Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Valur
2
1
Þróttur R.
0-1 Sierra Marie Lelii '44
Þórdís Elva Ágústsdóttir '58 1-1
Berglind Rós Ágústsdóttir '71 2-1
03.08.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Logn og nokkuð hlýtt
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 418
Maður leiksins: Þórdís Elva Ágústsdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f) ('90)
13. Lise Dissing ('62)
14. Rebekka Sverrisdóttir
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('90)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
2. Hildur Björk Búadóttir
9. Amanda Jacobsen Andradóttir ('62)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('90)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('90)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:
Þórdís Elva Ágústsdóttir ('80)
Lára Kristín Pedersen ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Risa 3 punktar fyrir Valsara... ...sem hefðu með jafntefli eða tapi misst Blika fram úr sér þar sem þær eru að vinna Selfoss 4-0 í þessum töluðu orðum.

Skýrsla og viðtöl koma inn seinna í kvöld.
90. mín
+3
Sóknarbrot dæmt á Þróttara og þar með er þetta líklega búið.

Fanney tekur spyrnuna og setur hann eins langt fram og hún getur.
90. mín
+2
Þróttarar í færi en Valsarar komast fyrir skot Ollu og Þróttur fær horn.

Þær ná þó ekki að nýta hornið.
90. mín
+1
Ásdís Karen STÁLHEPPIN að fá ekki að líta gula spjaldið eftir tæklingu á Kötlu.
90. mín
+1
Við fáum að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
90. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
85. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Valur)
Klippir lappirnar undan Tanya úti hægra megin.
82. mín
Tanya með fyrirgjöf en hún er beint á Fanney.
Hún channelar síðan sinn innri Pickford og hendir sér í jörðina og liggur þar í dágóða stund.
81. mín
Katie tekur spyrnuna og setur hana beint í vegginn. Mjög illa farið með gott færi.
80. mín Gult spjald: Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Mjög skrýtin ákvörðun hjá Þórdísi sem ákveður að rífa í treyjuna hennar Ísabellu inn í d-boganum.
75. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu vinstra megin 10 metrum fyrir utan teig Valsara. Mikenna á góðan bolta á fjær en Arna Sif er grimmust inná teignum og skallar frá.
74. mín
Tanya fer illa með Elísu og finnur svo Katie í teignum en þær eru strax mættar þrjár á hana og ná af henni boltanum.
71. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.) Út:Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)
71. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
71. mín MARK!
Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
Geggjað mark!!!! Amanda og Ásdís Karen eiga frábært spil inn í teig Þróttara sem endar með því að Amanda finnur Berglindi á markteigslínunni. Berglind er einhverrahluta vegna alein þar og klárar vel.
70. mín
Valsarar fá hornspyrnu sem Ásdís Karen tekur. Boltinn kemur inn í teiginn og berst þaðan út til Amöndu sem á skot sem fer í samherja sem var fyrir innan og flaggið fer á loft.
67. mín
Sæunn fer hér niður eftir að hafa tekið einhverja skrýtna stefnubreytingu en enginn í henni. Þetta leit ekki vel út en hún stendur upp og heldur áfram. Þetta hefði aldeilis getað verið slæmt.
64. mín
Katie Cousins með frábæran sprett upp miðjan völlinn eftir að Álfhildur, eins og naut, vann boltann og fann Katie. Katie á síðan geggjaðan bolta í gegn á Tanya sem á gott skot en Fanney ver í horn. Þróttarar ná síðan ekki að nýta hornið.
63. mín
Amanda ekki lengi að láta til sín taka, tekur mann á og rennir honum síðan á Þórdísi sem á hörkuskot en það fer í varnarmann.
62. mín
Inn:Tanya Laryssa Boychuk (Þróttur R.) Út:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
62. mín
Inn:Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur) Út:Lise Dissing (Valur)
58. mín MARK!
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
VALSARAR JAFNA Eftir smá bras hjá Þrótturum að koma boltanum frá fær Lise boltann fyrir utan teiginn og skrúfar hann inn á Ásdísi sem á frábæra sendingu inn fyrir á Þórdísi sem kemur honum fram hjá Írisi í markinu.

Frábærlega gert hjá Val.
55. mín
Bryndís með lúmskt skot fyrir utan teig sem Íris er í smá vandræðum með og slær frá sér en enginn Valsari er nægilega fljótur að átta sig að stökkva á frákastið og Íris er fyrst á boltann.
52. mín
Sierra fær góðan bolta í hlaupið og eftir baráttu við Rebekku kemur hún boltanum fyrir. Fanney nær þó til boltans áður en hann kemst til Freyju sem var búin að koma sér í stellingar fyrir framan markið.
48. mín
Sæunn með skot fyrir utan teig en það ratar næstum út á bensínstöð það er svo hátt yfir.
47. mín
Katla með fínt skot sem fer í varnarmann og þaðan til Sierra sem er í dauðafæri en búið að flagga hana rangstæða. Þróttarar strax að ógna.
46. mín
Katie sparkar hér seinni í gang.
45. mín
Hálfleikur
Fram að markinu var þetta alveg gríðarlega tíðindalítið og gæðasnautt.

En mörk breyta leiknum og við fáum vonandi eitthvað meira stuð í seinni hálfleikinn.
44. mín MARK!
Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
Stoðsending: Freyja Karín Þorvarðardóttir
Þróttarar að komast yfir Fryja fær boltann í teignum hægra megin og reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann og aftur til Freyju. Fanney gerir sig líklega til þess að mæta Freyju en hikar og hættir svo við. Þá fær Freyja nægan tíma til að athafna sig og á frábæran bolta á fjær þar sem Sierra rís hæst og skallar boltann í boga yfir Fanney í markinu.
42. mín
Bryndís og Ásdís eru skyndilega komnar í 2v2 en þær eru lengi að athafna sig og Þróttarar fljótar að vera komnar fimm fyrir aftan boltann. Illa farið með ágætis stöðu hjá Völsurum.
41. mín
Bryndís með skot fyrir utan teig en það er beint á Írisi og hún því ekki í vandræðum með það
39. mín
Katla harkar sér fram hjá nokkrum varnarmönnum Valsara og á næstum því góða sendingu fyrir en Fanney er vel á verði og stígur upp og handsamar boltann.
37. mín
Sierra hefur betur í baráttu við Önnu og kemur boltanum á Freyju sem á skot fyrir utan teig en skotið er ekki upp á marga fiska og hittir ekki rammann.
35. mín Gult spjald: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Straujar Bryndísi á miðjum velli
34. mín
Sierra að sleppa í gegn en Arna Sif með sýnikennslu í áfanganum "rennitæklingar 101" og kemur boltanum í horn.
33. mín
Þær virtust ætla að reyna svipaða útfærslu aftur en Valsarar lesa það og koma boltanum frá.
32. mín
Þróttarar með frábært horn beint af æfingsvæðinu.
Katie og Mikenna taka stutt og Katie finnur svo Kötlu inn fyrir á nær þar sem hún á skot en Fanney ver vel, annað horn.
31. mín
Ásdís Karen með fínan sprett upp völlinn og ætlar að renna boltanum út í teiginn en Mikenna les hana eins og opna bók, stígur inn í sendinguna og ber boltann síðan upp völlinn.
26. mín
Valsarar að fá annað horn.

Ásdís Karen tekur spyrnuna en hún er ekki yfir fyrsta mann og Mikenna hreinsar frá nærstönginni.
25. mín
Hornið fer yfir allan pakkann, Lára Krístín nær honum hinum megin og á fyrirgjöf inn en Þróttarar koma boltanum frá að lokum
24. mín
María Eva með skrýtna hreinsun beint aftur fyrir og Valur fær horn.
23. mín
Þróttur hefur verið að koma sér í nokkuð álitlegar stöður hérna en ekki að koma sér í nein dauðafæri samt sem áður.
21. mín
í fljótu bragði sýnist mér Þróttarar ver að spila með tígul miðju.

Íris
María-Jelena-Sóley-Mikenna
Álfhildur
Sæunn-Katie
Katla
Sierra-Freyja
Þær eru hins vegar alltaf mjöög mikið á hreyfingu fram á við hjá Þrótturum þannig erfitt að festa menn við einhverjar stöður þar.
19. mín
FANNEY HEPPIN Fanney allt of lengi að losa boltann og Sierra pressar hana og nær fyrir sendinguna. Boltinn berst út í teiginn á Katie en skotið hennar er langt yfir.
17. mín
Valsarar stilla upp sínu hefðbundna 4-3-3

Fanney
Elísa-Anna-Arna-Rebekka
Berglind-Lára-Þórdís
Lise-Bryndís-Ásdís

Elísa er dugleg að stíga upp á miðjuna hins vegar þegar þær sækja
16. mín
Gott spil hjá Val inn á miðjunni en svo kemur löng sending sem á að finna Lise í hlaupinu upp vinstri kantinn en hún er of föst og Mikenna er á undan í boltann.
12. mín
Jelena í vandræðum að losa sig við boltann og pressa Valsarar að bera árangur. Ásdís Karen á sendingu inn á teiginn í kjölfarið en Íris grípur hana örugglega.
11. mín
Bryndís að fá hérna ágætis færi en varnarmaður kemst fyrir skotið. Bryndís vill fá horn en Helgi Mikael heldur aldeilis ekki, verð að vera sammála Bryndísi þarna.
8. mín
Valsarar halda hér boltanum nokkuð lengi en Þróttarar eru þéttar og Völsurum tekst ekki að finna úrslitasendingu eða skot.
6. mín
Mikenna og Katie Cousins taka stutt horn og koma boltanum út fyrir teiginn þar sem Þróttarar ná fyrirgjöf en brotið á Fanney í teignum og Þróttarar ná ekki að nýta tækifærið.
5. mín
Katla tekur Rebekku á og fer upp hægri kantinn á fleygiferð. Katla hefur betur en fyrirgjöfin hennar fer af varnarmanni og afturfyrir. Fyrsta hornið er Þróttara.
4. mín
Liðin skiptast á að halda í boltann þessar fyrstu mínútur en hvorugt liðið er að ná að tengja saman mjög margar sendingar í einu.
1. mín
Bryndís Arna sparkar þessu í gang. Valsarar sækja í átt að Perlunni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Við erum að detta í gang á Origo vellinum. Valsarar í sínum rauðu búningum og Þróttarar í ljósbláum varabúningum.
Fyrir leik
Þriðja viðureign þessara liða í sumar Þessi lið eru búin að mætast tvisvar áður í sumar. Fyrst í bikarnum þann 27. maí þar sem Þróttarar báru sigur úr býtum 2-1. Liðið mættust svo aftur aðeins fjórum dögum seinna og þá voru það Valsarar sem höfðu betur og fengu þrjá punkta úr þeim leik sem fór líka 2-1, það er því mjög spennandi að sjá hvernig þetta fer í dag.
Hlutlausir vonast eflaust eftir Þróttarasigri því að það myndi heldur betur gera toppbaráttuna áhugaverða.
Fyrir leik
Liðin Báðir þjálfarar gera eina breytingu á sínu liði frá síðustu umferð.

Hjá Val kemur Málfríður Anna úr liðinu og inn fyrir hana kemur Rebekka Sverrisdóttir

Hjá Þrótturum er það svo Katla Tryggvadóttir sem kemur inn á kostnað Tanya Laryssa sem fær sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Þróttur Eins og Valsarar fóru Þróttarar í einstaklega ánægjuleg ferð út á land í síðustu umferð. Þær heimsóttu Þór/KA á Akureyri og fóru heim með 3 punkta eftir 0-4 sigur.
Fyrir leik
Valur Valsarar eru efstar í deildinni með 29 stig tveimur meira en Blikar sem eru í öðru sæti. Þær fóru í mjög góða ferð til eyja í síðustu umferð þar sem þær pökkuðu Eyjakonum saman 1-7.
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson sér um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar eru AD1, Andri Vigfússon, og AD2, Eydís Ragna Einarsdóttir. Eftirlitsmaður er Skúli Freyr Brynjólfsson og Reynir Ingi Finnsson er varadómari.

Fyrir leik
Heil og sæl Verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Vals og Þróttar í 14. umferð Bestu deildarinnar. Leikið er á Origo vellinum og flautað er til leiks klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Sierra Marie Lelii ('62)
Kate Cousins
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('71)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
22. Mikenna McManus
23. Sæunn Björnsdóttir ('71)

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
12. Tanya Laryssa Boychuk ('62)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('71)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('71)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas
Ingunn Haraldsdóttir
Ben Chapman

Gul spjöld:
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('35)

Rauð spjöld: