Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
KA
3
1
Dundalk
Bjarni Aðalsteinsson '28 1-0
1-1 Daniel Kelly '32
Sveinn Margeir Hauksson '37 2-1
Sveinn Margeir Hauksson '45 3-1
27.07.2023  -  18:00
Framvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Georgi Davidov (Búlgaría)
Áhorfendur: 915
Maður leiksins: Sveinn Margeir Hauksson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson
8. Pætur Petersen ('59)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('80)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('89)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('80)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
5. Ívar Örn Árnason
6. Jóan Símun Edmundsson ('80)
8. Harley Willard
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('80)
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Mikael Breki Þórðarson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason ('59)
33. Alex Freyr Elísson ('89)
37. Harley Willard
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Ívar Arnbro Þórhallsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson
Benedikt Halldórsson

Gul spjöld:
Rodrigo Gomes Mateo ('57)
Jakob Snær Árnason ('60)
Daníel Hafsteinsson ('83)
Jóan Símun Edmundsson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér og KA fer með 2 marka forystu út til Írlands! Vel gert hjá KA mönnum sem þurftu að verjast mikið í seinni hálfleik.
91. mín Gult spjald: Jóan Símun Edmundsson (KA)
Voru eitthvað að kítast, fá báðir spjald.
91. mín Gult spjald: Darragh Leahy (Dundalk)
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur. Nú þurfa KA menn bara að halda þetta út.
89. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
87. mín
Aftur er dómarinn að gefa Dundalk mjög ódýra aukaspyrnu á hættulegum stað.

Conor Malley tekur spyrnuna, setur boltan inn í teig og Muller skallar boltanum framhjá.
83. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Glórulaust spjald á Danna þarna, mér fannst þetta ekki einu sinni vera brot.
81. mín
Inn:Cameron Elliott (Dundalk) Út:Daniel Kelly (Dundalk)
80. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
80. mín
Inn:Jóan Símun Edmundsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Svenni fær mikið klapp enda 2 mörk í dag.

Nú fáum við að sjá nýjasta leikmann KA manna.
75. mín
Grímsi tekur skotið úr mjög lélegri stöðu og boltinn fer hátt yfir. Ef þetta hefði verið einhver annar hefði ég skammað hann fyrir að skjóta þarna en hann hefur skorað úr svona færi áður.
74. mín
Elfar Árni og Jóan Edmundsson eru að gera sig til að koma inn á.
72. mín
Danni bjargar á línu! Dundalk sækir upp vinstri kantinn og setur boltan inn. John martin nær þá skotinu sem er varið af Jajalo. Hann fær svo aftur boltan og þetta skot fer framhjá Jajalo en Daníel er tilbúinn að hreinsa á línunni.
69. mín
Dundalk með ótrúlega hættulega sókn. Boltinn skoppast á milli inn í teig og það ætlar enginn að ná valdi á honum. Þetta endar með að menn fara að falla um hvorn annan og það var svona þægilegast fyrir dómarann að dæma bara aukaspyrnu fyrir KA
66. mín
Dundalk byggir upp mjög fína sókn þar sem boltinn færist á John Martin inn í teig og hann tekur skotið en það er laust og Jajalo ver auðveldlega.
65. mín
Áhorfendur eru 915 manns, það verður að teljast bara mjög gott! Hrós á þá KA menn sem gerðu sér ferð suður, þeir hafa haldið góðri stemningu í kvöld.
64. mín
Hættulegur bolti inn í teig frá Ásgeiri en Daníel er of ágengur að reyna að ná í hann og brýtur af sér í leiðinni.
63. mín
Inn:Paul Doyle (Dundalk) Út:Gregory Sloggett (Dundalk)
63. mín
Inn:John Martin (Dundalk) Út:Johannes Yli-Kokko (Dundalk)
60. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
Nær sér strax í spjald, var full seinn í mannin sinn.
59. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Pætur Petersen (KA)
Pætur búinn að vera góður í dag.
57. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Missir af manninum sínum og brýtur klaufalega af sér.
57. mín
Jakob Snær virðist vera að gera sig tilbúinn að koma inn á.
52. mín
Dundalk fær aukaspyrnu í góðu skotfæri. Leahy tekur spyrnuna en hún er slök og beint í varnarmann KA
49. mín
Grímsi í sinni upphálds stöðu en framhjá. Birgir setur boltan inn á teig en Ásgeir nær ekki til hans, boltinn er þá skallaður frá til Grímsa fyrir utan teig sem tekur skotið í fyrsta en boltinn fer framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
46. mín
Inn:Ryan O'Kane (Dundalk) Út:Robert McCourt (Dundalk)
Þeir gera eina skiptingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Búlgarski dómarinn flautar til hálfleiks fljótlega eftir markið. Enginn uppbótartími sem er bara vel þegið því við förum með tveggja marka forystu í hálfleikinn!
45. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
Sveinn kominn með 2!!! Frábær sprettur upp hægri kantinn hjá Ásgeiri sem leikur á rangstæðugildru Dundalk. Hann setur boltan fast fyrir teig á Grímsa en hann er ekki í jafnvægi og er sniðugur, hann lætur boltan fara. Þá er Sveinn mættur inn í teig til að afgreiða þetta færi niður í hornið!

Tveggja marka forysta hjá KA í hálfleik er HUGE!
37. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Önnur frábær sókn frá KA! Daníel kemst í bolta sem virðist vera fara til Dundalk manna. Hann keyrir svo upp völlinn eins og raketta. Hann setur svo gullfallegan bolta inn fyrir vörn Dundalk og Sveinn er mættur til að klára snyrtilega framhjá markmanninum.

Halda þessu áfram KA!!
34. mín
Daniel Kelly aftur kominn í mjög góða sókn. Hann kemst upp vinstri kantinn alveg óáreittur og nær skotinu úr þröngu færi. Jajalo ver vel hinsvegar.
32. mín MARK!
Daniel Kelly (Dundalk)
Írska liðið svarar strax Kjánalegur varnarleikur hjá KA mönnum eftir að sending kemur inn í teig. Boltinn fer eitthvað milli manna og enginn nær að hreinsa þangað til að Kelly nær skotinu og það fer í fjærhornið.
28. mín MARK!
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Frábært mark! KA leiðir!! Alveg hreint stórkostlegt spil upp völlinn hjá KA mönnum. Þeri hlaupa teig í teig þar sem Grímsi setur boltan yfir í Bjarna, hann lætur svo einn varnarmanninn renna á grasinu áður en hann smyr svo boltan í netið.

Koma svo!!!
25. mín
Birgir í mjög góðu færi! Pætur setur boltan inn í teig en Grímsi kemst ekki í boltan. Birgir er þó kominn hátt upp og nær skoti en þar sem hann var kominn töluvert úr jafnvægi þá fer boltinn framhjá.
21. mín
Stórhættulegur skalli frá Dundalk! Dundalk vinnur boltan inn á vallarhelming KA. Þeir setja svo boltan inn í teig þar sem Hoban nær skallanum en boltinn fer rétt yfir.
19. mín
Aukapsyrna við hliðarlínu sem Grímsi setur inn í teig. Boltinn er skallaður frá til Birgis en skotið hans fer hátt yfir.
15. mín
Skot í slá frá Rodri! KA á aukaspyrnu sem Pætur setur inn í teig, það skapast svakalegur darraðardans og á endanum fær Rodri boltan. Hann hleypir af skotinu sem fer í varnarmann og í slánna.
14. mín Gult spjald: Gregory Sloggett (Dundalk)
Rífur Grímsa niður.
9. mín
Virkilega fín hugmynd frá Sveini Margeiri sem setur flottan bolta inn fyrir vörn gestana sem stefnir á Hallgrím. Shepperd í markinu er hinsvegar fljótur út og kemst í boltan á undan Grímsa.
7. mín
Gengur frekar erfiðlega hjá KA að byggja upp spil, Dundalk verið hættulegri fyrstu mínúturnar.
3. mín
Svakaleg dýfa hjá Yli-Kokko inn í teig KA manna, hann biður um víti en dómarinn sér þetta! Næst þegar leikurinn stoppaðist þá gaf dómarinn honum tiltal.
1. mín
Dundalk hættulegir strax í byrjun Daniel Kelly kemur upp vinstri kantinn og setur boltan í teiginn þar sem sóknarmaður þeirra er ekki langt frá því að ná til boltans en Jajalo kemur út og hrifsar boltan til sín.
1. mín
Leikur hafinn
Búlgarski dómarinn flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarlið KA

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Connah's Quay fyrir viku síðan.

Dusan Brkovic kemur inn í hjarta varnarinnar og tekur stöðu Ívars Arnar Árnasonar sem meiddist gegn Keflavík á mánudag. Rodri er við hlið Dusan en sá spænski hefur náð sér af meiðslum sem urðu til þess að hann missti af leiknum gegn Keflavík.

Fimm breytingar eru á liðinu frá leiknum gegn Keflavík. Þorri Mar Þórisson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Alex Freyr Elísson og Harley Willard taka sér sæti á bekknum. Ívar Örn er meiddur og er ekki á bekknum. Inn koma Ásgeir Sigurgeirsson, Birgir Baldvinsson, Rodri, Pætur Petersen og Hrannar Björn Steingrímsson.

Nýi leikmaðurinn, Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson, er á bekknum og fær treyju númer sex.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Tveir hjá Dundalk sem slógu FH úr Meistaradeildinni 2016 Dundalk lék gegn FH í forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2016 og slógu Írarnir út Hafnfirðinga með fleiri útivallamörkum skoruðum. Liðið sló svo út BATE Borisov en tapaði í umspilinu gegn Legia Varsjá og fór því í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Tveir sem léku gegn FH eru hjá félaginu í dag. Varnarmaðurinn Andy Boyle lék báða leikina gegn FH 2016 og hefur leikið báða leiki liðsins í forkeppni Sambandsdeildarinnar í ár. Þá var Stephen O'Donnell, nú þjálfari liðsins, fyrirliði liðsins þegar liðið sló FH út.
Úr leik FH og Dundalk
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Einnig var rætt við þjálfara Dundalk „Fyrst og fremst þá hlakka ég til leiksins, ég held að þetta verður mjög samkeppnishæfur leikur, miðað við leikina þeirra gegn Connah's Quay og þegar ég sá þá síðastliðinn mánudag þá eru þeir hættulegir sóknarlega og búa yfir miklum einstaklingsgæðum. Þannig þetta verður samkeppninshæfur leikur en við hlökkum til þess."

Dundalk er ekki fyrsta írska liðið sem mætir íslensku liði á þessu tímabili þar sem Breiðablik sló út Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fjölmiðlar á Íslandi hafa því töluvert verið að bera saman þessi lið og sumir hafa sagt að Dundalk sé töluvert slakara lið en Shamrock en hvað finnst Stephen um það?

„Shamrock Rovers hafa unnið deildina þrjú ár í röð núna og við erum 8 stigum á eftir þeim núna í deildinni. Við höfum hinsvegar spilað á móti þeim tvisvar á stuttu tímabili og unnið í bæði skiptin, þannig það er erfitt að bera liðin saman, þetta virkar ekki beint þannig í fótbolta að bera lið saman beint, hver leikur á sitt líf. Ég held að þú getir snúið þessu við og sagt að Breiðablik er töluvert sterkara lið en KA þannig að þetta virkar í báðar áttir. Þessi viðureign er samt stök og mun standa yfir tvo leiki og verður mjög samkeppnishæft."

Stephen hefur skoðað KA liðið og honum þykir þeir hafa styrkleika víða á vellinum.

„Það eru margir góðir leikmenn hjá þeim sérstaklega frá miðjunni og framar. Þeir eru sterkir fram á við hafa unnið sterka sigra nýlega. Þeir hafa mikið af sterkum vopnum fram á við og við þurfum að vera tilbúnir sama hvaða liði þeir stilla upp. Þeir reyna að spila fótbola, byggja upp spilið og ná yfirtölu á miðsvæðinu þannig við þurfum að vera tilbúnir fyrir því á meðan við reynum að spila okkar leik."
Stephen O'Donnell var leikmaður liðsins árið 2016 og hér er hann í leik gegn FH
Fyrir leik
Rætt var við Hadda og Ásgeir í gær Haddi
„Mér líst bara vel á þetta, það er hörku lið sem er að koma hérna og við erum bara spenntir fyrir þessu. Við ætlum að spila vel, spila okkar leik og fara með góð úrslit út til Írlands svo við eigum góðan möguleika á að fara áfram." Sagði Haddi en KA vann á dögunum góðan sigur gegn Keflavík 4-3 og hann segist mikilvægt að halda áfram sigurgöngunni. „Við erum komnir með 4 leiki núna í röð sem við höfum unnið sem er bara frábært, það gefur liðinu sjálfstraust og stemningin í hópnum er bara góð. Við sluppum við smá ferðalag núna, ákváðum að gista bara hérna í bænum og eyða miklum tíma saman, æfum hérna (á Framvelli) þannig við erum bara klárir."

Ásgeir
„Við komum vel stemndir inn í þennan leik, búið að vera gaman hjá okkur síðustu vikur þannig að mér líst bara mjög vel á þetta." Segir Ásgeir en KA var á dögunum að spila á móti Keflavík þar sem þeir unnu 4-3 og hann segir að það sé gott að halda áfram sigurgöngunni. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það var kannski svona erfitt fyrir okkur að gíra okkur í þann leik. Búið að vera mikið af ferðalögum, en hryllilega sterkt að ná sigri í þeim leik."

Dundalk er mjög líkamlega sterkt lið og Ásgeir segir að það megi búast við erfiðum leik.

„Þetta verður held ég physical leikur, þeir spila mjög physical, Dundalk og það er eitthvað sem við þurfum að mæta. Mikið af löngum boltum, seinni boltinn og svona þannig ég held að þetta verði mjög physical."
Ásgeir Sigurgeirs eftir leikinn gegn Connah's Quay
Fyrir leik
Dundalk Dundalk vann deildina síðast árið 2019 en alls hefur liðið unnið titilinn 14 sinnum og lent í öðru sæti 12 sinnum. Þá hafa þeir unnið írska bikarinn 12 sinnum.

Evrópusagan
Dundalk hefur töluverða sögu í evrópukeppnum. Þeir hafa 26 sinnum tekið þátt í einhverri evrópukeppni og þeirra besti árangur var 1980 þegar liðið komst í 16 liða úrslit Evrópukeppni félagsliða (núverandi Meistaradeild). Þeir hafa tvisvar komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu 10 árum og minnistæðast er einmitt árið 2016 þegar þeir slóu FH úr keppni og enduðu að fara alla leið í riðlakeppni.

Lykil leikmenn liðsins
Pat Hoban er fyrirliði liðsins, markahæstur og stoðsendingahæstur í liðinu. Hann er því greinilega algjör lykilmaður. Þessi 31 árs írski framherji hefur verið hjá liðinu síðan 2018 en hann hefur komið við víða í neðri deildum Englands. Hann hefur skorað 10 mörk í deildinni og er með 4 stoðsendingar.

Johannes Yli-Kokko er 21 árs finnskur miðjumaður sem liðið er með á láni frá HJK. Hann hefur skorað 3 mörk í deildinni og miðað við það sem ég hef fundið þá er hann að byrja flesta leiki í ,,10" stöðunni hjá þeim.

Alfie Lewis er 23 ára miðjumaður og virkar góður miðað við ferilskrá. Hann kemur úr West Ham akademíunni og spilaði 1 leik fyrir Plymouth í fyrra. Plymouth vann League 1 í fyrra sem er þriðja stigið í enskri knattspyrnu.
Stuðningsmenn Dundalk á Kaplakrika árið 2016
Fyrir leik
Samanburður á þessum liðum Dundalk endaði í 3. sæti deildarinnar í fyrra 13 stigum á eftir meisturunum Shamrock Rovers. Þeir sitja núna í 5. sæti deildarinnar 8 stigum á eftir toppliði Shamrock. KA endaði síðasta tímabil í 2. sæti 10 stigum á eftir íslandsmeisturum Breiðablik og eru núna í 7. sæti deildarinnar heilum 21 stigi á eftir toppliði Víkings.

Transfermarkt
Dundalk hefur töluvert verðmætara lið en KA samkvæmt Transfermarkt. Heildarvirði hópsins hjá írska liðinu er 2,59 miljónir evra á meðan virði KA hópsins er 1,79 miljónir evra.
Verðmætustu leikmenn KA eru Hallgrímur Mar Steingrímsson (200 þúsund €) Dusan Brkovic (150 þúsund €) og Daníel Hafsteinsson (150 þúsund €).
Verðmætustu leikmenn Dundalk eru Darren Brownlie (225 þúsund €) Johannes Yli-Kokko (200 þúsund €) og Hayden Muller (200 þúsund €).

Football Manager
Einnig skoðaði ég Football Manager tölvuleikinn til að sjá hvað þeim finnst um leikmannahóp liðanna. Leikmenn þar eru skoraðir frá 0-200 upp á núverandi getu. Þar lítur út fyrir KA hefur örlítið sterkari hóp þar sem 10 leikmenn Dundalk hafa 90 eða yfir í skor en 16 leikmenn KA hafa 90 eða yfir. Bestu leikmenn Dundalk í leiknum eru Daniel Kelly (kantmaður) og Alfie Lewis (miðjumaður) en þeir eru báðir með 99 í skor. 6 leikmenn KA í leiknum hafa allir 100 í skor en það eru Rodri, Dusan, Daníel, Ásgeir, Hallgrímur og Jajalo.
Fyrir leik
KA hefur unnið 4 leiki í röð KA situr í 6. sæti deildarinnar eins og er en það hefur verið gleði fyrir norðan upp á síðkastið. KA er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið Breiðablik í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum og síðan þá vann KA tvo leiki gegn Connah's Quay í undankeppni Sambandsdeildarinnar báða 2-0, og síðastliðinn mánudag vann KA 4-3 sigur á móti Keflavík í hörku leik.

Leikurinn í kvöld verður örugglega hörku leikur og verða norðanmenn að reyna að nýta þennan meðbyr.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport Komiði sæl og verið velkomin í beina texalýsingu frá leik KA og Dundalk í undankeppni Sambandsdeildarinnar! Leikurinn er spilaður á Framvelli og hefst klukkan 18:00
Byrjunarlið:
1. Nathan Shepperd (m)
2. Archie Davies
3. Darragh Leahy
4. Andrew Boyle
7. Daniel Kelly ('81)
9. Patrick Hoban
10. Gregory Sloggett ('63)
16. Hayden Muller
18. Robert McCourt ('46)
20. Johannes Yli-Kokko ('63)
27. Conor Malley

Varamenn:
13. Peter Cherrie (m)
30. Mark Byrne (m)
5. Louie Annesley
6. Alfie Lewis
11. John Martin ('63)
14. Cameron Elliott ('81)
19. Darren Brownlie
21. Paul Doyle ('63)
28. Ryan O'Kane ('46)

Liðsstjórn:
Stephen O'Donnell (Þ)

Gul spjöld:
Gregory Sloggett ('14)
Darragh Leahy ('91)

Rauð spjöld: