Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Valur
1
1
Stjarnan
0-1 Sædís Rún Heiðarsdóttir '35
Amanda Jacobsen Andradóttir '66 1-1
09.08.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Amanda Jacobsen Andradóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('56)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
13. Lise Dissing
14. Rebekka Sverrisdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('56)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Staðan endar 1-1 hér á Hlíðarenda. Frekar rólegur leikur, en mikil orka hér í loka mínútur leiksins. Valur en núna með jafn mörg stig og Breiðablik, sem býr til enn meiri spennu í þessari deild!
Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í dag, takk fyrir mig!
93. mín
Gunnhildur Yrsa með aukaspyrnu langt fyrir utan teig sem enda á markið. Fanney Inga nær að verja skotið, en missir boltann úr höndunum sínum og boltinn endar framhjá.
92. mín Gult spjald: Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
92. mín
Stjarnan með hættulega sókn hér í loks leiks. Betsy Doon skýtur á markið frá hægri kanti, en Fanney INga ver boltann þæginlega.
91. mín
Uppbótartíminn verður að minnsta kosti 4 mínútur.
84. mín
Stjarnan vinnur sér hornspyrnu.

Enginn hætta frá þessari spyrnu.
82. mín
Hulda Hrund tekur við góðum bolta í teignum og reynir að skalla boltanum inn í teig, en nær engum krafta í skallann.
81. mín
Sædís tekur aukaspyrnu sem fer inn í teiginn, en það er enginn í Stjörnunni tilbúinn í þennan bolta.
80. mín Gult spjald: Erin Katrina Mcleod (Stjarnan)
Fær gult spjald fyrir að tefja leikinn.
77. mín
Amanda með skot á markið sem Erin tekur léttilega við.
75. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
75. mín
Inn:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
75. mín Gult spjald: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
67. mín
Ein önnur hornspyrna hjá Stjörnunni
67. mín
Inn:Betsy Doon Hassett (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
66. mín MARK!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
ÞRUMU SKOT FRÁ AMÖNDU! Markið kemur eftir markspyrnu sem Stjarnan á. Lára Kristín skallar boltanum á Amöndu sem tekur nokkur skref með boltann og skýtur boltanum langt fyrir utan teig.
64. mín
Frábær sending! Ásdís þræddi frábærlega boltanum í gegnum teiginn, en það tók enginn Valsari á móti þessum.
64. mín
Valur vinnur sér hornspyrnu.
61. mín
Bæði liðin eru mikið að tapa boltanum vegna lélegum sendingum, þá sértkalega Valur. Mjög lítið að gerast í leiknum þennan seinni hálfleik.
56. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
48. mín
Brot dæmt inn í teignum á leikmann Vals eftir að Stjarnan tekur hornspyrnu.
47. mín
Arna Sif meiðist þegar Stjarnan sækir á markið og þarf aðhlyðninngu.
47. mín
Stjarnan byrja leikinn sterkt með hættulegt færi og fá hornspyrnu.
46. mín
Leikur hafinn á ný! Stjarnan sparkar seinni hálfleiknum í gang!
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan endar fyrri hálfleikin óvænt einu marki yfir. Ekki mikið búið að gerast í þessum leik, en markið hjá Sædís var sturlað.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks verður tvær mínútur.
40. mín
Erin Katrina, markvörður Stjörnunna, þarf aðhlyðninngu eftir sókn Valsara.
35. mín MARK!
Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST?!?! Sædís Rún skorar hér frábært mark beint frá aukaspyrnu sem Stjarnan á stutt fyrir utan teignum. Sædís skýtur boltanum yfir veginn og hátt inn í hægra horn marksins.

34. mín
Stjarnan vinnur aukaspyrnu rétt fyrir utan teigin í mjög hættulegu svæði.
31. mín
Ásdís Karen með skot á markið, boltinn endar í Önnu Maríu sem stoppar boltann og Erin Katrina getur þá léttilega náð í botlann í teignum.
24. mín Gult spjald: Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Tæklar niður Berglindu Rós sem var í skyndisókn eftir hornspyrnu sem Stjarnan átti.
24. mín
Stjarnan vinnur hornspyrnu.
22. mín
Þórdís Elva með skot sem endar rétt yfir markið eftir flotta sókn frá Val.
18. mín
Þetta er búið að vera jafn leikur hér í byrjun. Rólegur leikur svo langt með lítið af færum.
8. mín
Stjarnan vinnur aðra hornspyrnu.
7. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.

Boltinn er skallaður út úr teignum af Örnu Sif.
1. mín
Leikur hafinn
Valur sparkar leiknum í gang!
Fyrir leik
Byrjunarlið leiksins hafa verið birt! Valur gerir tvær breytingar frá seinustu umferð.
Málfríður Anna og Amanda Jacobsen koma inná fyrir Lise Dissing og Rebekku Sverris

Stjarnan gerir þrjár breytingar frá seinustu umferð.
Erin Katrina, Andrea Mist og Anna María koma allar inn í byrjunarliðið fyrir Auður Scheving, Anítu Ýr ogIngjibjörg Lúcíu.
Fyrir leik
Dómarateymið Aðal dómari leiksins er Pétur Guðmundsson. Með honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Guðni Freyr Ingvason, svo er Bryngeir Valdimarsson varadómari. Eftirlitsmaður frá KSÍ er Ingvar Örn Gíslason.

Fyrir leik
Seinasti leikur liðana Fyrr á þessu tímabili kepptu þessi lið gegn hvort öðru. Þá sigraði Stjarnan 2-0 gegn Val í Garðabænum.

Fyrir leik
Stjarnan Eftir frábært tímabil í fyrra, hefur hlutir ekki gengið eins vel hjá Stjörnunni í ár. Stjarnan liggur í 6. sæti deildarinnar með aðeins 19 stig. Í seinustu umferð jafnaði Stjarnan 1-1 gegn Keflavík.

Fyrir leik
Valur Eins og oft áður er Valur í mikilli baráttu gegn Breiðablik um efsta sæti deildarinnar, það vantar ekki í ár. Með sigri kemst Valur aftur í fyrsta sætið með tvem stigum meira en Breiðablik. Í seinustu umferð kom Valur tilbaka í leik gegn Þrótt. Þróttur komst yfir á 44. mínútu, en í seinni hálfleik skoraði Valur tvö mörk og sigraði leikinn 2-1.

Fyrir leik
Góða kvöldið! Verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu beint frá Origo vellinum þar sem Valur tekur á móti Stjörnunni. Þetta er alvöru risa slagur á milli tvö stórveldi í kvennaboltanum.

Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('75)
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('67)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('75)

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('75)
11. Betsy Doon Hassett ('67)
17. María Sól Jakobsdóttir ('75)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:
Andrea Mist Pálsdóttir ('24)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('75)
Erin Katrina Mcleod ('80)
Sædís Rún Heiðarsdóttir ('92)

Rauð spjöld: