richie Towell ('73)
24. Johnny Kenny
31. Kieran Cruise
34. Conan Noonan
39. Najemedine Razi

Liðsstjórn:
Stephen Bradley (Þ)

Gul spjöld:
Markus Poom ('88)
Gary O'Neill ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Góður dómari leiksins flautar af! Flottur sigur Breiðabliks, þrumufleygur Damirs skilur liðin að. En það er bara hálfleikur í þessu einvígi. Hvernig mun Shamrock standa sig á gervigrasinu í Kópavogi á þriðjudaginn?

Sigurliðið mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð.
95. mín
Shamrock fær aukaspyrnu á miðjum vellinum. Síðasta tækifæri Shamrock. Aukaspyrna utarlega í teiginn en Blikar koma boltanum frá.
95. mín
Lítið eftir. Seinni leikurinn verður á Kópavogsvelli eftir viku, næsta þriðjudagskvöld. Öll á völlinn!
94. mín Gult spjald: Gary O'Neill (Shamrock Rovers)
93. mín
Viktor Karl tók aukaspyrnuna, reyndi sendingu inn á teiginn en boltinn beint á varnarmann Shamrock.
92. mín
Gaham Burke rennur á Gísla Eyjólfs og Breiðablik fær aukaspyrnu.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 5 mínútur Johnny Kenny með skot fyrir utan teig en beint á Anton.
90. mín
VEL VARIÐ ANTON! Kavanagh með flott skot, tók boltann í fyrsta með vinstri og hitti á markið en Evrópu-Toni með þetta alveg á hreinu.
88. mín Gult spjald: Markus Poom (Shamrock Rovers)
88. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
87. mín
Sean Kavanagh fær gott færi En á ákaflega dapurt skot framhjá. Fögnum því!
86. mín
Ágúst Hlyns með fyrirgjöf en hún er ekki nægilega góð. Endar í fangi Leon Pohls.
85. mín
Nokkrar mínútur eftir, er Breiðablik að fara með 1-0 sigur í veganesti heim í Kópavoginn? Shamrock ekki náð að skapa sér mörg færi í kvöld. Blika lokað vel á þá.
82. mín
Ágúst Hlyns vinnur hornspyrnu

Tíunda hornspyrna Breiðabliks en lítið kemur úr henni.
80. mín
Frábærlega spilað hjá Breiðabliki og Viktor Karl kemur sér í teiginn. Kemur sér í mjög góða stöðu en Pohls nær að loka á hann í markinu. Viktor í þröngu færi.
79. mín
Hörkuskot frá Viktori! Gísli Eyjólfs keyrir af stað en missir boltann of langt frá sér. Blikar vinna boltann aftur. Höskuldur sendir á Viktor Karl sem á flott skot, þéttingsfast. Leon Pohls nær að verja!
77. mín
Shamrock með langa sendingu fram, of langa og boltinn flýgur afturfyrir.
76. mín
Vandræðagangur í vörn Blika en Arnór Sveinn kemur til bjargar.
73. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir getur ekki haldið leik áfram. Einhver meiðsli, vonandi verður hann klár í næsta leik!

73. mín
Inn:Richie Towell (Shamrock Rovers) Út:Ronan Finn (f) (Shamrock Rovers)
Hér má sjá þrumufleyg Damirs - Eina markið til þessa
71. mín
Shamrock fékk hornspyrnu. Anton Ari reis hæst í teignum og handsamaði boltann af miklu öryggi.
70. mín
Ágætis sókn hjá Breiðabliki en Höskuldur á svo misheppnaða sendingu, of föst og fer afturfyrir. Höskuldur biður liðsfélaga sína afsökunar.
69. mín
Blikar afskaplega lítið náð að koma boltanum upp völlinn í seinni hálfleiknum.
67. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Jason átti flottan fyrri hálfleik en lítið sést til hans í seinni hálfleiknum.
67. mín
Anton Ari ver frá Burke Shamrock í sókn. Viktor Örn skallar boltann frá. Heimamenn halda áfram sókninni og Graham Burke með utanfótar skot sem Anton Ari nær að verja. Gummi Ben talar um að Blikar séu að 'söffera' þessa stundina.
65. mín

64. mín
Það er í lagi með Damir og hann getur haldið leik áfram.
63. mín
Damir sest á grasið. Leikurinn stöðvaður. Hann þarf aðhlynningu. Ekki góðar fréttir.
62. mín
Blikar ekki að ná að halda boltanum mikið þennan kafla leiksins.
60. mín
Inn:Graham Burke (Shamrock Rovers) Út:Dylan Watts (Shamrock Rovers)
Fyrsta skipting leiksins
57. mín
Eftir öfluga byrjun hjá heimamönnum í seinni hálfleik hefur aðeins dregið úr kraftinum hjá þeim, ekki ólíkt eldgosinu hjá Litla-Hrút.
52. mín
Gaffney flaggaður rangstæður. Hárrétt.
49. mín
Kraftmikil byrjun hjá heimamönnum í seinni hálfleik. Stephen Bradley þjálfari hefur mögulega tekið upp hárblásarann í leikhléinu.
48. mín
Hættuleg sókn Shamrock en Blikarnir ná að verjast þessu. Hættuleg fyrirgjöf frá vinstri sem skapaði usla í teignum.
47. mín
Klæmint lendir í árekstri við Ronan Finn. Þeir skella saman og Finn fær nokkuð þungt högg á kjálkann.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Blikar með upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Kristinn Steindórsson sparkaði þessu aftur í gang.
45. mín
Hálfleikstölfræði: Marktilraunir: 4-5
Hornspyrnur: 0-9
Rangstöður: 0-0
45. mín
Fyrirliðinn í baráttunni í fyrri hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Breiðablik leiðir í hálfleik, eftir þessa neglu frá Damir! Sjónvarpsvélarnar sýna stuðningsmenn Breiðabliks í stúkunni. Hanna Sím er auðvitað mætt.
45. mín
Rory Gaffney með skot í hliðarnetið. Erfitt færi en Gaffney óhræddur við að freista gæfunnar.
Serbneski hamarinn
42. mín
Þessi forysta Breiðabliks er algjörlega verðskulduð. Hafa verið virkilega flottir í þessum fyrri hálfleik og áttu skilið að ná inn marki.
39. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
HAAAAAMAAARIIIINNN!!!! ÞVÍLÍKT MARK!!! ÞVÍLÍKT SKOT!!!! GEGGJAÐ mark eftir aukaspyrnuna! Viktor Karl rúllaði boltanum létt á Damir sem mætti og lét HREINLEGA VAÐA. Bylmingsskot og boltinn endaði upp í þaknetinu.
38. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu. Brotið á Klæmint. Daniel Cleary sá seki.
37. mín
„Það liggur mark frá Blikum í loftinu," segir Gummi Ben sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. Leikurinn fer nánast eingöngu fram á vallarhelmingi heimamanna!
36. mín
Klæmint hættulegur! Jason með fyrirgjöf en varnarmaður Shamrock nær að vera rétt á undan Klæmint í boltann!
34. mín
HÖSKULDUR skallar yfir! Þetta var fínasta færi, fyrirgjöf frá vinstri og Höskuldur, sem var iðinn við kolann í umspilinu, skallar yfir.
33. mín
Frábært samspils Andra Rafns og Gísla Eyjólfs, Andri með fyrirgjöf sem varnarmaður Shamrock nær að komast í.
31. mín
Kristinn Steindórsson að ógna, kemur sér inn í teiginn og tekur skotið en hittir boltann afskaplega illa. Hátt yfir, og langt framhjá, fer skotið.
30. mín
Meðal leikmanna Shamrock er hinn eistneski Markus Poom. Markus er sonur Mart Poom sem varði mark Derby og Sunderland á árunum 1997-2006 áður en hann lauk ferlinum á því að stoppa við hjá Arsenal og Watford.
28. mín
Oliver Sigurjóns í baráttunni
27. mín
Nóg af hornspyrnum hjá Blikum Eru að vinna 7-0 í fjölda hornspyrna!
26. mín

25. mín
Jason Daði með fyrirgjöf inn í teiginn eftir kjölfarið á hornspyrnu. Damir skallar yfir, var í strangri gæslu Damir.
23. mín
Oliver Sigurjónsson með aukaspyrnuna og þetta endar bara sem skot. Pohls nær að verja í horn.
22. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Brotið á Andra Rafni Yeoman á vinstri vængnum. Blikar einfaldlega verið betra liðið hingað til.
20. mín
Dylan Watts með skot fyrir utan teig, beint í fangið á Antoni Ara.
17. mín
Blikar hugaðir og orkumiklir í upphafi leiks. Byrjun sem írsku sjónvarpslýsendurnir átt alls ekki von á. Blikar fengið nokkrar honspyrnur og eru að skapa sér færi úr þeim.
16. mín
Anton Ari ver! Rory Gaffney á þeysispretti með boltann, kemur sér í skotfæri og lætur vaða en Anton nær að verja. Anton er alltaf bestur þegar kemur að Evrópuleikjunum.
13. mín
Dylan Watts aðþrengdur en tekur skotið, nær ekki að hitta á rammann.
12. mín
MJÖG GOTT FÆRI SEM BLIKAR FENGU! Frábær hornspyrna sem Jason tók, Pohls varði skalla frá Viktor Erni Margeirssyni.
11. mín
Jason að skapa vandræði fyrir Shamrock, sýnir lipur tilþrif og vinnur hornspyrnu. Shamrock kemur boltanum frá en aftur ná Blikar að ógna og vinna aðra hornspyrnu, nú Gísli Eyjólfs.
9. mín
Jason Daði að sýna dugnað og vinnur boltann af varnarmanni Shamrock. Nær hinsvegar ekki að halda boltanum innan vallarins og hann fer útaf í markspyrnu.
7. mín
Blikar eru að ná að halda boltanum talsvert betur en Shamrock hér á fyrstu mínútum leiksins.
2. mín
Andri Rafn Yeoman með fyrirgjöf sem er ekki vel heppnuð og endar beint á leikmanni Shamrock.
1. mín
Leikur hafinn
Hörkuleikur farinn af stað! Kýpverjinn hefur flautað til leiks og það voru heimamenn sem áttu upphafssparkið. Blikar eru svartklæddir í dag. Góða skemmtun og megi Breiðablik ná góðum úrslitum!
Fyrir leik
Roberto Lopes og Ronan Finn byrjuðu líka gegn Stjörnunni 2017. Þá var Graham Burke líka í byrjunarliðinu en hann byrjar meðal varamanna í kvöld!

Fyrir leik
Dómarar leiksins koma allir frá Kýpur - Það er VAR

Chrysovalantis Theouli er aðaldómari leiksins í kvöld. Michael Soteriou og Pavlos Georgiou eru aðstoðardómarar. Dimitris Solomou er VAR dómari. VAR myndbandstæknin er á staðnum!
Fyrir leik
Óskar Hrafn í vínrauðri skyrtu í dag
Fyrir leik
Fyrir leik
Sjálfvirka uppfærslan á textalýsingunni virkar ekki sem stendur. Lesendur þurfa því að uppfæra síðuna jafnóðum til að fá inn nýjar færslur.
Fyrir leik
Jason og Klæmint byrja

Ef horft er á byrjunarlið Breiðabliks og miðað við síðasta Evrópuleik liðsins, 5-0 sigurinn gegn Buducnost, þá eru tvær breytingar. Jason Daði Svanþórsson og Klæmint Olsen byrja leikinn en Arnór Sveinn Aðalsteinsson byrjar á bekknum og Stefán Ingi Sigurðarson hefur verið seldur til Belgíu.
Fyrir leik
Shamrock vann Stjörnuna 2017

Liðin mættust þá í tveimur Evrópuleikjum sem Shamrock vann báða 1-0. Árið 1982 mætti Shamrock Fram í tveimur leikjum og vann 3-0 og 4-0. Liðið hefur því unnið alla fjóra leikina sem það hefur spilað gegn íslenskum liðum, og ekki fengið á sig mark!
Stjóri Shamrock Rovers um leikinn:
Fyrir leik
„Þegar það var dregið þá var tilfinningin sú að Shamrock Rovers hafi sloppið vel“ Við ræddum við Andrew Dempsey, sem er írskur fótboltasérfræðingur, um einvígið sem er framundan hjá Blikum. Shamrock Rovers er sigursælasta félagið á Írlandi en liðið komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra.
Fyrir leik
Þetta segir Óskar Hrafn um komandi leik:

„Mér líst feikilega vel á þennan leik. Já, ég hugsa að það sé hægt að segja það, en er það ekki dálítið þannig að næsti leikur er alltaf stærsti leikurinn? En auðvitað er þetta mjög stór leikur og mikið undir, að því leytinu til er þetta stærsti leikurinn til þessa á tímabilinu. Markmiðið er að spila vel og að sýna að við séum að taka framförum á Evrópusviðinu," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.

Gríðarlega mikilvægt að vera þeir sjálfir
Er hugmyndafræðin öðruvísi í Evrópuleikjum eða er þetta framhald af leikjum í íslensku deildinni?

„Þetta er kannski ekkert framhald af leikjum í deildinni nema að við þurfum að halda fast í það hefur komið okkur á þennan stað. Við erum búnir að læra af þessum leikjum; fórum til Portúgals í vetur og spiluðum þar mjög góða leiki við Brentford B og Elfsborg. Brentford B spilar að mörgu leyti ekkert ósvipað kerfi og með svipaðar áherslur og Shamrock."

„Þar (í vetur) þorðum við að halda og spila boltanum, þorðum við að fara í gegnum þá (Brentford B), þorðum að stíga hátt upp á þá. Við þurfum að sýna að það skipti ekki máli hversu stórt sviðið er. Við þurfum að vera við sjálfir; það er gríðarlega mikilvægt."


Eins ólíkt hefðbundnu írsku liði og hægt er
Er leikstíll Shamrock líkari leikstíl Breiðabliks heldur en annarra íslenskra liða?

„Þetta er örugglega nær okkar leikstíl heldur en mörg önnur lið. Ef þú værir með fyrirframgefna skoðun um klassískt írskt lið þá er þetta ekki þannig. Maður myndi halda að það væru risastórir hafsentar og stór framherji þar sem boltanum er hamrað upp og seinni boltinn unninn - kannski eins og Aberdeen (frá Skotlandi) spilaði. Þetta er eins ólíkt því og það verður. Þetta er lið sem er miklu meira með boltann en andstæðingarnir og vilja spila helst úr öllu. Á móti eru þeir lélegastir í írsku deildinni í skallaeinvígum."

Mega ekki verða hræddir þó sviðið sé stórt
Eru lagðar áherslur á aðra hluti en í hefðbundnum deildarleik? Óskar hefur fyrir leiki talað um að vinna fleiri návígi en andstæðingurinn og vera með yfirhöndina í leikjum.

„Þetta snýst um það sama, auðvitað eru samt alltaf einhverjar misjafnar áherslur eftir því við hverja þú ert að spila. Sterkustu leikmenn liðanna geta verið í mismunandi stöðum og leiðir liðanna geta verið ólíkar hvað varðar sóknar- og varnarleikinn. Í grunninn þurfum við að sjá til þess að okkar hlutir séu í lagi, að varnarleikurinn ofarlega á vellinum sé góður og að við séum kröftugir og orkumiklir."

„Við þurfum að þora að spila og þora að fara í svæðin sem eru opin. Við megum ekki verða hræddir þó að sviðið sé stórt. Við þurfum að halda fast í sjálfsmyndina okkar. Þetta snýst að langstærstum hluta um okkur, miklu frekar en andstæðinginn, þó að við auðvitað undirbúum okkur fyrir hann. Það skiptir engu máli hvort að það sé Evrópuleikur við Shamrock eða deildarleikur við Fylki eða Víking."


„Við teljum okkur eiga fína möguleika, vitum að við erum með mjög gott lið, vitum að þeir náði árangri í Evrópu í fyrra og eru efstir í deildinni. Þeir eru öflugt og rútínerað lið. Eina sem dugir okkur er að spila okkar allra besta leik. Eina leiðin sem dugir okkur er að þora að vera við sjálfir eins og ég sagði áðan. Við megum ekki láta þá anda."

Þá er eins gott að það sé þitt eigið sverð
Miðað við þín orð þá værir þú ekki sáttur ef liðið þitt myndi liggja til baka gegn Shamrock, eða hvað?

„Það er tilgangslaust að liggja til baka og reyna verja eitthvað þegar það er ekki það sem þú gerir dagsdaglega. Ef þú ætlar að falla á eitthvað sverð þá er eins gott að það sé þitt eigið, en ekki sverð sem einhver annar er búinn að stilla upp og segir að best sé að falla á það. Það liggur í hlutarins eðli og okkar styrkleiki liggur ekki í því að liggja til baka og verjast lágt."

„Auðvitað vitum við að á móti góðum liðum, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er okkur alltaf ýtt niður á einhverjum tímapunkti, en við viljum helst ekki fara sjálfviljugir niður. Við þurfum að passa okkur á því að halda í það."

„Við erum búnir að spila 15 Evrópuleiki og sex æfingaleiki við erlend lið á síðustu 3-4 árum. Við erum búnir að halda sömu hugmyndafræði á lofti í öllum þessum leikjum og það væri til lítils að kasta því fyrir bý til þess að reyna freista þess að ná í ein úrslit."

„Við erum búnir að læra af þessum leikjum að við þurfum að vera laserfókuseraðir, þurfum að verjast inni í okkar teig og við þurfum að vera virkilega skarpir og einbeittir þegar við fáum færi. Við erum yfirleitt fínir á milli teiganna en við getum bætt hitt; inn í okkar eigin og vítateig andstæðingsins."

„Það er liðsins að sýna það á morgun að við séum búnir að taka skref fram á við. Tilgangurinn í þessu er að verða betri í því sem þú ert að gera og þú gerir það ekki ef þú ætlar í sífellu að vera breyta þér og aðlaga þig að öðrum."
Viðtal við stjóra Shamrock
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport Velkomin til leiks með okkur í fyrri viðureign Shamrock Rovers og Breiðabliks í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og þessi textalýsing er tekin í gegnum þá útsendingu.

Liðin mætast í Kópavogi í næstu viku en sigurliðið í þessari viðureign mun mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Liðið sem tapar mun mæta KÍ Klaksvík frá Færeyjum eða Ferencvaros frá Ungverjalandi í Sambandsdeildinni.


Leikið er á Tallaght leikvangnum í Dublin.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('73)
4. Damir Muminovic ('73)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('88)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('73)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('73)
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Davíð Ingvarsson ('88)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('67)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: