Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 08. febrúar 2025 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saliba efstur á óskalista Real Madrid - Postecoglou undir pressu
Powerade
Mynd: EPA
BBC hefur tekið saman helsta slúðrið úr miðlum heimsins. Hér fyrir neðan má lesa marga áhugaverða mola.

Manchester United mun snúa sér að Liam Delap (21), framherja Ipswich, ef liðinu mistekst að næla í Victor Gyökeres (26), framherja Sporting, eða Victor Osimhen (26), framherja Napoli. (GiveMeSport)

Manchester City ætlar að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil og fylgist með Ederson (25), miðjumanni Atalanta. (Fichajes)

Vinicius Junior (24), er í viðræðum við Real Madrid um nýjan samning en það er enn langt í land. (Revelo)

Vinicius Junior hafnaði fyrsta tilboði Real Madrid. (Athletic)

William Saliba (23), miðvörður Arsenal, er efstur á óskalista Real Madrid en Arsenal vill fá heimsmetsverð fyrir hann. (RMC Sport)

Dortmund gæti þurft að selja Jamie Gittens (20) ef liðið vinnur sér ekki sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liverpool, Man Utd og Chelsea hafa áhuga á honum. (Caught Offside)

Adam Wharton (21), miðjumaður Crystal Palace og Tyler Dibling (18), miiðjumaður Southampton, eru á óskalista Tottenham (Football Transfers)

Everton mun reyna aftur við Tom Fellows (21), framherja West Brom, í sumar. (Football Insider)

Félagið ætlar að styrkja nánast hverja einustu stöðu næsta sumar og undirbýr annasamt sumar. (i Sport)

Tottenham mun skoða framtíð Ange Postecoglou ef liðinu mistekst að vinna Aston Villa í enska bikarnum um helgina. (GiveMeSport)

Postecoglou er ekki að hugsa um að verða rekinn ef Tottenham tapar gegn Villa. (Guardian)

Athugasemdir
banner