Tallaght leikvangurinn
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: 16 gráður og léttskýjað
Dómari: Chrysovalantis Theouli (Kýpur)
Sigurliðið mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð.
Tíunda hornspyrna Breiðabliks en lítið kemur úr henni.
Shamrock Rovers 0-1 Breidablik, Damir Muminovi? pic.twitter.com/4t01cRRBvW
— angusmaley (@angusmaley67397) July 11, 2023
Hálfleikur og við leiðum 1-0. Höfum stjórnað leiknum að miklu leyti en það er nóg eftir…
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) July 11, 2023
Vá Damir!!! ?????????????? #fotboltinet
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) July 11, 2023
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Leikur hafinn í Dyflinni??
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) July 11, 2023
Trylltar treyjur???? pic.twitter.com/r5HPVKFaZ2
???? ???????????????? ???????????????? ????
— Shamrock Rovers FC (@ShamrockRovers) July 11, 2023
???? Your hoops XI this evening…#RoversInEurope | @sharp_security pic.twitter.com/3n0Jwiozuj
Chrysovalantis Theouli er aðaldómari leiksins í kvöld. Michael Soteriou og Pavlos Georgiou eru aðstoðardómarar. Dimitris Solomou er VAR dómari. VAR myndbandstæknin er á staðnum!
Byrjunarliðið gegn Shamrock. Koma svo Blikar???????? pic.twitter.com/pXl2a85BX2
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) July 11, 2023
Ef horft er á byrjunarlið Breiðabliks og miðað við síðasta Evrópuleik liðsins, 5-0 sigurinn gegn Buducnost, þá eru tvær breytingar. Jason Daði Svanþórsson og Klæmint Olsen byrja leikinn en Arnór Sveinn Aðalsteinsson byrjar á bekknum og Stefán Ingi Sigurðarson hefur verið seldur til Belgíu.
Liðin mættust þá í tveimur Evrópuleikjum sem Shamrock vann báða 1-0. Árið 1982 mætti Shamrock Fram í tveimur leikjum og vann 3-0 og 4-0. Liðið hefur því unnið alla fjóra leikina sem það hefur spilað gegn íslenskum liðum, og ekki fengið á sig mark!
Stjóri Shamrock: Mér líkar hvernig Breiðablik spilar https://t.co/Avki3Fb1Gx
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 11, 2023
„Það væru mikil vonbrigði fyrir Shamrock Rovers" https://t.co/oE9jFHgral
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 11, 2023
„Mér líst feikilega vel á þennan leik. Já, ég hugsa að það sé hægt að segja það, en er það ekki dálítið þannig að næsti leikur er alltaf stærsti leikurinn? En auðvitað er þetta mjög stór leikur og mikið undir, að því leytinu til er þetta stærsti leikurinn til þessa á tímabilinu. Markmiðið er að spila vel og að sýna að við séum að taka framförum á Evrópusviðinu," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Gríðarlega mikilvægt að vera þeir sjálfir
Er hugmyndafræðin öðruvísi í Evrópuleikjum eða er þetta framhald af leikjum í íslensku deildinni?
„Þetta er kannski ekkert framhald af leikjum í deildinni nema að við þurfum að halda fast í það hefur komið okkur á þennan stað. Við erum búnir að læra af þessum leikjum; fórum til Portúgals í vetur og spiluðum þar mjög góða leiki við Brentford B og Elfsborg. Brentford B spilar að mörgu leyti ekkert ósvipað kerfi og með svipaðar áherslur og Shamrock."
„Þar (í vetur) þorðum við að halda og spila boltanum, þorðum við að fara í gegnum þá (Brentford B), þorðum að stíga hátt upp á þá. Við þurfum að sýna að það skipti ekki máli hversu stórt sviðið er. Við þurfum að vera við sjálfir; það er gríðarlega mikilvægt."
Eins ólíkt hefðbundnu írsku liði og hægt er
Er leikstíll Shamrock líkari leikstíl Breiðabliks heldur en annarra íslenskra liða?
„Þetta er örugglega nær okkar leikstíl heldur en mörg önnur lið. Ef þú værir með fyrirframgefna skoðun um klassískt írskt lið þá er þetta ekki þannig. Maður myndi halda að það væru risastórir hafsentar og stór framherji þar sem boltanum er hamrað upp og seinni boltinn unninn - kannski eins og Aberdeen (frá Skotlandi) spilaði. Þetta er eins ólíkt því og það verður. Þetta er lið sem er miklu meira með boltann en andstæðingarnir og vilja spila helst úr öllu. Á móti eru þeir lélegastir í írsku deildinni í skallaeinvígum."
Mega ekki verða hræddir þó sviðið sé stórt
Eru lagðar áherslur á aðra hluti en í hefðbundnum deildarleik? Óskar hefur fyrir leiki talað um að vinna fleiri návígi en andstæðingurinn og vera með yfirhöndina í leikjum.
„Þetta snýst um það sama, auðvitað eru samt alltaf einhverjar misjafnar áherslur eftir því við hverja þú ert að spila. Sterkustu leikmenn liðanna geta verið í mismunandi stöðum og leiðir liðanna geta verið ólíkar hvað varðar sóknar- og varnarleikinn. Í grunninn þurfum við að sjá til þess að okkar hlutir séu í lagi, að varnarleikurinn ofarlega á vellinum sé góður og að við séum kröftugir og orkumiklir."
„Við þurfum að þora að spila og þora að fara í svæðin sem eru opin. Við megum ekki verða hræddir þó að sviðið sé stórt. Við þurfum að halda fast í sjálfsmyndina okkar. Þetta snýst að langstærstum hluta um okkur, miklu frekar en andstæðinginn, þó að við auðvitað undirbúum okkur fyrir hann. Það skiptir engu máli hvort að það sé Evrópuleikur við Shamrock eða deildarleikur við Fylki eða Víking."
„Við teljum okkur eiga fína möguleika, vitum að við erum með mjög gott lið, vitum að þeir náði árangri í Evrópu í fyrra og eru efstir í deildinni. Þeir eru öflugt og rútínerað lið. Eina sem dugir okkur er að spila okkar allra besta leik. Eina leiðin sem dugir okkur er að þora að vera við sjálfir eins og ég sagði áðan. Við megum ekki láta þá anda."
Þá er eins gott að það sé þitt eigið sverð
Miðað við þín orð þá værir þú ekki sáttur ef liðið þitt myndi liggja til baka gegn Shamrock, eða hvað?
„Það er tilgangslaust að liggja til baka og reyna verja eitthvað þegar það er ekki það sem þú gerir dagsdaglega. Ef þú ætlar að falla á eitthvað sverð þá er eins gott að það sé þitt eigið, en ekki sverð sem einhver annar er búinn að stilla upp og segir að best sé að falla á það. Það liggur í hlutarins eðli og okkar styrkleiki liggur ekki í því að liggja til baka og verjast lágt."
„Auðvitað vitum við að á móti góðum liðum, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er okkur alltaf ýtt niður á einhverjum tímapunkti, en við viljum helst ekki fara sjálfviljugir niður. Við þurfum að passa okkur á því að halda í það."
„Við erum búnir að spila 15 Evrópuleiki og sex æfingaleiki við erlend lið á síðustu 3-4 árum. Við erum búnir að halda sömu hugmyndafræði á lofti í öllum þessum leikjum og það væri til lítils að kasta því fyrir bý til þess að reyna freista þess að ná í ein úrslit."
„Við erum búnir að læra af þessum leikjum að við þurfum að vera laserfókuseraðir, þurfum að verjast inni í okkar teig og við þurfum að vera virkilega skarpir og einbeittir þegar við fáum færi. Við erum yfirleitt fínir á milli teiganna en við getum bætt hitt; inn í okkar eigin og vítateig andstæðingsins."
„Það er liðsins að sýna það á morgun að við séum búnir að taka skref fram á við. Tilgangurinn í þessu er að verða betri í því sem þú ert að gera og þú gerir það ekki ef þú ætlar í sífellu að vera breyta þér og aðlaga þig að öðrum."
????? l "We know they're a very good side with real dangers all over the pitch so it's going to be a difficult game but one we feel we can win over two legs.''
— Shamrock Rovers FC (@ShamrockRovers) July 10, 2023
Stephen Bradley previews tomorrow's @ChampionsLeague Qualifier in Tallaght ????#RoversInEurope pic.twitter.com/sV18c5X62O
Grænir Shamrock Rovers frá Dyflinni fá græna heimsókn frá Fróni í kvöld. Blikar ætla að hitast í grænu stofunni á Kópavogsvelli frá kl 18:00.
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) July 11, 2023
Vonum að kvöldið verði einstakt.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!#eittfyrirklúbbinn Grafík: HH
Nánar ?? https://t.co/vyVEuhc9dw pic.twitter.com/1sQ3cOvYLk
Liðin mætast í Kópavogi í næstu viku en sigurliðið í þessari viðureign mun mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Liðið sem tapar mun mæta KÍ Klaksvík frá Færeyjum eða Ferencvaros frá Ungverjalandi í Sambandsdeildinni.
Leikið er á Tallaght leikvangnum í Dublin.