Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Zrinjski Mostar
6
2
Breiðablik
Tomislav Kis '2 1-0
Matija Malekinusic '21 2-0
Tomislav Kis '30 3-0
Viktor Karl Einarsson '31
Nemanja Bilbija '32 4-0
Matija Malekinusic '41 5-0
Antonio Ivancic '55 6-0
6-1 Anton Logi Lúðvíksson '63
6-2 Gísli Eyjólfsson '74
10.08.2023  -  19:00
Stadion pod Bijelim Brijegom
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Nick Walsh (Skotland)
Byrjunarlið:
35. Marko Maric (m)
4. Hrvoje Barisic ('28)
5. Dario Canadjija
6. Josip Corluka ('84)
10. Tomislav Kis ('66)
17. Matija Malekinusic ('66)
20. Antonio Ivancic
25. Marijo Cuze ('84)
27. Slobodan Jakovljevic
91. Mario Ticinovic
99. Nemanja Bilbija

Varamenn:
12. Antonio Soldo (m)
55. Omer Yaacov Nir On (m)
7. Ivan Jukic ('84)
8. Damir Zlomislic ('66)
9. Franko Sabljic
19. Tarik Ramic
23. Mato Stanic
24. Petar Misic ('66)
29. Antonio Prskalo
44. Ivica Batarelo
50. Kerim Memija ('84)
95. Matej Senic ('28)

Liðsstjórn:
Krunoslav Rendulic (Þ)

Gul spjöld:
Slobodan Jakovljevic ('68)
Matej Senic ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið Eftir skelfilegan fyrri hálfleik er ekki hægt að taka neitt af vinnuframlagi Blika í þessum síðari hálfleik. Seinni leikurinn fer fram hér heima á Kópavogsvelli eftir viku og nokkuð ljóst að Blikar þurfa á kraftaverki að halda ef þeir ætla sér eitthvað út úr þessu einvígi.

Takk fyrir mig í kvöld.
92. mín
Anton Ari!! Antonio Ivancic fær boltann inn á teig Blika en Anton Ari kemur út og lokar vel.
91. mín
Gísli Eyjólfsson prjónar sig inn á teig Zrinjski Mostar en nær ekki að koma boltanum á samherja.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
87. mín Gult spjald: Matej Senic (Zrinjski Mostar)
Tekur Davíð Ingvarsson niður.
84. mín
Inn: Kerim Memija (Zrinjski Mostar) Út:Josip Corluka (Zrinjski Mostar)
84. mín
Inn: Ivan Jukic (Zrinjski Mostar) Út:Marijo Cuze (Zrinjski Mostar)
82. mín
Heimamenn vilja víti Cuze fær boltann og fer á Davíð Ingvars en Cuze lætur sig detta.

Fyrir mér gult á Cuze. Aldrei víti.
81. mín
Sláin!! Dario Canadija með skot sem fer í slánna og Slobodan nær frákastinu en Anton Ari ver.
74. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Klæmint Olsen
BLIKAR BÆTA VIÐ Viktor Örn lyftir boltanum upp völlinn á Klæmint sem skallar hann fyrir Gísla Eyjólfsson sem kláraði þetta færi frábærlega!

Koma svo Blikar!!
70. mín
Blikar nálægt því!! Blikar lyfta boltanum fyrir á fjær. Höskuldur nær að halda boltanum inn á og kemur boltanum út í teiginn á Damir sem nær hörkuskoti og boltinn berst til Viktors sem skallar hann fyrir Oliver sem reynir hjólhestaspyrnu en boltinn beint á Marko Maric.
69. mín
Fyrsta hornspyrna Blika Kemur hér eftir 70 mínútna leik.
68. mín Gult spjald: Slobodan Jakovljevic (Zrinjski Mostar)
Tekur Ágúst Hlynsson niður.
66. mín
Inn:Petar Misic (Zrinjski Mostar) Út: Matija Malekinusic (Zrinjski Mostar)
66. mín
Inn: Damir Zlomislic (Zrinjski Mostar) Út:Tomislav Kis (Zrinjski Mostar)
65. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
65. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
63. mín MARK!
Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Skemmtilega gert hjá Blikum Kristinn Steindórsson finnur Klæmint sem gerir skemmtilega og þræðir Anton Loga í gegn sem er ískaldur og chippar boltanum yfir Marki Maric.

55. mín MARK!
Antonio Ivancic (Zrinjski Mostar)
ORÐLAUS Fær boltann við vítateigslínuna eftir slæma hrensun Blika og setur hann í nær framhjá Antoni Ara.
54. mín
Zrinjski Mostar lyftir boltanum inn á teiginn en Viktor Örn skallar boltann í hornspyrnu.
48. mín
Þeir eru ekkert hættir! Tomislav fær boltann inn á teiginn og reynir skot/fyrirgjöf en boltinn af Viktori Erni og afturfyrir.

Hornspyrnan hættulítil.
46. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Hálfleiksskipting hjá Óskari
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Það er komin hálfleikur í Bosníu Nick Walsh flautar hér til hálfleiks. Zrinjski Mostar fer með fimm marka forskot inn í hálfleikinn og frammistaðan hjá Blikum hér þessar fyrstu 45.mínútur verið mikil vonbrigði.

Tökum okkur pásu og síðari hálfleikurinn eftir fimmtán mínútur.
45. mín
Tomislav Kis lyftir boltanum inn á Nemanja Bilbija sem tekur hann á lofti í fyrsta en boltinn yfir markið.

Dauðafæri.
41. mín MARK!
Matija Malekinusic (Zrinjski Mostar)
JESÚS MINN ALMÁTTUGUR Josip Corluka lyftir boltanum inn á teiginn og Tomislav nær skalla sem Anton Ari ver út á Matija sem nær að koma boltanum í netið.

Það er gjörsamlega allt inni hjá Bosníumönnum og brekkan verður bara brattari og brattari fyrir Blika.
Hugur minn er hjá Glacier
32. mín MARK!
Nemanja Bilbija (Zrinjski Mostar)
ÞETTA ER HRIKALEGA VONT Matija fær boltann upp hægri vænginn og á góðan bolta fyrir á Nemanja Bilbija sem skallar boltann í netið.

ÚFFFFF
31. mín Rautt spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
VANDRÆÐI BLIKA HALDA ÁFRAM Viktor Karl fær hér sitt annað gula spjald og þar með rautt. Of seinn í Matija úti á miðjum velli.

VAR skoðar þetta aðsjálfsögðu.

VAR hefur staðfest og Viktor Karl lýkur hér leik
30. mín MARK!
Tomislav Kis (Zrinjski Mostar)
NEINEIII Anton Ari fær boltann aftast og leggur hann á Viktor Karl sem á slæma snertingu og Nemanja Bilbija kemst í boltann og á frábæran snúning áður en hann leggur hann á Tomislav Kis sem kláraði framhjá Antoni Ari

Vandræði á Blikum
28. mín
Inn:Matej Senic (Zrinjski Mostar) Út: Hrvoje Barisic (Zrinjski Mostar)
26. mín
Jason Daði fær boltann og nær góðri fyrirgjöf inn á teiginn ætlaða Gísla sem nær ekki til boltans.

Gísli óheppinn þarna!
24. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Bibija og Matija spila vel á milli sín og Viktor Karl tekur Matija niður.
21. mín MARK!
Matija Malekinusic (Zrinjski Mostar)
Markið kemur upp úr hornspyrnu Tomislav Kis tekur hornspyrnu frá vinstri inn á teiginn og Blikar ná ekki að hreinsa boltann í burtu og boltinn dettur fyrir fætur Matija sem setur boltann í netið.

Of auðvelt fyrir Bosníumenn!
20. mín
Anton Ari minn Fær boltann og á skelfilega sendingu frá marki beint á Cuze sem setur boltann í slánna.
19. mín
Bilbija nálægt því að bæta við marki Josip með frábæra sendingu á Bilbija en sem betur fer fór þessi ekki inn.
18. mín
Hætta Boltanum er lyft inn á teig Blika og eftir smá skallatennis berst boltinn á Cuze sem reynir utanfótar skot en boltinn beint á Anton Ara.
17. mín
Jason Daði stendur upp Sýnist hann ætla reyna halda eitthvað áfram og leikurinn fer af stað aftur.
15. mín
Jason Daði sestur Virðist þurfa aðhlyningu. Þetta eru ekki góðar fréttir!

Heldur utan um náran. Æjjæjj!
14. mín
Mario Cuze fær boltann í einn á einn stöðu á Viktor Örn en Viktor gerir vel og hirðir boltann af honum.
11. mín
Barisic legið hérna í grasinu í nokkrar sekúndur en er staðin á lappir og leikurinn fer af stað á ný.
5. mín
BLIKAR! Höskuldur fær boltann í gegn og á fastan bolta meðfram grasinu inn á teiginn en enginn Bliki gerði árás á þennan bolta.
2. mín MARK!
Tomislav Kis (Zrinjski Mostar)
Stoðsending: Marijo Cuze
NEEINEINEI! Zrinjski Mostar eru komnir yfir

Marijo Cuze fær sendingu innfyrir og leggur hann út á Tomislav Kis sem fær boltann við D bogan og klárar vel framhjá Antoni Ara.

Ekki byrjunin sem Blikar óskuðu sér en ekki búið!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Heimamenn frá Bosníu sparka þessu í gang.

Áfram Breiðablik!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til vallar Það styttist í upphafsflautið frá Nick Walsh frá Skotlandi.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Óskar stillir upp Evrópuliðinu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir sex breytingar frá deildarleiknum gegn KR.

Liðið er skipað sömu ellefu leikmönnum og spiluðu gegn FCK á Parken fyrir rúmri viku síðan. Frá síðasta deildarleik koma þeir Oliver Sigurjónsson, Viktor Karl Einarsson, Jason Daði Svanþórsson, Viktor Örn Margeirsson, Andri Rafn Yeoman og Kristinn Steindórsson inn í liðið.

Kristófer Ingi Kristinsson, sem fékk leikheimild með Breiðabliki í upphafi vikunnar, er á meðal varamanna í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið Blika
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Úrslit í Evrópuleikjum Breiðabliks á þessu tímabili:

Tre Penne 1-7 Breiðablik
Buducnost 0-5 Breiðablik
Shamrock 0-1 Breiðablik
Breiðablik 2-1 Shamrock
Breiðablik 0-2 FCK
FCK 6-3 Breiðablik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Skoskir dómarar

Dómararnir eru frá Skotlandi. Aðaldómari: Nicholas Walsh. Aðstoðardómarar: Douglas Potter og Calum Spence. Fjórði dómari: Christopher Graham. VAR: Fedayi San og William Collum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Af blikar.is: Um andstæðinginn
HŠK Zrinjski Mostar er atvinnuknattspyrnufélag með aðsetur í Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Félagið leikur í úrvalsdeildinni þar í landi og hefur verið eitt af bestu liðum landsins enda unnið 8 meistaratitla undanfarin ár.

Félagið spilar heimaleiki sína á Stadion pod Bijelim Brijegom í Mostar. Stuðningsmannaklúbbur Zrinjski heitir Ultras Mostar og var stofnaður árið 1994.

Félagið var stofnað árið 1905 og er elsta knattspyrnufélagið í Bosníu-Hersegóvínu. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru öll félög sem höfðu tekið þátt í króatísku deildinni á stríðstímum bönnuð í Júgóslavíu, Zrinjski var einn af þeim. Bannið stóð frá 1945 til 1992.

Eftir sjálfstæði Bosníu-Hersegóvínu voru gerðar umbætur á félaginu. Zrinjski Mostar lék í 1. deildinni til ársins 2000. Eftir það lék liðið í úrvalsdeildinni og vann sinn fyrsta titil þar árið 2005.

Frægasti leikmaður sem hefur spilað í Zrinjski treyju er án nokkurs vafa króatíski miðjumaðurinn Luka Modric. Hann skrifaði undir sinn fyrsta samning 18 ára gamall, hjá Dinamo Zagreb, en eyddi fyrsta tímabili sínu á láni hjá Zrinjski. Þrátt fyrir ungan aldur spilaði hann 22 deildarleiki tímabilið 2003-04, skoraði átta mörk og sýndi að hann ætti bjarta framtíð fyrir sér.

Lestu upphitun blikar.is
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport

Áfram heldur Evrópuverkefni Breiðabliks. Ný er komið að fyrri viðureigninni gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn er í Mostar og Zrinjski liðið kemur svo á Kópavogsvöll 17. ágúst.

Ef Blikar vinna Zrinjski Mostar fer liðið í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ef það einvígi tapast þá verða Blikar í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Ísland og Bosnía hafa aldrei átt lið í riðlakeppni Evrópu svo það er ljóst að fyrir aðra þjóðina mun það breytast.

Í vikunni var dregið í umspilið fyrir Evrópudeildina. Með sigri gegn Zrinjski mun Breiðablik leika gegn LASK sem endaði í 3. sæti austurrísku deildarinnar á síðasta tímabili. LASK leikur þá fyrri leikinn á heimavelli.

Einnig var dregið í umspil fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en þangað fara Blikar ef þeir tapa gegn Zrinjski Mostar.

Þá munu Íslandsmeistararnir leika gegn sigurvegaranum í viðureign FC Struga frá Norður-Makedóníu og Swift Hesper frá Lúxemborg. Fyrri leikurinn ytra.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('65)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('46)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('65)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson ('65)
20. Klæmint Olsen ('46)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('65)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('24)

Rauð spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('31)