Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
FCK
6
3
Breiðablik
0-1 Jason Daði Svanþórsson '10
Diogo Gonçalves '34 1-1
Elias Achouri '35 2-1
Jordan Larsson '37 3-1
Orri Steinn Óskarsson '45 4-1
Orri Steinn Óskarsson '47 5-1
5-2 Kristinn Steindórsson '51
Orri Steinn Óskarsson '56 6-2
6-3 Höskuldur Gunnlaugsson '74
02.08.2023  -  18:00
Parken
Forkeppni Meistaradeildar karla
Aðstæður: Um 18 stiga hiti og skúrir
Dómari: Fabio Maresca (Ítalía)
Byrjunarlið:
1. Kamil Grabara (m)
2. Kevin Diks ('46)
3. Denis Vavro
9. Diogo Gonçalves ('57)
12. Lukas Lerager
18. Orri Steinn Óskarsson
19. Elias Jelert ('46)
25. Jordan Larsson
27. Valdemar Lund
33. Rasmus Falk (f)
36. William Clem ('30)

Varamenn:
21. Theo Sander (m)
41. Andreas Dithmer (m)
6. Christian Sörensen ('46)
8. Ísak Bergmann Jóhannesson
17. Paul Mukairu
22. Peter Ankersen ('46)
30. Elias Achouri ('30) ('46)
39. Oscar Bard Höjlund ('46)
40. Roony Bardghji ('57)
44. Emil Höjlund

Liðsstjórn:
Jacob Neestrup (Þ)

Gul spjöld:
Valdemar Lund ('8)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Parken. Breiðablik spilaði á löngum köflum vel í þessu einvígi en það var ekki nóg gegn ógnarsterku liði FCK. Breiðablik fer núna í forkeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski frá Bosníu. Sigur í því einvígi og Blikar fara í riðlakeppni í Evrópu. Það er allt hægt í þessu.

Maður leiksins í kvöld? Það var Orri Steinn Óskarsson, þvílík frammistaða hjá þessum 18 ára Íslendingi.

90. mín
Fjórum mínútum bætt við á Parken
89. mín
ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS Klaksvík frá Færeyjum slær út Svíþjóðarmeistara Hacken í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir vítaspyrnukeppni.

Það er núna ljóst að Klaksvík er að fara í riðlakeppni, hvort sem það er í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni eða í Sambandsdeildinni. Risastórt fyrir færeyskan fótbolta!

Vááááááá. Til hamingju Færeyjar! Það er vonandi að við Íslendingar verðum líka með lið í riðlakeppni í ár, Breiðablik á góðan möguleika þrátt fyrir þetta tap í kvöld.

83. mín
Bardghji með tilraun. Ekki eins lélegt skot og hjá landa hans Larsson áðan, en þetta var ansi lélegt.
82. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Soft að gefa gult spjald fyrir þetta brot.
80. mín
Inn:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Skemmtileg reynsla fyrir þennan unga og efnilega leikmann.
79. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
77. mín
KÍ Klaksvík er að fara í vítaspyrnukeppni gegh Häcken eftir að hafa jafnað metin aftur í uppbótartíma. Þvílík saga!

76. mín
Blikar búnir að skora þrjú á Parken en eru samt að tapa einvíginu með fimm mörkum. Þetta hefur verið skrítinn fótboltaleikur, mjög opinn.

Staðan er jöfn í seinni hálfleiknum, FCK (Orri Steinn) 2 - 2 Breiðablik.
75. mín
Höskuldur skoraði
74. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur skorar úr aukaspyrnunni!! Þessi frábæri fótboltamaður á það núna á ferilskránni að hafa skorað á Parken.

Setur boltann í markmannshornið en Grabara nær ekki að verja. Flott mark.
73. mín
Blikar fá hér aukaspyrnu inn í D-boganum eftir að brotið er á Klæmint.
72. mín
Jordan Larsson á hér án efa verstu skot tilraun leiksins. Þessi bolti hefur endað á bílastæðinu fyrir utan.
70. mín
Vel varið! Roony Bardghji, sem er bara 17 ára gamall, með flotta tilraun en Anton Ari sér við honum.
67. mín
Orri þræðir Höjlund í gegn en Anton Ari ver vel frá honum. Orri er núna að leita að stoðsendingaþrennu eftir að hafa skorað þrjú mörk sjálfur...
63. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Óskar hendir í fjórfalda breytingu.
63. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Óskar hendir í fjórfalda breytingu.
63. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Óskar hendir í fjórfalda breytingu.
63. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Óskar hendir í fjórfalda breytingu.
62. mín
Leikmenn Blika eru orðnir þreyttir og það hljóta að fara að koma skiptingar.
58. mín
Þrenna og stoðsending í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum í Meistaradeildinni. Við Íslendingar erum að fá upp alvöru sóknarmann, það er alveg ljóst.

57. mín
Inn:Roony Bardghji (FCK) Út:Diogo Gonçalves (FCK)
Goncalves átti alveg ágætan leik.
56. mín MARK!
Orri Steinn Óskarsson (FCK)
ÞRENNA!!! Alvöru mark líka, vá!!

Langur bolti upp og Orri er einn í baráttu við miðverði Breiðabliks. Er sterkari en Viktor og fer utan á Damir áður en hann leggur boltann þægilega í netið.

ÞVÍLÍK FRAMMISTAÐA hjá þessum 18 ára gamla sóknarmanni.

55. mín
Í öðrum fréttum þá er KÍ Klaksvík í framlengingu gegn Häcken frá Svíþjóð. Eftir markalaust jafntefli í Færeyjum þá gerðu liðin 2-2 jafntefli núna. Ekki annað hægt en að halda með þessu ævintýri hjá frændum okkar frá Færeyjum.

53. mín
Orri að leita að þrennuni. Hann á hér skot sem fer fram hjá markinu.
52. mín
Kiddi Steindórs með markið
51. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Blikar minnka muninn! Kristinn Steindórsson að skora á Parken!

Með skot sem fer af varnarmanni og yfir Grabara í markinu. Vel gert hjá Kristni.
50. mín
Yngri bróðir Rasmus Höjlund, sem er að ganga í raðir Manchester United, er kominn inn á miðsvæðið hjá FC Kaupmannahöfn. Christian Sörensen er líka kominn inn á en hann spilaði Þrótti Reykjavík sumarið 2016. Alvöru upprisa hjá honum!

48. mín
Orri er að eiga stórkostlegan leik
47. mín MARK!
Orri Steinn Óskarsson (FCK)
Stoðsending: Diogo Gonçalves
ÞVÍLÍK FRAMMISTAÐA! Orri núna búinn að skora tvö mörk og leggja eitt upp.

Enn og aftur er Goncalves að koma að marki. Hann keyrir inn á völlinn og þræðir Orra í gegn sem skorar fimmta mark Kaupmannahafnarfélagsins. Afskaplega einfalt mark, gerist ekki einfaldara.

Orri er í miklum ham!
46. mín
Áhugavert að Elias Achouri, sem kom inn á í fyrri hálfleik er farinn af velli. Hlýtur að vera eitthvað meiddur.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
46. mín
Inn:Oscar Bard Höjlund (FCK) Út: Elias Achouri (FCK)
FCK gerir þrefalda breytingu
46. mín
Inn:Peter Ankersen (FCK) Út:Kevin Diks (FCK)
FCK gerir þrefalda breytingu
46. mín
Inn:Christian Sörensen (FCK) Út:Elias Jelert (FCK)
FCK gerir þrefalda breytingu
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur, ótrúlegum fyrri hálfleik lokið á Parken. Þetta leit svo vel út fyrsta hálftímann en svo hrundi þetta.

Það eina jákvæða úr þessum fyrri hálfleik er hvað Orri Steinn er að spila vel.
45. mín
Goncalves heldur betur búinn að sokka mig eftir að ég sagði áðan að hann hefði ekki heillað. Hann erbúinn að skora eitt og leggja upp tvö.
45. mín
Orri búinn að skora og leggja upp
45. mín MARK!
Orri Steinn Óskarsson (FCK)
Stoðsending: Diogo Gonçalves
Orri Steinn að skora! Fjórða markið komið og það einn efnilegasti fótboltamaður okkar Íslendinga sem gerir það.

Goncalves finnur Orra í svæði og hann klárar frábærlega.

Myndavélin beinist strax að föður hans á hliðarlínunni.
44. mín
Það verður að setja stórt spurningamerki við það að William Clem sé að byrja hvern leikinn á fætur öðrum í þessu FCK liði á meðan Ísak Bergmann er límdur við bekkinn.

Sá var lélegur
42. mín
Þetta gerðist allt saman svo hratt að maður er enn að jafna sig á þessu.
41. mín
Viktor Karl með boltann inn á teignum og fer í skot, en það fer í varnarmann.
39. mín
Maður hefur ekki oft séð svona. Breiðablik var að spila frábærlega en svo hrundi þetta eins og spilaborg. Ótrúlegt að horfa upp á þetta, en gæðin í þessu FCK liði eru rosaleg þegar þeirra menn eru á tánum og gera hlutina almennilega.
38. mín
Orri með stoðsendingu
37. mín MARK!
Jordan Larsson (FCK)
Stoðsending: Orri Steinn Óskarsson
Þriðja markið komið Blikar brotnir og FCk heldur áfram bara.

Rasmus Falk með sendingu á Orra sem kemur honum á Larsson. Hann lyftir boltanum svo bara yfir Anton í markinu. Ansi vel gert.
36. mín
Þetta er bara svo klaufalegt... Blikar búnir að spila gríðarlega vel og FCK leið ömurlega. Voru búnir að fá stöður til að gera tvö ef ekki þrjú mörk. Svo á tveimur mínútum er þetta einvígi farið. FCK eru góðir í að refsa.
35. mín MARK!
Elias Achouri (FCK)
Stoðsending: Diogo Gonçalves
Og á augabragði er þetta einvígi búið Oliver með sendingu úr vörninni og Goncalves er á undan Antoni í boltann.

Goncalves leggur boltann til hliðar á Achouri sem skorar annað mark FCK.
34. mín MARK!
Diogo Gonçalves (FCK)
Andskotinn... Goncalves skorar beint úr aukaspyrnunni.

Setur boltann yfir vegginn og hann endar í markinu. Ég set spurningamerki við Anton Ara þarna. Maður á að gera kröfu á að hann verji þetta, ekki það góð aukaspyrna.
34. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Frábært brot. Orri og Rasmus Falk taka flottan þríhyrning, en Viktor tekur fyrirliða FCK niður. Hann tekur þetta gula spjald allan daginn en Falk var að komast í mjög góða stöðu.
Dæmi um það sem stuðningsmenn FCK eru að segja
31. mín
FCK er að reyna og reyna að spila úr öftustu línu, en Breiðablik er gjörsamlega að vinna baráttuna inn á miðsvæðinu. Ég er búinn að missa tölu á því hversu oft Breiðablik hefur unnið boltann inn á miðsvæðinu þegar heimamenn eru að reyna að spila úr vörninni.
30. mín
Inn: Elias Achouri (FCK) Út:William Clem (FCK)
Miðjumaðurinn ungi farinn af velli. Þetta er leikur sem hann vill gleyma, alveg skelfilegur.
29. mín
Gísli Eyjólfs með skot með vinstri sem fer fram hjá markinu. Blikar geta alveg náð í þetta annað mark, engin spurning.
28. mín
Elias Achouri, maðurinn sem FCK keypti á 3 milljónir evra á dögunum, er að gera sig klárann í að koma inn á.

27. mín
Goncalves með ömurlega fyrirgjöf sem svífur aftur fyrir endamörk. Þessi leikmaður hefur ekki heillað mig í þessu einvígi, bara alls ekki.
26. mín
Breiðablik komið í mjög fína stöðu. Gísli Eyjólfs tekur boltann með sér en snertingin er hræðileg. Þarna var klárlega staða til að komast í 2-0, hann var með marga með sér.
25. mín
Larsson reynir að finna Orra í svæði en þeir eru ekki að tengja vel saman í þessu tilviki.
24. mín
Ég hef aðeins verið að skoða hvað stuðningsmenn FCK eru að segja á Twitter. Það er óhætt að segja að það sé ekki mikil ánægja þar þessa stundina.
21. mín
Gonçalves með skot að marki eftir að Oliver tapar boltanum. Skotið er hins vegar beint á Anton Ara.
21. mín
Leikmenn FCK eru bara út á þekju, þeir eru stressaðir og það sést.
21. mín
Jason Daði fær boltann á teignum og reynir skot. Það fer í höndina á Kevin Diks en fer fyrst í lærið á honum sýnist mér. Blikar vilja víti en Fabio Maresca neitar fyrir það.
20. mín
Viktor Karl með hættulega fyrirgjöf en boltinn aðeins of hár fyrir Jason Daða.
17. mín
Höskuldur setur boltann á nærsvæðið en Elias Jelert neglir boltanum í burtu.
16. mín
Dennis Vavro skallar aftur fyrir. Þriðja hornspyrnan.
15. mín
FCK kemur boltanum í burtu og svo reynir Breiðablik aftur að senda inn á teiginn. Þar skapast smá hætta í kringum Damir og Blikarnir fá aðra hornspyrnu í kjölfarið.
14. mín
Breiðablik er að vinna hornspyrnu. Þetta er bara það sama og á Kópavogsvelli, Blikar eru að spila betur en FCK.
14. mín
Gísli fer í skotið fyrir utan teig en það fer í varnarmann.
11. mín
Heimamenn eru bara búnir að vera kærulausir og þetta er bara sanngjarnt. Breiðablik er búið að vinna boltann nokkrum sinnum ofarlega á vellinum og það var kominn tími á að þeir myndu refsa.

Vel gert Blikar!
11. mín
Jason að skora!
10. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
MARK!!!!!!! BREIÐABLIK ER AÐ TAKA FORYSTUNA Á PARKEN!!!

Oliver lyftir boltanum inn fyrir vörnina og Jason skorar með því að taka boltann á lofti og lyfta honum yfir Grabara í markinu.

GEGGJAÐ MARK og þetta einvígi er galopið.

9. mín
Aukaspyrnan er á góðum stað. Damir skoraði gegn Shamrock Rovers á svipuðum stað og hann reynir bara skotið aftur, en í þetta skiptið fer boltinn vel yfir markið.

8. mín Gult spjald: Valdemar Lund (FCK)
Gísli gerir vel og sækir aukaspyrnu, og gult spjald. Gísli er búinn að sýna það að hann getur spilað á þessu stigi, alveg nægilega góður í það.
8. mín
Rasmus Falk á skot eftir hornspyrnuna sem endar ofan á þaknetinu.
7. mín
ORRI!!! FCK nær aðeins að opna Blikana. Jordan Larsson á svo sendingu inn fyrir á Orra sem er kominn í frábært færi, en fyrsta snerting hans er ekki nægilega góð. FCK fær hornspyrnu.

7. mín
Það er mögnuð stemning á vellinum.
4. mín
Vinstri bakvörðurinn Kevin Diks með þrumuskot að markinu en það fer fram hjá.
4. mín
FCK í hættulegri sókn en Damir hreinsar boltann í burtu.
3. mín
Það hefði nú verið eitthvað ef Blikarnir hefðu náð marki úr þessari stöðu sem þeir fengu þarna, hefðu átt að nýta þetta betur.
2. mín
Góð staða! Blikar vinna boltann hátt upp á vellinum og eru komnir í góða stöðu. Jason með boltann nálægt teignum og hann leggur hann til hliðar á Kristin Steindórsson, en hann er of lengi að átta sig á því að það er að koma maður í bak og tapar boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Fyrir leik
Búið að kasta blöðrum inn á völlinn fyrir upphafsflaut. Viktor Örn og Andri Rafn fjarlægja blöðrurnar.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl Það er ansi góð mæting á Parken og lætin eru mikil.
Fyrir leik
Hvað næst? Sigurliðið í þessu einvígi mætir Slovan Bratislava í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og tapliðið fer í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem mótherjinn verður Zrinjski frá Bosníu.

Fyrir leik
Það er um 18 stiga hiti í Kaupmannahöfn þessa stundina og smávægileg rigning. Völlurinn lítur stórkostlega út.
Fyrir leik
Orri Steinn byrjar! Orri Steinn Óskarsson er í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í síðari leik liðsins gegn Breiðabliki.

Orri byrjaði fyrri leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þetta er sérstakt einvígi fyrir þennan efnilega sóknarmann þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari Breiðabliks.

Eina breytingin hjá FCK fyrir leikinn í kvöld er sú að Orri kemur inn fyrir hinn 17 ára gamla Roony Bardghji sem fékk ekki góða dóma fyrir frammistöðu sína í Kópavoginum.

Ísak Bergmann Jóhannesson þarf áfram að sætta sig við það að vera á bekknum hjá FCK.

Fyrir leik
Byrjunarlið FCK
Fyrir leik
Ein breyting frá fyrri leiknum í síðustu viku Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum á Íslandi.

Breytingin er sú að Anton Logi Lúðvíksson kemur inn á miðsvæðið fyrir Alexander Helga Sigurðarson.

Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
Fyrir leik
Spá Sam Hewson Við fengum Englendinginn Sam Hewson til að spá í leikinn.



FC Kaupmannahöfn 2 - 1 Breiðablik (18:00 á miðvikudaginn)
Orri Steinn skorar gegn pabba sínum og Breiðablik fellur úr leik.
Fyrir leik
Myndir frá fyrri leiknum

Fyrir leik
Trúum því að við getum komist áfram Sóknarmaðurinn Klæmint Olsen er í uppáhaldi hjá mörgum stuðningsmönnum Breiðabliks. Hann var einnig í viðtali við sem birtist á Facebook-síðu Breiðabliks fyrir leikinn.

"Ég hef áður spilað á Parken. Með landsliðinu gegn Danmörku árið 2021, við töpuðum 3-1 en ég skoraði svo það er í lagi," sagði Klæmint.

"Ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum, ég held að við getum gert góða hluti og við trúum því enn að við komumst áfram," sagði Færeyingurinn geðþekki jafnframt.

Fyrir leik
Margir stuðningsmenn Blika í Kaupmannahöfn Við Íslendingar elskum mörg að fara til Danmerkur og það eru fjölmargir Blikar búnir að gera sér ferð út á leikinn í kvöld. Það er talað um að það séu um 300-400 Blikar á leið á leikinn.

Fyrir leik
Yrði ekkert eðlilega gaman að þagga niður í Parken Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Blika, var einnig í viðtali fyrir leikinn á Facebook-síðu félagsins.

"Þetta er rosalegt mannvirki. Vonandi verða margir áhorfendur og vonandi verður þetta skemmtileg upplifun fyrir alla Blika, fyrir þá sem eru inn á vellinum og upp í stúku," sagði Oliver.

"Þeir segja að það séu 20-30 þúsund manns í heildina og ég veit ekki betur en að þetta sé einn fjölmennasti leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á. Ég vona að við getum öll upplifað þessi gífurlegu læti sem eru búist við."

Oliver vonast til að þagga niður í stuðningsmönnum FCK. Það er verk að vinna fyrir Blika.

"Vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið. Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn alveg þagna," sagði Oliver.

Fyrir leik
Það eru tilfinningaleg tengsl sem erfitt er að útskýra Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður Breiðabliks, er spenntur fyrir leiknum.

"Mér finnst við nálgast þennan leik mjög svipað og aðra leiki. Við gerum okkur grein fyrir styrkleikanum hvernig vð stillum upp taktískt. Nálgunin er að halda í okkar grunngildi, spila okkar leik. Það snýr að hugrekki, þetta er leikur sem er partur í að taka einhver skref, taka út þroska," sagði Arnór Sveinn á Facebook síðu Breiðabliks í gær.

"Ef maður einblínir alltaf á úrslit nær maður ekki þessum þroska út. Við keyrum á þetta á okkar grunngildum og svo sjáum við hvað kemur upp úr hattinum. Við sáum það heima að við 'mötchum' alveg við þetta lið."

Arnór Sveinn er 37 ára en hann er uppalinn hjá Breiðablik. Hann sneri aftur til félagsins fyrir tímabilið eftir sex ára dvöl hjá KR.

"Þetta er hrikalega gaman. Þegar það er klúbbur sem maður elst upp í og ekki bara það, þegar amma og afi eru gullBlikar, mamma og pabbi eru þarna, konan og tengdafjölskyldan er öll Blikar og börnin eru að æfa þarna. Það eru tilfinningaleg tengsl sem erfitt er að útskýra og þá hefur allt meira vægi," sagði Arnór Sveinn.

Fyrir leik
Fyrri leikurinn Breiðablik spilaði virkilega vel á milli teiga í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það má færa rök fyrir því að Blikar hafi verið sterkari aðilinn í leiknum en FC Kaupmannahöfn fer inn í seinni leikinn í kvöld með tveggja marka forystu. Jordan Larsson og fyrirliðinn Rasmus Falk skoruðu mörkin í fyrri leiknum.

Það hefur verið talað um að einvígið hafi klárast á fyrstu mínútu í Kópavoginum þar sem FCK náði forystunni þá en það mark var vægast sagt klaufalegt.

Fyrir leik
Verið velkomin Í kvöld spilar Breiðablik seinni leik sinn við danska meistaraliðið FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Parken, þjóðarleikvangi Danmerkur.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('63)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('63)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('63)
14. Jason Daði Svanþórsson ('80)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('63)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('63)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('80)
20. Klæmint Olsen ('63)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('63)
25. Davíð Ingvarsson ('63)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('34)
Davíð Ingvarsson ('79)
Höskuldur Gunnlaugsson ('82)

Rauð spjöld: