Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 01. ágúst 2023 15:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haddi: Ferðumst meira en liggur við öll lið í heiminum
Þurfum að eiga hörkuleik til að fara áfram
Þar finnst mér við geta sært þá
Þar finnst mér við geta sært þá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni sneri sig á ökkla og er tæpur fyrir leikinn á fimmtudag.
Bjarni sneri sig á ökkla og er tæpur fyrir leikinn á fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn missti af síðustu leikjum vegna axlarmeiðsla.
Ívar Örn missti af síðustu leikjum vegna axlarmeiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dusan gat ekki spilað í 1. umferðinni vegna meiðsla í fyrri leiknum og svo fékk hann ekki vegabréfsáritun fyrir seinni leikinn.
Dusan gat ekki spilað í 1. umferðinni vegna meiðsla í fyrri leiknum og svo fékk hann ekki vegabréfsáritun fyrir seinni leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna undanfarið hafa úrslitin dottið með okkur og mér finnst við vera á flottum stað
Núna undanfarið hafa úrslitin dottið með okkur og mér finnst við vera á flottum stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóan Símun Edmundsson og Alex Freyr Elísson eru 'nýju gaurarnir' í KA.
Jóan Símun Edmundsson og Alex Freyr Elísson eru 'nýju gaurarnir' í KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA mætir Dundalk á heimavelli írska liðsins á fimmtudag í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. KA leiðir með tveimur mörkum eftir 3-1 sigur á Framvelli síðasta fimmtudag.

KA menn flugu til Írlands, æfa á morgun og svo er leikurinn á fimmtudag. Fótbolti.net ræddi við þjálfara KA í gærkvöldi og spurði hann út í komandi leik.

„Góð staða, þetta verður erfitt, verður hörkuleikur. Þeir eru gott lið og yfirleitt er munur á heima- og útileikjum í Evrópu. Þeir telja að þeir hafi átt meira skilið í fyrri leiknum, mæta klárir og við þurfum að eiga hörkuleik til að fara áfram," sagði Hallgrímur Jónasson.

Dundalk náði að þrýsta KA svolítið niður að eigin vítateig í seinni hálfleiknum á fimmtudag.

„Þeir náðu tökunum í seinni hálfleik og við kannski fórum að verja eitthvað í staðinn fyrir að halda áfram að spila. Svo er þetta hörkulið, lið sem er búið að fara í riðlakeppni og er í hörkuformi. Þeir voru bara góðir, en við náðum að standast áhlaupið. Það er ekkert launungarmál að ég hef ekki áhuga á því að við séum svona neðarlega í svona langan tíma, það má vera í smá stund en svo þurfum við að komast inn í leikinn. Okkar leið áfram er að spila boltanum framhjá þeim, þar finnst mér við geta sært þá. Ef þetta verða mikið af fyrirgjöfum og návígum þá verður þetta erfiður leikur."

Mörkin sem KA skoraði í fyrri leiknum komu eftir gott spil.

„Þetta var ótrúlega vel klárað hjá okkur, góðar sóknir og við vorum bara skilvirkir. Við eigum bara þrjú skot á markið og eitt í slána, við nýttum færin vel sem er bara frábært; setur okkur í góða stöðu. Við ætlum að fara út með sjálfstraust og klára þetta."

Verandi með tveggja marka forskot, er hægt að fara verja eitthvað?

„Nei, við ætlum ekki að fara út og verja þetta forskot. Við ætlum að fara út og enda ekki of neðarlega á vellinum og spila boltanum. Þeir þurfa að koma ofar, mér fannst fyrstu fimm leikmenn þeirra pressa hátt, hinir sátu aðeins eftir og það myndaðist pláss fyrir okkur að spila í. Við nýttum það og ætlum að gera það nákvæmlega sama í seinni hálfleik. Við ætlum ekki að falla svo oft aftarlega að þeir geti komist utan á okkur og komið með fullt af fyrirgjöfum. Þó að við höfum lifað það af í síðasta leik þá er það ekki einhver staða sem ég vil vera í í of langan tíma. Við leggjum leikinn mjög svipað upp, erum búnir að mæta þeim einu sinni og sáum enn betur hvar þeir eru sterkir og hvar við getum meitt þá. Við ætlum að nýta okkur það."

Snúinn ökkli
KA lék gegn HK á sunnudag og var liðið manni færra nánast allan leikinn. Haddi er ánægður með hvernig hópurinn kom út úr þeim leik.

„Ég er virkilega ánægður, þetta var frábær frammistaða, einn besti leikurinn okkar í sumar. Við lendum í þvílíku höggi eftir eina mínútu og þurfum að henda mönnum í aðrar stöður og erum ótrúlega flottir. Staðan er ótrúlega góð fyrir utan Bjarna, hann sneri sig á ökkla og er mjög tæpur fyrir leikinn."

Bjarni Aðalsteinsson mun þó ferðast með KA til Írlands. „Við erum með sjúkraþjálfara í þessu, ég tel ólíklegt að hann geti verið klár í leikinn."

Ívar gæti spilað - Leit að miðverði?
Ívar Örn Árnason hefur misst af síðustu tveimur leikjum KA eftir að hafa orðið fyrir meiðslum gegn Keflavík.

„Það er möguleiki að hann geti spilað, við stefnum á það, en það er ekkert öruggt."

Fjallað hefur verið um miðvarðaleit KA að undanförnu. Þarf að fá inn miðvörð þegar Ívar Örn, Dusan Brkovic og Rodri eru heilir? Rodri er miðjumaður en hefur leyst af í miðverðinum í undanförnum leikjum.

„Nei, ekki ef allir eru heilir. En það er þannig þegar það er mikið álag, við erum í þremur keppnum og erum að ferðast meira en öll önnur lið í heiminum liggur við, þá vill maður hafa fleiri en tvo hafsenta. Þeir hafa leyst þetta vel og við höfum fengið Bjarna niður og getum leyst þetta á annan hátt."

„Það væri gott að vera með einn hafsent í viðbót upp á jafnvægið í hópnum, en ég er ánægður með hópinn og það hefur gengið vel,"
sagði Haddi og sagði að KA væri ekki að skoða neinn kost í miðvörðinn á þessum tímapunkti.

Rosalega spennandi tímar framundan hjá KA
„Ég er rosa ánægður með þann stað sem við erum á, því það var tímabil í sumar þar sem mér fannst við ekki nógu sannfærandi, ekki hanga nógu vel saman og ekki nægur skilningur á milli manna. Núna undanfarið hafa úrslitin dottið með okkur og mér finnst við vera á flottum stað. Ég er mjög ánægður með stöðuna eins og hún er núna."

Allt að smella á hárréttum tíma?

„Það hafa allavega verið mikilvægir leikir að undanförnu og það hefur gengið vel. En eins og við vitum öll, það er stutt á milli í fótbolta, ef þú ferð að slaka á þá er þetta fljótt að breytast. Við þurfum að halda vel á spilunum og vera einbeittir áfram. Það eru rosalega spennandi tímar framundan hjá KA."

Dusan Brkovic getur spilað á fimmtudag en hann gat ekki tekið þátt í síðasta einvígi vegna meiðsla og vöntun á vegabréfsáritun.

Fínt fyrir nýju gaurana
Hópurin hjá KA hefur mikið verið á hótelum undanfarnar vikur. Hvernig er hótellífið að fara í þjálfarann?

„Það er bara fínt, búið að ganga fínt undanfarið. Þetta þéttir hópinn, menn hittast, eru lengur saman, keyrum saman, fljúgum saman. Þetta er fínt fyrir nýju gaurana, verja miklum tíma með nýjum liðsfélögum þannig að þú kynnist þeim. Þetta hefur verið gott hingað til," sagði Haddi.

Sigurvegarinn í einvígi KA og Dundalk mætir Club Brugge frá Belgíu eða AGF frá Danmörku. Club Brugge vann fyrri leikinn 3-0. Viðtalið við Hadda má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner