Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Breiðablik
0
2
FCK
0-1 Jordan Larsson '1
0-2 Rasmus Falk (f) '32
25.07.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Forkeppni Meistaradeildar karla
Aðstæður: Allt upp á 10
Dómari: Gergo Bogár (Ungverjaland)
Áhorfendur: 1485
Maður leiksins: Jordan Larsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('83)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('74)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('79)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('79)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
35. Hilmar Þór Helgason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('83)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson ('79)
20. Klæmint Olsen ('79)
21. Arnar Smári Arnarsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('74)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Davíð Ingvarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
0-2 niðurstaðan hér í Kópavogi

Ótrúlega pirrandi úrslit þar sem að Blikar voru mjög flottir í leiknum og fengu skítamark á sig eftir 40 sek

Nú bara með kassann út á parken!
92. mín
NEI NEI NEI

Ágúst Hlyns með hörkuskot inn á teig sem Grabara er í brasi með og ver út í teiginn en enginn græn nær að ráðast á boltann
92. mín
Blikar fá horn

PLÍS eitt mark
91. mín Gult spjald: Ísak Bergmann Jóhannesson (FCK)
Ísak með tæklingu á Gísla
90. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Tækling á Ísak Bergmann
89. mín
ORRI !!!

Elias Jelert með sturlaða fyrirgjöf beint á pönnuna á Orra sem á skalla rétt yfir markið

Vildi ekki brjóta hjartað í pabba sínum og slökkva endanlega í þessu einvígi
87. mín
Ennþá afar lítið að frétta

Bæði lið að skapa sér mjög lítið, komast í ágætar stöður en ekkert að frétta samt..
83. mín
Mjög lítið að frétta hjá báðum liðum

Stefnir allt í bara 0-2 sigur en sjáum hvað setur
83. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
79. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Tvöföld breyting hjá Blikum
79. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Tvöföld breyting hjá Blikum
77. mín
Þessi björgun í fyrri hálfleik...
76. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað

Frábær fyrirgjafastaða!
74. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
73. mín
72. mín
Inn: Elias Achouri (FCK) Út:Jordan Larsson (FCK)
Nýjasti leikmaður FCK kominn inn á

Jordan Larsson búinn að fara illa með Blika í dag
71. mín
Orri fékk bara klapp frá stúkunni annað en Ísak
71. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (FCK) Út:Diogo Gonçalves (FCK)
Orri kominn inn á !
70. mín
Flott sókn hjá FCK sem endar með því að Jordan Larsson á skot yfir markið
67. mín
Hætta !!

Oliver með frábæra sendingu á fjær þar sem að Jason Daði var klár í að stanga boltann í netið en Diks vel vakandi á fjær og skallar í horn
64. mín
Það var áhugavert að sjá þegar að Ísak er skipt inn á voru sumir sem klöppuðu og sumir sem bauluðu á hann
60. mín
Aukaspyrna frá Oliver á fjærsvæðið og Viktor Örn er svo nálægt því að komast í boltann en rétt missir af honum

Það er ekkert að detta með Blikum þrátt fyrir frábæra spilamennsku..
58. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (FCK) Út:Roony Bardghji (FCK)
Ísak kominn inn á
57. mín
FRÁBÆR pressa frá Blikum og Blikar komast á 3 gegn 2, Jason ákveður að gefa á Gísla og K. Diks tæklar boltann í átt að marki og Grabara ver boltann í horn
54. mín
50/50 tækling á vallarhelmingi Blika sem endar með að Roony Bardghji kemst einn á einn gegn VÖM, hann fer óvænt á hægri fótinn sinn og á skot beint á Anton, boltinn fellur fyrir VÖM sem kemur boltanum bara aftur fyrir
51. mín
HÖSKULDUR

Hornið tekið stutt og Höggi keyrir inn á teig og hörkuskot sem að mér sýndist Grabara verja yfir en markspyrna niðurstaðan..
51. mín
Blikar fá horn eftir frábæran spilkafla
49. mín
Valdemar Lund liggur eftir að hafa lent í 50/50 einvígi við Gísla Eyjólfsson, hann er smá haltur
46. mín
Gísli hársbreidd frá því að skora áðan, þessi björgun hjá Jordan Larsson náttúrulega er bara eitthvað kjaftæði
46. mín
Seinni er farinn af stað

Blikar byrja með hann
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Jæja 0-2 í hálfleik sem alls ekki verðskuldað..

Sanngjarnt væri kannski 1-1

Blikar verið flottir, KOMA SVO!
45. mín
Jesús!!

Blikar í flottri sókn sem endar á því að Kiddi kemur með sendingu inn á teig, Gísli og Viktor ákveða að reyna báðir við boltann sem skemmir momentið

Boltinn svo sendur út á Oliver sem á skot yfir!
45. mín
+2
44. mín
FCK vilja víti eftir að Damir fer aðeins í bakið á K. Diks

Áfram með leikinn
43. mín
Manni líður eins og FCK fái frekari virðingu frá dómaranum en Blikar
Elvar Geir Magnússon
40. mín
Frændi Mate Dalmay þarna á flautunni er með allt lóðrétt á flautinni

Biður Yeoman um að færa sig aftar að taka innkast eftir að hann var snöggur að taka það en hættir svo við og dæmir vitlaust innkast

Ha?
38. mín
Úfff...

R. Falk finnur Diks inn í D-boganum sem á skot rétt framhjá markinu
35. mín
Nú skil ég ekkert í dönsku en ég skil samt að Dönunum finnst Blikarnir bara betri en FCK
32. mín MARK!
Rasmus Falk (f) (FCK)
Stoðsending: Jordan Larsson
Djöfull er þetta pirrandi ertu að grínast Blikar búnir að vera með FCK upp við kaðlana og svo kemur eitt moment þar sem að Rasmus Falk finnur Larsson fyrir utan teig með bakið í markið og Larsson á sturlaða hælsendingu aftur á Falk sem skorar framhjá Antoni í markinu

Þarna finnst mér Anton Ari eiga bara að gera betur og verja þetta..
30. mín
NEIIII

Gísli Eyjólfs sólar einhverja þrjá leikmenn FCK og á sendingu á Höskuld sem á skot í varnarmann og rétt framhjá markinu

Úr stúkunni leit þetta út eins og boltinn hefði verið nokkrum sentimetrum frá því að fara í markið en þetta var nokkra metra framhjá
29. mín
Rúmar 30 mínútur liðnar af þessum leik og Blikar hafa bara verið virkilega flottir út á velli, eru að halda í sín gildi og spila sinn fótbolta
28. mín
Oliver í færi

Sending inn á teig sem er hreinsuð beint til Olivers og hann á skot yfir markið
25. mín
NEIIII

Hornspyrna á fjær og VÖM nær skalla í fjærhornið en á eitthvern ótrúlegan hátt nær Jordan Larsson að bjarga á línu í baráttu við Gísla

Þetta var færi..
25. mín
Blikar fá horn

KOMA SVO
23. mín
Skrýtið moment hérna á Kópavogsvelli

Roony Bargdhji brýtur á Yeoman og ég held að það hafi verið að skoða mögulegt rautt spjald

Því það var verið að skoða eitthvað í VAR
21. mín
Glacier-inn að gera magnaða hluti í stúkunni með stuðningsmannasveit Blika, Kópacabana
20. mín


Íslendingarnir fengu ekki traustið í kvöld
19. mín
FCK fagna gjöfinni frá Blikum eftir 42 sek
17. mín
Skemmtilegt spil hjá FCK sem endar á því að vinstri bakvörður FCK, Kevin Diks er að komast í geggjað skotfæri en Damir með sturlaða tæklingu og bjargar í horn
15. mín
FCK fá aukaspyrnu á góðum fyrirgjafastað
13. mín
Um að gera! Höskuldur fær boltann á vallarhelmingi FCK, tekur nokkrar snertingar í átt að marki og á fast skot meðfram jörðinni en það er töluvert framhjá markinu
11. mín
Blikar fá góða stöðu eftir ömurlega sendingu frá V. Lund og Oliver keyrir í átt að teignum en á slaka sendingu ætlaða Jasoni Daða
10. mín
Hætta á mark Blika Elias Jelert hægri bakvörður FCK fær skoppandi bolta á hægri kantinum og á geggjaða fyrirgjöf inn á teig en Goncalves skallar yfir markið
8. mín
5. mín
GÍSLI!!!!

Roony Bargdhji með ömurlega sendingu á Kidda Steindórs inn í eigin teig og Kiddi finnur Gísla inn á teig og Gísli á skot en beint á Grabara..

Þetta var alvöru færi
3. mín
Rasmus Falk keyrir upp að endalínu og reynir fyrirgjöf sem Oliver fer fyrir

FCK heimta víti og vilja meina að boltinn hafi farið í höndina á Oliver en Ungverjinn segir bara áfram með leikinn, hornspyrna
1. mín MARK!
Jordan Larsson (FCK)
Stoðsending: Valdemar Lund
Ja hérna hér

Valdemar Lund með sendingu inn fyrir vörn Blika og Anton Ari af einhverri ástæðu fer ekki út í boltann og fer í 50/50 einvígi við Larsson og tæklar boltann í Larsson og Larson mokar boltanum í opið markið...

42 sek
1. mín
Leikur hafinn
ÞETTA ER BYRJAÐ!!!

FCK byrja með hann.
Fyrir leik
Fyrir leik
Mest spennandi leikmaður FCK - Hann byrjar
Fyrir leik
Ísak og Orri á bekknum Íslendingarnir tveir Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrja báðir á bekknum hjá Kaupmannahafnarfélaginu.

Andreas Cornelius, dýrasti leikmaður í sögu FCK, er ekki í hópnum í kvöld vegna meiðsla.

Jordan Larsson, sonur Henrik Larsson, byrjar hjá FCK og á kantinum er einn efnilegasti fótboltamaður í heimi, Roony Bardghji. Hann er 17 ára gamall sænskur unglingalandsliðsmaður.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið FC Kaupmannahafnar
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Gísli og Jason klárir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir enga breytingu á liðinu sem lagði Shamrock Rovers fyrir viku síðan.

Jason Daði Svanþórsson og Gísli Eyjólfsson sem gátu ekki klárað leikinn gegn ÍBV á föstudag eru báðir klárir í slaginn. Klæmint Olsen tekur sér sæti á bekknum eftir að hafa skorað gegn ÍBV.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Ísak Bergmann er fullur sjálfstrausts fyrir leiknum „Þeir eru á þvílíku rönni og eru með þvílíkt gott lið og við ætlum að bera virðingu fyrir þeim. Þeir eru mjög góðir á boltanum en það eru veikleikar í öllum liðum og þeir eru ekki alveg jafn góðir varnarlega og sóknarlega. Við erum með góða menn fram á við sem við getum nýtt og ætlum að refsa þeim.“

„Fyrst og fremst erum við að byrja okkar deild en þeir eru búnir að vera að spila og í góðu formi. Við spiluðum fyrsta leikinn á móti Lyngby um helgina þannig við erum að komast inn í hlutina og það er svona helsta. Þeir geta spilað vel á sínum velli en það verður allt annar leikur á Parken. Við þurfum að bera virðingu fyrir þeim og þeir eru með hörku góða leikmenn og við eigum að vinna tíu af tíu leikjum en það getur allt gerst í fótbolta.“
Fyrir leik
Þetta hafði Orri að segja um að mæta pabba sínum „Þetta er mjög skrítið. Þetta er ekki eitthvað sem við sáum í handritinu þegar við vorum saman í fjórða flokki Gróttu. Þetta er eitthvað sem gerist og við verðum að díla við það eins og menn,“ sagði Orri við Fótbolta.net en hann hélt að þegar hann yfirgaf Gróttu að þeir væru að kveðjast.
Fyrir leik
Óskar gegn Orra helsta sögulína leiksins „Auðvitað er fót­bolt­inn þannig að þú ræður ekki hverj­um þú mæt­ir og hverj­ir eru í liði mótherjanna. Það er ekki draumaverkefnið að mæta syn­in­um. Ég vor­kenni móður hans, Lauf­eyju kon­unni minni, meira. Hún þarf að sitja upp í stúku og halda með báðum liðum. Það má ekki gera þetta að ein­vígi míns og hans. Hvor­ug­ur okk­ar er í aðal­hlut­verki," sagði Óskar.
Fyrir leik
Fyrirliðinn er peppaður og hefur trú á þessu verkefni "Það er stórt að mæta stærsta liðinu á Norðurlöndum og við hlökkum til að gefa þeim alvöru rimmu."

„Ég held að allur Kópavogur vilji sjá okkur etja kappi á móti svona stóru liði. Þá vilja hlutlausir líka sjá það með eigin augum þegar svona lið mætir íslensku félagsliði, og sjá hvar íslenskur fótbolti stendur á móti þeim bestu í Skandinavíu. Það kemur mér ekkert á óvart,"

Það er trú í leikmannahópi Breiðabliks að liðið geti strítt stórliðinu frá Kaupmannahöfn.

„Trúin flytur fjöll og hefur gert það fyrir okkur undanfarin ár í Evrópukeppnum. Við mætum með okkar leikstíl og það hefur skilað sér í frábærri frammistöðu og ekki síður í góðum úrslitum á móti stórum liðum. Við nálgumst þetta einvígi eins og hin einvígin; við ætlum að vinna FCK og fara áfram."
Fyrir leik
Jason Daði hefur verið mikið meiddur í sumar en hann er klár í kvöld „Þetta er stórt félag með mikla sögu og maður getur ekki beðið eftir því að spila á móti þeim. Ég býst við hörkuleik," segir Jason en hann telur Blika eiga góða möguleika á því að stríða stórliðinu frá Kaupmannahöfn.

„Ég held að þetta verði 50/50 leikur ef við spilum okkar leik og hlaupum yfir þá. Óskar, Dóri og allir í þjálfarateyminu eru búnir að liggja yfir þessu. Við tökum fund á eftir og förum þá vel yfir þá."
Fyrir leik
Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Heilir og sælir kæru lesendur og veriði hjartanlega velkomnir í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem að Blikar fá dönsku meistarana í FCK í heimsókn.

ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!!
Byrjunarlið:
1. Kamil Grabara (m)
2. Kevin Diks
3. Denis Vavro
9. Diogo Gonçalves ('71)
12. Lukas Lerager
19. Elias Jelert
25. Jordan Larsson ('72)
27. Valdemar Lund
33. Rasmus Falk (f)
36. William Clem
40. Roony Bardghji ('58)

Varamenn:
21. Theo Sander (m)
41. Andreas Dithmer (m)
6. Christian Sörensen
8. Ísak Bergmann Jóhannesson ('58)
17. Paul Mukairu
18. Orri Steinn Óskarsson ('71)
22. Peter Ankersen
29. Mamoudou Karamoko
30. Elias Achouri ('72)
39. Oscar Bard Höjlund

Liðsstjórn:
Jacob Neestrup (Þ)

Gul spjöld:
Ísak Bergmann Jóhannesson ('91)

Rauð spjöld: