KFK
3
2
Kári
1-0
Aron Bjarki Kristjánsson
'10
, sjálfsmark
1-1
Kolbeinn Tumi Sveinsson
'48
Brynjar Jónasson
'60
, víti
2-1
Matthías Hildir Pálmason
'68
3-1
3-2
Kolbeinn Tumi Sveinsson
'69
08.08.2023 - 19:15
Fagrilundur - gervigras
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: Frábærar!
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Fagrilundur - gervigras
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: Frábærar!
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Byrjunarlið:
30. Andri Þór Grétarsson (m)
3. Brynjar Jónasson
('67)
4. Andy Pew
('31)
5. Friðrik Þórir Hjaltason
7. Rodrigo da Costa Dias
10. Andri Jónasson
14. Stefán Ómar Magnússon
18. Álvaro Ivorra Ronda
19. Matthías Hildir Pálmason
21. Lassana Drame
22. Patrekur Hafliði Búason (f)
Varamenn:
1. Veigar Bjarki Hafþórsson (m)
3. Hörður Ingþór Harðarson
6. Gunnar Patrik Sigurðsson
13. Sigurður Orri Magnússon
('67)
15. Alexander Máni Guðlaugsson
16. Hlynur Bjarnason
('31)
19. Jóhann Steinar Sigurðarson
20. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
Liðsstjórn:
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Kristinn Pálsson
Eyþór Helgi Birgisson
Anton Freyr Jónsson
Sunna Bríet Búadóttir
Darri Már Garðarsson
Gul spjöld:
Andri Jónasson ('67)
Sigurður Orri Magnússon ('91)
Rauð spjöld:
94. mín
Gult spjald: Sverrir Mar Smárason (Kári)
Stefán gerir frábærlega úti við hornfána, vinnur tíma, kemst framhjá einum og Sverrir tók hann svo niður.
92. mín
Kolbeinn þrumar boltanum yfir mark KFK, fékk boltann eftir hornið en vantaði alla yfirvegun þarna.
91. mín
Andri gerir vel í markinu, bolti í gegn sem hann skallar í burtu. Handsamar svo næsta lausa bolta.
90. mín
Laus bolti inn á markteig KFK en Andri er fyrstur að átta sig og stekkur á boltann.
87. mín
Matthías bað um aðhlynningu og hana skal hann fá
Þarf að fara út fyrir og fær ekki að vera inn á í horninu. Reynir dómari ákveðinn.
86. mín
Kristófer reynir fyrirgjöf en Matthías gerir mjög vel og kemur í veg fyrir að boltinn fari fyrir.
Kári á hornspyrnu.
Kári á hornspyrnu.
84. mín
Stefán Ómar með flotta takta úti vinstra megin og lætur svo vaða en skotið rétt framhjá nærstönginni.
83. mín
Andri bjargar heimamönnum
Kolbeinn fær gott færi en skotið fer tiltölulega beint á Andra í markinu og Andri ver.
82. mín
Stöngin bjargar gestunum
Stefán Ómar með góða fyrirgjöf sem finnur Drame inn á teignum. Drame kemst í boltann og á skalla sem fer í stöngina!
79. mín
Hafþór Péturs fer niður í teig KFK og gestirnir vilja víti. Klárlega aðeins farið í bakið á honum, hvort þetta var nóg til að dæma víti veit ég ekki.
75. mín
Sigurjón með skalla sem Andri í markinu grípur. Káramenn vildu fá vítaspyrnu rétt á undan, held að boltinn hafi farið í hönd en sýndist hún vera í náttúrulegri stöðu
74. mín
Flott fyrirgjöf af hægri kantinum en Matthías kemur boltanum í horn. Kári er klárlega líklegra liðið il að skora næsta mark.
72. mín
Skagamenn banka en ná ekki skoti á markið í þessari sókn. Þetta verður áhugaverður lokakafli!
70. mín
Sverrir Mar fyrirliði kallar á sína menn að halda áfram, heimamenn séu sprungnir og það muni bara einu marki.
69. mín
MARK!
Kolbeinn Tumi Sveinsson (Kári)
Stoðsending: Hilmar Elís Hilmarsson
Stoðsending: Hilmar Elís Hilmarsson
Geggjuð fyrirgjöf frá Hilmari af hægri kantinum sem Kolbeinn gerir vel í að komast í, nær að koma löppinni í boltann og stýrir boltann í hægra hornið.
Tvö mörk á tveimur mínútum!
Tvö mörk á tveimur mínútum!
68. mín
MARK!
Matthías Hildir Pálmason (KFK)
Stoðsending: Lassana Drame
Stoðsending: Lassana Drame
KFK kemst tveimur mörkum yfir!
Hratt upphlaup hjá KFK, vel útfærð skyndisókn, varnarmaður Kára rennur, Matthías er einn úti hægra megin og klárar virkilega vel framhjá Aroni Bjarka.
Fyrsti leikur Matthíasar fyrir KFK, kom frá KH í glugganum.
Fyrsti leikur Matthíasar fyrir KFK, kom frá KH í glugganum.
66. mín
Ágætis aukaspyrna frá Patreki utan af vintri kantinum á fjærstöngina, finnur samherja en skallinn ekki nógu góður og beint á Aron í markinu.
62. mín
Nú er mótlætið mikið hjá gestunum. Flaggið á loft þegar Kolbeinn er í góðri stöðu og menn ósáttir. Skagamenn þurfa að einbeita sér að sér sjálfum!
61. mín
Gult spjald: Hilmar Halldórsson (Kári)
Káramenn eru alveg trylltir. Búnir að fá nóg af dómaranum. Heppnir að það fóru ekki fleiri spjöld á loft fyrir tuð og mótmæli.
60. mín
Mark úr víti!
Brynjar Jónasson (KFK)
Setur boltann aðeins til vinstri og Aron Bjarki fer í hina áttina.
59. mín
Gult spjald: Kolbeinn Tumi Sveinsson (Kári)
Kolbeinn segist hafa fengið boltann beint í andlitið!
58. mín
KFK fær vítaspyrnu!!!
Hendi inn á teignum í kjölfar innkastsins. Ég sá þetta ekki en köllin heyrðust og svona fimm sekúndum síðar flautar Reynir og bendir á punktinn.
Hendi inn á teignum í kjölfar innkastsins. Ég sá þetta ekki en köllin heyrðust og svona fimm sekúndum síðar flautar Reynir og bendir á punktinn.
57. mín
Alvöru varsla!
Lassana Drame fær boltann við vítateigslínuna og lætur vaða. Aron Bjarki rífur eina vörslu upp úr efstu hillu, kemur boltanum yfir mark Kára og KFK á horn.
Hafþór Péturs skallar hornspyrnuna í burtu og nú á KFK innkast.
Hafþór Péturs skallar hornspyrnuna í burtu og nú á KFK innkast.
55. mín
Jónasson rekur boltann í Reyni dómara og er eitthvað svekktur út í hann. Reynir segist ekki vera neinn Houdini, gat ekki látið sig hverfa. Áhugaverð lína.
52. mín
Hafþór og Stefán Ómar í kapphlaupi, Hafþór nýtir sína reynslu í að komast fram fyrir og kemur boltanum á Aron í markinu sem hreinsar í innkast.
48. mín
MARK!
Kolbeinn Tumi Sveinsson (Kári)
Stoðsending: Hilmar Halldórsson
Stoðsending: Hilmar Halldórsson
Frábær sending inn fyrir á Kolbein, einhver köll eftir rangstöðu en flaggið fór ekki á loft og Kolbeinn er mjög yfirvegaður inn á teignum og rennir boltanum framhjá Andra í markinu.
Frábær sókn í alla staði, gestirnir mjög fljótir upp völlinn.
Frábær sókn í alla staði, gestirnir mjög fljótir upp völlinn.
47. mín
Aron Bjarki er skot frá Brynjari Jónassyni, fín tilraun fyrir utan teig en Aron er með þetta á hreinu.
46. mín
Það er búið að fjölga aðeins af áhorfendum, segjum að það séu svona 30 manns mættir.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. KFK byrjaði leikinn betur og náði forystunni. Var nokkuð jafnræði svona um miðbik hálfleiks þó að KFK hafi átt líklegri upphlaup.
Síðasta korterið voru svo Skagamenn öflugri úti á vellinum.
Síðasta korterið voru svo Skagamenn öflugri úti á vellinum.
44. mín
Góðum sóknum Kára er að fjölga. Hilmar Elís tekið þátt í þeim öllum. Núna finnur hann Gabríel sem á fyrirgöf og finnur Fjalar en skalli hans fer yfir.
40. mín
Patrekur með fínan bolta fyrir, finnur Matthías en skallatilraun hans fer framhjá.
38. mín
Hörkufæri!
Frábær sókn hjá Kára!
Hilmar Elís og Gabríel með mjög gott samspil úti hægra megin og Hilmar finnur svo Kolbein inn á teignum en skot hans fer framhjá fjærstönginni!
Hilmar spyr Kolbein hvort hann hefði ekki getað klárað þetta. Kolbeinn svarar að hann hefði átt að gera það.
Hilmar Elís og Gabríel með mjög gott samspil úti hægra megin og Hilmar finnur svo Kolbein inn á teignum en skot hans fer framhjá fjærstönginni!
Hilmar spyr Kolbein hvort hann hefði ekki getað klárað þetta. Kolbeinn svarar að hann hefði átt að gera það.
36. mín
Fjalar fellur við í vítateig KFK en Stefán Ómar komst klárlega fyrst í boltann og því ekki vottur af vítaspyrnu þarna. Hár smellur samt þegar þeir skullu saman.
34. mín
Brynjar hefði hæglega getað tvöfaldað forystuna
Brynjar Jónasson fær tvö færi í röð til að skora. Fyrst er algjör klaufagangur hjá gestunum og Brynjar er með opið mark en skot hans fyrir utan teig fer framhjá.
Svo fær hann fyrirgjöf á fjærstöngina og skallar framhjá.
Brynjar er að spila með Lassana og Stefáni frammi en er duglegur að stíga niður til að bjóða sig í uppspilinu og láta varnarmenn Kára týna sér.
Svo fær hann fyrirgjöf á fjærstöngina og skallar framhjá.
Brynjar er að spila með Lassana og Stefáni frammi en er duglegur að stíga niður til að bjóða sig í uppspilinu og láta varnarmenn Kára týna sér.
31. mín
Inn:Hlynur Bjarnason (KFK)
Út:Andy Pew (KFK)
Andy Pew getur ekki haldið leik áfram. Alvaro færist niður í vörnina, Hlynur kemur inn á miðsvæðið.
30. mín
Hilmar Elís gerir vel úti hægra megin, finnur Sigurjón við vítateiginn sem kemur boltanum á Gabríel sem nær ekki að athafna sig og svo er sama sagan af Fjalari í kjölfarið. Fínt upphlaup hjá Kára en vantaði herslumuninn.
29. mín
Lassana Drame með fína fyrirgjöf en Sverrir Mar er fyrstur á boltann og kemur honum í innkast.
25. mín
Fjalar alltaf klár í að setja pressu á Andra í markinu ef KFK spilar til baka. Andri leyst þetta vel til þessa.
24. mín
Stefán Ómar gerir vel fyrir heimamenn og nær fyrirgjöf inn á teiginn. Sverrir Mar hreinsar í horn.
20. mín
Lassana Drame með skottilraun, fær boltann á lofti og reynir viðstöðulaust skot. Það er frekar mislukkað.
Atvik í aðdragandanum sem gestirnir eru pirraðir með. Bæði lið að láta dómarann heyra það.
Atvik í aðdragandanum sem gestirnir eru pirraðir með. Bæði lið að láta dómarann heyra það.
19. mín
Klár hendi!
Mjög skrítið atvik núna í kjölfar hornspyrnunnar, mikill atgangur í markteignm og Aron Bjarki í brasi. Boltinn fer svo í höndina á leikmanni Kára en Reynir dæmir hornspyrnu. Annað hvort var þetta brot á KFK eða vítaspyrna!
18. mín
Patrekur Hafliði Búason með aukaspyrnu utan af kanti, finnur Stefán Ómar Magnússon sem á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. KFK á horn.
15. mín
Kári á aukaspyrnu á góðum stað, hægra megin við D-bogann. Föst skot tilraun en langt frá því að fara á markið því miður. Það var Guðfinnur sem átti skotið.
10. mín
SJÁLFSMARK!
Aron Bjarki Kristjánsson (Kári)
Slysalegt!
Fékk sendingu tl baka, ætlar að stíga á boltann en fær hann undir sig og boltinn í netið. Mjög klaufalegt. Missti af því hver átti sendinguna til baka.
5. mín
Kári
Aron
Hilmar Elís - Sverrir - Hafþór - Kristófer
Sigurjón - Guðfinnur
Kolbeinn - Hilmar Halldórs - Gabríel
Fjalar
Hilmar Elís - Sverrir - Hafþór - Kristófer
Sigurjón - Guðfinnur
Kolbeinn - Hilmar Halldórs - Gabríel
Fjalar
3. mín
Andri Jónasson með fyrstu tilraun leiksins eftir langt innkast. Skotið úr vítateig Kára frekar misheppnað.
3. mín
KFK
KFK stillir upp einhvern veginn svona.
Andri
Friðrik - Andy - Rodrigo
Matthías - Andri - Alvaro - Patrekur
Brynjar
Stefán - Lassana
Andri
Friðrik - Andy - Rodrigo
Matthías - Andri - Alvaro - Patrekur
Brynjar
Stefán - Lassana
Fyrir leik
Fámennt en góðmennt
Það eru svona tíu áhorfendur mættir. Leikmenn klappa fyrir þeim og mér fyrir leik, takk fyrir það!
Fyrir leik
Dómarateymið
Reynir Ingi Finnsson er með flautuna í dag og þeir Tomasz Piotr Zietal og Daníel Örn Arnarson eru honum til aðstoðar.
Gömul mynd af Reyni Inga
Gömul mynd af Reyni Inga
Fyrir leik
Toppaðstæður
Það eru toppaðstæður og Anton Freyr Jónsson búinn að græja flotta aðstöðu til textalýsingar courtside. Hann lofaði reyndar Epla Bon Aqua og Snickers en það skolaðist eitthvað til í undirbúningnum.
Það er léttskýjað, átján gráðu hiti og svona líka blankalognið. Leikmenn eru að ganga inn til búningsherbergja og fá síðustu ræðuna fyrir leikinn.
Það er léttskýjað, átján gráðu hiti og svona líka blankalognið. Leikmenn eru að ganga inn til búningsherbergja og fá síðustu ræðuna fyrir leikinn.
Það er blíða í Fagralundi
KFK fær Kára í heimsókn í #fotboltinet bikarnum, 19:15 kick off.https://t.co/jEeAA5U3IL pic.twitter.com/X2y7A8NL4s
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) August 8, 2023
Fyrir leik
Byrjunarlið KFK
Frá sigrinum gegn Ými í 16-liða úrslitunum eru þrjár breytingar. Þeir Andy Pew, Rodrigo da Costa Dias og Matthías Hildir Pálmason koma inn fyrir þá Rúnar Frey Þórhallsson, Tómas Bjart Magnússon og Anton Inga Sigurðarson sem eru ekki með í dag.
Frá leiknum gegn Árborg í byrjun mánaðar er ein breyting. Matthías Hildir kemur inn fyrir Júlíus Óla Stefánsson sem er ekki með í dag.
Frá leiknum gegn Árborg í byrjun mánaðar er ein breyting. Matthías Hildir kemur inn fyrir Júlíus Óla Stefánsson sem er ekki með í dag.
Fyrir leik
Byrjunarlið Kára
Andri Júl gerir þrjár breytingar á sínu liði frá liðinu sem lagði Elliða að velli í 16-liða úrslitunum. Benjamín Mehic er ekki með, Marteinn Theodórsson er farinn aftur í ÍA og Marino Hilmar Ásgeirsson er ekki heldur með.
Inn koma þeir Sverrir Mar, Fjalar Örn og Kolbeinn Tumi.
Frá sigrinum gegn Víði í síðasta deildarleik eru tvær breytingar. Marinó Hilmar er ekki með og Fylkir Jóhanns tekur sér sæti á bekknum. Hilmar Halldórsson kemur inn sem og Kolbeinn Tumi.
Inn koma þeir Sverrir Mar, Fjalar Örn og Kolbeinn Tumi.
Frá sigrinum gegn Víði í síðasta deildarleik eru tvær breytingar. Marinó Hilmar er ekki með og Fylkir Jóhanns tekur sér sæti á bekknum. Hilmar Halldórsson kemur inn sem og Kolbeinn Tumi.
Fyrir leik
Búi stýrir skútunni hjá KFK - Andri Júl með Kára
Búi Vilhjálmur hefur stýrt KFK bæði tímabilin sem félagið hefur sent lið til keppni á Íslandsmótinu. Hann var þar á undan þjálfari Vængja Júpíters, KÁ, Hauka og er einnig með skráða leiki sem þjálfari Samherja, Nökkva og Magna fyrir norðan.
Andri Júlíusson er þjálfari Kára og er hann á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Hann er Skagamaður og skoraði á sínum ferli 136 mörk í 310 KSÍ leikjum.
Búi Vilhjálmur hefur stýrt KFK bæði tímabilin sem félagið hefur sent lið til keppni á Íslandsmótinu. Hann var þar á undan þjálfari Vængja Júpíters, KÁ, Hauka og er einnig með skráða leiki sem þjálfari Samherja, Nökkva og Magna fyrir norðan.
Andri Júlíusson er þjálfari Kára og er hann á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Hann er Skagamaður og skoraði á sínum ferli 136 mörk í 310 KSÍ leikjum.
Fyrir leik
Kári í 3. deild og KFK í 4. deild
Kári er í 6. sæti 3. deildar og vann liðið öflugan 0-1 útisigur gegn Víði í síðustu umferð. Hilmar Halldórsson skoraði sigurmarkið á 89. mínútu af vítapunktinum.
KFK er í 3. sæti 4. deildar, þremur stigum á eftir toppliði Vængja Júpíters. KFK gerði jafntefli við Árborg í síðustu umferð. Lassana Drame skoraði mark KFK í leiknum.
KFK er í 3. sæti 4. deildar, þremur stigum á eftir toppliði Vængja Júpíters. KFK gerði jafntefli við Árborg í síðustu umferð. Lassana Drame skoraði mark KFK í leiknum.
Fyrir leik
Leikið til þrautar í kvöld
Þessi leikur gæti farið alla leið í framlengingu og vítakeppni. Í húfi er sæti í undanúrslitum sem spiluð verða 23. september. Úrslitaleikurinn verður svo á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 29. september.
Fyrir leik
Baddi Borgars spáir
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis og sparkspekingur með meiru, spáir í leikina.
KFK 2 - 2 Kári (3-3 framl / KFK vító)
Hér verður hiti, hér verða mörk!
Anton Freyr Geitin Jónsson, samskiptastjóri og yfirmaður knattspyrnumála hjá KFK var í Dalnum alla helgina að signa leikmenn, sýnist hann eftir stutt yfirlit á KSÍ skilað inn ca 15 mönnum, KFK menn eru vel gíraðir en það eru Káramenn líka, megnið af leikmönnum þessara liða létu þennan leik ekki eyðileggja fyrir sér helgina í Dalnum, nema Marinó Hilmar sem fór á Eina með öllu fyrir norðan.
Kári kemst yfir með marki frá Marra, enda allir aðrir leikmenn vallarins ennþá með hausinn í Herjólfsdal, við þetta vakna lærisveinar Kidda Páls sem byrjar að ausa yfir menn og rífa þá í gang, ÁstríðuSveddi reynir að læsa leiknum eins og hann gerði svo vel í Fífunni um daginn en það gengur ekki upp þar sem hann vantar mig í stúkuna svona til að impra á hlutunum fyrir ungu strákana og fá þá til að hlusta á það sem Sveddi segir eða endurtaka það fyrir þá sem heyrðu ekki.
KFK jafnar fyrir hálfleikinn, Andri Jó finnur bróðir sinn Binna Jó (eða öfugt, þekkir þá enginn í sundur hvortsemer) og sá sem fær sendinguna frá hinum skorar.
Andri Júl heldur þrumuræðu í hálfleik enda mættur í KiddaPálslundinn til að vinna eins og alla aðra leiki, Sveddi apar upp annaðhvert orð eftir frænda sínum og reynir að gíra menn en það gengur svona þveröfugt og KFK kemur sterkara út í seinni, Patti Búaþjálfarason sendir frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem einn af þessum 15 nýju leikmönnum mætir og kemur KFK yfir, erfitt að sjá hvaða nýji leikmaður mun skora þeir eru svo margir, en skráum þetta bara á Marcis Melecis, það hljómar líklegt…
Við þetta tjúllast fyrirliði Kára (Sveddi) eðlilega, Sveddi kallar menn saman eins og Zinchenko gerði svo frægt í vor nema það virkar hjá Sveddanum enda meiri karakter og fyrirliði en Arsenalmaðurinn, Káramenn taka yfir leikinn við þetta og Pulli Jó fær að snerta völlinn síðustu 20, hann þakkar traustið og jafnar leikinn með einhverju skrípamarki, allt sýður upp úr og Reynir Ingi Finnsson þarf að fara að rífa upp spjöldin, Anton Freyr Geitin Jónsson reynir að stilla til friðar þar sem Andri Júl nær að espa Búa, Eyþór Birgis og Kidda svakalega upp, Eyþór og Andri fá báðir rautt og samskiptastjórinn lendir í bullandi vandræðum með tökin á bekknum en rífur Kidda úr aðstæðunum enda sá maður búinn að greiða KSÍ of mikið í sektarkostnað á liðsstjórn síðustu árin.
Framlengingin byrjar með látum, Andri Jó fer að finna fyrir brekkunni og missir sig í eina breska tæklingu sem uppsker sanngjarnt rautt spjald, Sveddi tryllist auðvitað enda alvöru fyrirliði að vernda sína menn en fer yfir strikið og fær gult, Kári kemst í 3-2 manni fleiri, Hilmar Halldórs prjónar sig upp kantinn og sendir fyrir á Fjalar sem kixar boltann í fjærhornið og inn lekur hann, Ingvi Alberts kemur svo inná fljótlega eftir markið og setur Svedda í vesen í vörninni sem missir Ingva í gegn, brýtur á honum innan teigs og fær þar seinna gula, jafnt í liðum og Hubert klárar vítið fagmannlega.
KFK klárar leikinn svo í vító þar sem ungir Káramenn fara algjörlega á taugum Sveddalausir þarna og klúðra þremur spyrnum.
KFK 2 - 2 Kári (3-3 framl / KFK vító)
Hér verður hiti, hér verða mörk!
Anton Freyr Geitin Jónsson, samskiptastjóri og yfirmaður knattspyrnumála hjá KFK var í Dalnum alla helgina að signa leikmenn, sýnist hann eftir stutt yfirlit á KSÍ skilað inn ca 15 mönnum, KFK menn eru vel gíraðir en það eru Káramenn líka, megnið af leikmönnum þessara liða létu þennan leik ekki eyðileggja fyrir sér helgina í Dalnum, nema Marinó Hilmar sem fór á Eina með öllu fyrir norðan.
Kári kemst yfir með marki frá Marra, enda allir aðrir leikmenn vallarins ennþá með hausinn í Herjólfsdal, við þetta vakna lærisveinar Kidda Páls sem byrjar að ausa yfir menn og rífa þá í gang, ÁstríðuSveddi reynir að læsa leiknum eins og hann gerði svo vel í Fífunni um daginn en það gengur ekki upp þar sem hann vantar mig í stúkuna svona til að impra á hlutunum fyrir ungu strákana og fá þá til að hlusta á það sem Sveddi segir eða endurtaka það fyrir þá sem heyrðu ekki.
KFK jafnar fyrir hálfleikinn, Andri Jó finnur bróðir sinn Binna Jó (eða öfugt, þekkir þá enginn í sundur hvortsemer) og sá sem fær sendinguna frá hinum skorar.
Andri Júl heldur þrumuræðu í hálfleik enda mættur í KiddaPálslundinn til að vinna eins og alla aðra leiki, Sveddi apar upp annaðhvert orð eftir frænda sínum og reynir að gíra menn en það gengur svona þveröfugt og KFK kemur sterkara út í seinni, Patti Búaþjálfarason sendir frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem einn af þessum 15 nýju leikmönnum mætir og kemur KFK yfir, erfitt að sjá hvaða nýji leikmaður mun skora þeir eru svo margir, en skráum þetta bara á Marcis Melecis, það hljómar líklegt…
Við þetta tjúllast fyrirliði Kára (Sveddi) eðlilega, Sveddi kallar menn saman eins og Zinchenko gerði svo frægt í vor nema það virkar hjá Sveddanum enda meiri karakter og fyrirliði en Arsenalmaðurinn, Káramenn taka yfir leikinn við þetta og Pulli Jó fær að snerta völlinn síðustu 20, hann þakkar traustið og jafnar leikinn með einhverju skrípamarki, allt sýður upp úr og Reynir Ingi Finnsson þarf að fara að rífa upp spjöldin, Anton Freyr Geitin Jónsson reynir að stilla til friðar þar sem Andri Júl nær að espa Búa, Eyþór Birgis og Kidda svakalega upp, Eyþór og Andri fá báðir rautt og samskiptastjórinn lendir í bullandi vandræðum með tökin á bekknum en rífur Kidda úr aðstæðunum enda sá maður búinn að greiða KSÍ of mikið í sektarkostnað á liðsstjórn síðustu árin.
Framlengingin byrjar með látum, Andri Jó fer að finna fyrir brekkunni og missir sig í eina breska tæklingu sem uppsker sanngjarnt rautt spjald, Sveddi tryllist auðvitað enda alvöru fyrirliði að vernda sína menn en fer yfir strikið og fær gult, Kári kemst í 3-2 manni fleiri, Hilmar Halldórs prjónar sig upp kantinn og sendir fyrir á Fjalar sem kixar boltann í fjærhornið og inn lekur hann, Ingvi Alberts kemur svo inná fljótlega eftir markið og setur Svedda í vesen í vörninni sem missir Ingva í gegn, brýtur á honum innan teigs og fær þar seinna gula, jafnt í liðum og Hubert klárar vítið fagmannlega.
KFK klárar leikinn svo í vító þar sem ungir Káramenn fara algjörlega á taugum Sveddalausir þarna og klúðra þremur spyrnum.
Fyrir leik
Leiðin í 8-liða úrslitin
32 liða úrslitin:
Árbær 3 - 6 KFK
(Brynjar Jónasson x2
Sigurður Orri Magnússon
Tómas Bjartur Björnsson
Aitor Abella Sanchez
Álvaro Ivorra Ronda)
KF 1 - 4 Kári
(Guðfinnur Þór Leósson
Marteinn Theodórsson
Hilmar Elís Hilmarsson
Gabriel Þór Þórðarson)
16-liða úrslitin
KFK 2 - 1 Ýmir
(Andri Jónasson)
Stefán Ómar Magnússon)
Elliði 1 - 4 Kári
(Marinó Hilmar Ásgeirsson x2
Guðfinnur Þór Leósson
Gabriel Þór Þórðarson)
Árbær 3 - 6 KFK
(Brynjar Jónasson x2
Sigurður Orri Magnússon
Tómas Bjartur Björnsson
Aitor Abella Sanchez
Álvaro Ivorra Ronda)
KF 1 - 4 Kári
(Guðfinnur Þór Leósson
Marteinn Theodórsson
Hilmar Elís Hilmarsson
Gabriel Þór Þórðarson)
16-liða úrslitin
KFK 2 - 1 Ýmir
(Andri Jónasson)
Stefán Ómar Magnússon)
Elliði 1 - 4 Kári
(Marinó Hilmar Ásgeirsson x2
Guðfinnur Þór Leósson
Gabriel Þór Þórðarson)
Fyrir leik
8-liða úrslit í Fagralundi
Góða kvöldið lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik KFK og Kára í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins.
Leikið er í Fagralundi í Kópavogi og má sjá eina gamla og góða mynd af svæðinu hér fyrir neðan. Myndin var tekin í mars 2012 og var það enginn annar en vallarstjórinn geðþekki Magnús Valur Böðvarsson sem tók myndina.
Leikið er í Fagralundi í Kópavogi og má sjá eina gamla og góða mynd af svæðinu hér fyrir neðan. Myndin var tekin í mars 2012 og var það enginn annar en vallarstjórinn geðþekki Magnús Valur Böðvarsson sem tók myndina.
Byrjunarlið:
12. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
2. Fjalar Örn Sigurðsson
('73)
3. Sverrir Mar Smárason (f)
4. Hafþór Pétursson
8. Sigurjón Logi Bergþórsson (f)
14. Kolbeinn Tumi Sveinsson
17. Hilmar Halldórsson
23. Hilmar Elís Hilmarsson
24. Kristófer Áki Hlinason
29. Gabriel Þór Þórðarson
('77)
37. Guðfinnur Þór Leósson
Varamenn:
1. Logi Mar Hjaltested (m)
9. Hektor Bergmann Garðarsson
13. Helgi Rafn Bergþórsson
14. Fylkir Jóhannsson
('73)
18. Börkur Bernharð Sigmundsson
('77)
20. Axel Freyr Ívarsson
57. Arnar Már Kárason
Liðsstjórn:
Andri Júlíusson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson (Þ)
Teitur Pétursson
Sveinbjörn Geir Hlöðversson
Gul spjöld:
Kolbeinn Tumi Sveinsson ('59)
Hilmar Halldórsson ('61)
Sverrir Mar Smárason ('94)
Rauð spjöld: