Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
ÍBV
1
7
Valur
0-1 Anna Björk Kristjánsdóttir '9
0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir '45
0-3 Þórdís Elva Ágústsdóttir '47
0-4 Bryndís Arna Níelsdóttir '51 , víti
Kristín Erna Sigurlásdóttir '76 1-4
1-5 Bryndís Arna Níelsdóttir '77
1-6 Ísabella Sara Tryggvadóttir '84
1-7 Fanndís Friðriksdóttir '90
29.07.2023  -  16:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild kvenna
Maður leiksins: Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Holly Taylor Oneill ('61)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
4. Caeley Michael Lordemann
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
8. Chloe Hennigan
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova ('70)
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('61)
11. Íva Brá Guðmundsdóttir
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir
16. Elísa Hlynsdóttir
23. Embla Harðardóttir ('70)

Liðsstjórn:
Todor Plamenov Hristov (Þ)
Inga Dan Ingadóttir
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
Elías Árni Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1 - 7 sigri Vals. Viðtöl og skýrsla koma síðar í kvöld.
90. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
Varamennirnir að leika sér, Amanda sendi út á hægri á Fanndísi sem var á auðum sjó og lyfti boltanum yfir Guðnýju og í markið. Mörkin eru orðin sjö Valsmegin!
84. mín MARK!
Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
Stoðsending: Berglind Rós Ágústsdóttir
Ekki lengi að þessu Ísabella skorar sjötta mark Vals. Skemmtilegur dagur fyrir Tryggva Guðmundsson sem er hér í stúkunni, Kristín Erna unnusta hans búin að skora og líka Ísabella Sara dóttir hans.
81. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
81. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
78. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Þriðji leikur Guðrúnar Elísabetar í sumar. Hefur verið mikið meidd.
77. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Góð stungusending inn fyrir hjá Fanndísi, þar var markamaskínan Bryndís Arna ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í netið, 1 - 5.
76. mín MARK!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Olga Sevcova
Olga með hættulega fyrirgjöf fyrir markið, Fanney Inga slær boltann frá en fyrir fæturna á Kristínu Ernu sem afgreiddi eins og besti framherji á fjær af stuttu færi.
70. mín
Inn:Embla Harðardóttir (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
69. mín
Fanndís með hættulega fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endamörk. Þessi bolti leit vel út en Valsliðið nær ekki að gera sér mat úr honum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
68. mín
Fanndís mætt nálægt teignum og hún lætur vaða, en yfir markið fer boltinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
66. mín
Ásdís núna með fyrirgjöf sem Guðný grípur. ÍBV er ekki líklegt til að minnka muninn. Valur hefur bætt miklu við sig í glugganum og þær líta mjög vel út.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín
Líklega slakasta hornspyrna Vals í leiknum. Bolti sem Guðný grípur auðveldlega.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
64. mín
Amanda fljót að koma sér inn í leikinn. Á skot sem fer í varnarmann og vinnur hornspyrnu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Lise Dissing (Valur)
Amanda mætt í íslenska boltann!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín
Inn:Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Amanda mætt í íslenska boltann!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
61. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Út:Holly Taylor Oneill (ÍBV)
Fyrsta skiptingin í leiknum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
54. mín
Valur er að skella sér á topp deildarinnar, fara upp fyrir Breiðablik.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
54. mín
Valur fær hornspyrnu. Þrjú af fjórum mörkum liðsins komið eftir horn. Ásdís tekur hornspyrnuna stutt og Elísa á hættulegan bolta fyrir. Bryndís kemur á nærstöngina en hún skallar boltann fram hjá.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
51. mín Mark úr víti!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Örugg á punktinum Markahæsti leikmaður deildarinnar heldur áfram að skora.

Valur að leika á als oddi í Vestmannaeyjum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
51. mín
Valur fær víti! Bryndís fellur í teignum og fær vítaspyrnu. Stigið ofan á hana, þetta er hárréttur dómur.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
48. mín
Þetta er orðinn ansi þungur róður fyrir ÍBV.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
47. mín MARK!
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
MARK!!!!! Þriðja markið sem Valur skorar eftir hornspyrnu í dag.

Ásdís Karen með hornspyrnuna og Þórdís Elva skorar með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið.

Valur elskar hornspyrnurnar.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
46. mín
Hættulegt færi! Lise Dissing strax komin í hættulegt færi. Hún er með boltann í teignum og reynir skotið en Guðný nær að verja það. Valur fær hornpsyrnu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Kíkjum í kaffi og komum aftur í seinni hálfleik.
45. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Furðulegt mark Ásdís Karen tók hornspyrnu sem Guðný náði ekki að kýla út úr teignum, boltinn datt nánast á marklínu þar sem Arna Sif ýtti boltanum yfir marklínuna. Engin bjóst við að það væri mark skorað og leikmenn stóðu frosnir þegar Guðgeir flautaði mark.
42. mín
Þórdís Elva með fast skot í þverslá og yfir mark ÍBV.
40. mín
Málfríður Anna Eiríksdóttir brýtur á Viktorija Zaicikova, frekar glæfraleg tækling en Guðgeir dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu.
39. mín
Ásdís Karen sendi fyrir teiginn en enginn náði til boltans sem fór á hinn kantinn á Dissing sem skaut framhjá.
37. mín
Það er ekkert stórt búið að gerast síðustu mínúturnar. Eyjakonur eru að sækja núna.
28. mín
Þórdís Elva með skot að marki sem Guðný greip.
26. mín
Bryndís Arna með skot rétt framhjá marki ÍBV.
20. mín
Bryndís sendi út úr teignum á Berglindi Rós sem skaut að marki, en bæði veikt skot og framhjá.
15. mín
Hefði geta orðið mark sumarsins! Bryndís Arna tók geggjaðan Zidane snúning á miðjum velli, skildi varnarmenn ÍBV eftir, tók þríhyrning við Þórdísi Elvu og skaut að marki en rétt framhjá. Þetta hefði geta orðið mark sumarsins.
13. mín
Boltinn tók snúning eftir hornspyrnu Ásdísar Karenar og Guðný mátti hafa sig alla við að verja markið.
11. mín
Lise Dissing með skot rétt yfir mark ÍBV.
9. mín MARK!
Anna Björk Kristjánsdóttir (Valur)
Stoðsending: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Miðvarðamark Arnar Sif skallaði að marki en Guðný varði, Anna Björk fylgdi á eftir og skoraði.
8. mín
Þórdís Elva vann boltann og brunaði í teiginn, skaut slöku skoti að marki sem Lise Dissing var nærri því að ná en tókst ekki.
7. mín
Færi hjá ÍBV! Holly Taylor Oneill brunaði upp völlinn og lagði til hliðar á Olga Sevcova sem skaut að marki en rétt framhjá.
5. mín
Það er ljóst þessa fyrstu fimm mínútur að Valur er betra liðið en þær hafa þó ekki skapað sér hættulegt færi.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. ÍBV byrjar með boltann og leikur í átt að Íslandi. valur leikur í átt að Herjólfsdal þar sem árleg þjóðhátíð fer fram næstu helgi.
Fyrir leik
Alveg að byrja Liðin ganga nú út á völl á eftir ungum iðkendum með fána Bestu-deildarinnar. Jón Ingason vallarþulur þylur nú upp nöfn leikmanna liðanna fyrir um það bil 50 áhorfendur sem eru mættir.

ÍBV alhvítar eins og vanalega en Valur í rauðum treyjum og sokkum en hvítum buxum.
Fyrir leik
Toppsætið í boði fyrir Val Breiðablik var rétt í þessu að gera jafntefli við FH svo ljóst er að ef Valur vinnur hér í eyjum þá fara þær á topp deildarinnar.
Fyrir leik
Logn í eyjum Það eina sem fólk talar um á Hásteinsvelli í dag er veðurblíðan, það er vissulega skýjað en 13 stiga hiti og alveg dúnalogn. Stefnir í góðan fótboltadag!
Fyrir leik
Sandra óvænt mætt aftur! Liðin eru klár hér til hliðanna. (smella á liðsuplstilling). Mesta athygli vekur að Sandra Sigurðardóttir er komin aftur í Val en hún ætlar að taka slaginn á fullu út tímabilið og er á bekknum í dag. Hún hafði fyrr í sumar bjargað Grindavík í markmannsvandræðum tímabundið.

Anna Björk Kristjánsdóttir, Amanda Andradóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir gengu til liðs við félagið frá erlendum félögum í júlí. Þá samdi danski framherjinn Lise Dissing við félagið en hún á marga leiki að baki fyrir dönsku unglingalandsliðinu. Allar nema Amanda byrja í dag.
Sandra snýr aftur í fótboltann.
Fyrir leik
Dómarateymið Dómari leiksins í dag er Guðgeir Einarsson. Hann er með þá Ásgeir Viktorsson og Przemyslaw Janik sér til aðstoðar á línunum.

Í dag er hvorki skiltadómari né eftirlitsmaður frá KSÍ til að fylgjast með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Guðgeir dæmir leikinn í dag.
Fyrir leik
Það hefur verið langt hlé á Bestu-deild kvenna vegna landsleikja og U19 móts kvenna. Valur spilaði síðast leik 9. júlí síðastliðinn.

Valur vann þá 0 - 3 útisigur á Selfossi.

Það er öllu styttra síðan ÍBV spilaði leik því þær fóru á Sauðárkrók síðasta sunnudag og töpuðu stórt, 4 - 1 gegn Tindastóli.
Fyrir leik
Fjórar nýjar landsliðskonur hjá Val frá síðasta leik Valur hefur farið mikinn í félagaskiptaglugganum sem opnaði á dögunum og hefur bætt við sig fjórum nýjum leikmönnum, þremur íslenskum landsliðskonum og unglingalandsliðskonu frá Danmörku.

Anna Björk Kristjánsdóttir, Amanda Andradóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir gengu til liðs við félagið frá erlendum félögum. Þá samdi danski framherjinn Lise Dissing við félagið en hún á marga leiki að baki fyrir dönsku unglingalandsliðin.

Auk þeirra fjögurra er orðrómur um að Sólveig Jóhannesdóttir Larsen gæti farið í Val að nýju en hún hefur náð samkomulagi við Örebro í Svíþjóð um riftun á samningi.
Byrjar Anna Björk hjá Val í dag?
Fyrir leik
Fyrri leikurinn Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda 22. maí síðastliðinn.

Þá vann Valur með tveimur mörkum gegn engu. Jamia Fields og Anna Rakel Pétursdóttir skoruðu mörkin. Fields yfirgaf Val í júní og verður því ekki með í dag.

Valur - ÍBV
1-0 Jamia Fields ('45)
2-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('76)
Anna Rakel skoraði seinna markið í fyrri leik liðanna.
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Hér hefst leikur ÍBV og Vals í Bestu-deild kvenna klukkan 14:00.
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('81)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
13. Lise Dissing ('62)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('62)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('81)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('78)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir ('62)
14. Rebekka Sverrisdóttir ('81)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('78)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('62)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('81)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: