Þróttur R.
1
1
ÍBV
Sóley María Steinarsdóttir
'2
, sjálfsmark
0-1
Katla Tryggvadóttir
'47
1-1
10.08.2023 - 18:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: 17 stiga hiti og sól
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Áhorfendur: 150
Maður leiksins: Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: 17 stiga hiti og sól
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Áhorfendur: 150
Maður leiksins: Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Sierra Marie Lelii
('64)
Kate Cousins
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
('28)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
('78)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
22. Mikenna McManus
23. Sæunn Björnsdóttir
('64)
Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
7. Brynja Rán Knudsen
('78)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
12. Tanya Laryssa Boychuk
('64)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
('64)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
('28)
Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas
Ingunn Haraldsdóttir
Ben Chapman
Gul spjöld:
María Eva Eyjólfsdóttir ('85)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
HREINT ÚT SAGT ÓTRÚLEGT! Hvernig fór Þróttur að því að vinna ekki þennan leik. Svarið er kannski einfalt: Guðný Geirsdóttir.
91. mín
Guðný ver aftur. Hún virtist vera að missa boltann inn fyrir línuna en nær að handsama hann. Þetta er ótrúlegt.
89. mín
AFTUR GUÐNÝ!!!
Núna á Katie geðveikt skot alveg út við stöng en Guðný ver ótrúlega. Hún er í landsliðsklassa hér í kvöld.
87. mín
Núna grípur Guðný ekki en það er enginn Þróttari mættur til að skila boltanum í netið.
81. mín
ÞVÍLÍK VARSLA
Mikenna tekur boltann niður fyrir utan og lætur vaða. Bylmingsfast! En Guðný nær einhvern veginn að skutla sér og verja. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið á leiðinni inn en það var möguleiki.
78. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.)
Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Ekki dagurinn hennar Freyju.
77. mín
Enn er Tanya að fá boltann í hættulegri stöðu í teignum og enn komast leikmenn ÍBV fyrir lokasendinguna. Virðist ekki ætla að falla með Þrótti í dag, eða hvað?
73. mín
Ég er búinn að missa tölu á því hversu margar fyrirgjafir Guðný er búin að grípa í kvöld.
69. mín
Stórhætta!
Tanya í frábærri stöðu inn á teignum en hún ákveður að skjóta í staðinn fyrir að gefa hann, og Guðný er búin að loka á hana.
68. mín
Tanya að koma inn með mikinn kraft. Hún kemur sér hér á milli varnarmann og á fyrirgjöf eða skot sem Guðný ver með fótunum og í hornspyrnu.
68. mín
HVERNIG FER ÞETTA EKKI INN?
Tanya gerir stórkostlega og á sendingu fyrir markið þar sem Freyja Karín er alein en setur boltann fram hjá.
Ekki búið að vera dagurinn hennar Freyju, svo sannarlega ekki.
Ekki búið að vera dagurinn hennar Freyju, svo sannarlega ekki.
66. mín
Hættulegt!!
Ísabella núna með skot af löngu færi og það er mun hættulegra. Rétt framhjá markinu, andköf í stúkunni.
65. mín
Katla gerir frábærlega og á skot af löngu færi sem Guðný nær að verja, og halda.
63. mín
Geggjaður sprettur
Sierra með geggjaðan sprett inn á teiginn. Hún reynir svo sendingu sem skapar mikla hættu en mér sýnist Guðný ná að koma fæti í boltann. Frábærlega gert hjá Sierru sem er búin að vera mjög öflug í seinni hálfleik.
58. mín
OLGA Í DAUÐAFÆRI!
Þarna átti ÍBV að taka forystuna aftur!
Þróttur tapar boltanum á hættulegum stað og varnarlínan er komin hátt upp. Olga, besti leikmaður ÍBV, er send í gegn en Íris ver frábærlega með fætinum.
Þróttur tapar boltanum á hættulegum stað og varnarlínan er komin hátt upp. Olga, besti leikmaður ÍBV, er send í gegn en Íris ver frábærlega með fætinum.
57. mín
Katla með skemmtileg tilþrif - enn og aftur - og María er með mikið pláss fyrir framan sig. Hún reynir fyrirgjöf en Guðný gerir vel í að koma út og grípa boltann. Hún fær svo aukaspyrnu þar sem Freyja rekst utan í hana.
54. mín
Sierra með flottan sprett en skot hennar að marki er laflaust. Var í litlu jafnvægi og mögulega hefði verið hægt að flauta brot á þetta.
53. mín
Freyja Karín!
Tekur frábærlega á móti boltanum inn í teignum og er í fínu færi, en setur boltann yfir markið.
51. mín
Þróttur reynir og reynir að koma boltanum inn á teiginn, en Eyjakonur eru góðar í að koma honum frá.
50. mín
Gult spjald: Holly Taylor Oneill (ÍBV)
Og Þróttur fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
49. mín
Gríðarlegur kraftur í Þrótturum í byrjun seinni hálfleiks. Þær ætla að skora annað mark strax.
47. mín
MARK!
Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Sierra Marie Lelii
Stoðsending: Sierra Marie Lelii
OG LOKSINS KOM MARKIÐ!!!
Virkilega flott sókn hjá Þrótti. Sierra fær boltann upp í hornið og gerir virkilega vel. Á mjög flotta fyrirgjöf á fjærstöngina á Kötlu. Hún tekur á móti boltanum og skilar honum í netið.
Staðan er jöfn!
Staðan er jöfn!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Laugardalnum. Það er með hreinum ólíkindum að staðan sé enn 0-1 fyrir ÍBV. Þróttur verið með algjöra yfirburði frá 15. mínútu sirka og þær eiga að vera búnar að skora tvö, ef ekki þrjú mörk.
45. mín
Hættulegt
Frábær sókn hjá Þrótti og Katie er arkitektinn. Sæunn fær boltann inn á teignum í mjög góðu skotfæri en skot hennar fer af varnarmanni og í hendurnar á Guðnýju.
42. mín
Sierra með skalla rétt framhjá markinu eftir hornspyrnu. Þróttarar eru að pressa og pressa.
39. mín
DAUÐAFÆRI!!!!
Katla gerir stórkostlega, frábær hreyfing og svo á hún skot sem Guðný slær út í teiginn beint fyrir fætur Katie. Hún tekur skotið í fyrsta en það fer einhvern veginn yfir markið.
Ég skil ekki hvernig Þróttur hefur ekki skorað.
Ég skil ekki hvernig Þróttur hefur ekki skorað.
37. mín
Katla með hættulegan bolta inn á teiginn en hann fer alla leið aftur fyrir endamörk. Það er bara eitt lið á vellinum þessa stundina.
36. mín
Þróttur í mjög álitlegri sókn en endaútfærslan er algjörlega ömurleg; fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endamörk.
35. mín
Þróttur algjörlega stjórnað ferðinni síðustu mínútur og þær hafa klárlega fengið færin til að jafna.
34. mín
Hvernig fór þetta ekki inn?
Góð sókn hjá Þrótti. Katla svo með frábæra fyrirgjöf beint á hausinn á Katie en skalli hennar er rétt framhjá markinu. Ég hélt að þetta væri inni, en svo var ekki.
32. mín
Sæunn með góðan snúning við teiginn og hún reynir skot, en það fer í varnarmann og til Guðnýjar í markinu.
30. mín
Álfhildur Rósa með tilraun að marki eftir hornspyrnu sem varnarmenn ÍBV ná að komast fyrir. Smá darraðadans í kjölfarið en gestirnir koma boltanum í burtu.
28. mín
Inn:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Út:Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.)
25. mín
Stórhættuleg hornspyrna sem endar næstum því í markinu en Guðný nær að kýla boltann. Þróttur fær núna hornspyrnu hinum megin.
22. mín
Chloe með hættulegan bolta fyrir núna en Íris gerir vel í að koma út. Hún er á undan Caeley í boltann.
22. mín
Olga með fyrirgjöf inn á teiginn sem skapar stórhættu. Mikið óöryggi í varnarlínu Þróttar og þær virðast fara á taugum í hvert sinn sem boltinn kemur nálægt markinu.
21. mín
Hættulegt!
Caeley Lordemann með skalla að marki eftir aukaspyrnu. Hættulegt var það! En Íris grípur boltann og heldur honum.
19. mín
Rétt framhjá!
Freyja Karína tekur boltann á lofti rétt fyrir utan teig og lætur vaða. Boltinn fer rétt framhjá markinu. Fín tilraun. Þróttarar færast nær því að jafna metin.
17. mín
Dauðafæri!!!
Mikenna gerir frábærlega, finnur Sierru í svæðinu á bak við vörnina og hún á fyrirgjöf út í teiginn á Sæunni sem er alein. Hún hittir hins vegar ekki boltann. Langbesta færi Þróttar í leiknum til þessa og þarna átti Sæunn að gera betur.
15. mín
Ekki mikið bitstætt gerst síðustu mínútur. Þróttarar eru að reyna að koma sér inn í leikinn en það gengur hægt.
11. mín
Olga Sevcova er að byrja þennan leik af miklum krafti, búin að vera mjög öflug úti vinstra megin.
9. mín
Katla keyrir á vörnina og reynir fyrirgjöf, en Haley Thomas er á réttum stað og kemur boltanum í burtu.
6. mín
Jelena með slaka sendingu út úr vörninni, beint á Olgu. Hún reynir svo að finna Kristínu Ernu, en sendingin fer út af.
4. mín
Þróttarar taka hornspyrnuna stutt og Katla fær boltann. Hún reynir skot sem fer af varnarmanni og í kjölfarið myndast smá darraðadans inn á teignum, en Guðný grípur boltann að lokum.
2. mín
SJÁLFSMARK!
Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Olga Sevcova
Stoðsending: Olga Sevcova
MARK!!!!!
Þetta er ekki lengi að gerast. Sóley María skorar í eigið net eftir undirbúning frá Olgu Sevcova. Fyrirgjöf sem Sóley stýrir í eigið mark, klaufalegt.
Fyrir leik
Olla ekki með Þrótti
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er ekki í leikmannahópi Þróttar. Ég held að hún sé farin út í Harvard þar sem hún mun stunda nám og spila fótbolta.
Fyrir leik
Liðin eru bæði á fullu að hita upp í þessum frábæru aðstæðum hér í Laugardalnum. Dómararnir líka mættir að hita upp og eru hér klæddir í boli sem á stendur "enginn dómari, enginn leikur". Þetta er hluti af herferð sem KSÍ er í.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Þróttur mætir með sama byrjunarlið og þær mættu með í leikinn gegn Val í síðasta leik, engar breytingar.
ÍBV tapaði 1-7 gegn Val í síðasta leik sínum. Það eru tvær breytingar á liðinu frá þeim leik. Ragna Sara Magnúsdóttir og Thelma Sól Óðinsdóttir detta út og inn koma Kristín Erna Sigurlásdóttir og Selma Björt Sigursveinsdóttir.
ÍBV tapaði 1-7 gegn Val í síðasta leik sínum. Það eru tvær breytingar á liðinu frá þeim leik. Ragna Sara Magnúsdóttir og Thelma Sól Óðinsdóttir detta út og inn koma Kristín Erna Sigurlásdóttir og Selma Björt Sigursveinsdóttir.
Fyrir leik
Það er frábært veður í Laugardalnum í dag, það er um 17 stiga hiti og sól. Gerist ekki betra á Íslandi.
Á AVIS vellinum mætast Þróttur og ÍBV.
— Besta deildin (@bestadeildin) August 10, 2023
???? AVIS völlurinn
?? 18:00
?? @throtturrvk ???? @IBVsport
????? Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/3xFJDtZ2Bs
Fyrir leik
Tveir síðustu leikirnir
Tveir síðustu leikirnir í 13. umferð Bestu deildar kvenna fara fram í kvöld. Þróttur mætir ÍBV í Laugardalnum og í Keflavík taka heimakonur á móti.
Úrslit umferðarinnar til þessa:
Breiðablik 4 - 2 Þór/KA
Tindastóll 0 - 0 Selfoss
Valur 1 - 1 Stjarnan
Úrslit umferðarinnar til þessa:
Breiðablik 4 - 2 Þór/KA
Tindastóll 0 - 0 Selfoss
Valur 1 - 1 Stjarnan
Fyrir leik
Dómarateymið
Dómari í dag er Reynir Ingi Finnsson. Honum til aðstoðar eru svo Daníel Ingi Þórisson og Bjarni Víðir Pálmason. Varadómari er Kristján Már Ólafs og Ólafur Ingi Guðmundsson er eftirlitsmaður.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar
Fyrri leikur liðanna Í Vestmannaeyjum endaði með gríðarlega óvæntum sigri ÍBV, 3-0. Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV í 1-0 og svo bætti Olga Sevcova við marki áður en Þóra Björg gerði sitt annað mark. Ein óvæntustu úrslit sumarsins.
Þóra Björg skoraði tvennu.
Þóra Björg skoraði tvennu.
Fyrir leik
ÍBV
Vestmannaeyingar eru í vandræðum en liðið er sem stendur í áttunda sæti með jafnmörg stig og Keflavík, sem er í fallsæti. Þetta hefur ekki verið sérstakt sumar fyrir ÍBV og er liðið í bullandi fallbaráttu.
Liðið tapaði stórt gegn Val í síðasta leik sínum.
Síðustu fimm leikir ÍBV:
Selfoss 0 - 2 ÍBV
ÍBV 1 - 2 Stjarnan
Þór/KA 0 - 2 ÍBV
Tindastóll 4 - 1 ÍBV
ÍBV 1 - 7 Valur
Liðið tapaði stórt gegn Val í síðasta leik sínum.
Síðustu fimm leikir ÍBV:
Selfoss 0 - 2 ÍBV
ÍBV 1 - 2 Stjarnan
Þór/KA 0 - 2 ÍBV
Tindastóll 4 - 1 ÍBV
ÍBV 1 - 7 Valur
Fyrir leik
Þróttur
Það sem hefur vantað hjá Þrótti í sumar er stöðugleiki. Liðið hefur oft hótað því að blanda sér í baráttuna um efstu tvö sætin en liðið er núna níu stigum frá efstu tveimur liðunum, Breiðabliki og Val.
Þróttur hafði unnið þrjá í röð áður en liðið tapaði 2-1 gegn Val á útivelli í síðustu umferð.
Síðustu fimm deildarleikir Þróttar:
FH 0 - 0 Þróttur R.
Þróttur R. 3 - 0 Selfoss
Stjarnan 0 - 2 Þróttur R.
Þór/KA 0 - 4 Þróttur R.
Valur 2 - 1 Þróttur R.
Þróttur hafði unnið þrjá í röð áður en liðið tapaði 2-1 gegn Val á útivelli í síðustu umferð.
Síðustu fimm deildarleikir Þróttar:
FH 0 - 0 Þróttur R.
Þróttur R. 3 - 0 Selfoss
Stjarnan 0 - 2 Þróttur R.
Þór/KA 0 - 4 Þróttur R.
Valur 2 - 1 Þróttur R.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Holly Taylor Oneill
4. Caeley Michael Lordemann
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
8. Chloe Hennigan
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
14. Olga Sevcova
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir
('72)
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir
Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
('72)
11. Helena Hekla Hlynsdóttir
16. Elísa Hlynsdóttir
23. Embla Harðardóttir
Liðsstjórn:
Todor Plamenov Hristov (Þ)
Inga Dan Ingadóttir
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Gul spjöld:
Holly Taylor Oneill ('50)
Rauð spjöld: