Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Jota orðaður við Arsenal
Powerade
Moise Kean.
Moise Kean.
Mynd: EPA
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: Getty Images
Það eru væntanlega margir þreyttir einstaklingar að störfum í dag eftir Ofurskálarleikinn sem aldrei var spennandi. Hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade.

Arsenal og Tottenham hafa bæði áhuga á framherjanum Moise Kean (24) hjá Fiorentina. Kean er fyrrum leikmaður Everton. (Nicolo Schira)

Manchester United og Aston Villa voru bæði tilbúin að bjóða 58 milljónir punda í Fermín López (21), leikmann Barcelona, ??í janúar, en Spánverjinn hafði ekki áhuga á að fara. (Sport)

Barcelona afþakkaði að fá Joao Felix (25) frá Chelsea í janúarglugganum áður en Portúgalinn fór á láni til AC Milan til loka tímabilsins. (Sport)

Arsenal hefur áhuga á að fá portúgalska framherjann Diogo Jota, (28) en Liverpool er tilbúið að selja hann fyrir rétta upphæð vegna meiðslavandræða hans. (Anfield Watch)

Umboðsmaður Sandro Tonali (24), miðjumanns Newcastle United, segir ólíklegt að ítalski landsliðsmaðurinn snúi aftur til ítölsku deildarinnar vegna þess hversu dýr hann er. (Calciomercato)

Atletico Madrid hefur áhuga á að fá franska framherjann Jean-Philippe Mateta (27) frá Crystal Palace en samningur hans við Ernina rennur út árið 2026. (Teamtalk)

Bandaríski eigandi Lyon, John Textor, sem er stór hluthafi í Crystal Palace, vill að franska félagið bjóði í Mateta sem er metinn á 50 milljónir punda. (Sun)

Crystal Palace hefur eyrnamerkt franska varnarmanninn hjá Burnley, Maxime Esteve (22), og hollenska unglingalandsliðsmanninn Rav van den Berg (20) hjá Middlesbrough sem leikmenn sem gætu komið í stað Marc Guehi (24). (Sun)

Everton stefnir að því að fá unga breska leikmenn sem hluta af nýjum áherslum félagsins. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner