Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Njarðvík
2
0
Vestri
Rafael Victor '12 1-0
Rafael Victor '70 2-0
12.08.2023  -  14:00
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Gæti ekki verið betra! Allt upp á 10! Það er bongó!
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Rafael Victor
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
2. Alex Bergmann Arnarsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Gísli Martin Sigurðsson ('68)
7. Joao Ananias ('83)
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
11. Rafael Victor
13. Marc Mcausland (f) ('25)
15. Ibra Camara
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
- Meðalaldur 11 ár

Varamenn:
31. Andrés Már Kjartansson (m)
4. Óskar Atli Magnússon
5. Arnar Helgi Magnússon
10. Kaj Leo Í Bartalstovu ('68)
11. Freysteinn Ingi Guðnason
19. Tómas Bjarki Jónsson ('83)
24. Hreggviður Hermannsson ('25)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Joao Ananias ('39)
Sigurjón Már Markússon ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Njarðvíkingar sem fara með sigur úr þessum leik!

Alvöru iðnaðarsigur en hann telur jafn mikið!
93. mín
Njarðvíkingar eru að sigla þessu heim. Tíminn er að renna út fyrir Vestra að fá eitthvað úr þessum leik.
91. mín
Sergine Fall með fast skot utan af velli en frahjá fór hann.
91. mín
Það eru komnar 90 á klukkuna og Njarðvíkingar virðast vera að sigla þessu.
89. mín
Vestri eru að herða tökin aftur. Spurning hvort þeir nái inn marki til að koma spennu í þetta.
88. mín
Sigurjón Már í heldur ósanngjarni baráttu gegn Ibrahima Balde og fær aukaspyrnuna.
86. mín
Robert Blakala með alvöru Pickford stæla - Bíður eftir Iker að koma í sig og tekur svo upp boltann og hendir sér niður á hann.
85. mín
Benedikt V. Warén með skot sem Robert Blakala handsamar nokkuð auðveldlega.
83. mín
Inn:Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík) Út:Joao Ananias (Njarðvík)
79. mín
Oumar Diouck í flottu skotfæri en Rafael Broetto ver vel frá honum.
77. mín
Vestri aðeins losað um takið eftir annað mark Njarðvíkinga og virðast vera frekar slegnir - Eðlilega kannski?
70. mín MARK!
Rafael Victor (Njarðvík)
Stoðsending: Joao Ananias
NJARÐVÍKINGAR SKORA!!! Frábær aukaspyrna frá Joao beint í pittinn inn á teig þar sem Rafael Victor mætir manna frekastur og skallar boltann framhjá Rafael Broetto!

Ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið gegn gangi leiksins til þessa!
70. mín
Inn:Iker Hernandez Ezquerro (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
69. mín Gult spjald: Nacho Gil (Vestri)
Peysutog.
68. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
68. mín
Inn:Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
67. mín
Ibrahima Balde tekur spyrnuna hátt yfir!
66. mín
Vestri fær aukaspyrnu á frábærum stað rétt fyrir utan teig.
62. mín
Inn:Ibrahima Balde (Vestri) Út:Tarik Ibrahimagic (Vestri)
61. mín
Það verður bara að segjast að þessi leikur er eign Vestra í þessum síðari hálfleik.

Njarðvíkingar komast lítið áfram.
54. mín
Vestri eru að sækja hart að Njarðvíkingum.
52. mín
Smá hiti á teig Njarðvíkur en Gunnar Oddur dómari leysir það vel.
50. mín Gult spjald: Sigurjón Már Markússon (Njarðvík)
48. mín
Kenneth Hogg kemst í fínt færi en Rafael Broetto ver.
46. mín
Vestri sparkar okkur af stað aftur
45. mín
Hálfleikur
Það eru Njarðvíkingar sem leiða í hálfleik!

Verið þokkalega jafnt með liðunum. Mikil barátta og lítið kannski um opin færi. Vestri haldið betur í boltann en Njarðvíkingar nýtt færið sitt.

Fáum vonandi aðeins opnari síðari hálfleik og meiri skemmtun.
45. mín
Njarðvíkingar reyna að komast á bakvið vörn Vestra en Gísli Martin nær ekki að koma boltanum fyrir sig.
43. mín
Njarðvíkingar lítið ógnað eftir að þeir komust yfir.

Vestri haldið í boltann en án þess þó að skapa sér alvöru færi að viti og Njarðvíkingar verið virkilega þéttir fyrir.
39. mín Gult spjald: Joao Ananias (Njarðvík)
Joao búin að vera eitthvað illa fyrir kallaður í þessum fyrri hálfleik. Brýtur án bolta og spurning hvort GHÞ þurfi ekki bara að kippa honum útaf áður en hann fær rautt.
36. mín
HVERNIG SKORA ÞEIR EKKI!? Vestri kemst í frábært tækifæri til að jafna leikinn en Robert Blakala gerir frábærlega í að verja frá Túfa en boltinn fellur fyrir fætur Vestra manna aftur en þéttur varnarmúr er mættur fyrir markið og skotið frá þeim - Sýndist það vera Mikkel Jakobsen sem átti skotið fer af varnarmanni og Njarðvíkingar ná að bjarga!
29. mín
Skotið yfir markið úr spyrnunni.
29. mín
Vestri fær aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan vítateigshornið vinstra meginn.
25. mín
Inn:Hreggviður Hermannsson (Njarðvík) Út:Marc Mcausland (Njarðvík)
24. mín
Marc McAusland er lagstur og biður um skiptingu.
20. mín
Marc McAusland virðist harka þetta af sér en stingur þó við úti á velli og spurning hvort hann geti klárað leikinn.

Hann ber sig allavega ekki frábærlega úti á velli.
18. mín
Marc McAusland liggur eftir og virðist sárþjáður eftir samstuð við Rafael Broetto.

Aukaspyrnan fyrir markið á fjærstöng þar sem Marc McAusland mætti en lenti á Rafael Broetto markverði Vestra.
17. mín Gult spjald: Sergine Fall (Vestri)
Brýtur á Rafael Victor í skyndisókn.
15. mín
Segine Fall með fyrirgjöf fyrir markið sem Robert Blakala slær afturfyrir.
12. mín MARK!
Rafael Victor (Njarðvík)
NJARÐVÍKINGAR KOMAST YFIR!! Gísli Martin með frábæra fyrirgjöf fyrir markið sem Oumar Diouck skallar í slánna af stuttu færi á fjærstöng en sem betur fer fyrir hann þá var Rafael Victor fyrstur að átta sig og setti frákastið í netið!

Vestri gerðu veikt kall á eftir rangstöðu en markið stendur!
10. mín
Fer afskaplega rólega af stað.
4. mín
Nacho Gil með skot framhjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Njarðvíkingar byrja með boltann Oumar Diouck sparkar okkur af stað!
Fyrir leik
Það er frábært veður! Viðrar vel til fótbolta þegar liðin ganga út á völl við Sandstorm með Darude.

Það er bongó!
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Félögin eru samkv. KSÍ búin að eiga 7 rimmur sín á milli í keppnisleik á vegum KSÍ frá upphafi.

Njarðvíkingar eru þar með vinninginn þegar kemur að innbyrðis viðreignum en Njarðvíkingar hafa fimm sinnum unnið(71%) Vestra en Vesti tvisvar haft betur(29%) gegn Njarðvíkingum og þar á meðal í fyrri umferð Lengjudeildarinnar í ár þar sem Vestri hafði betur með tveim mörkum gegn engu.

Liðin hafa mæst þrisvar þar sem Vestri er undir merkjum BÍ/Bolungarvíkur og þar skipta þau með sér einum sigri hvor og jafntefli.

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar byrjuðu mótið hægt en hafa eftir þjálfarabreytingu verið að sækja á en Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur breytt leikstíl liðsins og gert þá hættulegri fram á við. Síðan Gunnar Heiðar tók við liðinu hefur liðið spilað 3 leiki og skorað í þeim 10 mörk en hafði fyrir það spilað 12 leiki og skorað í þeim 13 mörk.
Njarðvíkingar sitja fyrir neðan rauðu línuna en hafa sótt tvo gríðarlega sterka sigra í síðustu tveim leikjum hjá sér og geta með sigri í dag eða jafntefli og hagstæðum úrslitum lyft sér upp úr fallsæti.

Njarðvíkingar hafa skorað 23 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:

Rafael Victor - 7 Mörk
Oumar Diouck - 7 Mörk
Oliver Kelaart - 2 mörk
*Aðrir minna


Fyrir leik
Vestri Vestri hefur sýnt frábæran stíganda í síðustu umferðum og gert frábærlega í að klifra upp töfluna. Vestri hafa ekki tapað leik síðan þeir töpuðu óvænt fyrir Ægi 1-2 í upphafi Júlí mánaðar en þeir hafa síðan þá spilað 6 leiki og sótt úr þeim 14 stig af 18 mögulegum og sitja fyrir vikið í umspilsæti fyrir sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili fyrir þennan leik.

Vestri hefur skorað 21 mark til þessa í deildinni og hafa þessi mörk raðast niður á:

Vladimir Tufegdzig - 7 Mörk
Benedikt V. Warén - 4 Mörk
Silas Dylan Songani - 2 Mörk
Ignacio Gil - 2 Mörk
*Aðrir skorað minna


Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason fær það verkefni að halda utan um flautuna hjá okkur í dag og honum til aðstoðar verða Eysteinn Hrafnkelsson og Hreinn Magnússon.
Björn Guðbjörnsson hefur svo eftirlit með gangi mála.


Fyrir leik
Lengjudeildin Það er heldur betur farið að myndast spenna í neðri hluta töflunnar þar sem öll lið neðri hlutans eru farinn að sækja sér stig að því virðist vera í síðustu umferðum og má því búast við hörku leik hérna á Rafholtsvelli.

Staðan fyrir leik dagsins lítur svona út:

1.Afturelding - 36 stig
2.ÍA - 33 stig
3.Fjölnir - 29 stig
4.Leiknir R. - 26 stig
5.Vestri - 23 stig
6.Grótta - 20 stig
7.Þór Ak. - 20 stig
8.Grindavík - 19 stig
9.Selfoss - 19 stig
10.Þróttur R. - 15 stig
11.Njarðvík - 14 stig
12Ægir - 8 stig


Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Njarðvíkur og Vestra héra á Rafholtsvellinum í 16.umferð Lengjudeildarinnar.


Byrjunarlið:
12. Rafael Broetto (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic ('70)
10. Nacho Gil
10. Tarik Ibrahimagic ('62)
14. Deniz Yaldir
22. Elmar Atli Garðarsson (f) ('68)
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall
80. Mikkel Jakobsen
- Meðalaldur 14 ár

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde ('62)
9. Iker Hernandez Ezquerro ('70)
11. Benedikt V. Warén ('68)
16. Ívar Breki Helgason
17. Guðmundur Páll Einarsson
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
Ásgeir Hólm Agnarsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Sergine Fall ('17)
Nacho Gil ('69)

Rauð spjöld: