Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Afturelding
9
0
Selfoss
Ásgeir Marteinsson '2 1-0
Elmar Kári Enesson Cogic '10 2-0
Aron Elí Sævarsson '13 3-0
Elmar Kári Enesson Cogic '31 4-0
Elmar Kári Enesson Cogic '51 5-0
Andri Freyr Jónasson '66 6-0
Elmar Kári Enesson Cogic '85 7-0
Hrafn Guðmundsson '88 8-0
Elmar Kári Enesson Cogic '90 9-0
21.07.2023  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skýjað og 14 gráður
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 510
Maður leiksins: Elmar Kári Cogic
Byrjunarlið:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson ('63)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('63)
13. Rasmus Christiansen ('46)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('63)
22. Oliver Bjerrum Jensen ('77)
25. Georg Bjarnason

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
5. Oliver Beck Bjarkason
9. Andri Freyr Jónasson ('63)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('63)
15. Hjörvar Sigurgeirsson ('46)
19. Sævar Atli Hugason ('77)
26. Hrafn Guðmundsson ('63)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Ásþór Sigurðsson
Gunnar Ingi Garðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessari sturluðu sýningu lokið! Elías bætir nánast engum tíma við og flautar til leiksloka.
Ég er orðlaus, 9-0 sigur Aftureldingar staðreynd.
90. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
JÆJA ELMAR HÆTTU ÞESSU!! Boltinn dettur dauður í teig Selfyssinga og hver annar en Elmar Cogic nær að komast í boltann og setja hann í netið.
Þetta er löngu hætt að vera fyndið!
88. mín MARK!
Hrafn Guðmundsson (Afturelding)
Stoðsending: Hjörvar Sigurgeirsson
Þeir sýna enga miskun! Hjörvar á góða fyrirgjöf í teiginn beint á Hrafn sem tekur viðstöðulaust skot í hornið.
Ég er bara orðlaus.
85. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Stoðsending: Sævar Atli Hugason
ELMAR MEÐ 4!!! Sævar Atli kominn í frábært færi sjálfur en rennir boltanum til hliðar þar sem Elmar er fyrir opnu marki og skorar hann sitt 4. mark í dag!
79. mín
Inn:Aron Fannar Birgisson (Selfoss) Út:Gary Martin (Selfoss)
79. mín Gult spjald: Aron Einarsson (Selfoss)
Aron fer ansi harkalega í Hrafn og fær verðskuldað gult spjald að launum.
78. mín
77. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
75. mín Gult spjald: Oskar Wasilewski (Selfoss)
66. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Stoðsending: Elmar Kári Enesson Cogic
Þetta er bara rugl! Elmar Kári gefur út í teiginn á Andra Frey sem er aleinn og hann klárar frábærlega uppi í hornið!
Varnarleikur Selfyssinga ekki búinn að vera upp á marga fiska í dag!
63. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (Afturelding) Út:Ásgeir Marteinsson (Afturelding)
63. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
63. mín
Inn:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding) Út:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
60. mín
Elmar með flotta takta í teig Selfoss og tekur síðan skotið en Stefán Þór ver.
Elmar er ekkert hættur!
54. mín
Afturelding búnir að slá markametið sitt! Metið stóð í 39 mörkum í Lengjudeildinni og náðist sá árangur í fyrra en nú hafa þeir skorað 40 mörk eftir aðeins 13 umferðir!
51. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Stoðsending: Oliver Bjerrum Jensen
Elmar Kári kominn með þrennu!! Oliver Jensen þræðir Elmar í gegn og Elmar sólar síðan Stefán og setur svo boltann í autt netið.
Frábærlega gert hjá Elmari sem er orðinn markahæstur í deildinni!
50. mín
Aron Einars og Þorlákur eiga gott samspil, Aron lætur síðan vaða en boltinn fer langt framhjá marki heimamanna.
48. mín
Heimamenn vilja fá víti!! Elmar Kári Cogic fellur við í teignum og heimamenn vilja vítaspyrnu en Elías Ingi dæmir frekar markspyrnu.
46. mín
Báðir þjálfarar gera breytingar í hálfleik.
46. mín
Inn:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss) Út:Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
46. mín
Inn:Hrannar Snær Magnússon (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
46. mín
Inn:Hjörvar Sigurgeirsson (Afturelding) Út:Rasmus Christiansen (Afturelding)
45. mín
45. mín
Sprite Zero Klan heldur uppi stuðinu í hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
Afturelding með sýningu! Elías flautar til hálfleiks, þvílíkir yfirburðir Aftureldingar. Þeir hafa skorað 4 en gætu hafa skorað fleiri!
Stefán Þór markmaður langbesti leikmaður Selfyssinga í þessum fyrri hálfleik
43. mín
Leikurinn að róast aðeins þessa stundina.
38. mín
Þvílík varsla!! Oliver Jensen tekur frábært skot fyrir utan teig en Stefán Þór á sturlaða vörslu!
36. mín
Arnór Gauti fær tvö frábær færi! Arnór kemst í lausann bolta í teignum og tekur skotið Stefán ver mjög vel en boltinn fer aftur á Arnór sem tekur skotið en Stefán segir hingað og ekki lengra og ver aftur frábærlega!
31. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Stoðsending: Oliver Bjerrum Jensen
Þeir eru ekkert hættir! Oliver Jensen á frábæran sprett upp vinstri kantinn og sker svo boltann út í teiginn á Elmar sem setur boltann í netið!
Þetta Aftureldingarlið er svo ógeðslega gott!
27. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, spyrnan er góð og endar hjá Gary Martin á fjærstöng. Gary skýtur í varnarmann og endar boltinn í horni.
24. mín
Gestirnir fá horn, en heimamenn koma boltanum frá.
Rasmus Christiansen liggur niðri eftir hornið en hann heldur leik áfram skömmu síðar.
21. mín
Aron Elí á fínasta skalla úr horni en Stefán Þór ver vel í marki gestanna.
20. mín
Valdimar Jóhanns á gott skot úr aukaspyrnu en boltinn endar rétt yfir marki heimamanna.
16. mín
Gary Martin skorar rangstöðumark! Gary fær boltann í gegn og klárar vel en Bergur Daði er búinn að lyfta flagginu.
13. mín MARK!
Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Hvaða bull er í gangi hérna?? Aron Elí vinnur boltann rétt fyrir framan miðju og keyrir að marki og tekur hnitmiðað skot fyrir utan teig sem syngur í netinu!
Fyrirliðinn nánast að klára þetta eftir 13 mínútur!!
10. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Enn skorar Elmar! Ásgeir Marteins tekur frábæra hornspyrnu á fjærstöng þar sem Elmar er alveg aleinn og hann stýrir boltanum fagmannlega í netið!!
Þvílík byrjun hjá heimamönnum!
9. mín
Arnór Gauti kemst í frábært færi en Stefán Þór ver vel í horn.
6. mín
Ótrúlegt en satt, það er komið mark í alla leiki Lengjudeildarinnar.
2. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (Afturelding)
ÞEIR VORU EKKI LENGI AÐ ÞESSU!! Það kemur hár bolti í teiginn, Stefán Þór æðir út en Arnór Gauti þvælist fyrir honum. Boltinn fer í Stefán og svo beint á Ásgeir Marteins sem setur boltann í stöngina og inn!
1. mín
Leikur hafinn
Afturelding byrjar með boltann! Arnór Gauti á upphafssparkið
Fyrir leik
Gildran heiðursgestir Hljómsveitarmeðlimir Gildrunnar eru heiðursgestir kvöldsins og taka í hendur á leikmönnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Magnús Már gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik, Bjartur Bjarmi er í leikbanni vegna uppsafnaðra spjalda, Bjarni Páll Linnet kemur í liðið í stað hans.

Síðasti leikur Selfoss var 4-2 tap gegn Leikni R.
Dean Martin þjálfari Selfyssinga gerir engar breytingar frá þeim leik.
Fyrir leik
Nóg um að vera á Malbikstöðinni!
Fyrir leik
Leiknum er streymt í beinni á YouTube
Fyrir leik
Björn Axel spáir sannfærandi sigri heimamanna Björn Axel Guðjónsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur er spámaður vikunnar og tók það verkefni að sér að spá í 13. umferð Lengjudeildarinnar.

Afturelding 4 - 0 Selfoss
Maggiball heldur áfram að rúlla og þetta verður þægilegur dagur á skrifstofunni þar sem Seiðkarlinn (Ásgeir Marteins) og BBB (Bjartur Bjarmi) verða allt í öllu.

Fyrir leik
Úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar Fótbolti.net valdi úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar nú á dögunum en þar eru 7 fulltrúar frá Aftureldingu. Liðið má sjá hér fyrir neðan.



Leikmaður fyrri hlutans: Arnór Gauti Ragnarsson

Markahæsti leikmaður deildarinnar og er mað rúmlega mark að meðaltali á hverjum 90 mínútum spiluðum. Hann kominn með ellefu mörk, er með fjórða hæsta xG, er í fjórða sæti yfir flest skot að marki og í þriðja sæti yfir flestar snertingar í vítateig andstæðinga. Verið hrikalega drjúgur í fremstu víglínu og erfiður viðureignar fyrir varnarmenn deildarinnar.



Þjálfari fyrri hlutans: Magnús Már Einarsson

Auðvelt val. Hið afskaplega vel spilandi lið Aftureldingar er komið með níu stiga forystu á toppi deildarinnar og hefur skorað 35 mörk, sjö mörkum meira en næsta lið. Mosfellingar hafa stungið af í deildinni.

Fyrir leik
Ná Selfyssingar að binda enda á taphrinu sína? Selfoss er í 10. sæti í deildinni, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Liðið hefur nú tapað 4 leikjum í röð, síðasti sigur Selfyssinga kom þann 1. júní.

Síðasti leikur Selfoss var gegn Leikni á Selfossi en leikar enduðu 2-4 fyrir Leiknismönnum, Dean Martin hafði þetta að segja eftir leik:

,,Við þurfum að halda áfram. Við erum ungt lið og þurfum að læra af mistökunum. Við mætum bara á æfingu á morgun og byrjum að hugsa um næsta leik."

Fyrir leik
Fær eitthvað stöðvað Aftureldingu? Afturelding er í toppsæti deildarinnar með 9 stiga forskot á Fjölni sem sitja í 2. sæti.
Magnús Már og lærisveinar hans hafa varla stigið feilspor í sumar. Liðið hefur unnið 10 leiki, gert 2 jafntefli og eru enn taplausir.

Fyrir leik
Föstudagsfótbolti! Góðann og blessaðann daginn kæru lesendur og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Malbikstöðinni að Varmá.
Hér í kvöld mun topplið Aftureldingar taka á móti Selfyssingum í 13. umferð Lengjudeildarinnar.


Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
4. Oskar Wasilewski
5. Jón Vignir Pétursson (f)
7. Aron Darri Auðunsson
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f) ('46)
10. Gary Martin ('79)
17. Valdimar Jóhannsson ('46)
19. Gonzalo Zamorano
20. Guðmundur Tyrfingsson (f)
21. Aron Einarsson

Varamenn:
6. Adrian Sanchez
9. Aron Fannar Birgisson ('79)
10. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('46)
23. Þór Llorens Þórðarson
24. Elfar Ísak Halldórsson
77. Hrannar Snær Magnússon ('46)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Stefán Logi Magnússon
Arnar Helgi Magnússon
Lilja Dögg Erlingsdóttir

Gul spjöld:
Oskar Wasilewski ('75)
Aron Einarsson ('79)

Rauð spjöld: