Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Í BEINNI
Besta-deild karla
Afturelding
LL 1
0
Víkingur R.
FH
2
4
Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson '18
0-2 Nikulás Val Gunnarsson '40
Davíð Snær Jóhannsson '45 1-2
Dani Hatakka '68 2-2
2-3 Ómar Björn Stefánsson '94
2-4 Óskar Borgþórsson '95
24.07.2023  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Það blæs aðeins en völlurinn lítur mjög vel út
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Ómar Björn Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('56)
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson ('66)
26. Dani Hatakka
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('90)
34. Logi Hrafn Róbertsson
- Meðalaldur 5 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
7. Steven Lennon ('90)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('56)
37. Baldur Kári Helgason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Kjartan Kári Halldórsson ('48)
Logi Hrafn Róbertsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!


Þvílíkur knattspyrnuleikur!!!

Ætla að drífa mig í göngin að taka viðtöl

Takk fyrir samfylgdina, Besta deildin er geggjuð!
95. mín MARK!
Óskar Borgþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Ómar Björn Stefánsson
TALANDI UM SENUR MAÐUR LIFANDI!!!! Fylkir í aðra skyndisókn og Ómar gerir frábærlega og keyrir upp völlinn og fer framhjá Dani Hatakka , inn á teig og rennir boltanum fyrir markið og Óskar Borgþórsson skorar í autt markið, hleypur að stúkunni rífur sig úr að ofan og tekur knee slide!!

Þvílíkur leikur
94. mín MARK!
Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Stoðsending: Pétur Bjarnason
VAÁÁÁÁÁÁÁÁ

Fylkismenn í skyndisókn og Óskar Borgþórsson keyrir upp allann völlinn og á sendingu fyrir markið á Pétur sem rennir boltanum einum til hliðar á Ómar sem á skot milli fóta varnarmanns og í fjærhornið!!

Þvólíkar senur!!!
92. mín
Lítið eftir

Ekkert annað í kortunum en 2-2 jafntefli
90. mín
+4 frá dómarateyminu
90. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
It´s Lenny time
87. mín
Nei nei

Hornspyrnan tekin stutt og Haraldur Einar með agalega fyrirgjöf beint á fyrsta mann
87. mín
Nú hljóta FH-ingar að skora

Svona 10unda hornspyrnan sem þeir fá í þessum leik
83. mín
HÆTTA Á FERÐUM!

Kjartan Henry fer einn á einn og "tíar" boltann fyrir Vuk sem tekur við boltanum og keyrir inn á teig, Vuk á svo skot milli fóta Orra en rééétt framhjá markinu
81. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Tuð og gult
80. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Út:Ólafur Karl Finsen (Fylkir)
Óli Kalli verið geggjaður í leiknum, tvær stoðsendingar

U-21 landsliðsmaðurinn kominn inn á

Ekki oft sem maður sér Fylki hafa U-21 leikmenn bara á bekknum
79. mín
Það er búið að róast aðeins yfir öllu hérna í Krikanum, hvorugt liðið að ógna af einhverju viti
77. mín
FH fær enn einu hornspyrnuna

Vuk með háa fyrirgjöf sem Úlfur Ágúst skallar yfir markið
75. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Einn af okkar efnilegari bílstjórum kominn inn á !
73. mín
Sindri Kristinn maður lifandi

Himinhá sending inn fyrir á engan Fylkismenn og Sindri ætlar að reyna touch-a boltann í fyrsta og kemur með glatað touch sem endar næstum með því að Fylkimsmenn komast í boltann og skora í autt markið
72. mín
KJARTAN HENRY

Vuk Oskar reynir skot sem fer af varnarmanni og dettur fyrir Kjartan Henry á fjær sem á skot í fyrsta en Ólafur Kristófer ver þetta meistaralega í markinu!

Fylkismenn eru upp við kaðlana þessa stundina
71. mín
FH fá aukaspyrnu á hættulegum stað eftir heimskulegt brot Ragnars Braga

Sem endar með því að FH fær horspyrnu vinstra megin frá
68. mín MARK!
Dani Hatakka (FH)
Stoðsending: Kjartan Henry Finnbogason
Ó... shocker.... Kjartan Henry að valda usla inn á teig Hornspyrna sem dettur út í teiginn á Finn Orra sem gefur á Harald sem tók hornspyrnuna

Haraldur kemur með geggjaðan bolta á fjær sem Kjartan Henry skallar fyrir markið og Dani Hatakka skallar í nánast autt markið

GAME ON!
66. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (FH) Út:Ástbjörn Þórðarson (FH)
Jæja loksins það sem ég kallaði eftir, KHF og Úlfur saman upp á topp að skapa vandræði
65. mín
Dani Hatakka með fyrirgjöf inn á teig sem að Óli Guðmunds skallar rétt yfir markið
65. mín
Sveinn Gísli er reyndar búinn að vera virkilega flottur í þessum síðari hálfleik ég gef honum það!
62. mín
Halli Ásgríms með aukaspyrnu á fjær sem Björn Daníel reynir að skalla fyrir markið en skallar boltann bara í markspyrnu
61. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
60. mín
Verið ansi lítið að frétta í þessum síðari hálfleik hingað til
56. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Serbinn kominn inn á
55. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Fylkir)
Óli Kalli með takkana ANSI hátt á lofti og er nálægt því að fara í andlitið á D. Hatakka

Hárréttur dómur hjá Ella á Kiss FM
53. mín
Davíð Snær millimetrum frá því að finna Ástbjörn í dauðafæri en Arnór Breki nær að setja stóru tá í boltann og kemur í veg fyrir þetta
50. mín
Óskar Borgþórsson greinilega ekki verið í stáltökkum í fyrri hálfleik því hann er búinn að skipta úr Gula vapornum í svarta skó sem ég sé ekki merkið á

Mest líklega stáltakkar
48. mín Gult spjald: Kjartan Kári Halldórsson (FH)
47. mín
Ef ég væri FH-ingur væri ég til í að sjá Úlf Ágúst með Kjartani Henry upp á topp og hengja boltann á Svein Gísla Þorkelsson, Sveinn (2003) sem var keyptur til Víkings er auðvitað á láni frá Vikes og á eftir að sanna sig sem alvöru hafsent í þessari deild

Væri alvöru próf að díla við þessa tvo framherja
46. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Íslenski Peter Crouch kominn inn á fyrir annan af markaskorurum Fylkis
46. mín
Seinni er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Eftir afar leiðinlegan fótboltaleik framan af erum við núna með alvöru leik!!

Sjáumst eftir korter
45. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
MEÐ SÍÐUSTU SNERTINGU FYRRI HÁLFLEIKS Geggjuð fyrirgjöf á fjær frá Ástbirni beint á höfuðið á Birni Daníel sem skallar boltann fyrir markið og Davíð flugskallar boltann í markið

Frábært mark!!
45. mín
45. mín
FH-ingar eru veeeel pirraðir í stúkunni

Hafa lítinn húmor fyrir þessu
40. mín MARK!
Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Stoðsending: Ólafur Karl Finsen
ÞAÐ ER 0-2 Arnór Breki keyrir í átt að teig FH, finnur Óla Kalla sem þræðir boltann á Nikulás Val sem á skot sem fer af Óla Guðmunds og í netið og Sindri Kristinn er á hnjánum frosinn!

Ja hérna hér !!!
39. mín
"Dómarann í sturtu" syngja ungu stuðningsmenn FH

Elli á KissFM svo sem með allt í teskeið
37. mín
Björn Daníel með geggjaða hugmynd, lítur upp og sér að Davíð Snær er með allt pláss í heiminum á vallarhelmingi Fylkis

En því miður er sendingin bara alltof föst og Ólafur Kristófer vel vakandi í markinu
33. mín
ÓLI KALLI NÆSTUM ÞVÍ BÚINN AÐ SKORA SLÁIN STÖNGIN INN

Óskar Borgþórs með hornspyrnu á nærstöngina og Óli Kalli á bakfallsspyrnu í slánna, stöngina og út í teiginn og þar kemur svo Birkir Eyþórs á skot og bjargað á línu

Senur
32. mín
Óskar Borgþórsson með skemmtilega takta vinstra megin í teignum og á skot sem Sindri ver í horn
29. mín
Hornspyrna FH inn á teig sem dettur fyrir gapandi frían Loga Hrafn sem á hræðilega fyrstu snertingu og neyðist til að gefa út fyrir teiginn á Finn Orra sem á fast skot en vel yfir markið
26. mín
Davíð Snær með geggjaðan bolta inn á teig en það vantar bara fleiri hvítar treyjur inn á teig.

Fylkismenn ekkert gert síðan að þeir komust yfir
24. mín
FH fær aukapsyrnu á frábærum fyrirgjafastað

Kjartan Kári með flotta spyrnu inn á teig en Fylkismenn skalla í horn
23. mín
Elís Rafn Björnsson vinnur boltann og á bara þrususkot rétt yfir markið

Um að gera að reyna þetta
18. mín MARK!
Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
OG ÞEIR REFSA BARA STRAX!!!! Langur fram á Óla Kalla sem vinnur skallaeinvígi og boltinn skoppar í átt að Finni Orra sem kemur með ömurlega tilraun til að skalla boltann í axlarhæð og missir af boltanum og Benedikt Daríus sleppur einn inn fyrir og vippar boltanum yfir Sindra í markinu

Magnað, FH klikka dauðafæri, markspyrna, unnin skallabolti, mark!

Fótbolti <3
17. mín
ÚLFUR !!!!

Flott sókn FH þar sem Davíð sendir upp hægri kantinn á Ástbjörn sem á magnaða sendingu á Úlf sem klúðrar dauðafæri rétt framhjá!
14. mín
Davíð Snær með einhhverskonar skot/fyrirgjöf sem Óli í markinu handsamar ansi auðveldlega
9. mín
Jæja um leið og ég segi þetta á Óskar B skot í varnarmann og boltinn fer hátt upp í loft og þá fara Sindri Kristinn og Óli Kalli í háloftabaráttu þar sem að Sindri lendir mjög illa á bakinu og Elías Ingi dæmir á Óla Kalla
8. mín
8 mínútur liðnar af þessum leik og það er ekkert að frétta eins og er
6. mín
Gaman að sjá Loga Hrafn í 6-unni fyrir framan vörn FH

Maður er vanur að sjá hann í hafsent

Logi geggjaður leikmaður
4. mín
Dani Hatakka með langt innkast inn á teig FH en það endar bara í markspyrnu
1. mín Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
Þetta hlýtur að vera fljótasta gula spjald tímabilsins

13 sekúndur liðnar og Arnór Breki fer alltof harkalega með sólann á undan sér í 50/50 bolta og fær verðskuldað gult spjald

Ástbjörn liggur eftir þjáður og þarf aðhlynningu
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Fylkismenn sem byrja með boltann og sækja í átt að Skessunni.

Góða skemmtun !
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin Heimir Guðjónsson gerir einungis eina breytingu frá 1-0 tapinu gegn KR í Frostaskjólinu en Kjartan Henry er settur á bekkinn og varnarmaðurinn Dani Hatakka kemur inn í hans stað.

Fylkismenn gera tvær breytingar frá jafnteflinu gegn HK í síðustu umferð en Arnór Breki og Benedikt Daríus koma inn í stað Arnórs Gauta og Þórðs Gunnars.
Fyrir leik
Spámaðurinn Einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar og bara besti bakvörður Lengjudeildarinnar, Aron Elí Sævarsson var spámaður Fótbolta.net fyrir þessa 16.umferð og svona spáir hann leiknum.

"FH 2 - 0 Fylkir
Fylkismenn skora ekki meira en eitt mark í leik eins og staðan er og FH líður alltof vel í Krikanum. Aldrei spurning og Úlfur Ágúst, leikmaður Duke, skorar bæði"


Fyrir leik
Dómarinn Elías Ingi Árnason sér til þess að allt fari faglega fram í kvöld með Patrik Frey Guðmundsson og Berg Daða Ágústsson með sér til aðstoðar.

Aðalbjörn Heiðar er varadómari ef svo fer að Elías kannski tognar aftan í læri.
Fyrir leik
Óskar Borgþórs á förum? Dáðasti sonur Árbæjar, Óskar Borgþórsson hefur svo sannarlega heillað marga í sumar sama hvort það séu knattspyrnuáhugamenn, andstæðinga sína og þjálfara en hann er kominn með 4 mörk og 3 stoðsendingar hingað til í sumar. Ég veit ekki hvort hann fari í sumar en ég veit að Breiðablik og Víkingur hafa mikinn áhuga á þessum skemmtilega leikmanni
Fyrir leik
Alvöru leikur í Lautinni Þessi lið mættust snemma á tímabilinu eða í 3.umferð og þar átti sér stað alvöru leikur.

Fylkismenn komust í 2-0 en í síðari hálfleik náðu FH að jafna í 2-2. Á síðustu 10 mínútum leiksins gerðu Fylkismenn hins vegar vel og skoruðu tvö mörk og enduðu leikar með 4-2 sigri Appelsínugulra.

Vona við fáum svipaðan leik í dag, takk.
Fyrir leik
Slakt gengi Fylkis upp á síðkastið Það fer að styttast í að ágústmánuður skelli á og Fylkismenn hafa ekki unnið leik síðan 28 maí þegar þeir unnu ÍBV 2-1.

Það þýðir að Fylkismenn hafa síðan spilað sjö leiki og ekki unnið einn þeirra.
Fyrir leik
FH í ágætri stöðu FH-ingar eiga tvo leiki inni á KR sem eru í 4.sæti Bestu deildarinnar og með sigri í dag komast þeir yfir KR í töflunni í baráttunni um þetta 4.sæti

Vissulega áhugavert að sjá eftir 14 leiki og í 5.sæti eru FH samt með -1 í markatölu
Fyrir leik
Heilir og sælir kæru lesendur og veriði hjartanlega velkomnir í þráðbeina textalýsingu frá Krikanum þar sem að Fylkismenn koma í heimsókn!
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Arnór Breki Ásþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('75)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('46)
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
77. Óskar Borgþórsson
80. Ólafur Karl Finsen ('80)
- Meðalaldur 12 ár

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson ('80)
6. Frosti Brynjólfsson
9. Pétur Bjarnason ('46)
22. Ómar Björn Stefánsson ('75)
25. Þóroddur Víkingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Arnór Breki Ásþórsson ('1)
Ólafur Karl Finsen ('55)
Birkir Eyþórsson ('61)

Rauð spjöld: