Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Fylkir
3
2
HK
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '20 1-0
Þórhildur Þórhallsdóttir '61 2-0
Þórhildur Þórhallsdóttir '63 3-0
3-1 Isabella Eva Aradóttir '77
3-2 Emily Sands '83
02.08.2023  -  19:15
Würth völlurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Sól og 13 stiga hiti
Dómari: Bjarni Víðir Pálmason
Maður leiksins: Þórhildur Þórhallsdóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Klara Mist Karlsdóttir ('46)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
19. Tijana Krstic
20. Sunneva Helgadóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('69)
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('79)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('79)
8. Marija Radojicic ('46)
13. Kolfinna Baldursdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Rakel Mist Hólmarsdóttir
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Váá þvílíkar loka mín!!! 3-2 fyrir Fylki staðreynd.

Viðtöl og Skýrsla á leiðinni. TAKK FYRIR MIG!
91. mín
Hreint ótrúlegt að HK séu ekki bara búnar að jafna!! Tinna ver frábærlega frá Guðmundu.
90. mín
Það eru 4+ í uppbótartíma.
87. mín
HAA Brookelynn situr hann í netið en réttilega dæmd hendi þetta hefði orðið svakalegt!!!
86. mín
Alvöru pressa á Fylki þessar loka mín. Fáum við jöfnunar mark!
85. mín
Beint í vegginn og ekkert verður úr þessu.
84. mín
Heyrðu aftur brot á nákvæmlega sama stað!! nær hún aftur að sitja hann?
83. mín MARK!
Emily Sands (HK)
Beint úr Aukaspyrnu!! hahah ég callaði þetta sturluð aukaspyrna. Þær minnka munin í 3-2 þetta er aftur orðið leikur.
82. mín
Emily með gullið tækifæri að sitja eitt úr aukaspyrnu þar sem hún er með geðveika löbb og höfum séð það oft í sumar.
80. mín
Inn:Arna Sól Sævarsdóttir (HK) Út:Emma Sól Aradóttir (HK)
79. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
Tvöfaldur markaskorari á leiðinni útaf.
77. mín MARK!
Isabella Eva Aradóttir (HK)
Stoðsending: Emily Sands
Geggjuð hornspyrna beint á kollinn á Isabellu sem sigrar loksins Tinnu í markinu!
76. mín
HK á hornspyrnu sem Emily reynir bara skot út en sunneva hreinsar í annað horn.
73. mín
HK fá hornspyrnu.

Emily tekur hana, fer held ég af varnarmanni og Sunneva nær að bjarga á línu!
71. mín
VÁ sturluð varsla hjá Tinnu, Brookelynn ætlaði að lauma sér framhjá henni en hún nær einhvern veginn að sitja fótinn í þetta.
69. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
68. mín
Sýnist Helga Guðrún hafi lokið leik hér í dag þar sem hún sest niður og byður um skiptingu.
67. mín
Stöngin! Guðmunda á skot í stöng vááá geggjað skot.
65. mín
Guðmunda með geggjaða takta labbar framhjá tveim varnarmönnum fylki og skýtur rétt yfir.

Einhver köll eftir hornspyrnu en ekkert úr því.
63. mín MARK!
Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
VÁÁÁÁ Hún fær boltan út í hægra megin og hendir í sturlað skot og boltinn syngur í netinu!! 2 mörk á 2 mín frá Þórhildi.
61. mín MARK!
Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
Kemur fyrirgjöf og boltinn droppar bara í fætur Þórhildar sem klárar vel og situr leikinn í 2-0!!!
58. mín
Eva Rut með geggjaðan sprett sem endar með skoti hjá Þórhildi en yfir fer boltinn.
56. mín
Allt að sjóða upp úr, Emma brýtur klárlega á Guðrúnu inn í teig HK en Bjarni segir bara markspyrna og allt trillist. úff frá mínu sjónarhorni leit þetta út fyrir að vera vítaspyrna en Bjarni segir annað.
54. mín
HK vinnur hornspyrnu.

Tinna handsamar hana
53. mín
Isabella með skemmtilegan klobba á Helgu.
51. mín
Bryndís gerir svakalega vel en það er eins og það vanti alltaf mannskap á teiginn hjá HK og með því fer sending Bryndísar beint í hendur Tinnu.
49. mín
Emily núna með sendingu sem er aðeins of föst og Tinna handsamar hana.
46. mín
Emily með hörkuskot sem fer framhjá.
46. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir)
46. mín
Seinna hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Bjarni flautar af fyrri halfleikinn, færi á báða boga vonandi fáum við fleiri mörk í þeim seinni.

45. mín
Brookelynn með skot rétt framhjá. Sýnist það hafa verið +3 í uppbótartíma.
40. mín
Isabellllaaa hvernig skorar maður ekki þarna vinnur boltan af Tijönu í vörn Fylkis og er bara alein að labba í gegn og á skot þráð beint á Tinnu.
35. mín
Inn:Chaylyn Elizabeth Hubbard (HK) Út:Eyrún Vala Harðardóttir (HK)
Held Eyrún sé hreinlega bara einhvað meidd er ástæða af hverju HK hendir í breytingu svona snemma.
31. mín
Hvernig skoraði hún ekki!! ÚFFF Guðrún hefði átt að skora þarna fær stungu sendingu í gegn Sara kemur út á móti Guðrún sólar hana en touchið eftir það failar hana og HK ná rétt svo að verjast þessu.
28. mín
Frábært samspil sem endar með sendingu frá Brookelynn á Guðmundu sem reynist rangstæð, HK hægt og rólega að vinna sig inn í leikin.
23. mín
Klara með geðveika stungu sendingu á Guðrúnu sem á skot sem er varið af Söru en boltinn sýnist mér fara í hendina á Hildi Lilju og Fylkir hefði held ég átt skilið vítaspyrnu þarna.
20. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Helga Guðrún Kristinsdóttir
litla slúttið!! Helga með geggjaðan bolta sem Sara þarf að slá í burtu og hann endar hjá markavélinni Guðrúnu Karítas sem skorar 9 mark sitt í deildinni!!!
18. mín
Eva Rut með skemmtilega takta og á síðan skot langt framhjá
11. mín
Alvöru samspil hjá Helgu og Guðrúnu hjá Fylki sem endar með fyrirgjöf frá Guðrúnu sem Helga rétt missir af!
9. mín
Sara með alvöru kontra bolta sem endar bara beint í gegn á Guðmundu og brotið er á henni. Hefði alveg getað spjald þarna.
7. mín
Brookelynn!! Brookelynn fær sendingu frá Guðmundu leikur á varnarmann og á skot sem Tinna les illa og endar í slánni!! Fylkir mjög heppnar þarna.
5. mín
Dæmd hendi á Brookelynn á miðjum velli.

Tijana með sturlaða aukaspyrnu frá miðju beint á Evu Rut sem situr hann yfir, fyrsta alvöru færið!!
4. mín
HKingar halda mikið í boltan þessa stundina og gera vel að því.
1. mín
Leikur hafinn
3..2..1.. oooog þetta er byrjað!!

Bjarni flautar leikinn á, HK byrjar með boltan og sækir í átt að Árbæjarlaug.
Fyrir leik
Toppbaráttuslagur! Allt að verða klárt hér á würth vellinum! Alvöru leikur að fara af stað þar sem Fylkir situr í 2.sæti og HK í því þriðja alvöru slagur um sætið sem á endanum gefur manni sæti í deild þeirra Bestu.

HK 1-0 Fylkir
Fyrri leikur liðanna endaði með 1-0 sigri HK í hörkuleik í Kórnum þar sem Isabella Eva Aradóttir skoraði eina mark leiksins, hún er einmitt í byrjunarliði HK í dag og fyrirliði liðsins.
Fyrir leik
HK HK tóku 3-1 þægilegan sigur í Kórnum í síðustu umferð þar sem þær mættu FHL þar sem Brookelynn tók bara yfir leiknum og setti 2 og síðan kláraði Katrín Rósa leikin með marki á 55 mín, FHL klóraði síðan í bakkan með marki í lokin en það dugði ekki og 3-1 sigur HK staðreynd.

HK situr í 3.sæti með jafn mörg stig og Fylkir sem þýðir bara alvöru toppbaráttu slagur í dag og vonandi fáum við góðan leik!!!
Fyrir leik
Fylkir Fylkir fóru til Grindavíkur og spiluðu hörkuleik við Grindavík sem byrjaði vel fyrir Fylki og þær komust 2-0 yfir á erfðium útivelli en þegar leið á leikin komust Grindvíkingar í leikinn og jöfnuðu 2-2 og það var loka niðurstaða í alvöru leik á Stakkavíkurvelli.

Fylkir situr í 2.sæti með jafn mörg stig og HK! sem gefur okkur alvöru toppbaráttuslag hér í dag þar sem markatala er eina sem er á milli þessa liða þar sem Fylkir er með +18 en HK bara +10.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Verið velkomin í þessa þráð beinu textalýsingu frá Würth vellinum þar sem Fylkir og HK eigast við í 13.umferð lengjudeildarinnar.
Byrjunarlið:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
Isabella Eva Aradóttir
6. Brookelynn Paige Entz (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Lára Einarsdóttir
11. Emma Sól Aradóttir ('80)
13. Emily Sands
17. Eyrún Vala Harðardóttir ('35)
18. Bryndís Eiríksdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir

Varamenn:
12. Sigríður Króknes Torfadóttir (m)
Laufey Björnsdóttir
5. Valgerður Lilja Arnarsdóttir
7. Eva Stefánsdóttir
14. Arna Sól Sævarsdóttir ('80)
22. Kristjana Ása Þórðardóttir
23. Sóley María Davíðsdóttir
42. Chaylyn Elizabeth Hubbard ('35)

Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Lidija Stojkanovic (Þ)
Jón Stefán Jónsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: