Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Dundalk
2
2
KA
0-1 Jóan Símun Edmundsson '13
John Martin '33 1-1
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson '81 , víti
Gregory Sloggett '89 2-2
03.08.2023  -  18:45
Oriel Park í Dundalk
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Lélegt gervigras
Dómari: Walter Altmann (Austurríki)
Byrjunarlið:
1. Nathan Shepperd (m)
2. Archie Davies
3. Darragh Leahy ('71)
4. Andrew Boyle ('84)
5. Louie Annesley
7. Daniel Kelly ('84)
9. Patrick Hoban
11. John Martin
21. Paul Doyle
27. Conor Malley
28. Ryan O'Kane

Varamenn:
13. Peter Cherrie (m)
30. Mark Byrne (m)
6. Alfie Lewis
10. Gregory Sloggett
14. Cameron Elliott ('84)
16. Hayden Muller
18. Robert McCourt
19. Darren Brownlie ('84)
20. Johannes Yli-Kokko ('71)
25. Anthony Mayo
26. Callum Bonner
33. Luke Mulligan
36. Dualta Honney
40. Mayowa Animasahun
47. Donnacha Mcnamara
49. Markuss Strods
51. Samuel Case

Liðsstjórn:
Stephen O'Donnell (Þ)

Gul spjöld:
Archie Davies ('40)
Paul Doyle ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
SAMANLEGT: 3-5, TIL HAMINGJU KA! EVRÓPUÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM! Virkilega góð úrslit í þessu einvígi! Vel klárað, KA er einfaldlega betra en Dundalk. Næst á dagskrá í Evrópu er Club Brugge, fyrri leikurinn eftir viku í Belgíu!

Áfram íslenskur fótbolti!
92. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
92. mín
Staðan í einvíginu er 5-3, KA í vil.
91. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma
90. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
89. mín MARK!
Gregory Sloggett (Dundalk)
Dundalk skorar Skalli eftir horn.
89. mín
Kristinn Kjærnested að greina frá því á Stöð 2 Sport að leikur Vals og KA í Bestu deildinni mun fara fram á mánudaginn, á frídegi verslunarmanna, klukkan 16:00. Átti að vera á miðvikudaginn.
87. mín
Hvenær verða leikirnir milli KA og Club Brugge? 3. umferðin verður leikin 10. og 17. ágúst og KA leikur fyrri leikinn utan landsteinana.
85. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
84. mín
Inn:Darren Brownlie (Dundalk) Út:Andrew Boyle (Dundalk)
84. mín
Inn:Cameron Elliott (Dundalk) Út:Daniel Kelly (Dundalk)
83. mín
KA fer í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar Gjörsamlega geggjað, eru að fara að mæta Club Brugge í næstu umferð.
81. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Ívar Örn Árnason
SENDIR MARKVÖRÐINN Í RANGT HORN! HAXGRÍMUR ÖRUGGUR Á PUNKTINUM!!!

ÞETTA EINVÍGI ER BÚIÐ!
81. mín
KA FÆR VÍTI!
80. mín
KA að fá hornspyrnu. Hallgrímur Mar með sendingu inn í teiginn, Ívar í baráttunni og hann tekinn niður!!!

VÍTIIIII!!!!!!
78. mín
Heyrist vel í stuðningsmönnum KA í útsendingunni. Gott ef þetta var ekki Halli BK að garga þarna?
77. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Biggi sópar einn Írann niður við hliðarlínuna.
75. mín
DUNDALK MEÐ SLÁARSKOT! KA SLEPPUR MEÐ SKREKKINN! John Martin í ROSALEGU dauðafæri en þrumar í þverslána af stuttu færi!
73. mín
Jajalo markvörður KA þarf aðhlynningu. Stendur stutt yfir. Áfram gakk.
71. mín
Inn:Johannes Yli-Kokko (Dundalk) Út:Darragh Leahy (Dundalk)
Finninn fljúgandi mætir inná. Var mikið að reyna að vinna föst leikatriði í fyrri leiknum.
70. mín
Eftir nokkuð þunga sókn Dundalk á Conor Malley skot vel yfir.
68. mín

66. mín
KA með skot í slá Dundalk miklu meira með boltann en agaðir KA menn gefa fá færi á sér. Eftir skyndisókn átti Jakob Snær svo skot í varnarmann og svo slána og yfir.
61. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Jóan Símun Edmundsson (KA)
Færeyski markaskorarinn tekinn af velli Fyrsta skiptingin í leiknum.
60. mín

59. mín
Dundalk fékk óvænt dauðafæri. Skyndilega barst boltinn á John Martin sem var beint fyrir framan Jajalo markvörð en móttakan hrikaleg og þetta rennur út í sandinn.
57. mín
Stefnir í að KA mæti Club Brugge Belgarnir fara áfram samanlagt 3-1 gegn AGF. Ef KA klárar verkefni sitt í kvöld er það Belgía sem bíður KA. Afar erfitt verkefni en við trúum!
56. mín
Ásgeir Sigurgeirsson með skot fyrir utan teig sem dempast af varnarmanni. Eins og leikurinn er að spilast þá nær Dundalk afar lítið að skapa sér. Megi það haldast þannig!
54. mín
Hallgrímur Mar með aukaspyrnuna. Þéttingsfast en beint í fangið á Shepperd.
53. mín
Birgir Baldvins fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Sýnir klókindi.
51. mín
Fyrirgjöf frá hægri sem Jajalo handsamar örugglega.
49. mín
Hrannar Björn brotlegur og Dundalk fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. KA nær að koma boltanum frá.
47. mín
Ívar Örn með góðan varnarleik, skýlir boltanum afturfyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Fékk mér Guinness í hálfleik, vel við hæfi held ég. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn. Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Sveinn Margeir í baráttunni
45. mín
Hálfleikstölfræði Marktilraunir: 4-2
Hornspyrnur: 4-3
Gul spjöld: 2-1
45. mín
Hálfleikur
KA 4-2 yfir í einvíginu í hálfleik í þessum seinni leik Nálgun Akureyrarliðsins sú að einbeita sér að því að halda forystunni. Er algjörlega í skotgröfunum. Dundalk verið meira með boltann án þess að skapa sér mjög mikið.
44. mín Gult spjald: Paul Doyle (Dundalk)
Braut á Sveini Margeiri.
44. mín
KA leggur allt kapp á að halda þessari forystu sem liðið hefur í einvíginu. Conor Malley með skot fyrir utan teig sem Jajalo ver.
40. mín Gult spjald: Archie Davies (Dundalk)
Straujar Birgi Baldvinsson sem þarf aðhlynningu.
39. mín
KA fær hornspyrnu. Sveinn Margeir með fyrirgjöf sem fer í varnarmann Dundalk og afturfyrir. Kallað eftir hendi og víti en horn niðurstaðan. KA nær ekki að skapa sér marktilraun eftir hornið.
38. mín
Austurríkismaðurinn með tiltal
37. mín
Ryan O'Kane nýtir hraða sinn! Ógnandi, Rodri kemst fyrir sendingu hans. Hornspyrna.
33. mín MARK!
John Martin (Dundalk)
Stoðsending: Ryan O'Kane
Þessi 24 ára gamli leikmaður jafnar hér með hörkuskalla eftir sérdeilis prýðilega fyrirgjöf frá vinstri. Frábær skalli.

KA hinsvegar 4-2 yfir í einvíginu.
32. mín
Myndir af marki hins færeyska


31. mín Gult spjald: Jóan Símun Edmundsson (KA)
Hendir sér í tæklingu sem sá austurríski telur að sé háskaleg.
30. mín
Drasl gervigras Það sést vel í sjónvarpsútsendingunni að þetta gervigras er algjört drasl. Virðist sem það séu nánast engar kröfur frá UEFA á þessu stigi keppninnar. Skrítið miðað við þetta undirlag að KA hafi hreinlega ekki mátt spila á Greifavellinum.
28. mín
Daniel Kelly í dauðafæri! Sending fram og Ívar í smá brasi, Daniel Kelly kemur sér í dauðafæri en hikar aðeins á meðan boltinn skoppar á gervigrasinu. Skýtur svo framhhjá.
26. mín
Archie Davies reynir fyrirgjöf frá hægri en varnarmenn KA öflugir og hleypa heimamönnum ekki í nein færi.
24. mín
Birgir Baldvinsson með frábæran varnarleik og vinnur boltann. KA er hinsvegar ekki mikið að ná að halda boltanum innan liðsins þessa stundina.
19. mín
Dundalk fékk aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Slök spyrna beint á Jóan Simun. Dæmd aukaspyrna, brot í teignum.
17. mín
KA leiðir 4-1 í einvíginu Útlitið heldur betur gott! En við byrjum ekki að syngja sigursöngva strax.
13. mín MARK!
Jóan Símun Edmundsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
FRÁBÆRLEGA KLÁRAÐ! Stingur sér milli tveggja varnarmanna Dundalk og sleppur einn í gegn, klárar virkilega vel! Mjög fagmannlegt hjá þeim færeyska. Varnarleikur Dundalk ekki merkilegur.

Hans fyrsta mark fyrir KA!
13. mín
Það má sjá á leik KA að varfærnin er algjörlega að vopni. Akureyringar eru 3-1 yfir í einvíginu og það upplegg því skiljanlegt.
11. mín
Liðsmynd af byrjunarliði KA
9. mín
Jóan Símun átti skot framhjá áðan. Annars hafa þessar upphafsmínútur einkennst af þreifingum. Í þessari stöðu má segja að engar fréttir séu góðar fréttir fyrir KA.
4. mín
Afskaplega róleg byrjun á leiknum. Kristinn Kjærnested lýsandi er að rifja upp viðureign Dundalk við Fram á sínum tíma, í Evrópukeppni bikarhafa.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er farin af stað! Áfram KA!
Fyrir leik
Veðrið í Dundalk 17 gráðu hiti og léttskýjað, létt gola. Rakastig: 75%.
Fyrir leik
KA í upphitun
Fyrir leik
Alltaf gleði í kringum Birgi Baldvins

Biggi meðal byrjunarliðsmanna KA og miðað við þessa mynd er ekki annað að sjá en að hann sé fullur tilhlökkunar. Hér að neðan má svo sjá völlinn umtalaða. Einn af gamla skólanum.

Svona er Stephen O'Donnell stjóri Dundalk að leggja línurnar
Fyrir leik
Ívar og Jóan Símun byrja Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar á sínu liði milli leikja. Ívar Örn Árnason kemur inn í leikinn eftir að hafa glímt við meiðsli á öxl.

Þá kemur Jóan Símun Edmundsson inn í liðið fyrir Pætur Petersen sem tekur sér sæti á bekknum. Bjarni Aðalsteinsson meiddist í síðasta leik en er á bekknum.

Við endurkomu Ívars í liðið færist Rodri inn á miðsvæðið.

Svona er byrjunarlið KA
Fyrir leik
Leikmenn KA ekki hrifnir af vallaraðstæðum Heimavöllur Dundalk er með gervigrasi, sem er þurrt og gamalt að sögn leikmanna KA. Andri Fannar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson ræddu við samfélagsmiðla félagsins og segja aðstæður krefjandi, þetta sé eins og að fara aftur í tímann. Klefinn sé lítill, fáir snagar og trébekkir.

Fyrir leik
Sigurliðið fer væntanlega til Belgíu Sigurvegarinn í einvígi KA og Dundalk mætir Club Brugge frá Belgíu eða AGF frá Danmörku. Club Brugge vann fyrri leikinn 3-0 en liðin mætast í Danmörku klukkan 18:00.
Fyrir leik
Þetta segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA:

„Góð staða, þetta verður erfitt, verður hörkuleikur. Þeir eru gott lið og yfirleitt er munur á heima- og útileikjum í Evrópu. Þeir telja að þeir hafi átt meira skilið í fyrri leiknum, mæta klárir og við þurfum að eiga hörkuleik til að fara áfram," sagði Hallgrímur Jónasson.

Dundalk náði að þrýsta KA svolítið niður að eigin vítateig í seinni hálfleiknum á fimmtudag.

„Þeir náðu tökunum í seinni hálfleik og við kannski fórum að verja eitthvað í staðinn fyrir að halda áfram að spila. Svo er þetta hörkulið, lið sem er búið að fara í riðlakeppni og er í hörkuformi. Þeir voru bara góðir, en við náðum að standast áhlaupið. Það er ekkert launungarmál að ég hef ekki áhuga á því að við séum svona neðarlega í svona langan tíma, það má vera í smá stund en svo þurfum við að komast inn í leikinn. Okkar leið áfram er að spila boltanum framhjá þeim, þar finnst mér við geta sært þá. Ef þetta verða mikið af fyrirgjöfum og návígum þá verður þetta erfiður leikur."

Mörkin sem KA skoraði í fyrri leiknum komu eftir gott spil.

„Þetta var ótrúlega vel klárað hjá okkur, góðar sóknir og við vorum bara skilvirkir. Við eigum bara þrjú skot á markið og eitt í slána, við nýttum færin vel sem er bara frábært; setur okkur í góða stöðu. Við ætlum að fara út með sjálfstraust og klára þetta."

Verandi með tveggja marka forskot, er hægt að fara verja eitthvað?

„Nei, við ætlum ekki að fara út og verja þetta forskot. Við ætlum að fara út og enda ekki of neðarlega á vellinum og spila boltanum. Þeir þurfa að koma ofar, mér fannst fyrstu fimm leikmenn þeirra pressa hátt, hinir sátu aðeins eftir og það myndaðist pláss fyrir okkur að spila í. Við nýttum það og ætlum að gera það nákvæmlega sama í seinni hálfleik. Við ætlum ekki að falla svo oft aftarlega að þeir geti komist utan á okkur og komið með fullt af fyrirgjöfum. Þó að við höfum lifað það af í síðasta leik þá er það ekki einhver staða sem ég vil vera í í of langan tíma. Við leggjum leikinn mjög svipað upp, erum búnir að mæta þeim einu sinni og sáum enn betur hvar þeir eru sterkir og hvar við getum meitt þá. Við ætlum að nýta okkur það."

Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild sinni
Viðtal við hinn færeyska Jóan Simun
Viðtal við Dusan Brkovic Dusan fékk vegabréfsáritun fyrir ferðina til Írlands og verður því með í leiknum sem er framundan. Jákvætt fyrir Akuryerarliðið enda algjör lykilmaður.
Fyrir leik
Staðan í einvíginu er 1-3

KA-menn sýndu frábæra frammistöðu í fyrri leiknum og unnu 3-1 sigur. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik en það voru líklega bestu 45 mínútur KA á tímabilinu. Ég mætti sjálfur á völlinn og skemmti mér konunglega í Úlfarsárdalnum, þar sem KA spilar heimaleiki sína í Evrópu þar sem Greifavöllurinn stenst ekki kröfur.


Fyrir leik
Dómarar leiksins koma frá Austurríki Walter Altmann heitir maðurinn með flautuna. Roland Brandner og Robert Steinacher eru aðstoðardómarar og Daniel Pfister fjórði dómari.
Fyrir leik
Bein textalýsing frá spennandi leik í Írlandi

Seinni leikur Dundalk og KA í forkeppni Sambandsdeildarinnar hefst klukkan 18:45, hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og þessi lýsing er í gegnum þá útsendingu.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Jóan Símun Edmundsson ('61)
7. Daníel Hafsteinsson ('90)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('85)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('92)
30. Sveinn Margeir Hauksson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
8. Pætur Petersen ('85)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
14. Andri Fannar Stefánsson ('90)
21. Mikael Breki Þórðarson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason ('61)
33. Alex Freyr Elísson ('92)
37. Harley Willard
44. Valdimar Logi Sævarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Ívar Arnbro Þórhallsson

Gul spjöld:
Jóan Símun Edmundsson ('31)
Birgir Baldvinsson ('77)

Rauð spjöld: