Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Breiðablik
4
2
Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen '12
Linli Tu '63 1-1
Linli Tu '71 2-1
2-2 Bríet Jóhannsdóttir '80
Katrín Ásbjörnsdóttir '84 3-2
Birta Georgsdóttir '88 4-2
07.08.2023  -  16:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Logn, blautt og 13 gráður. Fínasta veður bara.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Linli Tu
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('45)
4. Elín Helena Karlsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('63)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('85)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('51)
14. Linli Tu
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('45)

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('51)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('63)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('85)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('45)
17. Karitas Tómasdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('45)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Ásmundur Arnarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er Aðalbjörn búinn að flauta þennan leik af. Sanngjarn sigur Breiðablik staðreynd.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
94. mín
Þór/KA að fá horn!
92. mín Gult spjald: Ásmundur Arnarsson (Breiðablik)
Ási þjálfari allt annað en sáttur með Aðalbjörn. Ég sá ekki alveg hvað hann var að biðja um en líklega var það eitthvað peysutog sem átti sér stað beint fyrir framan hann. Spes hegðun þegar þú ert að vinna 4-2 á 90 mínútu.
91. mín
Amk 4 mínútur í uppbótartíma!
90. mín
Inn:Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Þór/KA) Út:Tahnai Lauren Annis (Þór/KA)
90. mín
Inn:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA) Út:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
88. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
MAAARRKKK!!!! Fær boltann rétt fyrir utan vítateig Þór/KA frá Öglu og the rest is history. Er með varnarmann í bakinu allan tímann og keyrir inn á teiginn þar sem hún dansar með boltann í frekar langan tíma. Sóknin endar með því að hún snýr sér og tekur skotið sem fer örrugglega inn!

Þá er þetta komið í hús myndi maður halda hjá Breiðablik!
85. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
84. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
BLIKAKONUR TAKA FORYSTUNA!! Agla tekur hornið beint inn á markteig Þórs/KA og þar stendur Katrín algerlega alein og stangar boltann í netið. Alls ekki varnarleikur upp á marga fiska þarna hjá gestunum.

Hvaða rugl leikur er þetta?!?!
84. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu!!
80. mín MARK!
Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen
ÞÆÆRRR JAFNA!!!! Eftir langa sókn hjá Breiðablik ná Þór/KA einhvernveginn að spila sig í gegnum vörn Breiðabliks. Sandra María fær boltann í gegn og er kominn í mjög vænlega stöðu inn á vítateig Blika. Hún kemur þá með geggjaða sendingu á Bríeti, sem var að koma inn á, og hún tekur færið sitt með glæsibrag.

ALLT JAFNT! FÁUM VIÐ DRAMATÍK?!
78. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Steingerður Snorradóttir (Þór/KA)
76. mín
Jakobína tekur hornið sem var mjög fínt en Telma í markinu stekkur manna hæst og handsamar boltann!
75. mín
Þór/KA að fá horn!!!
71. mín MARK!
Linli Tu (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
MAAARRKK!! Blikarnir taka horn sem Þór/KA ná að hreinsa í burtu. Þá nær Írena til boltans og neglir honum inn í. Þegar boltinn er við það að renna útaf í markspyrnu nær Andrea Rut að halda boltanum inn á. Boltinn fer þá beint í lappirnar á Linli sem er tekur skotið af ógeðslega stuttu færi í varnarmann og í netið. Alls ekki góður varnarleikur hjá gestunum en Linli Tu gæti ekki verið meira sama.

OG BLIKAKONUR ERU KOMNAR MEÐ FORYSTUNA!!
70. mín
Blikakonur fá aðra hornspyrnu!
70. mín
Hafrún með enn eina fyrirgjöfina í dag sem endar í hornspyrnu!
68. mín
Hafrún geggjuð! Innkoma Hafrúnar hefur verið gífurlega góð í dag fyrir Breiðablik. Magnað hversu mikil færi hægri bakvörður getur skapað á svona stuttum tíma!
65. mín
RÉTT FRAMHJÁ!!! Hafrún fær aftur boltann í breiddinni úr aukaspyrnu og kemur með geggjaðan bolta fyrir sem Katrín kemst í og skallar rétt framhjá. Maður hreinlega bíður bara eftir öðru marki Breiðabliks núna!
63. mín
Inn:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) Út:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
63. mín MARK!
Linli Tu (Breiðablik)
Stoðsending: Hafrún Rakel Halldórsdóttir
ÞÆÆÆRRR JAFNAAA!! Löng og góð sókn hjá Blikakonum sem endar með því að Hafrún fær boltann úti á kanti og kemur með stórglæsilega sendingu inn í teiginn. Þar er Linli Tu, nýjasti leikmaður Blika, mætt og stangar boltann í netið. Jóhann Kristinn er allt annað en sáttur með varnarleik sinna manna!

Allt jafnt!!
60. mín
Jakobína tekur hornið fyrir norðankonur en Blikarnir ná að hreinsa.
60. mín
Þór/KA að fá hornspyrnu!
58. mín
Írena með mjög heiðarlega tilraun fyrir utan vítateig Þór/KA sem fer rétt yfir markið. Maður er hreinlega að bíða eftir jöfnunarmarkinu.
57. mín
Spyrnan er tekin stutt sem endar með því að Írena á slæma fyrirgjöf inn í og Þór/KA fær markspyrnu.
57. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu!
55. mín
MAAAAA..... rangur! Hulda Ósk gerir ótrúlega vel á miðsvæðinu og kemur Söndru Maríu í gegn. Sandra tekur skotið á markið og inn fer boltinn en flaggið góða fór á loft. Þetta fannst mér vera ansi tæpt.
52. mín
Ísfold tekur spyrnuna sem Blikakonur ná að hreinsa í innkast.
52. mín
Þór/KA fá hér aftur horn!
51. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Fer meidd af velli og Blikarnir allt annaði en sáttir því þeir vildu meina að það hefði verið brotið á henni. Við fyrstu sýn var þetta aldrei brot.
50. mín
Akureyringarnir að fá hér hornspyrnu!!

Á sama tíma liggur Ásta eftir niðri og þarf aðhlynningu.
49. mín
Löng sókn hjá Blikum sem endar með skoti frá Clöru hátt yfir markið. Blikakonur hafa legið á Akureyrarliðinu hér í upphafi síðari hálfleiks.
46. mín
Leikur hafinn
Þá er seinni kominn í gang. Góða skemmtun!
45. mín
Inn:Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA) Út:Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
Breytingar í hálfleik
45. mín
Inn:Dominique Jaylin Randle (Þór/KA) Út:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA)
Breytingar í hálfleik
45. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Breytingar í hálfleik
45. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Breytingar í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Það gerist lítið sem ekkert í þessum uppbótartíma og Aðalbjörn flautar í flautu sína. Veit ekki með það hvort þetta séu sanngjarnar hálfleikstölur en það skiptir ekki máli, sjáumst aftur eftir korter!
45. mín
Amk 4 mínútur í uppbótartíma.
45. mín
DAUÐAFÆRI! Linli Tu gerir frábærlega inn á teig Þór/KA og kemur með geggjaða sendingu á fjærstöngina þar sem Agla María er í dauðafæri en á einhvern ótrúlegan hátt nær hún ekki að hitta á markið! Ótrúlegt!
42. mín
Þór/KA fengu horn sem Jakobína tók en spyrnan var ekkert sérstök og Blikakonur náðu að hreinsa frá.
39. mín
Skot framhjá! Áslaug tekur hornið sem var fínt. Það myndast mikið klafs inn á teignum sem endar með skoti hjá Öglu sem fór rétt framhjá.
39. mín
Breiðablik að fá hér horn!
37. mín
SLÁIN! Löng sókn hjá Blikum sem endar með því að Vigdís Lilja fær boltann inn á vítateignum og tekur skotið sem var mjög fast en það fór í slánna. Melissa algerlega sigruð í markinu, Breiðablik svo nálægt því að jafna!
36. mín
Breiðablik mun betri aðilin undanfarnar mínútur.
33. mín
Hulda Ósk fær boltann við hornfánann og kemur með æðislega fyrirgjöf sem endar með miklu klafsi inn á teignum. Þá nær Amalía til boltans og tekur skotið sem fer samt sem áður í varnarmann og Blikarnir ná að hreinsa.
29. mín
Seinustu 10 mínútur hafa verið mjög tíðindalitlar
26. mín
Hafliði Breiðfjörð náði góðum myndum af markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

21. mín
Fínasta hornspyrna sem Bergþóra tekur en Melissa nær að kýla þettta frá.
21. mín
Breiðablik að fá hér horn!!
20. mín
Uppstillingarnar Breiðablik
Telma
Ásta - Taylor - Elín - Áslaug
Clara - Bergþóra - Linli Tu
Vigdís - Katrín - Agla

Þór/KA
Melissa
Agnes - Hulda - Jakobína - Steingerður
Ísfold - Tahnai - Margrét
Hulda - Amalía - Sandra
19. mín
Áiii... Sýnist það vera Elín Helena sem fær boltann í hausinn eftir að Taylor reynir að dúndra boltanum í burtu.
12. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
GESTIRNIR KOMNIR YFIR!! Mér sýndist það vera Amalía sem átti geggjaða sendingu upp völlinn á Huldu Ósk sem keyrir í átt að vítateig Blika. Hulda kemur þá með geggjaða fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Sandra María bíður eins og refur og kemur boltnanum í netið. Frábær sókn hjá gestunum en Hulda Ósk hefur verið allt í öllu hérna þessar upphafsmínútur.

Breiðablik 0, Þór/KA 1!!!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
7. mín
Melissa geriri vel í markinu. Clara ætlar að senda Öglu Maríu í gegn en áður en Agla nær til boltans er Melissa mætt og handsamar boltann.
5. mín
Annað færi! Hulda Ósk er allt í öllu þessar fyrstu mínútur en hún á glæsilega fyrirgjöf inn í á Amalíu sem skallar boltann beint á Telmu í markinu. Tvö fín færi sem Þór/KA hafa fengið hér í upphafi leiks.
3. mín
Lélegt horn Spyrnan er tekin stutt sem endar með því að Áslaug tapar boltanum klaufalega og Þór/KA bruna upp í sókn. Hulda Ósk fær boltann á sínum vallarhelmingi keyrir í átt að vítateig Blika og tekur skotið sem fór beint á Telmu í markinu.
2. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu hér í upphafi leiks!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!

Það eru gestirnir sem eiga upphafsparkið, góða skemmtun!
Fyrir leik
Þá ganga liðin til vallar og takast í hendur áður en leikurinn byrjar.
Fyrir leik
Styttist í þetta! Þá ganga liðin til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Þá eru byrjunarliðin komin í hús og Ási gerir fjórar breytingar á Blikaliðinu frá sigrinum gegn Selfossi á dögunum. Út úr liðinu fara Toni Deion Pressley, Hafrún Rakel, Andrea Rut og Birta Georgsdóttir. Inn fyrir þær koma Áslaug Munda, Clara Sig, Linli Tu og Vigdís Lilja.

Jóhann Kristinn gerir þá einungis tvær breytingar á liðinu sínu frá sigrinum góða gegn FH á dögunum en þær Tahnai Lauren og Agnes Birta koma inn í liðið fyrir Karen Maríu og Kimberley Dóru. Það vekur strax athygli að Karen María er ekki í hóp hjá Þór/KA í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrri viðureignir liðanna Samkvæmt ksi.is hafa liðin mæst 63 sinnum en Blikakonur hafa unnið flestu leikina. Blikakonur hafa unnið 60% af leikjunum en markatalan í þessum viðureignum er 173-77 Breiðablik í vil. Fyrri leikur liðanna á þessu tímabili fór 2-0 fyrir Þór/KA en sá leikur var spilaður inni í Boganum.

Fyrri viðureignir liðanna:
Breiðablik sigrar: 38 (60%)
Jafntefli: 8 (13%)
Þór/KA sigrar: 17 (27%)
Markatala: 173 - 77 Breiðablik í vil

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fyrir leik
Dómaratríóið Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson mun sjá um að dæma þennan leik en þeir Nour Natan Ninir og Patryk Emanuel Jurczak halda utan um flöggin í dag. Ólafur Ingi Guðmundsson verður eftirlitsmaður KSÍ í dag en varadómarinn í dag að þessu sinni er hann Kristján Már Ólafs.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Akureyringar að gera gott mót Þór/KA hafa verið öflugar í sumar og unnið nokkra leiki gegn stóru liðunum en þær hafa hinsvegar líka tapað niður stigum gegn þessum verri liðum. Akureyringarnir unnu gegn Blikunum í fyrri viðureigninni. Þór/KA hafa gefið okkur oftar en ekki mjög leiðinlega leiki þegar þær spila á útivöllum. Í 6 útileikjum hafa þær unnið fjóra leiki, tapað tveimur en eru með markatöluna 5-3. Í 6 leikjum! Vonandi fáum við aðeins fleiri mörk í þennan leik en við höfum fengið í seinustu útileikjum hjá Akureyringunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þór/KA unnu seinasti leikinn sinn í deildinni gegn mjög góðu FH liði í Krikanum. Leikurinn fór 1-0 fyrir Akureyringunum en það var Karen María sem skoraði sigurmarkið. Fáum við annan iðnaðarsigur í dag frá Þór/KA?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Blikakonur í harðri baráttu Breiðablik eru, eins og staðan er í dag, í öðru sæti á eftir Valskonum þegar þessi 13. umferð fer af stað. Það munar aðeins tveimur stigum á Breiðablik og Val þannig með sigri fara Blikarnir tímabundið á toppinn. Lífsnauðsynlegur leikur fyrir Breiðablik en þar sem Valskonur eiga Stjörnuna í næsta leik er alveg ágætis möguleiki á því að Breiðablik verði á toppnum í lok umferðarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það geta auðvitað allir unnið alla í þessari deild og þess vegna er það mikilvægt fyrir lið eins og Breiðablik að vinna þessa stórleiki á heimavelli. Breiðblik hafa skorað flestu mörkin í deildinni, 34 í 14 leikjum. Markahæsti leikmaður Blika er Agla María Albertsdóttir með 6 mörk. Síðan koma þær Katrín Ásbjörnsdóttir með 5 mörk, Linli Tu með 5 mörk og Andrea Rut Bjarnadóttir einnig með 5 mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stórleikur á frídegi verslunarmanna! Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Þór/KA í Bestu deild kvenna. Leikurinn tilheyrir 13. umferðinni en þetta er fyrsti leikur 13. umferðarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Melissa Anne Lowder (m)
Steingerður Snorradóttir ('78)
6. Tahnai Lauren Annis ('90)
7. Amalía Árnadóttir ('45)
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('45)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('90)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('90)
3. Dominique Jaylin Randle ('45)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('45)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('78)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: